Morgunblaðið - 11.12.1984, Síða 71

Morgunblaðið - 11.12.1984, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1984 71 Sorpeyðingarstöð Sudurnesja: Hefja sólarhrings- brennslu sorps Vofrum, 5. desember. ÞAÐ ER nauðsynlegt að gera þær breytingar á rekstri Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja að brenna sorpi allan sólarhringinn, í stað þess sem verið hefur, að brennsla fari aðeins fram að degi til. Ástæðan er sú að á Suðurnesja- svæðinu falla til um 11 þúsund tonn af sorpi á ári, en afkastageta sorpeyðingarstöðvarinnar er um 12 þúsund tonn. Að sögn Eiríks Alexanderssonar framkvæmda- stjóra Sorpeyðingarstöðvarinnar er nauðsynlegt að gera þessar breytingar, til þess að gera stöð- inni kleift að brenna sorpinu og sinna nauðsynlegu viðhaldi. Með sólarhringsbrennslu færi brennsla fram á þremur og hálfum sólar- hring, en sá tími sem eftir er vik- unnar er nauðsynlegur til við- halds. Með þessum breytingum fæst fram betri nýting á stöðinni og það hefur í för með sér minna viðhald. Erlendir aðilar hafa sýnt Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja áhuga. Fyrr á þessu ári kom sendinefnd frá Færeyjum, tveir menn, stjórn- málamaður og tæknimaður. Þeir vildu skoða stöðina, sem þeir höfðu haft spurnir af að væri full- komnasta sorpeyðingarstöð er þekktist í heiminum. Nokkrum mánuðum seinna komu 40 fransk- ir tæknimenn til landsins á vegum Kynnisferða, þeir höfðu þær sér- stöku óskir að fá að skoða Sorp- eyðingarstöð Suðurnesja, en þeim var sagt að hún væri með því besta er þekktist í heiminum. Þegar er farið að ræða stækkun á sorpeyðingarstöðinni, en af því gæti orðið að þremur árum liðn- um, en þá verður búið að borga stöðina. E.G. Mýyatnssveit: Helgi Vatnar Helgason á Grímsstöðum 60 ára Mývitnssveit, 10. desember. SEXTÍU ÁRA afmæli átti í gær, 9. desember, Helgi Vatnar Helgason á Grímsstöðum hér í sveit. Foreldrar hans voru Helgi Sigurjónsson bóndi á GrímsstöÓ- um, bróðir Fjalla-Bensa og þeirra systkina, og Björg Krist- jánsdóttir frá Lambanesi í Fljót- um. Vatnar, eins og hann er al- mennt kallaður hér, fór snemma að vinna við bú foreldra sinna, en eftir að þau féllu frá tók hann við búrekstrinum með systur sinni, Laufeyju. Var samstarf þeirra ætíð mjög til fyrirmyndar. Á yngri árum var Vatnar ágæt- ur íþróttamaður og alveg sérstak- lega prýðilegur göngumaður á skíðum. Þreytti hann margar keppnisraunir í þeirri grein oft með góðum árangri. Fyrir nokkr- um árum hætti Vatnar að mestu búskap og hefur síðan unnið hjá verktakafyrirtækinu Sniðli hér í sveitinni. Það er rómað af öllum sem með honum hafa unnið, hversu skemmtilegur verkmaður hann er og má raunar segja að hann geti gripið inn í næstum hvaða verk sem er. í gærkvöldi tók Vatnar á móti frændum og vinum sínum í Hótel Reynihlíð. Þar voru rausnarlegar veitingar á borð bornar og ræður haldnar til heiðurs hinu síunga af- mælisbarni. Honum bárust veg- legar afmælisgjafir. Mikið fjöl- menni var og sýnir það vel hversu vinamaður Vatnar á Grímsstöðum er. Óhætt er að segja að þeir sem hafa kynnst honum bera til hans hlýjan hug. Hér með eru Vatnari sendar bestu afmæliskveðjur f til- efni þessara merku tímamóta í ævi hans. Kristján. Fáskrúðsfirði: Fjölmenni á aðventukvöldi Fáskrútefirfti, 10. deoember. AÐVENTUKVÖLD var haldið í Fá- skrúðsfjarðarkirkju á sunnudagskvöld. Kirkjukórinn undir stjórn Harald- ar Bragasonar hafði allan veg og vanda af undirbúningi kvöldsins. Kórinn söng jólalög og jólasálma, auk þess var upplestur og jólaguð- spjallið lesið af Margréti Andrés- dóttur. Páll Ágústsson skólastjóri las kvæði og Anna Stefánsdóttir las jólasögu og Jónas Steinsson, tíu ára, las einnig jólasögu. Tvær ungar stúlkur, Hjördís Ólafsdóttir og Anna María Sigurðardóttir, léku samleik á flautu. Oli Helgason og Haraldur Bragason, stjórnandi kórsins, léku samleik á gítar. í lokin þakkaði framkvæmdastjóri kirkjukórsins fólkinu fyrir komuna en kirkjan var þéttsetin. Ehginn starfandi prestur er nú á Fáskrúðsfirði, en sóknar- presturinn hefur verið við nám er- lendis. Hann er þó væntanlegur fyrir jólahátíðirnar. Albert EFNAHAGSMALUM 1985 HÓTEL LOFTLEIÐUM 13 DES. 1984 14:00 Spástefnan sett. Sigurður R. Helgason, íormadur SFÍ 14:10 Spá um þróun efnahagsmála árið 1985. Jón Sigurðsson forstjóri, Þjóðhagsstofnun. 14:30 Álit á efnahagshorfum 1985. Vilhjálmur Egilsson hagfræðingur VSÍ. 14:50 Álit á efnahagshorfum 1985. Jónas H. Haralz, bankastjóri Landsbanka íslands. 15:10 Kaffihlé. EFNAHAGSLEGAR F0RSENDUR VIÐGERÐ FJÁRHAGSÁÆTLANA FYRIR ARIÐ 1985 15:30 Stefán Reynir Kristinsson, fjármálastjóri íslenska járnblendifélagsins hf. 15:45 Kristján Óskarsson, fjármálastjóri Hampiðjunnar hf. 16:00 Eggert Ágúst Sverrisson, framkvæmdastjóri fjárhagsdeildar SÍS 16:15 Niðurstöður spástefnu og horfurnar framundan. Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL. 16:30 Almennar umræður. TIIKYNNW PÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉLAG ISIANDS SÍÐUMÚLA 23 SÍMI 82930 OOTT FÓLK \6 'DAGáE’ 'L Nú eru það 11 Fisher Price Explorer bílar med drifi á tveimur jafnfljótum frá Kristjánsson hf. Númerin eru: 179756______168282 126544 135884 180240 24304 220234 26038 91153 201977 112919 _________ Vinningshafar hafi samband vid skrifstofu SÁÁ í síma 91-82399 Vinnmgsnúmerin í gær 10/1; 218432 223429 116639 212768 «2991 109799 183688 27705 71432 52950 Ps. Það skiptir engu máli hvenær miðamir voru borgaðir. JÓLAHAPPDRÆTTI SÁÁ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.