Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 49 Minning: Guðrún Gunnarsdótt- ir frá Ljótsstöðum Fædd 8. nóvember 1890 Dáin 27. nóvember 1984 Guðrún Gunnarsdóttir fæddist á Valþjófsstað i Fljótsdal. For- eldrar hennar voru hjónin Gunnar Helgi Gunnarsson, sem var lengst bóndi á Ljótsstöðum í Vopnafirði og hreppstjóri þar um áratuga skeið og Katrín Þórarinsdóttir frá Bakka í Bakkafirði. Guðrún var því alsystir Gunnars Gunnarsson- ar rithöfundar, Sigurðar Gunn- arssonar oddvita á Ljótsstöðum og þeirra systkina. Af þeim er nú að- eins eitt á lífi, Soffía Gunnars- dóttir. Á fyrsta aldursári sínu fluttist Guðrún með foreldrum sínum að Arnaldsstöðum í Fljótsdal, þar sem þau áttu heima næstu þrjú árin, en fluttust þá aftur að Val- þjófsstað. Árið 1896 fluttist fjöl- skyldan að Ljótsstöðum í Vopna- firði og átti þar heima upp frá því. Snemma kom það í hlut Guð- rúnar Gunnarsdóttur að missa sína nánustu og að hjúkra siúkum í þungbærum veikindum. Á öðru búskaparárinu á Ljótsstöðum þeg- ar Guðrún var tæpra sjö ára göm- ul varð faðir hennar fyrir því mikla áfalli að missa konu sína, aðeins þrjátíu og tveggja ára gamla, frá 5 börnum. Nokkru síðar kvæntist hann þó aftur og var seinni kona hans Margrét Ágústa Eggertsdóttir á Ljótsstöðum. Með henni eignaðist hann tvö börn, dreng sem dó á barnsaldri og dótt- ur, sem skírð var Katrín eftir fyrri konu Gunnars. Hún veiktist ung af berklum og dó aðeins 35 ára gömul, eftir að hafa verið mikill sjúklingur og meira eða minna rúmföst í fullan tug ára áður en hún lést. Margrét, stjúpdóðir Guð- rúnar, varð gömul kona. Hún dó á áttræðisaldri og hafði þá verið rúmliggjandi í hálfan annan ára- tug. Enn er þess að geta að Hólmfríður, móðursystir Guðrún- ar, lamaðist og lá þannig lendi. Henni hjúkraði Guðrún af svo dæmafáu þreki og ósérplægni, að það vakti undrun og aðdáun allra, sem til þekktu. Eftir að Gunnar bóndi var orð- inn ekkill öðru sinni annaðist Guðrún dóttir hans heimilið og hann sjálfan í ellinni, uns hann andaðist þar heima vorið 1949, hátt á áttugasta og sjötta aldurs- ári. Þetta kann nú að virðast ærin upptaling, því að alla þessa sjúkl- inga annaðist Guðrún af stakri natni og umhyggju. Varla mun þó nokkur hafa heyrt hana kvarta og ekkert var henni fjær skapi en að gera kröfur sjálfri sér til handa. Eftir að faðir hennar dó var hún um nokkurra ára skeið í heimili Sigurðar bróður síns, sem bjó all- an sinn búskap á Ljótsstöðum, lengi í tvíbýli við Gunnar, föður sinn. En eftir að Gunnar, sonur Sigurðar, hafði kvænst og byggt nýtt íbúðarhús í túninu á Ljóts- stöðum, einmitt á sama bæjar- stæðinu, þar sem foreldrar hans höfðu komið upp sínum ellefu börnum, þá fluttist Guðrún til þeirra hjónanna og var síðan á þeirra vegum til dauðadags. Vitaskuld breyttust aðstæður eins og þær gera alltaf í timans rás, en Guðrún brá ekki vana sín- um. Þegar Gunnar Sigurðsson og Ragnhildur Gunnarsdóttir, kona hans, eignuðust dóttur varð hún þegar í stað augasteinn Guðrúnar og eftirlæti, enda mun telpunni fljótt hafa fundist Guðrún vera sér nærri því sem önnur móðir. Það gerði ekki svo mjög mikið, þótt mamma þyrfti að bregða sér snöggvast bæjarleið ef Rúna frænka var heima. Og hún var alltaf heima. Hennar staður var heimilið. Á Ljótsstöðum hafði hún lifað langa ævi til þess að gera öðrum gott og hún hélt því áfram, þótt árin færðust yfir, tug eftir tug. * En þrátt fyrir þessa stöðugu heimaveru og fábreytt líf á ytra borði bjó Guðrún yfir víðsýni og kjarki, sem ekki er öllum gefinn, og margir sem víðar hafa farið mættu öfunda hana af. Þegar hún stóð á áttræðu ákváðu Gunnar Sigurðsson og Ragnhildur, kona hans, að bregða búi og flytjast til Reykjavíkur. Hvað verður nú um hana Rúnu? hugsuðu víst ein- hverjir. Myndi hún geta hugsað sér að yfirgefa Ljótsstaði, dalinn sinn, sveitina sína og flytjast alla leið til Reykjavíkur. ójú, ekki bar á öðru. Hún svaraði strax, stutt og laggott: Alveg sjálfsagt. Enda hafði henni víst aldrei leiðst og myndi varla frekar leiðast í Reykjavík — hjá fjölskyldunni sinni. Til Reykjavíkur fluttist hún svo með þeim sumarið 1971, komin á áttugasta og fyrsta aldursár og það sá enginn maður að henni fyndist hún vera að vinna neitt þrekvirki, fremur en svo oft áður á ævinni. Öðru nær. Henni hafði víst einhvern tímann boðist bratt- ara. Hjá þeim Gunnari og Ragnhildi var hún síðan þar til yfir lauk. Síðustu árin var hún mjög þrotin að kröftum og þurfti þá oft að liggja rúmföst um lengri eða skemmri tíma, ýmist á sjúkrahús- um eða heima. Alltaf bar hún sig þó eins og hetju sæmdi og útrú- lega lengi greip hún til prjónanna sinna, hvenær sem hlé var á veik- indastríði. Hún hafði aldrei víl- söm verið og hefur sjálfsagt ekki þótt taka því að kvarta, þótt Elli kerling gerðist aðgangshörð. I febrúar í fyrravetur varð hún svo fyrir því óhappi að lærbrotna, og þá varð ekki komist hjá langri sjúkrahúsdvöl. Hún fór þá á Landakotsspítala og átti ekki aft- urkvæmt þaðan. Þar dó hún 27. nóvember siðastliðinn, nýlega orð- in níutíu og fjögurra ára að aldri. Gunnar Sigurðsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Anna dóttir þeirra og Gunnar, litli sonur hennar, tóku sig þá öll upp og fylgdu Rúnu frænku síðustu ferðina, alla leið austur í Vopnafjörð. Þar var hún lögð til hinstu hvíldar í kirkju- garðinum á Hofi við hlið Gunnars, föður síns. Þau höfðu lengi deilt kostum og kjörum í góðu samlyndi og nú fengu bein þeirra að hvílast í sömu mold. Það mun báðum hafa líkað vel. Veður var eins og það getur orðið einna fegurst í Vopna- firði á þeim tíma árs. Mild skammdegiskyrrð var yfir sveit- inni. Það gætu margir mikið lært af Guðrúnu Gunnarsdóttur, fórnfýsi hennar, þreki og æðruleysi. Við sendum henni hlýjar kveðjur nú að Ieiðarlokum og biðjum henni alls velfarnaðar á nýjum leiðum. Frændfólk Tvennar bæjardyr. Göngin til hægri, nokkuð víðari en hin, liggja til fjóss. Úr vinstri göngunum er gengið í íbúð foreldra minna og gang að íbúð afa og Rúnu. Enginn greinarmunur gerður á heimilum. Þetta man ég fyrst til mín. Sama mun hafa átt við um okkur sex elstu bræðurna. Við skældum, borðuðum og sváfum á hvorum staðnum sem var, og ég held að okkur hafi fundist við eiga jafnt heima á báðum stöðum. Má geta nærri um óþrifnaðinn, þar sem sex strákar vaða út og inn, því þá tíðkaðist ekki að fara úr skón- um. Eitthvað var myndast við að þurrka af sér. Ég man tæplega eftir að ég svæfi í íbúð pabba og mömmu. Og ekki veit ég í hvorum staðnum ég át meira um margra ára skeið, enda orðlagður mathákur. Og eftir því sem okkur fjölgaði, var sjálf- sagt að fleiri flyttu inn til afa og Rúnu. Ágúst bróðir minn var þar að mestu ieyti sín uppvaxtarár. Svona man ég Rúnu fyrst, alltaf tilbúna að hjálpa öðrum. Þannig var hún allt sitt líf. Um sextugt fór heilsu hennar að hraka, en aldrei sást hún óvinn- andi. Nú varð það bara meira í sæti sínu. Stundum sagði hún, þegar hún var að taka til eða þvo upp: „Þetta er engin vinna." En hvers virði er það ekki á heimili þar sem konan vinnur úti fiesta daga, eins og var hjá okkur fyrstu sumrin á Ljótsstöðum og raunar lengur. Til okkar hjónanna kom hún er við fluttum í hálfbyggt hús árið 1956, reist einmitt á þeim stað, þar sem hún hafði stutt afa svo lengi í búskap hans og alls kyns áföllum, allt frá því að þau fluttu til Vopnafjarðar. Nú varð eins fyrir dóttur okkar á öðru ári og mér forðum, hún átti tvær mömmur frá þeim degi. Hennar fyrsta minning segir hún að sé uppi í Kolli, í berjamó með frænku. Og mörg urðu sporin þeirra upp í brekkurnar fyrir ofan túnið. Og það var fleira. Hún man ekki hvernig hún lærði að lesa, en veit að það var í herbergi frænku. Hún virtist alltaf hafa tíma. Það varð henni mikil raun er sjón hennar tók að hraka, áður en hún varð áttræð. Mörg síðustu ár- in gat hún ekki lesið, sem áður var það eina, sem hún geri sér til ánægju. Las oft mikið þegar heils- an var léleg. Þakklát var hún fyrir að hún hafði alltaf svolitla skímu. Eftir að hún hætti að geta lesið urðu útvarpið og hljóðbókasafnið helsta afþreyingin, að ógleymdum prjónunum. Hljóðbókasafnið er stofnun sem of sjaldan er minnst með þakklæti, svo mörgum sem það veitir ánægju og afþreyingu. Rúna þurfti oft að liggja í rúm- inu um lengri eða skemmri tíma, ýmist heima eða á sjúkrahúsum, en alltaf var viljinn jafn sterkur að komast á fætur og heim. En 4. febrúar í fyrra varð hún fyrir því að detta á gólfinu heima og lær- brotna. Aðgerð sem Svavar Har- aldsson lænkir gerði tókst vel en nú voru kraftarnir á þrotum og astminn orðinn áleitinn, svo hún átti ekki afturkvæmt heim. En Svavari lækni var hún mjög þakklát og ekki síst fyrir að lofa sér að vera kyrr á Landakotsspít- ala, á meðan hún þurfti þess með. Hún hélt fullum sönsum allan tímann sem hún var á Landakoti og fylgdist af áhuga með því sem gerðist. Um tíma var María Sigurðar- dóttir frá Fáskrúðsfirði á stofu með Rúnu. Þó að bæði hún og Guðmundur Alexandersson maður hennar væru Rúnu alveg ókunnug, þá voru þau henni sérlega hlý og góð. Hún sagði, að Guðmundur tæki alltaf í hendina á sér þegar hann færi, en hann kom tvisvar á dag. Þetta kunni hún vel að meta og saknaði þess mjög, eftir að þær voru skildar að, hún og María. Þetta sýnir hve lítið þarf til að ylja þeim, sem liggur löngum og löngum í einangrun heyrnardeyfu og sjóndepru. Við þökkum Guðmundi, stofufé- lögum Rúnu, starfsfólki á Landa- kotsspítala og öllum öðrum sem véku góðu að henni. Nú er Rúna okkar farin frá okkur. Megi þessi fátæklegu orð flytja henni þakkir okkar inn á lönd birtunnar. Kagnhildur, Gunnar. \nna Sólveig, Gunnar Þór. Kveðjuorð: Garðar Magnús- son Keflavík Fæddur 28. júlí 1922 Dáinn 25. janúar 1985 Mig setti hljóðan föstudaginn 25. janúar síðastliðinn þegar mér var tjáð að mágur minn, Garðar Magnússon, væri látinn, langt fyrir aldur fram. Þá um kvöldið hafði ég ætlað að heimsækja hann á Borgarspítalann, enda sagt af ættingjum hans, sem heimsótt höfðu hann, að hann væri allur að hressast og færi fljótlega heim. Fregnin kom því nokkuð á óvart, þótt hann hafi kennt þessa sjúk- dóms um tíma, en hann var ávallt kátur og hress og lét ekki bera á veikindum sínum. Garðar fæddist í Norðurhúsi í Höfnum á Reykjanesi 28. júlí 1922, sonur Magnúsar Ketilssonar út- vegsbónda, ættaðs úr Höfnum, og konu hans, Guðbjargar Friðriks- dóttur, ættaðrar úr Reykjavík. Þau hjón áttu einnig eina dóttur, Sigríði. Um 1950 fluttu þau úr Höfnum til Keflavíkur í húsið Bakka, sem þau höfðu áður flutt úr Höfnum. Nokkrum árum síðar byggðu þeir feðgar svo tveggja hæða hús á Faxabraut 11 í Kefla- vík. Árið 1955 lágu leiðir okkar Garðars fyrst saman, þegar hann gekk að eiga systur mína, Sigríði Benediktsdóttur, og á Faxabraut- inni hafa þau búið allan sinn búskap. Garðar var dagfarsprúður mað- ur með eindæmum, hæglátur og góður fjölskyldufaðir. Honum þótti vænt um heimili sitt á Faxa- braut 11 og langaði ekki í nýrra húsnæði, enda var hann alfarið á móti því lífsgæðakapphlaupi sem einkennir okkur landana svo mjög. Garðar var heimakær mað- ur að eðlisfari, en margar voru samt ferðir hans til Reykjavíkur ásamt konu sinni til að heimsækja aldraða tengdamóður sína, því henni var hann svo einlægur og blíður sem hennar sonur væri og þakkar hún og við systkinin af heilum hug ástúð og hlýtt viðmót í hennar garð. Ég sem þessar fá- tæklegu línur skrifa veit að Garð- ars heitins er sárt saknað af ætt- ingjum sínum og öllum þeim sem honum kynntust. Á æsku og ungl- ingsárum sínum ólst Garðar upp við sjóinn í Höfnum í tengslum við útgerð föður síns. Hann lærði ung- ur að beita línu, enda eitt aðal- veiðarfærið fyrir utan handfærið í þá daga. Ég veit til þess að eftir að Garðar var farinn að vinna hjá Olíufélaginu, sem hann starfaði hjá hin síðari ár, eftir að hann hætti til sjós, þá brá hann sér oft í beitingaskúrinn til að drýgja tekj- ur sínar og honum varð engin skotaskuld úr að hespa af tíu bjóð á dag. Þau Sigríður og Garðar eignuð- ust fjögur börn saman. Guðbjörgu f. 21. janúar 1955, Þórunni f. 4. mars 1956, Magneu f. 27. júní 1960 og Magnús f. 10. júlí 1963, en hann lést 24. nóvember 1977, aðeins 14 ára gamall, mikill efnispiltur og var fráfall hans þeim hjónum mikill harmur. Þau hafa síðan far- ið margar ferðir til að hlúa að leiði hans, en nú hvílir Garðar heitinn við hlið einkasonar síns. Garðar átti eina dóttur áður en hann gift- ist, Sonju f. 10. júlí 1950. Sigríður átti einnig son áður, Þóri f. 23. júní 1946, og var afar kært með þeim og Garðari. Elsku Sigga mín. Ég votta þér, börnum þínum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan dreng verða ykkur huggun í harmi. Óskar t þökkum auösynda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar systur minnar og mágkonu, SVEINBORGAR SVEINSDÓTTUR, Heiðmörk 28, Hverageröi. Fyrir hönd vandamanna, Sumarliöi Sveinsson, Sigriöur Runólfsdóttir. Lokað frá kl. 14.00 i dag vegna jaröarfarar bræóranna FANNARS KARLS og BRYNJARS FREYS GUOMUNDS- SONA. Teppaland. Skrifstofa og vörugeymslur okkar veröa lokaöar allan daginn, fimmtudaginn 21. febrúar, vegna jaröarfarar ÞÓRUNNAR S. ÞORSTEINSDÓTTUR. Innkaup hf. Kransar, kistuskreytingar BORGARBLÓMlÐ SKÍPMOLTÍ 35 SÍMh 3ZZÍ3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.