Morgunblaðið - 09.03.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 09.03.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985 Tanita köku-tölvuvogin er hár- nákvæm og fljót. Heildsölubirgöir hji PlilSl.OS lll' 1. Vigtin sýnir þyngdina strax meö skýrum stöfum. 2. Þegar réttri þyngd er náö t.d. 400 g er vogin sett á núll meö því aö ýta á einn hnapp. 3. Síöan er næsta efni bætt viö og þannig koll af kolli. Tanita vogin er einföld i meöförum og baksturinn veröur leikur einn. SENDUM í PÓSTKRÖFU lliislos lil' SUMIR VERSLA DÝRT AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR ^Kynnum dag I Mjóddinni: ítalskan Grýtupottrétt 800 gr á AÐEINS Einstakt Ijúfmeti ',00 Nýlagað Don Pedró kaffi með kexi frá FRÓN: Café Noir Mokkakrem — Súkkulaði Marie Aldin ávaxtagrauta beint á diskinn. BanankynnaÚrval ávaxta Kjörís gefur aðsmakka KYNNINGAVERÐ Hekla h.f. kynnir bíl ársins Framp^rtar 1 ^Q *pÍj2 niðursagaðir Lambalifur 4 Q 00 pr 148 AÐEINS ■ S' AÐEINS Lambakjöt BesW, \ í 1/1 skrokkumv "í >4 ^3 niðursagað ■ .00 prJcg. Onið fíl h\ 1/:í MJODDINNI IjpiO tll Kl. |() & STARMÝRI en til kJ.13 í AUSTURSTRÆTI AUSTURSTRÆT117 STARMÝRI Kynning á starfi Myndlista- skólans Myndlist Bragi Ásgeirsson I húsakynnum Myndlistaskólans í Reykjavík í Tryggvagötu 15 befur undanfarnar vikur staðið yfir kynn- ing á starfi skólans í vorönn 1985. Verkum nemenda úr hinum ýmsu deildum hefur verið komið fyrir á göngum og er skipt um myndir á þriggja vikna fresti. í febrúar var sýning á teikningum eftir nemendur úr teiknideildum en nú í marz verða uppihangandi verk úr málaradeildum og fram- haldsdeildum. Þá verður kynning á barnadeildum í apríl og loks tek- ur við sýning frá höggmynda- og leirvinnsludeildum í maf. í Myndlistarskólanum hefur löngum ríkt mikil og góð stemning og ekki hefur þurft að kvarta yfir vinnugleðinni, það staðfestu hinar mörgu módelteikningar er pistil- höfundur sá er hann leit þar inn á dögunum. Þá segir ásókn i skólann sína sögu en nemendur eru um 340 talsins og skiptast í hvorki meira né minna en 22 deildir. Það er vel til fallið að opna almenningi á þennan hátt skólann og gefa hon- um innsýn i starfsemina og hinn mikla kraft og lífsgleði er ríkir innan stofnunarinnar. Til að forð- ast hér misskilning skal sérstak- lega tekið fram, að til að starfsemi skólans raskist sem minnst eru sýningarnar ætlaðar gestum á laugardögum á milli 2—6 eh. Skólinn er rekinn sem kvöld- námsskóli og starfar frá, 5—10, þ.e. fyrir og eftir kvöldmat, enda sækir hann mikið fólk er fær hér tækifæri til að þroska sjón- menntaskyn sitt að loknum vinnu- degi. Leysa skapandi kenndir úr læðingi og gera tilveruna ríkari. Það er alveg víst, að myndlist- arnám, sé það tekið réttum tökum, er einhver haldbesta menntun sem völ er á i lífinu og jafnframt sú arðbærasta á andlega sviðinu. Svo mjög vikkar það sjóndeildarhring- inn, sem er auganu hátíð. Hafskip: „Fjölgun siglinga til Bandaríkjanna" „Þetta er liður í okkar þróun og má kannski líkja við það sem Loft- leiðir roru að gera á sínum tíma,“ sagði Árni Árnason, fjármálastjóri Hafskipa, í samtali vió Mbl. En Haf- skip hafa nú tekið upp siglingar milli Bandaríkjanna og Islands á tveggja vikna fresti og hófust þær fyrir u.þ.b. mánuði. „Þetta eru skip sem við notum í ferðir milli Bandaríkjanna og Skandínavíu með viðkomu á ís- landi og það gengur vel upp að nýta skipakostinn á þennan hátt,“ sagði Árni. „Þjónusta < siglingum milli Bandaríkjanna og ísiands stóreykst miðað við það sem var, en þá vorum við með Amerfku- ferðir á þriggja til fjögurra vikna fresti. Siglingarnar milli Skandinavíu og Bandarikjanna hófust eftir áramótin og voru fyrst og fremst til þess ætlaðar að styrkja okkur á erlendum markaði. Jafnframt sáum við okkur fært, að veita ís- lendingum þessa nýju og bættu þjónustu með því að láta skipin hafa viðkomu hér.“ Árni sagði að Hafskip væru nú með með fjögur skip í siglingum yfir Atlantshafið. Tvö mjög stór í fyrrgreindum siglingum og önnur tvö sunnar, sem sigla milli Banda- ríkjanna, meginlands Evrópu og Bretlands. Hafskip reka sex eigin skrifstof- ur erlendis og auk þess á fyrirtæk- ið flutningafyrirtækið Cosmos, sem er með skrifstofur á sex stöð- um í Bandaríkjunum og í Hol- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.