Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.12.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 59 Einar Ólafsson Hafnarfirði Fæddur 13. marz 1921 Dáinn 2. desember 1984 í dag verður til moldar borinn Binar Ólafsson vélstjóri frá Vest- mannaeyjum. Einar var sonur hjónanna ólafs Einarssonar skip- stjóra og Guðnýjar Petru Guð- mundsdóttur frá Fáskrúðsfirði. Aðeins sex ára gamall missti Ein- ar föður sinn og tók ungur að stunda sjó. Sigldi hann öll stríðs- árin á England. Tilviljun olli því, að hann hlaut ekki þá þegar leg í faðmi Ránar; Einar steig i land af mb. Jarlinum til að innritast í vél- stjóraskóla, er Jarlinn fór sína hinztu för. Þar missti Einar félaga sína i sjóinn. Hafði Einar því ærna lífsreynslu rúmlega tvítugur þá er hann lauk prófi og kvæntist Árnu Jónsdóttur, ágætri konu. Eignuðust þau eina dóttur, Guð- nýju Fríðu, en Árna lézt eftir skamma sambúð. Fluttist Einar þá til Hafnarfjarðar og kvæntist öðru sinni árið 1947 Sigrúnu Rósu Steinsdóttur, sem lifir mann sinn. Eignuðust þau þrjú mannvænleg börn, Steinunni Maríu, Ólaf og Gunnar. Um tveggja áratuga skeið stundaði Einar svo sjó á togurum og bátum. Árið 1954 varð hann fyrir miklu slysi, er hann rann til í vélarrúmi og lenti í sjálfum sveifarásnum. Gekk annar fótur hans þá nær af, en var bjargað lemstruðum. Átti Einar fullt ár í þeim meiðslum og varð aldrei heill upp frá því. Innvortisaðgerðar var þörf árið 1967 og var þá tvísýnt um líf hans. Hvarf hann þó eigi yfir móðuna miklu að því sinni heldur gerðist húsvörður við íþróttahús Hafnarfjarðar. Naut hann þar áhuga síns og yndis af íþróttum. Eru þessi í stuttu máli helztu æviatriði Einars Ólafsson- ar, manns er kynntist veröld sjó- mannsins í blíðu og stríðu allt frá barnæsku. En þau eru aðeins um- gjörð um eftirminnilegan ein- stakling. Ekki veit ég hvort Einar Ólafs- son las nokkurn tíma Prédikar- ann, en framkoma hans öll minnti á þá bók. Stundum sýndist hann svo skyggn á menn og málefni, að ýmsa undraði. Hugsaði ég, að slíkt mundi fáum gefið utan þeim er átt hafa í mikilli baráttu og þrautum. Einstök kímni hans streymdi úr einhverjum þeim lindum manns- hugarins, sem ef til vill þeir einir þekkja ér horfzt hafa í augu við dauðann. Mun himnasmiðurinn hafa léð Einari gott brjóstvit, en hjartað var þó enn betra er undir sló. Það skynjuðu allir er honum kynntust. Hjúskapur barna okkar skóp vináttutengsl er aldrei bar á skugga; var það mikill heilladagur er við kynntumst Einari og Bíbí. Aldrei skorti umræðuefnin, enda gat hvergi tildur í fari Einars, hispursleysi var honum í blóð bor- ið. Skapið var einstaklega gott og helzta einkenni hans var glettnin. Glitti þar þó aldrei á hlátur heimskingjans, sem ræddur er í hinni fornu bók, Einar þekkti sinn tíma og sinn dóm. Honum hafði snemma orðið ljóst, að enginn maður hefur vald yfir dauðadegin- um, því var hann viðbúinn, er habn féll fyrir aldur fram, sextíu og þriggja ára gamall. Fyrir mönnum eins og Einari Ólafssyni verður hið smáa í tilverunni hég- ómi. Það heyrðist æ á tali hans, það var djúp lífsreynslan sem gerði Einar skemmtilegan. Eins og Prédikarinn mat Einar gleðina, „því að ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta og drekka og vera glaður, og það fylgdi honum í striti hans um ævidagana ... “ En líkt og spek- ingurinn forni hafði hann löngu gert sér grein fyrir hégóma þessa lífs. Hann skildi, að hver dagur sem hann lifði var óvænt gjöf. Gamansemin fylgdi honum því sem ljós skugga, hann kvaddi sátt- ur við Guð og menn. Stillunni eftir storminn eyddi hann fyrir heimili |sitt svo sem skrifað stóð: „Njót lífsins með þeirri konu sem þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs ... “ Og Einari var alveg ljóst, að þar var hann öðrum heppnari, lífsförunautur eins og Bíbí er ekki öllum gefinn. Og stundin er knöpp. Einar þekkti hlutskipti sitt og sætti sig við það. Þaðan kom hon- um styrkurinn. Einar hélt í vonina meðan stætt var. En hafi hann ekki lesið orð hinnar fornu bókar, þá þekkti hann þau: „Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veizlusal, því að það eru endalok sérhvers manns, og sá, sem lifir, hugfestir það.“ Sameiginlega þótti okkur vænt um tvö afabörn, sem nú læra að sömu örlög mæta ölium og að spor niðjanna liggja eftir feðrun- um. Þessi börn hafa mikils misst eins og frændgarðurinn allur — og þá er ekki annað fyrir hendi en að hugfesta það. Gæfan bjó með Einari siðari árin, hlýlegt heimili, skilningur og ást, þau árin sem hann fékk í ábót, eða óvart, eins og hann orðaði það. Og þau urðu, þrátt fyrir allt, sautján talsins. Við þökkum fyrir þessi ár, fyrir það sem Einar var fjöiskyldu sinni og vinum, að ógleymdum þeim barnabörnum sem hann kenndi að gleðja sig í æsku sinni. Þau hug- festa það sem þau sjá í húsi sorg- arinnar, hugljúfar minningar um æðrulausan mann. Kinar Pálsson Þegar slikur maður, sem Einar Ólafsson var, er kvaddur koma upp ýmis leiftur liðinna ára, skemmtilegar og ánægjulegar minningar sem ástæða er til að þakka fyrir að leiðarlokum. Und- irritaður hafði í nokkuð mörg ár kynni af Einari sem starfsmanni íþróttahúss í Hafnarfirði. Verð ég að segja sem er að ánægjulegri maður í samskiptum og samvinnu er varla til. Alltaf var hann reiðu- búinn til að hjálpa upp á sakirnar, hvort sem heldur var í hans hefð- bundna vinnutíma eða utan hans, í sambandi viö málefni hand- knattleiksmanna. Vissulega er sjónarsviptir er slíkur maður hverfur úr dagsins önn svo snögg- lega sem raun ber vitni. En það er huggun harmi gegn að geta með sanni minnst Einars með innilegu þakklæti fyrir alla hans lipurð og þægilegheit við hafnfirskt hand- knattleiksfólk fýrr og síðar. Vissu- lega var stundum erfitt að gera öllum til hæfis en Einar hafði ávallt lag á að koma þannig fram að öllum þótti vænt um hann og allir virtu manninn Einar Ólafs- son. Oft var ánægjulegt að koma til Einars þótt tilefnið væri ef til vill ekki mikið, fá í nefið og ræða landsins gagn og nauðsynjar, fyrir utan íþróttamálin. Að lokum vil ég fyrir hönd handknattleiks- áhugamanna í Hafnarfirði þakka Einari fyrir allt er hann var hafn- firsku íþróttalífi, um leið og ég sendi öllum hans aðstandendum innilegar samúðarkveðjur, og óska ég honum velfarnaðar á nýju til- verustigi. Jón Kr. Oskarsson form. HKRH. Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, að dauðinn sé hryggðarefni, þó ljósin slokkni og blikni blóm. — Er ei bjartara land fyrir stefni? E. Ben Góður vinur og félagi er látinn. Einar Ólafsson andaðist sunnu- daginn 2. des. sl., eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Leiðir okkar lágu saman þegar íþróttahúsið við Strandgötu tók til starfa árið 1971. Fljótlega var hann gerður að umsjónarmanni og vann af áhuga og dugnaði að uppbyggingu og rekstri íþróttahússins. Það fór ekki framhjá okkur sem með honum unnum að hann átti við vanheilsu að stríða. Hann var einstaklega harður af sér og mætti ætíð í vinnu þó auðséð væri að hann gengi ekki heill til skógar. Ekki hvarflaði það að mér þegar Einar fór á sjúkrahús 15. nóv. sl., að hann ætti ekki afturkvæmt til sinna fyrri starfa. Elnar hafði lifandi áhuga á íþróttum og fylgdist vel með gangi þeirra mála. Það var sama hvort það var handknattleikur eða knattspyrna eða árangur ein- stakra íþróttaflokka frá Hafnar- firði eða Vestmannaeyjum. Einar vissi góð skil á þessu öllu. Sem umsjónarmaður íþróttahússins hafði hann mikil samskipti við starfsfólk, íþróttakennara, þjálf- ara og íþróttaiðkendur. Öllum þessum aðilum ber saman um að það hafi verið gott að leita til Ein- ars. Hlýlegt viðmót og velvilji ein- kenndu öll hans störf. Ég átti því láni að fagna að vera samstarfs- maður Einars Ólafssonar sl. 13. ár. Á vináttu okkar bar aldrei skugga. Nú er góður drengur allur og djúpur söknuður hjá þeim er þekktu hann. Ég bið Guð að geyma góðan vin og blessa minningu hans. Elsku- legri eiginkonu hans, Sigrúnu Steinsdóttur, börnum, tengda- börnum og öðrum ástvinum sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Yngvi Rafn Baldvinsson Gömul mynd leitar á hugann. Ég er lítil telpa í garðinum heima hjá afa og ömmu á Skúlaskeiði og hjá mér krýpur Einar og brosir við mér, ungur og glæsilegur. Það var í þá daga, þegar tíminn stóð í stað, og manni fannst vera eilíft sólskin. Bernskuminningarnar koma fleiri og fleiri upp í hugann, og þeim er Einar nátengdur. Það var gott að koma á Skúlaskeiðið til afa og ömmu og Bíbí og Einars, sem þar bjuggu sín fyrstu hjú- skaparár. Þar mætti mér ávallt mikil hlýja og ástúð. — Einar átti afar gott með að umgangast börn og þau löðuðust ósjálfrátt að hon- um. Það var gaman að vera í ná- vist hans. Hann var skapgóður, glettinn og skemmtilegur. Stund- um var hann líka dálítið striðinn, en þó aldrei nema á góðlátlegan hátt. Hann hafði mikla kímnigáfu og sagði skemmtilega frá. Einar Ólafsson fæddist í Vest- mannaeyjum 13. mars 1921. For- eldrar hans voru hjónin Guðný Petra Guðmundsdóttir og ólafur Einarsson, skipstjóri. Sex ára gamall missti Einar föður sinn. Móðir hans giftist síðar Runólfi Runólfssyni sem gekk Einari í föð- urstað. Petra og Runólfur eru nú bæði látin. Tvo hálfbræður átti Einar, Ólaf og Stefán. Einar ólst upp í Vestmannaeyj- um og fór snemma að stunda sjó- inn. Um árabil var hann vélstjóri á fiskiskipum, fyrst frá Vest- mannaeyjum, síðar frá Hafnar- firði. Sjómennskan átti vel við Einar, og hana stundaði hann að mestu til ársins 1967. Þá var heils- an farin að bila. Einar var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Árna Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum. Hún lést eftir stutta sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, F'ríðu, sem ólst upp hjá móðurfólki sínu í Vestmannaeyj- um. Fríða er gift Sigurði Georgs- syni og búa þau í Vestmannaeyj- um. Einar kvæntist móðursystur minni, Sigrúnu Rósu Steinsdóttur, 1947. Bíbi og Einar tengdust hvort öðru sterkum böndum. Börn þeirra eru þrjú; Steinunn María, gift Páli Einarssyni, ólafur, kvæntur Drífu Kristjánsdóttur og Gunnar, kvæntur Sigríði Gunn- arsdóttur. Árið 1970 gerðist Einar hús- vörður í íþróttahúsi Hafnarfjarð- ar, og þar starfaði hann til dauða- dags. Hæfileikar Einars til að um- gangast börn og unglinga nýttust vel í þessu starfi. Þau kunnu vel að meta kímni hans og lipurð. Einar hafði mikinn áhuga á íþróttum og því var þetta starfsvettvangur, sem hæfði honum mjög vel. Síðar hóf Bíbí störf á sama stað. Þeim lét ákaflega vel að vinna saman og þau höfðu mikla gleði af starfi sínu. Hin síðari ár mátti sjá, að Ein- ari var brugðið. Langvarandi heilsuleysi hafði rist hann rúnum. Mér finnst nú, að lífið hafi á margan hátt verið honum erfitt. Hann var löngum sárþjáður, lík- lega þjáðari en nokkurn gat grun- að. Engan hef ég þó þekkt taka veikindum sínum af meiri karl- mennsku en Einar. Hann heyrðist aldrei kvarta og talaði aldrei um veikindi sín. Ég hygg, að þeir hafi verið fáir dagarnir, sem hann vantaði til vinnu í íþróttahúsi Hafnarfjarðar. — En þrátt fyrir erfiðleikana var Einar einnig gæfusamur maður. Störf hans, bæði sjómennskan og húsvarslan, áttu hug hans. Hann átti af- bragðskon'u, sem reyndist honum traustur lífsförunautur, og mynd- arleg börn, tengdabörn og barna- börn, sem öll voru honum til mik- illar ánægju. Að leiðarlokum þakka ég Einari vináttu hans fyrr og síðar. María Þ. Gunnlaugsdóttir r\ 9 Mikiö úrval af fatn- aöi frá „CarterV nýkominn. Þar á W meöal fallegt úrval af náttfötum í öllumii stæröum frá ný- r fæddu uppí nr. 14. ■ Vvl' rv 7 7 I fötum frá „Carter’s“ líður barninu vel. B. Ólafsson & Berndsen hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.