Morgunblaðið - 20.02.1985, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985
Erlendar skuldbinding-
ar viðskiptabankanna
tæpir 16 milljarðar kr.
ERLENDAR skuldbindingar
viðskiptabankanna námu um
síðustu áramót 15.816 millj-
ónum króna og skiptast
þannig að yfírdráttarskuldir
hjá erlendum bönkum voru
1.117 milljónir króna, endur-
lánuð skammtímalán voru
6.081 millj. kr., endurlánuð
lán til langs tíma voru 4.661
Frádráttur
fiskvinnslu-
fólks verði
10%af launum
Þingmennirnir Sighvatur Björgv-
insson Alþýðuflokki og Guðmundur J.
Guðmundsson Alþýðubandalagi hafa
lagt fram frumvarp um breytingu á
lögum um tekjuskatt og eignaskatt í
neðri deild Alþingis.
Flutningsmenn leggja til að fólki
sem vinnur við fiskverkun verði
veittur sérstakur frádráttur frá
tekjum við álagningu tekjuskatts
og nemi sá frádráttur 10% af laun-
um.
í greinargerð með frumvarpinu
segir að tilgangur þess sé að leysa
vanda fiskvinnslufólks í kjaramál-
um á svipaðan hátt og þegar er gert
með gildandi lögum um fiski-
mannafrádrátt.
millj. kr. og erlendar ábyrgð-
ir voru 3.957 milljónir króna.
Þessar upplýsingar komu
fram í svari viðskiptaráðherra,
Matthíasar Á. Mathiesen, við
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur Alþýðuflokki um starf-
semi banka og sparisjóða. í
svari ráðherra kom fram að
hvorki opinberir aðilar né
einkaaðilar mega semja um að
taka lán erlendis nema með
samþykki ríkisstjórnarinnar.
Gjaldeyrisbönkunum er þó
heimilt að semja um yfirdrátt-
arheimildir til skamms tíma hjá
erlendum bönkum.
Viðskiptaráðherra sagði um
ábyrgð viðskiptabanka og spari-
sjóða á innistæðum sparifjár-
eigenda að bankarnir bæru
ábyrgð á þeim með öllum eigum
sínum. Ríkissjóður er hins vegar
ábyrgur fyrir öllum skuldbind-
ingum ríkisbankanna. Af þessu
leiðir að innistæður í viðskipta-
bönkum eru fyrst og fremst
tryggðar með eigin fé stofnana.
Einnig er starfandi svokallaður
Tryggingasjóður sparisjóða en
tilgangur hans er að tryggja
innistæður í sparisjóðum. Jó-
hanna Sigurðardóttir benti á að
árið 1982 var eigin fjárstaða
nokkurra innlánsstofnana eng-
in. Matthías Á. Mathiesen sagði
það rétt að tryggingar vegna
innistæðna væru ekki eins góðar
hjá einkabönkunum og hjá rík-
isbönkunum.
Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra og Ragnhildur Helgadóttir,
menntamálaráðherra, rsðast við.
Kjör og starfsaðstaða kennara:
V erið að vinna að
lausn deilunnar
MÞinci
— sagði menntamálaráðherra
UMRÆÐUM utn kjör og starfsaðstöðu kennara, sem hófust
þriðjudaginn 12. febrúar í sameinuðu þingi, var framhaldið í
gær og deildu stjórnarandstöðuþingmenn hart á menntamála-
ráðherra og fjármálaráðherra. Helgi Seljan Alþýðubandalagi
sagði að langlundargeö kennara væri þrotið og að skilnings-
leysi stjornvalda á störfum þeirra væri mikið.
Ragnhildur Helgadóttir an ramma laganna og vísaði til
Sluttar þinjífréttir
Flugvallarstæði fyrir
ísafjörð
Sighvatur Björgvinsson, Al-
þýðuflokki hefur sett fram fyrir-
spurn til samgönguráðherra um
framtíðarflugvallarstæði fyrir
ísafjörð. Þingmaðurinn spyr
hvort ráðherra sé tilbúinn til þess
að láta fara fram athugun á nýju
flugvallarstæði við Arnarnes.
Útflutningsbætur og
niðurgreiöslur
Sami þingmaður hefur lagt
fram fyrirspurn til fjármálaráð-
herra ásamt Eyjólfi Konráð Jóns-
syni, Sjálfstæðisflokki, um út-
flutningsbætur og niðurgreiðslur
árið 1984. Er meðal annars spurt
um hvernig útflutningsbótum rík-
issjóðs var ráðstafað og hvaða
gagna var krafist áður en greiðsl-
ur fóru fram. Einnig er spurt um
hvernig greiðslurnar fóru fram og
hverjir voru viðtakendur þeirra.
Um niðurgreiðslur spyrja þing-
menirnir sömu spurninga.
Meint fjársvik í
fasteignasölu
Sighvatur Björgvinsson hefur
lagt fram þriðju fyrirspurnina,
ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur,
Alþýðuflokki, til dómsmálaráð-
herra um meint fjársvik í fast-
eignasölu. Spurst er fyrir um
hvaða mál þar að lútandi séu nú
fyrir dómstólum, á hvaöa stigi
þau séu og hvernig þau hafi geng-
ið. Þá er ráðherra inntur eftir því
hvort hann sé reiðubúinn til að
auka eftirlit með fasteignasölu.
menntamálaráðherra benti á að
í gangi væru sérkjaraviðræður
við kennara til að ákveða hvar
hver og einn yrði í launaflokki.
ítrekaði hún að verið væri að
vinna að lausn deilunnar og var-
aði við að efnt væri til úlfúðar,
sem einungis er til þess fallin að
torvelda að lausn náist. Þá sagði
ráðherra að starf samstarfs-
nefndar kennara og ráðuneyt-
isins um endurmat á störfum
þeirra fyrrnefndu væri í fullum
gangi.
Hjörleifur Guttormsson Al-
þýðubandalagi sagði það greini-
legt að menntamálaráðherra
ætlaði sér að láta 1. mars líða án
þess að sérkjarasamningar yrðu
gerðir og kvað hann það ósæmi-
leg vinnubrögð af hendi ráð-
herra.
Ólafur Þ. Þórðarson Fram-
sóknarflokki benti á að úrskurð-
ur kjaradóms hefði skapað það
rými sem nauðsynlegt sé til að
ná samkomulagi. Lagði hann
áherslu á að menn störfuðu inn-
þess að látið hafði verið að því
að liggja að svo ætluðu sumir
sér ekki. Ólafur vék því næst að
Alþýðubandalaginu og sagði að í
tíð fyrrverandi fjármálaráð-
herra, Ragnars Arnalds, Al-
þýðubandalagi, hefði engin til-
raun verið gerð til þess að leið-
rétta kjör kennara.
Ragnar Arnalds sagði að á
meðan hann hefði gegnt emb-
ætti fjármálaráðherra hefðu
kjarasamningar gengið nær
snurðulaust fyrir sig. Þá dró
þingmaðurinn í efa lögmæti
þess að lengja uppsagnarfrest
kennara um fjóra mánuði, með
jafn stuttum fyrirvara og raun
ber vitni.
Fleiri þingmenn tóku til máls
en ræður þeirra verða ekki rakt-
ar hér.
Orkufrekur
iðnaður á
Suðurlandi
LÖGÐ hefur verið fram þingsálykt-
unartillaga um orkufrekan iðnað á
Suðurlandi. Flutningsmaður er Óli
Þ. Guðbjartsson, Sjálfstæðisflokki. í
tillögunni er lagt til að ríkisstjórn-
inni verði falið að vinna að því að
koma á fót nú þegar orkufrekum
Kostnaður vegna nemenda í grunn-
skóla 1985 nemur rúmum 30 bús. kr.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram skriflegt svar við fyrirspurn
Geirs Gunnarssonar, Alþýðubandalagi, um kennslukostnað. Þar kemur fram að
kostnaður vegna nemenda á grunnskólastigi er að jafnaði samkvæmt fjárlögum
1985 rúmar 30 þúsund krónur, kostnaður vegna nemenda í fjölbrauta- og
menntaskólum er rúmlega 45 þúsund krónur, en verkmenntanemandi kostar
ríkissjóð tæpar 53 þúsund krónur.
Kostnaður vegna nemenda á
grunnskólastigi er til jafnaðar sem
hér segir:
Samkvæmt ríkisreikningi 1983 kr.
20.320. Samkvæmt bráðabirgða-
reikningi 1984 23.400. Samkvæmt
fjárlögum 1985 30.810.
Tölur þessar taka til ails launa-
og rekstrarkostnaðar ríkissjóðs, svo
sem vegna kennslu, stjórnunar,
námsbóka o.s.frv. Stofnkostnaður
vegna skólahúsnæðis er þó ekki
meðtalinn.
Fjöldi nemenda I grunnskólum,
þar með taldir forskólanemendur,
eru á þessu árabili milli
40.600—40.700. Kostnaður þessi ár
var sem hér segir: Árið 1983 tæpar
827 millj. kr. samkvæmt ríkisreikn-
ingi. Samkvæmt bráðabirgðatölum
fyrir árið 1984 950 miiljónir kr. og
samkvæmt fjárlögum 1985 1253
milljónir kr.
Rétt er að benda á að hér er um
meðaltalskostnað að ræða. Kostn-
aður er misjafn eftir landshlutum,
skóium, aldri nemenda o.s.frv.
Kostnaður ríkissjóðs vegna nem-
enda í fjölbrauta- og menntaskólum
er sem hér segir, til jafnaðar á
nemanda:
Samkvæmt rikisreikningi 1983
31.660. Samkvæmt bráðabirgða-
reikningi 1984 38.240. Samkvæmt
fjárlögum 1985 45.630.
Nemendur í mennta- og fjöl-
brautaskólum eru á þessu árabili
frá 8.400—8.600 sem eru um 75%
allra nemenda á framhaldsskóla-
stigi. Meginþorri þeirra, eða tæp
90%, er skilgreindur sem bók-
námsnemendur.
Kostnaður rikissjóðs við mennta-
og fjölbrautaskólenemendur var
alls um: 267 millj. kr. árið 1983. 323
millj. kr. samkvæmt bráðabirgða-
reikningi 1984 og 386 millj. kr. sam-
kvæmt fjárlögum 1985.
Kostnaður ríkissjóðs er, með
sama hætti og í grunnskólum, mis-
jafn á framhaldsskólastigi. Kemur
þar til stærð skóla, staðsetning,
umfang og tegund náms, svo og
mismikil hlutdeild ríkissjóðs í
rekstri skóla.
Kostnaður ríkissjóðs vegna verk-
námsnemenda er til jafnaðar sem
hér segir:
Samkvæmt ríkisreikningi 1984
38.840. Samkvæmt bráðabirgða-
reikningi 1984 44.340. Samkvæmt
fjárlögum 1985 52.950.
Tölur þessar taka til alls kostnað-
ar ríkissjóðs í nokkrum verk-
menntaskólum. í skólum þessum
stunda um 1500—1600 nemendur
nám og er það um helmingur allra
verknámsnemenda.
iðnaði á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir
að iðnaðarráðuneyti og stóriðju-
nefnd leiti til erlendra starfsaðila.
í greinargerð með þingsálykt-
unartillögunni segir meðal annars
að komist þessi áform i fram-
kvæmd muni það treysta byggð á
Suðurlandi, en fjórðungurinn hef-
ur fram að þessu lagt til megin-
hluta allrar orku þjóðarinnar. Þá
segir ennfremur:
„Suðurland hefur á undanförn-
um áratugum verði sá hluti lands-
ins þar sem hlutfallslega flestir
starfandi manna hafa haft at-
vinnu af frumatvinnugreinunum
tveimur, sjávarútvegi og landbún-
aði. Það gegnir því engri furðu að
harðast bitni á þeim fjórðungi
þegar þessar atvinnugreinar geta
ekki lengur tekið við nýju fólki ...
Það er hátt til lofts og vítt til
veggja á Suðurlandi, ef svo má að
orði komast í þessu sambandi.
Þess vegna er lítil hætta á loftm-
engun, enda búnaður nú orðið
vandaður til varnar slíku. Þéttbýli
er nauðsyn í þessu sambandi en nú
búa tæplega 8000 manns í þéttbýli
Flóa og ölfuss. Nefnd, sem unnið
hefur að athugun á staðarvali
fyrir næstu stórfyrirtæki íslend-
inga í orkufrekum iðnaði, hefur
komist að þeirri niðurstöðu að á
Suðurlandi væri að finna einn
þriggja álitlegustu staða i þessu
efni.“