Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 Útreikningur gjalda og skatta gjaldárið 1985 EmbaHtí ríkisskattstjóra hefur góðfúslega orðið við þeirri beiðni Morgunblaðsins að sýna með dæmum hvernig má reikna út tekjuskatt, eignaskatt, útsvar o.fl. gjaldaárið 1985 út frá tekjum síðasta árs. Eftirfarandi eru dæmi um útreikning þessara gjalda hjá hjónum, einstakl- ingi og einstæðu foreldri: 1. Tekjuskattur manna reiknast af tekju- skattsstofni, sbr. reit 63 á framtali eftir að heimilaður frádráttur hefur verið dreginn frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Hjón sem bæði hafa tekjur. 1.1. Tekjur þess tekjulægri maka skv. lið T 5 eru kr. 150.000 Notaður er 10% frádrátt- ur eða kr. 15.000 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 kr. 135.000 Tekjuskattsstofn fellur allur í 1. þrep og reiknast 20% af 135.000 kr. eða Frá dregst persónuaf-sláttur kr. kr. 27.000 35.000 Ónýttur persónuafsláttur (til greiðslu eignarskatts, sjúkratryggingagjalds og útsvars) verður kr. 8.000 .2. Tekjur þess tekjuhærri maka eru skv. lið T 5 10% frádráttur (hjón hafi sömu frádráttarreglu) kr. kr. 460.000 46.000 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 kr. 414.000 Tekjuskattur reiknast þannig: 1. þrep. Af fyrstu 200.000 kr. reiknast 20% eða Til viðbótar reiknast 20% af 65.000 kr. eða Þar sem tekjuskattsstofn tekjulægri maka er lægri en 200.000 kr. hækkar tekjumark 1. þreps um þann mismun sem tekju- kr. 40.000 kr. 13.000 skattsstofn tekjulægri makans er lægri en 200.000 kr., þó að hámarki um 100.000 kr. (200.000 ? 135.000 = 65.000) 2. þrep. Af fjárhæð sem er umfram tekjumörk í 1. þrepi (eftir hækkun) og ekki er yfir 400.000 kr., þ.e. af (400.000 ? 265.000) = 135.000 reiknast 31% eða kr. 41.850 3. þrep. Af afgangi (um- fram 400.000 kr.) eða af 14.000 kr. reiknast 44% eða kr. 6.160 Samtals tekjuskattsstofn 414.000 kr., reiknaður tekjuskattur kr. 101.010 Frá dregst persónuafsláttur kr. 35.000 Álagður tekjuskattur kr. 66.010 1.3. Tekjuskattur einstaklings og einstæðs foreidris reiknast eftir sama skatt- stiga, en ekki er um að ræða breytingu á 1. og 2. þrepi. Ef tekjur skv. lið T 5 hjá einstaklingi eru lægri en 350.000 er lágmarksfrádráttur 35.000 kr. en hjá einstæðu foreldri er lágmarksfrádrátt- ur 61.250 kr. ef tekjur í lið T 5 eru lægri en 612.500 kr. Einstaklingur með tekjur í lið T 5 kr. 460.000 10% frádráttur kr. 46.000 Tekjuskattsstofn skv. reit 63 kr. 414.000 Tekjuskattur reiknast þannig Af 200.000 kr. reiknast 20% eða kr. 40.000 Af næstu 200.000 kr. reiknast31% eða kr. 62.000 Af afgangi 14.000 reiknast 44% eða kr. 6.160 Reiknaður tekjuskattur kr. 108.160 kr. 35.000 kr. 73.160 kr. kr. 460.000 61.250 kr. 398.750 kr. kr. 40.000 61.612 kr. kr. 101.612 35.000 kr. 66.612 Frá dregst persónuaf- sláttur Álagður tekjuskattur Einstætt foreldri með tekj- ur í lið T 5 Lágmarksfrádráttur Tekjuskattsstofn skv. reit 63 Tekjuskattur reiknast þannig. Af 200.000 kr. reiknast 20% eða Af 198.750 kr. reiknast 31% eða Tekjuskattur reiknast Frá dregst persónuaf- sláttur Álagður tekjuskattur 2. Eignarskattur reiknast af eignar- skattsstofni og geta framteljendur reiknað út eignarskattsstofn á bakhlið framtals „Ákvörðun eignarskattsstofns". Hjá hjónum skiptist hann að jöfnu og reiknast eignar- skattur af hvorum hluta um sig. Af eign- arskattsstofni að fjárhæð 975.000 kr. eða lægri, reiknast enginn eignarskattur, af því sem umfram er reiknast 0,95%. Dæmi. Eignarskattsstofn er 1.225.000 kr. af 975.000 kr. reiknast ekkert af 250.000 kr. reiknast 0,95% eða 2.375 kr. 3. Sjúkratryggingagjald reiknast af út- svarsstofni. Af útsvarsstofni að fjárhæð 296.000 kr. eða lægri reiknast enginn skatt- ur en 2% af afgangi. í þessu dæmi reiknast sjúkratrygginga- gjald aðeins hjá tekjuhærri makanum, þ.e. af 460.000 kr. þannig af fyrstu 296.000 kr. reiknast ekkert af 164.000 kr. reiknast 2% eða 3.280 kr. 4. Útsvar reiknast af útsvarsstofni. Fjár- hæð hans kemur ekki sérstaklega fram á framtali. Tii einföldunar er hér miðað við niðurstöðu í lið T 5 (þ.e. ekki sé um aðrar tekjur eða frádrátt að ræða). Hundraðshluti útsvars er breytilegur eftir sveitarfélögum og er hér miðað við 11%. 4.1. Útsvarsstofn tekjulægri makans er 150.000 kr. x . 11% eða kr. 16.500 Frá dregst persónufrá- dráttur kr. 2.250 Álagt útsvar kr. 14.250 Frá dragast eftirstöðvar ónýtts persónuafsláttar, sbr. 1.1. eftir að hluti hans hefur gengið til greiðslu eignarskatts, þ.e. (8.000 * 2.375) eða kr. 5.625 af 8.625 Gjaldandi greiðir álögðu útsvari kr. 4.2. Otsvarsstofn tekjuhærri makans er 460.000 x 11% eða kr. 50.600 Frá dregst persónufrá- dráttur kr. 2.250 Álagt útsvar kr. 48.350 Ennfremur hækkar útsvar um 450 kr. fyrir hvert barn innan 16 ára á tekjuári á framfæri manns og að auki um 450 kr. fyrir hvert barn umfram þrjú. Lækkun þessi skiptist milli hjóna. 5. Barnabætur til framfæranda barns ákvarðast sem hér segir og skiptast milli hjóna: Með fyrsta barni kr. 7.500 Með hverju barni umfram eitt kr. 11.250 Barnabætur með börnum einstæðra foreldra eru þó með hverju barni án tillits til barnafjölda kr. 15.000 Fyrir hvert barn yngra en 7 ára í lok tekjuárs hækka barnabætur um kr. 7.500 Auk þess verður greiddur sérstakur barnabótaauki að fjárhæð 15.000 kr. með hverju barni, en fjárhæð þessi skerðist skv. eftirfarandi reglum: 1. Um 8% af því sem samanlagður út- svarsstofn hjóna fer fram úr 275.000 kr. og fellur niður við 462.000 kr. 2. Um 8% af því sem útsvarsstofn einstæðs foreldris fer fram úr 187.500 kr. og fellur niður við 375.000 kr. 3. Um 1,2% af því sem eignarskattsstofn hvors hjóna fer fram úr 937.500 kr. og fellur niður við 1.562.500 kr. 4. Um 2,4% af því sem eignarskattsstofn einstæðs foreldris fer fram úr 1.250.000 kr. og fellur niður við 1.875.000 kr. Námaleyfi Kísiliðj- unnar við Mývatn Sveitarstjórn Skútustaðahrepps birtir bréfið til iðnaðarráðherra Undanfarna daga hefur í dag- blöðum verið fjallað um námaleyfi Kísiliðjunnar hf. og þá gjarnan vitnað í bréf það er sveitarstjórn Skútustaðahrepps sendi iðnaðar- ráðherra Sverri Hermannssyni hinn 5. janúar síðastliðinn. Því miður hefur aðeins hluti bréfsins verið birtur og meining þess leidd út. á annan veg en bréfið hljóðar upp á Af þessum ástæðum telur sveitarstjórn rétt að birta sína bókun til iðnaðarráðherra þó hún hafi ekki ætlað sér í blaðaskrif út af þessu máli. F.h. Sveitarstjórnar Skútu- staðahrepps. Helga Valborg Pétursdóttir oddviti. Hr. iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, Arnarhváli, Reykjavík. Málefni: Éndurnýjun á rekstrarleyfi Kísiliðjunnar hf. Vegna framkominna blaða- skrifa varðandi endurnýjun á námaleyfi Kísiiiðjunnar hf. við Mývatn og umsögn Náttúruvernd- arráðs um tímalengd þess leyfis hefur hreppsnefnd Skútustaða- hrepps á fundi sínum 5. janúar 1985 ályktað eftirfarandi: Kísiliðjan hf. við Mývatn er þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki og eit.t af stærri útflutningsfyrir ¦ tækjum landsins sem veitir 70—80 manns fasta vinnu auk þess hefur fjöldi annarra aðila atvinnu tengda starfsemi hennar. Það er því augljóst hve mikil áhrif henn- ar eru í 580 manna byggðarlagi. óvissa um framtíð Kísiliðjunn- ar skapar öryggisleysi hvað varð- ar lífsafkomu þessa fólks og lamar uppbyggingu í sveitarfélaginu öllu. Við teljum því að nauðsynlegt sé að Kísiliðjan hf. fái starfsleyfi til að minnsta kosti 15 ára svo fram geti farið eðlileg þróun fyrirtækis- ins og sveitarfélagsins í heild. Eðlilegt, má telja að hafður væri fyrirvari á um stöðvun efnistöku úr Mývatni ef rannsóknir leiða í ljós nauðsyn þess. Á undanförnum árum hefur hreppsnefnd ítrekað reynt að vekja athygli fjárveitinganefndar og þingmanna kjördæmisins á nauðsyn þess að framkvæma skipulagðar rannsóknir á svæðinu eins og lög og reglugerð um vernd•• un Laxár og Mývatns kveða á um. í 5. grein reglugerðar no. 36/1974 kemur skýlaust fram að stjórn rannsóknarstöðvarinnar við Mý- vatn skuli sjá um að fram fari á kostnað ríkissjóðs, þær rannsókn- ir sem eru nauðsynlegur grund- völlur fyrir verndum svæðisins. Þarna hefur aldrei verið unnið markvisst að málum þar sem hvorki stjórn rannsóknarstöðvar- innar né ríkissjóður hafa sinnt skyldum sínum. Hreppsnefnd vill því beina þeirri eindregnu ósk við iðnaðar- ráðherra að hann beiti sér fyrir að nú þegar verði hafnar skipulagðar rannsóknir á svæðinu með alla nauðsynlega þætti í huga sem hugsanlega gætu haft áhrif á líf- ríki Mývatns og umhverfi þess og þær ákvarðanir sem eftirleiðis verði teknar geti byggst á vísinda- iega sönnuðum rannsóknum fram- kvæmdum af hinum færustu mönnum. Ályktun þessa samþykkti sam- hljóða Hreppsnefnd Skútustaða- hrepps.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.