Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 53

Morgunblaðið - 20.02.1985, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 53 Islensk eggjaframleiðsla: Norðmenn fá um 70 % meira af eggjum eftir hverja hænu á ári — segir í nefndaráliti frá Sambandi eggjafram- leiðenda sem lagt hefur verið fyrir Búnaðarþing Eggjaframleiðsla hér á landi er mun lakar á vegi stödd en í ná- grannalöndunum, eftir því sem fram kemur í áliti nefndar á vegum Sam- bands eggjaframleiðenda um útung- un og ungauppeldi og lögð hefur ver- ið fyrir Búnaðarþing. í samanburði sem gerður er á úrtaki hér á landi og í Noregi, en þaðan er varphænustofn okkar kominn, kemur í Ijós að Norð- menn fá 70% meira en íslenskir eggjaframleiðendur af eggjum eftir hverja hænu á ári auk þess sem þeir nota mun minna fóður til að fram- leiða hvert kg. af eggjum. í greinargerðinni kemur fram að Norðmenn hafa 5,7% vanhöld á sínum varphænum, en íslendingar 28%. Þeir ná 75% varpprósentu, sem hér á landi er 48,8%. Þetta þýðir, segir í greinargerðinni, að þeir fá 17 kg. af eggjum eftir hverja hænu á ári en við 10 kg. Þá segir að Norðmenn noti 2,5 kg. fóð- urs til að framleiða 1 kg. af eggjum en íslenskir eggjaframleiðendur 3,9 kg. Um ástæður þessa munar segja eggjabændurnir að þær séu fyrst og fremst að ekki hafa verið staðið Morgunblaðid/EBB Eggjaframleiðslaii hér á landi er í hinum mesta ólestri, eftir því sem kemur fram í áliti nefndar á vegum Sambands eggjaframleiðenda. Myndin var tekin nýlega á einu alifuglabúinu. að endurnýjun varpstofnsins með þeim hætti, sem nauðsynlegur er talinn, það er að skipta öllum fugl- unum á hverju búi fyrir sig út í einu lagi. Eggjabændurnir hafi ekki treyst sér vegna fyrirkomu- lags sölumála að skipta um alla fuglana í einu, en grundvöllur hafi nú skapast til slíks með tilkomu dreifingarstöðvarinnar í Kópavogi. Þá hafi eggjaframleiðendur ekki heldur átt þess kost að fá nógu marga unga í einu til að endurnýja stofninn. Einnig nefna þeir að fuli- orðin hænsni, útungun og unga- uppeldi hafi ekki verið nægjanlega aðskilin og að ekki hafi náðst um það samstaða og skilningur að framleiðsluna þyrfti að skipu- leggja á félagslegum grundvelli. Nefndin leggur til að Samband eggjaframleiðenda taki upp sam- starf við Norðmenn til að geta not- ið þeirra tilrauna- og kynbóta- starfs á alifuglum og að íslend- ingar fái frá þeim fugla til kyn- bóta, svo oft og svo mikið, sem nauðsynlegt er talið hverju sinni. Þá verði innflutti stofninn alger- lega aðskilinn frá öðrum fuglum og útungun fari einnig fram í ein- angrunarstöð. Eggjaframleiðendur fái fuglana síðan 18 til 20 vikna gamla og skipti þá alveg um stofn. MorKunbladid/Bjarni. llervör Guðjónsdóttir flutti ræðu á táknmáli en maður hennar, Guðmundur Kgilsson, las hana upphátt. Þá aðstoðaði þau Sunna Davíðsdóttir. Félag heyrnar- lausra 25 ára FÉLAG heyrnarlausra varð 25 ára hinn 11. febrúar sl. í hófi sem haldið var í tilefni dagsins hélt Salvör Guð- jónsdóttir fyrrverandi formaður Fé- lags heyrnarlausra ræðu. Þar kom m.a. fram að þeir sem höfðu haft forgöngu um stofnun fé- lagsins voru Guðmundur Björns- son, Markús Loftsson, Jón Ólafsson og Salvör Guðjónsdóttir, en fyrsti formaðurinn var Guðmundur Björnsson, og gengu 33 meðlimir í félagið á stofnfundinum. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum félagsskap þeirra sem eru mállitlir eða mállausir vegna heyrnarleysis og vinna að hagsmunamálum þeirra. Á skrifstofu félagsins eru marg- þætt störf unnin. Heyrnleysingjum er veitt aðstoð í túlkunarmálum, at- vinnumálum og félagsmálum. Skrifstofan annast samskipti við hið opinbera, styrkir samtök þeirra og er málsvari þeirra út á við. Meðlimir í Félagi heyrnarlausra eru 200 og núverandi formaður er Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Grindavík: Hópsnes gef- ur grunnskólan- um tölvubúnað Grindavik, 18. febríiar. FISKVINNSLU- og útgerðarfyrirtæk- ið Hópsnes hefur fært grunnskólan- um hér tölvubúnað, sem ætlunin er að nota við tölvufræðslu í skólanum. Fyrirtækið færir skólanum gjöfina f tilefni af 20 ára starfsafmæli þess. Gunnlaugur Dan, skólastjóri, sagði f samtali við fréttaritara blaðsins að gjöfin kæmi að ómetanlegu gagni við skólastarfið og þá jafnvel ekki síður fyrir atvinnulíf á staðnum. Búnaðurinn kemur þegar að góð- um notum fyrir tölvuklúbb, sem Morgunblaðið/Guðfinnur starfað hefur i skólanum síðan sl. haust. Þessa dagana stendur yfir í skólanum tölvunámskeið fyrir bæði nemendur og kennara. Næsta vetur er fyrirhuguð skipulögð tölv- unarfræðsla í 9. bekk grunnskólans og jafnvel í fleiri bekkjardeildum. Skólastjórinn óskaði eftir að fá að koma á framfæri bestu þökkum til gefendanna. — Guðfinnur Gunnlaugur Dan skólastjóri (lengst til vinstri) tekur við gjöfínni frá Hópsnesi hf. Gefendur eru hér ásamt konum sínum: Eðvarð Júlíusson og Elin Alex- andersdóttir, Guðlaugur Óskarsson og Sigrún Ágústsdóttir og Jens Óskars- son og Bára Ágústsdóttir. WHAM-HATIÐ I laugardag og sunnudag P.s. Eina sanna freestyle lands- keppnin í diskódansi hefst í Traffic 3. ágúst. Skráning hafin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.