Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
Vel farið ef of-
beldismyndir verða
gerðar útlægar
segir Hjalti Zóphaníasson, deildar-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu,
sem samræmdi aðgerðir lögreglu
„EF MEÐ þessum aðgerðum hefur
tekist að losa myndbandamarkað-
inn við ofbeldismyndir, þá er vel
farið ef tekst að gera ofbeldis-
myndir útlægar hér. Dómsmála-
ráðuneytiö í samráði við ríkissak-
sóknara aö beiðni Kvikmynda-
eftirlitsins sendi lögreglustjórum á
landinu bréf, þar sem kveðið var á
um að löggæzlumenn um allt land
skyldu fara í myndbandaleigur og
leggja hald á ofbeldismyndir. Hlut-
verk ráðuneytisins I þessu máli var
að samræma aðgerðir lögreglu,"
sagði Hjalti Zóphaníasson, deildar-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu, í
samtali við Mbl.
Lögreglan í Reykjavík lagði
hald yfir 300 myndbönd á um 70
myndbandaieigum. Lögreglan í
Hafnarfirði lagði hald á um 60
myndbönd, svipaðan fjölda var
lagt hald á á Akureyri og í Kópa-
vogi.
Þann 1. febrúar sendi dóms-
málaráðuneytið öllum lögreglu-
stjórum landsins bréf þar sem
bent var á, að samkvæmt lögum
nr. 33/1983 var lagt bann við
ofbeldiskvikmyndum hér á landi.
í bréfinu segir m.a: „Með lögum
nr. 33/1983 fylgdi listi yfir kvik-
myndir, sem voru bannaðar. Síð-
an hefur kvikmyndaeftirlit ríkis-
ins skoðað þúsundir kvikmynda
og brjóta margar þeirra tvímæla-
laust í bága við lög um bann við
ofbeldiskvikmyndum og hefur
Kvikmyndaeftirlitið útbúið lista
yfir myndir, sem úrskurðaðar
hafa verið sem bannmyndir.
Ráðuneytið hefur fengið beiðni
frá Kvikmyndaeftirlitinu um að
lögreglan geri samræmt átak i
eftirliti með kvikmyndum, sem
eru á myndböndum, en í 3. grein
laga um ofbeldiskvikmyndir segir
að barnaverndarnefndir og lög-
gæzlumenn skuli hafa eftirlit af
þessu tagi með höndum.
Að fenginni þessari beiðni hef-
ur ráðuneytið í samráði við ríkis-
Morgunblaöiö/Júlíus
Þorsteinn Hilmarsson, lögregluþjónn, við hluta þeirra myndbanda sem
lögreglan í Reykjavík lagði hald á.
saksóknara ákveðið að lögzælu-
menn skuli fara í eftirlitsferð í
aliar myndbandaleigur í umdæmi
yðar, herra lögreglustjóri, mánu-
daginn 18. og ef einn dagur reyn-
ist ekki nægilegur þá einnig 19.
febrúar. Ber lögreglumönnum að
leggja hald á allar myndir, sem
finnast og úrskurðaðar hafa verið
sem ofbeldismyndir. Taka ber
skýrslu af forráðamönnum mynd-
bandaleiga um slíkar myndir,
hvaðan þær séu fengnar, hvort
þær séu leigðar út og hvort þeim
sé kunnugt um að þær séu ofbeld-
ismyndir. Ennfremur skal afla
upplýsinga um hvort fleiri
bannmyndir séu til hjá leigunni,
þótt þær séu ekki til staðar, til
dæmis f leigu. Skal ennfremur
lagt hald á þær myndir. Lögreglu-
skýrslur skulu sendar ríkissak-
sóknara. Fylgjast ber með því að
ofbeldismyndir verði framvegis
ekki á boðstólum hjá myndbanda-
leigum og mun kvikmyndaeftir-
litið gera aðvart um þær kvik-
myndir sem framvegis verða
flokkaðar sem ofbeldiskvik-
myndir."
„Kvikmyndaeftirlitið fær nú
lista um allar þær leigur, sem til
eru. Hann var ekki til, því eigend-
ur myndbandaleiga þurfa ekki
verzlunarleyfi og leigurnar því
ekki til á skrá. Sumar eru skráðar
í firmaskrá og sumar með sölusk-
attsnúmer en ekki allar," sagði
Hjalti Zóphaníasson, deildar
stjóri.
ÞESSAR MYNDIR ERU BANNAÐAR
HÉR FER Á eftir skrá yfir kvik-
myndir sem Kvikmyndaeftirlit ríkis-
ins hefur úrskurðað sem ofbeldis-
kvikmyndir og eru þar með ólögleg-
ar til sölu, dreifingar og sýningar á
íslandi skv. lögum nr. 33/1983 um
bann við ofbeldiskvikmyndum.
After the fall of New York, Aftermath,
Alone in the dark, Atlantis Interceptors,
Blood, Blood Song, Caligula, Caligula and
Messalina, Cannibal, Cannibal holocaust,
Cannibal Terror, Centerfold Girls, Child,
Children of the Corn, Class of '84, Com-
munion, Confessional Murders, Contami-
nation, Dark Places, Day of Violence,
Death Promise, Devil Hunter, Don’t go
into the House, Evil Dead, Evilspeak, Ex-
ecutioners of the Year 3000, Friday the
13th, Friday the 13th Part II, Friday the
13th Part III, Fríday the I3th Final
Chapter, Galaxy of Terror, Hallowen II
(Maskernes Nat 2), Happy Birthday to
Me, He Knows You’re Alone, Human Ex-
periments, I Spit on Your Grave, Insem-
inoid (Sæðingin), Island of Death, Killer
Nun, Killers Moon, Last Horror Film,
Last House on the Left, Madhouse,
Mortuary, New Barbarians, Nightmare
Makers, Outing, Poor White Trash, Poor
White Trash II, Pranks, Prom Night,
Psychic Killer, Red Nights of the GESTA-
PO, Scanners, Superstition, Super Vixen,
Survival Zone, Tenebrae, Terminal I»-
land, Terror, Torso, Turkey Shoot,
Twothousand and Nineteen After the fall
of New York, llnseen (Kjallarinn), Visit-
ing Hours, Wrong Way og Xtro.
íslenska hljómsveitin:
Suðrænir sveiflu-
tónar á ösku-
dagstónleikum
„Minn þáttur í þessum hljómleik-
um er þessi forleikur, sem gæti heit-
ið karnival-forleikur og er hálfgerð
kjötkveðjuhátíðartónlist með suð-
rænum blæ,“ sagði Stefán S. Stef-
ánsson, tónskáld og saxafónleikari, í
stuttu spjalli við blm. Mbl. í gær.
En forleikur Stefáns er eitt
þriggja verka, sem frumflutt
verða á _Sveiflum“, öskudagstón-
leikum Islensku hljómsveitarinn-
ar í Laugardalshöll í kvöld. Hin
tvö eru Ljóð án orða, eftir Þóri
Baldursson og Konsert fyrir tvo
rafmagnsgítara og kammerhljóm-
sveit, eftir Vilhjálm Guðjónsson.
Stefán kvaðst nota suðræn stef
með miklum áslætti og öðru sem
tilheyrði slíkri tónlist f þessum
öskudagsforleik. Einleikari í
verkinu er Ásgeir Steingrímsson,
sem leikur á trompet, en sjálfur
ætlar Stefán að láta sér nægja að
sitja úti í sal og hlýða á hvernig til
tekst. „Ég held ég hafi spilað í
öllu, sem ég hef samið hingað til,“
sagði hann. „En núna ætla ég einu
sinni að sjá hvernig það er að sitja
bara og hlusta."
Það eru eingöngu meðlimir fs-
lensku hljómsveitarinnar, sem
leika í verki Stefáns. En eins og
kunnugt er, hefur hljómsveitinf-
engið til liðs við sig á þessum tón-
leikum valinkunnugt lið manna,
sem ættu að kunna skil á sveiflu.
Má þar nefna útsetjarana ólaf
Gauk og Rikharð Örn Pálsson,
söngvarann Sverri Guðjónsson og
fjóra af fimm meðlimum jazz- og
sveifluhljómsveitarinnar Gamm-
anna, þá Björn Thoroddsen, Skúla
Sverrisson, Þóri Baldursson og
Stefán S. Stefánsson.
Háskóla-
tónleikar
FJÓRÐU Háskólatónleikar á
vormisseri verða haldnir í Nor-
ræna húsinu í dag 20. febrúar og
hefjast þeir klukkan 12.30.
Hrönn Hafliðadóttir kontralt
syngur lög eftir Robert Schu-
mann, Hugo Wolf og Wolfgang
Amadeus Mozart. Undirleikari
er Þóra Friða Sæmundsdóttir.
Þóra Fríða Sæmundsdóttir
Hrönn Hafliðadóttir
Umsögn ríkislögmanns:
Framlenging á uppsagnar-
fresti kennara er lögmæt
RÍKISLÖGMAÐUR hefur sent
menntamálaráðherra umsögn um
uppsagnarfrest starfsmanna ríkisins
vegna kennaradeilunnar og um það
álit Arnmundar Backman, hrl., að
réttur raenntamálaráðherra til að
framlengja uppsagnarfrest kennara
frá 1. mars til 1. júni hafi ekki verið
Bifreið
stolið
AÐFARANÓTT miðvikudagsins
13. febrúar síðastliðins var bif-
reiðinni R-52665, sem er Toyota
Corolla árgerð 1974, stolið af bíla-
stæði í Lækjargötu. Bifreiðin er
gulbrún að lit. Þeir sem kunna að
vita um þjófnaðinn eða hvar bif-
reiðin er niðurkomin, eru vinsam-
lega beðnir að láta lögregluna í
Reykjavík vita.
fyrir hendi hinn II. febrúar síðast-
liðinn. Kemst Gunnlaugur Claessen,
ríkislögmaður, að þeirri niðurstöðu,
að álit Arnmundar sé á misskilningi
byggt. í þessu tilviki hafi mennta-
málaráðherra haft svigrúm til að
framlengja frestinn frá 30. nóvem-
ber 1984 til 28. febrúar 1985.
Ríkislögmaður telur að Arn-
mundi Backman hafi yfirsést
grundvallaratriði í áliti sínu, þeg-
ar hann notar reglur um uppsagn-
arfresti á almennum vinnumark-
aði er lúta í lögfræði að skýr-
ingarreglum einkaréttar um rétt-
arstöðu ríkisstarfsmanna, sem
markist af reglum opinbers réttar.
„Kjarni málsins er sá,“ segir í
umsögn Gunnlaugs Claessen, „að
reglur hins opinbera réttar um
þessi atriði varðandi ríkisstarfs-
menn verða almennt ekki túlkaðar
eða skýrðar sem undantekningar
frá reglum einkaréttar, sem eru
með öðrum hætti. Þegar af þeirri
niðurstöðu er aðferð lögmannsins
til að komast að niðurstöðu á mis-
skilningi byggð."
Þá er á það bent í umsögn ríkis-
lögmanns, að orðalag þeirrar laga-
greinar sem menntamálaráðherra
beitir við framlengingu frestsins
gefi ekki tilefni til ályktunar í þá
veru, að heimild stjórnvalds til að
framlengja uppsagnarfresti í allt
að sex mánuði sé skilyrt eða tak-
mörkuð við það, að stjórnvaldið
geri tafarlaust heyrum kunnugt
hvort henni verði beitt. Lögskýr-
ingagögn renni ekki stoðum undir
aðra túlkun í þessu tilviki en skýr
orð lagaákvæðisins segja til um.
Minnir ríkislögmaður á, að upp-
sagnarfrestur dómarafulltrúa hafi
verið framlengdur 1971 aðeins 4
dögum áður en uppsagnir skyldu
taka gildi. Þá hafi menn ekki túlk-
að lög með sama hætti og Arn-
mundur Backman geri nú og dóm-
arafulltrúar töldu sér skylt að
halda áfram störfum.
Kröfur kennara
stefna málum í
enn meira óefni
— segir deildarstjóri launadeildar
„KRÖFUR kennara hljóða upp á að
almennum framhaldsskólakennur-
um verði raðað í efstu launaflokk-
ana í þessum nýja dómi Kjaradóms
og þá þyrfti væntanlega að lengja
skalann til að koma stjórnendum og
skólastjórum fyrir,“ sagði Indriði H.
Þorláksson, deildarstjóri launa-
máladeildar fjármálaráðuneytisins,
í samtali við Morgunblaðið, eftir að
kennarar lögðu fram kröfu sína á
fundi deiluaðila í gær.
„Þessar kröfur þýða, sýnist
okkur, um 100% hækkun á grunn-
launum þeirra," sagði Indriði
ennfremur. „Þar að auki gera þeir
kröfu um að yfirvinnan hækki um
40% umfram þetta, eða um 140%.
Okkar viðbrögð við þessu voru
þau að við höfnuðum þessu sem
umræðu- eða viðskiptagrundvelli
með einum eða öðrum hætti. í
öðru lagi lítum við svo á, að þess-
ar kröfur geta ekki orðið til ann-
ars en að stefna málum í meira
óefni en þegar er orðið. Við höfum
óskað eftir fundi með launamála-
ráði BHM á fimmtudaginn til að
ræða um sérkjarasamningana al-
mennt og möguleika á samræm-
ingu í vinnubrögðum. I framhaldi
af þeim fundi munum við setja
niður fundarhöld með þeim aðild-
arfélögum launamálaráðs sem eru
tilbúin til viðræðna," sagði Indriði
H. Þorláksson.
Kristján Thorlacius, formaður
Hins ísienska kennarafélags,
sagði það rétt, að lengja þyrfti
launaskalann til að laun t.d.
skólastjóra kæmust á blað.
„Kjaradómur gerir ráð fyrir því
að skalann sé hægt að lengja allt
að því óendanlega, aðeins ef 3%
munur er á milli þrepa,“ sagði
Kristján. „Byrjunarlaun mennta-
skólakennara eiga að hækka,
samkvæmt kröfum okkar, úr 20
þúsundum á mánuði upp í 35 þús-
und og hæstu laun, eftir 18 ára
starfsaldur, hækka úr rúmlega 29
þúsundum í 57.600. Við gerum
einnig kröfu um breyttan yfir-
vinnustuðul, sem yrði 1,8 í stað 1,3
eins og nú er. Slíkt er einfaldlega
nauðsynleg leiðrétting og réttur
útreikningur."
Kristján sagði að lokum, að
kennarar væru fúsir til viðræðna
og þeir vonuðust til að þær héldu
áfram.
Þetta er nauðsyn-
leg leiðrétting
— segir formaður HÍK