Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 20.02.1985, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 1985 53 Islensk eggjaframleiðsla: Norðmenn fá um 70 % meira af eggjum eftir hverja hænu á ári — segir í nefndaráliti frá Sambandi eggjafram- leiðenda sem lagt hefur verið fyrir Búnaðarþing Eggjaframleiðsla hér á landi er mun lakar á vegi stödd en í ná- grannalöndunum, eftir því sem fram kemur í áliti nefndar á vegum Sam- bands eggjaframleiðenda um útung- un og ungauppeldi og lögð hefur ver- ið fyrir Búnaðarþing. í samanburði sem gerður er á úrtaki hér á landi og í Noregi, en þaðan er varphænustofn okkar kominn, kemur í Ijós að Norð- menn fá 70% meira en íslenskir eggjaframleiðendur af eggjum eftir hverja hænu á ári auk þess sem þeir nota mun minna fóður til að fram- leiða hvert kg. af eggjum. í greinargerðinni kemur fram að Norðmenn hafa 5,7% vanhöld á sínum varphænum, en íslendingar 28%. Þeir ná 75% varpprósentu, sem hér á landi er 48,8%. Þetta þýðir, segir í greinargerðinni, að þeir fá 17 kg. af eggjum eftir hverja hænu á ári en við 10 kg. Þá segir að Norðmenn noti 2,5 kg. fóð- urs til að framleiða 1 kg. af eggjum en íslenskir eggjaframleiðendur 3,9 kg. Um ástæður þessa munar segja eggjabændurnir að þær séu fyrst og fremst að ekki hafa verið staðið Morgunblaðid/EBB Eggjaframleiðslaii hér á landi er í hinum mesta ólestri, eftir því sem kemur fram í áliti nefndar á vegum Sambands eggjaframleiðenda. Myndin var tekin nýlega á einu alifuglabúinu. að endurnýjun varpstofnsins með þeim hætti, sem nauðsynlegur er talinn, það er að skipta öllum fugl- unum á hverju búi fyrir sig út í einu lagi. Eggjabændurnir hafi ekki treyst sér vegna fyrirkomu- lags sölumála að skipta um alla fuglana í einu, en grundvöllur hafi nú skapast til slíks með tilkomu dreifingarstöðvarinnar í Kópavogi. Þá hafi eggjaframleiðendur ekki heldur átt þess kost að fá nógu marga unga í einu til að endurnýja stofninn. Einnig nefna þeir að fuli- orðin hænsni, útungun og unga- uppeldi hafi ekki verið nægjanlega aðskilin og að ekki hafi náðst um það samstaða og skilningur að framleiðsluna þyrfti að skipu- leggja á félagslegum grundvelli. Nefndin leggur til að Samband eggjaframleiðenda taki upp sam- starf við Norðmenn til að geta not- ið þeirra tilrauna- og kynbóta- starfs á alifuglum og að íslend- ingar fái frá þeim fugla til kyn- bóta, svo oft og svo mikið, sem nauðsynlegt er talið hverju sinni. Þá verði innflutti stofninn alger- lega aðskilinn frá öðrum fuglum og útungun fari einnig fram í ein- angrunarstöð. Eggjaframleiðendur fái fuglana síðan 18 til 20 vikna gamla og skipti þá alveg um stofn. MorKunbladid/Bjarni. llervör Guðjónsdóttir flutti ræðu á táknmáli en maður hennar, Guðmundur Kgilsson, las hana upphátt. Þá aðstoðaði þau Sunna Davíðsdóttir. Félag heyrnar- lausra 25 ára FÉLAG heyrnarlausra varð 25 ára hinn 11. febrúar sl. í hófi sem haldið var í tilefni dagsins hélt Salvör Guð- jónsdóttir fyrrverandi formaður Fé- lags heyrnarlausra ræðu. Þar kom m.a. fram að þeir sem höfðu haft forgöngu um stofnun fé- lagsins voru Guðmundur Björns- son, Markús Loftsson, Jón Ólafsson og Salvör Guðjónsdóttir, en fyrsti formaðurinn var Guðmundur Björnsson, og gengu 33 meðlimir í félagið á stofnfundinum. Tilgangur félagsins er að stuðla að auknum félagsskap þeirra sem eru mállitlir eða mállausir vegna heyrnarleysis og vinna að hagsmunamálum þeirra. Á skrifstofu félagsins eru marg- þætt störf unnin. Heyrnleysingjum er veitt aðstoð í túlkunarmálum, at- vinnumálum og félagsmálum. Skrifstofan annast samskipti við hið opinbera, styrkir samtök þeirra og er málsvari þeirra út á við. Meðlimir í Félagi heyrnarlausra eru 200 og núverandi formaður er Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. Grindavík: Hópsnes gef- ur grunnskólan- um tölvubúnað Grindavik, 18. febríiar. FISKVINNSLU- og útgerðarfyrirtæk- ið Hópsnes hefur fært grunnskólan- um hér tölvubúnað, sem ætlunin er að nota við tölvufræðslu í skólanum. Fyrirtækið færir skólanum gjöfina f tilefni af 20 ára starfsafmæli þess. Gunnlaugur Dan, skólastjóri, sagði f samtali við fréttaritara blaðsins að gjöfin kæmi að ómetanlegu gagni við skólastarfið og þá jafnvel ekki síður fyrir atvinnulíf á staðnum. Búnaðurinn kemur þegar að góð- um notum fyrir tölvuklúbb, sem Morgunblaðið/Guðfinnur starfað hefur i skólanum síðan sl. haust. Þessa dagana stendur yfir í skólanum tölvunámskeið fyrir bæði nemendur og kennara. Næsta vetur er fyrirhuguð skipulögð tölv- unarfræðsla í 9. bekk grunnskólans og jafnvel í fleiri bekkjardeildum. Skólastjórinn óskaði eftir að fá að koma á framfæri bestu þökkum til gefendanna. — Guðfinnur Gunnlaugur Dan skólastjóri (lengst til vinstri) tekur við gjöfínni frá Hópsnesi hf. Gefendur eru hér ásamt konum sínum: Eðvarð Júlíusson og Elin Alex- andersdóttir, Guðlaugur Óskarsson og Sigrún Ágústsdóttir og Jens Óskars- son og Bára Ágústsdóttir. WHAM-HATIÐ I laugardag og sunnudag P.s. Eina sanna freestyle lands- keppnin í diskódansi hefst í Traffic 3. ágúst. Skráning hafin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.