Morgunblaðið - 09.03.1985, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
Deila f jármálaráöuneytis
og launamálaráðs BHM
— eftir Stefán
Ólafsson
í yfirstandandi kjaradeilu
BHMR og ríkisins hefur komið
upp ágreiningur um notkun á
niðurstöðum samanburðarnefndar
aðilanna. Ríkisstarfsmenn í BHM
hafa ekki verkfallsrétt eins og
aðrir launþegar. 1 staðinn búa þeir
við lagaákvæði og samkomulag
um að launakjör þeirra skuli ákv-
örðuð með hliðsjón af þvi sem
greitt er á almennum markaði
fyrir hliðstæða menntun, sér-
hæfni og ábyrgð. Samanburður
skyldi því lagður til grundvallar-
deilur leystar með friði og hóf-
semi.
Þessvegna er að sjálfsögðu mjög
alvarlegt þegar aðilarnir deila um
niðurstöðurnar og nauðsynlegt að
þeir sem málið snertir viti gjörla
um hvað ágreiningurinn stendur.
Um hvað er deilt?
Deilt er um það hvort gera eigi
samanburð milli viðmiðunarhóp-
anna út frá dagvinnulaunum eða
heildarlaunum. Launamálaráð
BHM hefur gert samanburð á dag-
vinnulaununum en fjármála-
ráðuneytið vill gera samanburð á
heildarlaunum.
Dagvinnulaun eru þau föstu
mánaðarlaun sem menn fá fyrir
venjulega vinnuskyldu, yfirleitt
fyrir 40 stunda vinnuviku. Sam-
anburður á launakjörum hlýtur að
þurfa að vera samanburður á
launum fyrir sama vinnutíma.
Þeirri forsendu er best fullnægt
með samanburði á dagvinnulaun-
um.
Dagvinnulaunin eru auk þess sá
hluti launa sem lífeyrisgreiðslur
eftirlaunanna miðast við. Ef yfir-
vinnutekjur verða óeðlilega stór
hluti launagreiðslna eru lífeyris-
réttindi þar með skert. Þetta hef-
ur gerst hjá ríkisstarfsmönnum á
undanförnum árum, enda er hlut-
ur yfirvinnutekna hjá ríkisstarfs-
mönnum orðinn helmingi meiri en
hjá háskólamönnum á almennum
markaði. Dómur Kjaradóms í máli
æðstu embættismanna ríkisins frá
janúar 1985 — er fastar yfirvinn-
ugreiðslur voru felldar niður og
teknar inn í dagvinnulaun — má
skoða sem leiðréttingu á þessari
óheillaþróun. Dagvinnulaun hljóta
því að vera hið réttmæta og eðli-
lega viðmið í samanburði launakj-
ara.
Heildarlaun eru hins vegar
dagvinnulaun að viðbættum yfir-
vinnugreiðslum og öðrum auka-
greiðslum. Ef menn vinna mikla
yfirvinnu geta þeir að sjálfsögðu
hækkað heildarlaun sín all nokk-
uð. Þetta vita allir.
Ríkisstarfsmenn eru á lágum
dagvinnulaunum sem dregist hafa
afturúr dagvinnulaunum annarra
hópa (sjá t.d. skýrslu nefndar
menntamálaráðuneytisins um
endurmat á störfum kennara und-
ir forsæti Ingu Jónu Þórðardótt-
ur). Þess vegna hafa ríkisstarfs-
menn sótt í meiri aukavinnu á
undanförnum árum. Þessi aukna
yfirvinna hefur að sjálfsögðu
minnkaði muninn á heildarlaun-
Stefin Ólafsson
„Dagvinnulaun eru þau
fostu mánaðarlaun, sem
menn fá fyrir venjulega
vinnuskyldu, yfirleitt
fyrir 40 stunda vinnu-
viku. Samanburður á
launakjörum hlýtur að
þurfa að vera saman-
burður á launum fyrir
sama vinnutíma. Þeirri
forsendu er bezt full-
nægt með samanburði á
dagvinnulaunum.“
um og það er sá samanburður sem
fjármálaráðuneytið vill gera.
Hvers vegna má ekki
miða við dagvinnulaun?
En hversvegna vill fjármála-
ráðuneytið ekki bera saman dag-
vinnulaun hjá ríkinu og á almenn-
um markaði?
Indriði H. Þorláksson formaður
samninganefndar og fulltrúi fjár-
málaráðuneytisins I samanburð-
arnefndinni hefur lýst því yfir á
fundi með öllum samninganefnd-
um BHMR að dagvinnulaun séu
ekki sambærileg vegna þess að í
mælingu Hagstofu fslands á dag-
vinnulaunum séu innifaldar
greiðslur fyrir yfirvinnu. M.ö.o.
hann fullyrðir að það sem Hag-
stofa íslands mælir sem dag-
vinnulaun á almennum markaði
nálgist það að vera heildarlaun.
Þetta er það sem tvímælalaust
er alvarlegast í málflutningi Ind-
riða H. Þorlákssonar, enda var
gífurleg vinna lögð í það að greina
í sundur dagvinnulaun og önnur
laun í Hagstofukönnuninni. For-
ystu í því verki hafði Klemez
Tryggvason fyrrverandi hagstofu-
stjóri. Óhætt er að fullyrða að
enginn annar maður í landinu hef-
ur jafn mikla og farsæla reynslu í
framkvæmd slíkra kannana og
Klemenz Tryggvason. Indriði H.
Þorláksson tók fuilan þátt í þess-
ari vinnu ásamt undirrituðum og
fleiri aðilum. Samstarfið var afar
gott.
Auk þess voru spurningablað
Hagstofunnar og leiðbeiningarnar
með því send til Vinnuveitenda-
sambands íslands og Félags ís-
lenskra iðnrekenda og fleiri aðila
til umsagnar. Fyllsta samkomulag
var um frágang spruningablaðsins
að fengnum ábendingum frá þess-
um aðilum.
Hér meö eru spurningarnar úr
könnun Hagstofu íslands og leið-
beiningarnar með þeim lagðar
fram svo allir geti gengið úr
skugga um að aðgreining dag-
vinnu- og yfirvinnulauna er
ótvíræð.
í A.l er spurt um mánaðarlaun
á tvo vegu: fyrst um mánaðarlaun
yrir dagvinnu og síðan sér um mán-
aðarlaun þar sem yfírvinnuskylda
fylgir hinum fostu mánaðarlaunum
(föst ómæld yfirvinna). í saman-
burði sínum hefur launamálaráð
BHM eingöngu notast við fyrri lið-
Tónlistarbanda-
lag íslands verður
stofnað 17. mars
BÆTT SKIPULAG og efling tónlistarlífs í landinu er eitt
meginmarkmið Tónlistarbandalags íslands, en stofnfundur
bandalagsins verður haldinn á Hótel Esju sunnudaginn 17.
mars klukkan 14.00.
Undirbúningsnefndin, en hana
skipa Halldór Haraldsson, Hejga
Hauksdóttir, Jón Hlöðver Ás-
kelsson, Margrét Þóra Gunnars-
dóttir, Rut Magnússon og Stefán
Edelstein, sem er formaður
nefndarinnar, efndi til blaða-
mannafundar og kom þar fram,
að undirbúningur að stofnun
samtakanna var hafinn í júní á
síðasta ári. Hafa tillögur um
markmið bandalagsins þegar ver-
ið ræddar á fjölmörgum vinnu-
fundum undirbúningsnefndar og
verið kynntar aðilum víðsvegar
um landið. Stefán Edelstein sagði
að búið væri að semja drög að
lögum þessa samstarfs og að bréf
um bandalagið hefði verið sent
öllum þeim félögum og samtök-
um sem að einhverju leyti fást
við tónlist. Nú þegar hefðu 25 fé-
lög verið skráð sem aöiidarfélög
að þessu tilvonandi tónlistar-
bandalagi og er gert ráð fyrir að
fleiri aðildarfélög bætist við á
stofnfundinum. Tónlistarbanda-
lagið stendur öllum tónlistarsam-
tökum opið auk þess sem ein-
staklingar geta orðið aðilar að
bandalaginu svo framarlega sem
þeir eru ekki í öðrum tónlistarfé-
lögum.
Stefán sagði að fólk myndi ef-
laust undra sig á því af hverju
verið væri að stofna tónlistar-
bandalag ofan á öll þau félög sem
fyrir eru. „En heildarsamtök sem
þessi hefur alla tíð vantað til þess
að halda utan um alla þá starf-
semi sem fyrir er í landinu,"
sagði Stefán. „Miðað við þann
fjölda einstaklinga, kór, hljóm-
sveita og félaga sem fást við tón-
list í landinu virðist löngu tíma-
bært að sameina krafta þeirra í
ein heildarsamtök er hafi á
stefnuskrá sinni að gera Veg tón-
listarinnar í landinu mestan og
bestan. Af nógum sameiginlegum
áhugamálum er að taka sem
hæfðu vel verksviði slíkra sam-
taka og má sérstaklega nefna
aukin tækifæri íslenskra tónlist-
armanna til að semja og flytja
íslenska tónlist og til að kynna
íslenska tónlist á erlendum vett- •
vangi. Einnig er mikilvægt að
stuðla að varðveislu, rannsóknum
og útgáfu á efni er tengist ís-
lenskri tónlistararfleifð." önnur
markmið tónlistarbandalagsins
eru efling tónlistarmenntunar I
landinu, aukið fjármagn til tón-
listarstarfsemi, efling félagssam-
taka er vinna að tónlist í landinu
og stuðla að stofnun slíkra sam-
taka þar sem þðrf er. Vandaður
tónlistarflutningur og bætt
skipulag tónleikahalds eru og á