Morgunblaðið - 09.03.1985, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
ÚTVARP / S JÓN VARP
Þriðji
maðurinn
Stjórnendur Þriója mannsins,
fimmtudagsþáttar rásar II,
þeir Árni Þórarinsson og Ingólfur
Margeirsson, láta ekki deigan
síga, fyrir hálfum mánuði tóku
þeir á beinið sjálfan Davíð
Oddsson og nú einn af forsvars-
mönnum Alþýðubandalagsins, al-
þingismanninn og rithöfundinn
Guðrúnu Helgadóttur, sem mætti
í stúdíóið hálf dösuð eftir 12 tíma
kjaftatörn á Norðurlandaráðs-
þingi. Samt var Guðrún ekki das-
aðri en svo að hún varðist fimlega
spjótalögum hinna þaulreyndu
blaðamanna, þeirra sömu og komu
Davíð Oddssyni á óvart fyrir rétt-
um hálfum mánuði. Fannst mér
einsog Guðrún væri mjög á varð-
bergi, og þvi varð þátturinn ekki
eins ferskur og fréttnæmur, og þá
Davíð gerði garðinn frægan. En ég
verð að segja einsog er að ég
hreifst mjög af hreinskilni Davíðs
í þessum þætti á sínum tima, og ég
held að fólk i dag vilji að stjórn-
málamenn gangi hreint til verks
og séu ekki með endalausan felu-
leik án þess þó að þar láti menn
vaða á súðum bullandi og láti
jafnvel út úr sér ummæli sem rýra
virðingu okkar sem þjóðar.
Hin pólitíska
dómgreind
En víkjum aftur að Þriðja mann-
inum og vegum svolítið á vogar-
skálum dómgreind fyrrgreindra
gesta þáttarins. Að minu mati
hafði Davíð hér vinninginn hvað
varðar „pólitíska dómgreind".
Þannig gagnrýndi hann núverandi
ríkisstjórn sem flokkur hans á að-
ild að og ennfremur hjásetu vinar
síns og flokksbróður einsog al-
kunna er orðið. Þá lýsti Davíð þvi
yfir í þættinum að það væru ekki
bara stefnumið flokkanna er
skiptu máli i pólitikinni, heldur
ekki siður mennirnir er bæru þau
fram. Guðrún Helgadóttir brást
nokkuð öðruvísi við að þessu leyti.
Þannig svaraði hún því til efnis-
lega er hún var spurð hvort for-
ystumenn Alþýðubandalagsins
væru ekki að fjarlægjast verka-
lýðshreyfinguna: Nei, ég er sósíal-
isti. Mér finnst slíkt svar bera vott
um svolítinn skort á „pólitískri
dómgreind". I stað þess að rýna í
bresti eigin flokks, einsog Davíð
gerði, bregður Guðrún fyrir sig
töfraorðinu ... sósíalisti. Slík
viðbrögð eru að mínu mati hlið-
stæð andsvari Alberts þá hann
var spurður i sjónvarpinu á sínum
tíma um svokallað „kauprán" rík-
isstjórnarinnar ... En ég er vinur
litla mannsins. Slíkar yfirlýsingar
eru marklausar í heimi nútíma-
mannsins. Þar gildir að stjórn-
málamenn sýni þá dómgreind, að
segja kost og löst á eigin flokki, og
leggi fram raunhæfar tillögur og
stefnumið er kjósendur geta ann-
aðhvort hafnað eða fallist á, æðri
pólitískar verur koma þar hins
vegar lítt við sögu.
Hin listrœna
dómgreind
En þótt Davíð hafi hér máski
yfirburði hvað varðar „pólitíska
dómgreind" þá hefir Guðrún
Helgadóttir vinninginn hvað varð-
ar „listræna dómgreind" sem sést
best á þvi að á sama tíma og Davíð
borgarstjóri lýsir því yfir að hann
geti vel ... hugsað sér að leggja
pólitfkina á hilluna og setjast þess
í stað við skriftir ... þá segist
Guðrún ekki fyrir nokkurn pening
vilja draga sig í hlé til skrifta.
enda sæki hún skáldskaparlega
næringu sina í hið daglega strit.
Það er kannski þess vegna sem
bækur Guðrúnar eru svona fullar
af lífi og fjöri.
ólafur M.
Jóhannesson.
Gene Hackman og Bernard Fresson í hlutverkum sínum.
Franski fíkni-
efnasalinn II
- myndin ekki við hæfi barna
■I Sfðari laugar-
35 dagsmyndin er
bandarísk frá
árinu 1975 og nefnist
Franski ffkniefnasalinn II
(The French Connection
II). Myndin er sjálfstætt
framhald Franska ffkni-
efnasalans sem sjónvarp-
ið sýndi 12. janúar sl.
Sem fyrr er Popeye
Doyle rannsóknar-
lögreglumaður f New
York á höttunum eftir
eiturlyfjasmyglurum.
Hann veit mætavel að þó
hann hafi komið upp um
eiturlyfjasmyglarana í
New York er nóg af slík-
um skúrkum annars stað-
ar. Hann leggur því land
undir fót og ferðast til
Miðjarðarhafsins þar sem
hann hyggst komast fyrir
rætur herófnsmygls til
Bandarikjanna.
En hann lendir ekki að-
eins í útistöðum við undir-
heimalýðinn heldur einn-
ig við frönsku lögregluna
sem vill vera með í ráðum.
Leikstjóri er John
Frankenheimer en með
aðalhlutverk fara Gene
Hackman, Fernand Ray,
Cathleen Nesbitt og Bern-
ard Fresson. Myndin mun
ekki vera við hæfi barna.
Afram njósnari
- bresk gamanmynd
■i Fyrri laugar-
10 dagsmynd sjón-
varpsins er
bresk gamanmynd frá
1%5 sem nefnist Áfram
njósnari (Carry on Spy-
fram-myndirnar
þekkja vafalaust flestir.
Að þessu sinni hefur
Áfram-flokkurinn komist
á snoðir um að mikilvægu
hernaðarleyndarmáli hef-
ur verið stolið. Þeir æða
því af stað í leit að leynd-
armálinu. Bandamaður
þeirra f Vínarborg til-
kynnir þeim að óvinirnir
sem hafi leyndarmálið
undir höndum séu staddir
í borginni og flykkjast
Áfram-menn þangað um
hæl.
Það gengur á ýmsu við
komuna til Vinarborgar
en vinirnir mega engan
tfma missa. Loks finna
þeir manninn sem þeir
telja vera með leyndar-
málið en hann segir þeim
að það sé að finna f Álsfr.
Áfram-flokkurinn lætur
ekki þar við sitja, dulbýr
sig og heldur á vit óvin-
anna i Alsír.
Leikstjóri er Gerald
Thomas en með aðalhlut-
verk fara Kenneth Willi-
ams, Barbara Windsor,
Bernard Cribbins og
Charles Hawtrey.
Áfram-félagar í vfgahug.
GuAmundur H. Hagalfn rit-
höfundur.
Bókaþáttur
helgaður
Guðmundi G.
Hagalín
rithöfundi
Bókaþáttur
1 /» 30 Njarðar P.
IOi— Njarðvík verð-
ur að venju á dagskrá út-
varps í dag kl. 16.30. Að
þessu sinni verður þáttur-
inn helgaður Guðmundi
G. Hagalin rithöfundi
sem lést aðfaranótt 26.
febrúar sl. á 87. aldursári.
í þættinum verður Guð-
mundar G. Hagalíns
minnst með þrennum
hætti. Doktor örn ólafs-
son flytur spjall um höf-
undareinkenni Hagalfns.
Þá ræðir Njörður P.
Njarðvík við Matthías Jo-
hannessen ritstjóra og
skáld um kynni hans af
Hagalín. Loks verður leik-
in segulbandsupptaka þar
sem Hagalfn les sjálfur úr
eigin verkum.
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
9. mars
7.00 Veöurtregnir. Fréttir.
Baen. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir. 7.25 Leikfimi.
Tónleikar.
0.00 Fréttir. Dagskrá. Morg-
unorö — Astrlöur Haralds-
dóttir talar.
8.15 Veöurfregnir.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr ).
Tónleikar. 8.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Valdimars
Gunnarssonar frá kvöldinu
áöur.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Óskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
(10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir.)
Öskalög sjúklinga, frh.
11.20 Eitthvað fyrir alla
Siguröur Helgason stjórnar
paetti fyrir börn.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.40 iþróttaþáttur
Umsjón: Ragnar Orn Pét-
ursson.
14.00 Hér og nú
Fréttaþáttur I vlkulokin.
15.15 Listapopp — Gunnar
Salvarsson.
18.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Islenskt mál
Jón Aðalsteinn Jónsson flyt-
ur þáttinn.
16.30 Bókaþáttur
Umsjón: Njörður P. Njarðvlk.
17.10 A óperusviðinu
Umsjón: Leifur Þórarinsson.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynn-
ingar.
19.35 A hvaö trúir hamingju-
samasta þjóö I heimi? Um-
sjón: Valdls Óskarsdóttir og
Kolbrún Halldórsdóttir.
20.00 Otvarpssaga barnanna:
.Grant skipstjóri og börn
hans" eftir Jules Verne.
Ragnheiöur Arnardóttir les
þýöingu Inga Sigurðssonar
(8).
20.20 Harmonikuþáttur
Umsjón: Slguröur Alfonsson.
20.50 Þorrablót íslendinga I
Barcelona. Þáttur f umsjá
Kristins R. Ólafssonar.
21.15 „Faðir og sonur", smá-
saga eftir Bernard Mac Lav-
erty. Erlingur E. Halldórsson
les þýöingu sfna.
21.35 Kvöldtónleikar
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
22.00 Lestur Passlusálma (30).
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Þriðji heimurinn
SJÓNVARP
16.30 íþróttir.
Umsjónarmaður Ingólfur
Hannesson.
18.30 Enska knattspyrnan.
Umsjónarmaöur Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Þytur I laufi.
1. Landbúnaðarsýningin.
Breskur brúöumyndaflokkur,
framhald fyrri þátta I Sjón-
varpinu um félagana fjóra:
Fúsa frosk, Móla moldvöfpu,
Nagg og Greifingja. Þýöandi
Jóhanna Þráinsdóttir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Viö feöginin.
Attundi þáttur. Breskur gam-
LAUGARDAGUR
9. mars
anmyndaflokkur f þrettán
þáttum. Þýðandi Þrándur
Thoroddsen.
21.10 Afram njósnari.
(Carry on Spying) s/h.
Bresk gamanmynd frá 1965.
Leikstjóri Gerald Thomas.
Aöalhlutverk: Kenneth Willi-
ams, Barbara Windsor,
Bernard Cribbins og Charles
Hawtrey. Afram-flokkurinn
æðir yfir Evrópu og allt til
Alslr til aö endurheimta
hernaöarleyndarmál sem
lent hefur I óvlnahöndum.
Þýöandi Guöni Kolbeinsson.
22.35 Franski flkniefnasalinn II
(The French Connection II).
Bandarlsk blómynd frá
1975. Leikstjóri John Frank-
enheimer. Aöalhiutverk:
Gene Hackman, Fernando
Ray. Cathleen Nesbitt og
Bernard Fresson. Popeye
Doyle rannsóknarlögreglu-
maöur I New York heldur til
Marseilles til að komast fyrlr
rætur herólnsmygls til
Bandarlkjanna. Myndfn er
sjálfstætt framhald „Franska
flkniefnasalans" sem Sjón-
varpiö sýndi 12. janúar sl.
Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason. Myndin er ekki viö
hæfi barna.
00.40 Dagskrárlok.
Þáttur I umsjá Jóns Orms
Halldórssonar.
23.15 Hljómskálamúslk
Guömundur Gilsson kynnir.
24.00 Miðnæturtónleikar
Umsjón: Jón Orn Marinós-
son.
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
LAUGARDAGUR
9. mars
14.00—16.00 Léttur laugar-
dagur
Stjórnandi: Asgeir Tómas-
son.
16.00 18.00 Milli mála
Stjórnandi: Helgl Már Baröa-
son.
Hlé
—24.45 Listapopp
Endurtekinn þáttur frá rás 1.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
—03.00 Næturvaktin
Stjórnandi: Margrét Blöndal.
(Rásirnar samtengdar aö
lokinni dagskrá rásar 1.)