Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 67

Morgunblaðið - 11.12.1984, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL 11-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hvar eru hækkanirnar? Bréfritari fór í fjölmiólabindindi. í bréfi sínu lýsir hann m.a. þeim áhrifum sem hann varð fyrir þegar hann fór að líta í dagblöðin á ný. Hrollur Kristín Sigmundsdóttir ellilífeyr- isþegi hringdi: Eftir að hafa hlustað á forseta ASÍ í þættinum Síðdegisútvarp 3. desember get ég ekki orða bundist. Þeir fullyrða að við höfum fengið í síðustu kjarasamningum bætur í samræmi við aðra. En þær hafa ekki komið í mitt umslag. Það vantar ekki að þessir háu herrar og frúr tali fjálglega um að bæta lægstu launin, sérstaklega þegar kjarasamingar eru annars vegar eða kosningar framundan. En það verður minna um efndir. Eins og má sjá á þessum tölum fyrir september, október og nóv- ember hef ég fengið frá Trygg- ingastofnun ríkisins 10.896 krónur á mánuði og tek fram að ég fæ ekkert frá opinberum sjóðum. Ég er algjörlega óvinnufær. Nú spyr ég: Hvar eru hækkanirnar? Og ég vil fá rétt svar. Nýja lýsið er gott 4096-9470 skrifar: Ágæti velvakandi. Ég leyfi mér að skrifa nokkrar línur til að hrósa nýju ufsa- og þorskalýsisblöndunni sem fram- leidd er af Lýsisfélaginu í Vest- mannaeyjum. Þessi nýja lýsisblanda er að mínum dómi miklu bragðminni, þ.e. laus við gamla þráakeiminn sem fylgt hefur lýsinu frá byrjun. Ég get að minnsta kosti borið, að þetta er eina lýsið sem ég get tekið án þess að fá lýsiskeiminn (þráa- keiminn) upp í mig daglangt. Þá finnst mér einnig kostur smæð flöskunnar (158 gr í stað 220 gr) og þéttihringurinn (dropa- fangari) í stútnum, sem hvort tveggja stuðlar að hreinni og ef til vill girnilegri flösku (að minnsta kosti fyrir börnin) í kælinum. Að lokum er vert að geta þess á þessum síðustu auraleysistímum, að framleiðendur nýja lýsisins hafa getað boðið vöru sína á miklu lægra verði en aðrir miðað við sama magn pr. flösku. Árni L. Jónsson skrifar: Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum mánuðum fór ég i fjölmiðlabindindi, þ.e. las ekki blöð, hlustaði ekki á útvarp og horfði ekki á sjónvarp. Að sjálf- sögðu sprakk ég á þessu bindindi eins og öllum hinum og byrjaði á því að ná mér í tvö eintök af Dagblaðinu og fékk rækilega stað- festingu á því sem rak mig í fjöl- miðlabindindið, nefnilega það að við lifum í vitlausum heimi. Eftir að hafa lesið þessi tvö eintök hafði ég verið fræddur um eftirfarandi: 20 tonnum af rækju er ekið á haugana. Sprenglærðir hjúkrun- arfræðingar handleggsbrjóta stúlku I sviðsettu flugslysi. Ein kvennalistakona rassskellir Bald- ur Hermannsson fyrir það eitt að vilja eiga mömmu í eldhúsinu. Brotist er inn í Lögreglustöðina á Raufarhöfn. — Svo á Siglufirði. ólafur B. Guðnason kastar skap- ara himins og jarðar í ruslafötuna (orðrétt: Hvað varðar þessar snargeggjuðu og sundurleitu hugmyndir um Guð, eilífðina og það allt saman þá sannar það ekki neitt). Benedikt Axelsson er með langt háaloft um lausar skrúfur undir fyrirsögninni „Allt í ólagi". Skólastelpur komast ekki lengur heim til sín án þess að eiga það á hættu að lenda í hanaslag við ein- hverja hjólhesta ofl. ofl. Þessi lestur allur hafði sömu áhrif á mig og lýsingin á bls. 37 í DV laugardaginn 24. nóvember sl.: Menn vaða upp í hné í leður- blökudriti og þar er allt iðandi af bjöllum og snákum. Þeir verða að sveifla sér eins og Tarzan í köðlum yfir gínandi gljúfur og vaða straumharðar elfur, sem ná þeim upp í geirvörtur, og ef klettanibba er nógu hörð til þess að molna ekki undan handfestu er eins lík- legt að hún sé nógu hvöss til þess að veita skurfu. Góða jólaföstu. á villigötum BHM Háskólakennari skrifar: Á 6. þingi Bandalags háskóla- manna var samþykkt tillaga frá Stefáni Ólafssyni um auknar álögur eignarskatts og skattlagn- ingu vaxta umfram verðtrygg- ingu. Að þessum tillögum má ýmis- legt finna efnislega. Annars veg- ar er hér stungið upp á upptöku eigna, sem þegar hafa verið að fullu skattlagðar við öflun þeirra. Margir eigendur fast- eigna eru aldrað fólk, sem vill gjarnan eyða ævikvöldinu í friði án þess að þurfa að selja hús eða íbúð. Hins vegar er hvatt til nýrrar aðfarar að sparifjáreig- endum, sem hafa verið féflettir miskunnarlaust á undanförnum árum eins og kunnugt er, en meirihluti sparifjár í landinu er í eigu launamanna. Tillögumaður BHM bætist nú í hóp þeirra, sem fyrr og síðar hafa komið í veg fyrir eðlilega sparifjármyndun á íslandi, atvinnuvegum landsins til hagsbóta. Mestu máli skiptir þó, að þess- ar róttæku tillögur hafa ekki verið bornar upp innan aðildar- félaga BHM. Engin vissa er held- ur fyrir þvi hver er afstaða meirihluta félagsmanna. Stefn- uyfirlýsingar af þessu tagi eru aðildarfélögum hvatning til þess að endurskoða aðild sína að sam- tökunum, enda víða um það sterkar raddir, að hún sé til lít- illa hagsbóta. Það hefði verið meira í anda háskólamanna að leggja fram nákvæma og markvissa áætlun um eflingu atvinnulífs, BHM-fé- lögum og öllum landslýð til hags- bóta, en liklega er slíkt ofætlun þessum heillum horfnu samtök- um. nú verða af því að senda vinum um víða veröld gjöf sem verður þeim mjög kærkomin — fyrir aðeins kr. 770. Innifalið sendingargjald um allan heim. Gjöf sem berst ekki bara einu sinni — heldur aftur og aftur — og treystir tengslin. Er Iceland Review ekki rétta gjöfin fyrir ættingja og vini erlendis? Iceland Review kemur út fjórum sinnum á ári — stöðugur straumur af fróðleik um land og þjóð, með glæsilegum myndum og fjöl- breyttu efni. Þú losnar við allt umstangið, við sendum blöðin fyrir þig ásamt kveðju frá þér. 1 S \J\Ö V>ú ^ GJAFAASKRIFT □ Undirritaöur kaupir gjafaáskritt(ir) aö lceland Review 1985 og greiöir fyrir kr. 770 pr. áskrift. Sendingarkostnaöur um allan heim innifalinn. □ Árgangur 1984 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn greiöslu sendingarkostnaöar kr. 220 pr. áskrift. Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1985. Áskrift öölast gildi þegar greiösla berst. Nafn áskrifanda Simi Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja meö ó öðru blaði. Sendið til lceland Review, Höföabakka 9, Reykjavík, eða hríngið í sima 84966.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.