Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
t/\Kex likabi vel hvemkj |?6 sparkabir í
h/olbfiriann. Mjög ftiíraf þefsum unQu
straXum nú a. dögum skilja h\/ab er
þo£ besía. vi^ góian bil."
Ast er . •
* .. >•
i rw aF w
7 u
5-/Í
... að hugsa bœði um það sama.
TM Rm. U.S. Pat. Oft.—ad rlghts rasarvad ®19»4 Los AnBeles Times Syndlcate
I'
-^RSOWIA'
Með
morgunkaffiou
Ég vil vera kominn heim fyrir mið-
nætti svo þú byrjar að kveðja upp
úr klukkan tíu!
HÖGNI HREKKVÍSI
Bréfritari segir að lítið sé greint frá því í fjölmiðlum hve stjórnarherr-
arnir í Eþíópíu séu afskiptalausir varðandi hungursneyðina í landinu.
Horft framhjá
hungurvofimni
8780-6243 skrifar:
Ég sá í Velvakanda fyrir
stuttu grein um það hvort við
íslendingar ættum ekki að líta
okkur nær frekar en að leika
frelsisengla í Eþiópiu. Voru
þetta orð í tíma töluð.
Sjálfsagt þykir það skortur á
mannkærleika en ég undrast öll
þau læti sem hér hafa orðið út af
þjóð sem ekki veit einu sinni að
ísland er til á hnettinum. Vissu-
lega eru erfiðleikar Eþiópiubúa
miklir en þá vaknar sú spurning
hvað þeirra eigin landsmenn og
þá fyrst og fremst stjórnvöld
hafa gert til bjargar á hungur-
svæðunum.
Ég minnist þess ekki að hafa
séð staf um það í þeim mikla
fréttaflutningi sem frá Eþíópíu
kemur. Þætti mér gott ef Velv-
akandi gæti frætt lesendur sína
um þetta. Því sá grunur læðist
að mér að stjórnarherrunum í
Addis Ababa liggi nokkuð í léttu
rúmi þó landsmenn þeirra þurfi
að glíma við hungurvofuna á
meðan þeir sjálfir fagna valda-
töku öreiganna með skosku
viskíi.
Þuríður for-
maður og Kambs-
ránsmenn
Sigrún Björnsdóttir skrifar:
Eg hlusta mikið á útvarp og hef
gaman af góðum lestri, sérstak-
lega sögulegum fróðleik, og einnig
þegar lesnar eru góðar og spenn-
andi skáldsögur. Besta dagskráin,
sem flutt hefur verið af þessu tagi
í vetur, er tvímælalaust þættirnir
um Þuríði formann og Kambs-
ránsmenn. Allir þessir þættir voru
sérlega vel unnir, fróðlegir og
skemmtilegir i alla staði. Klemens
Jónsson, leikari, sem hefur tekið
efnið saman, og stjórnaði jafn-
framt upptöku þáttanna á heiður
skilið fyrir frammistöðu sína.
Leikarar og lesarar voru allir sér-
lega góðir og vil ég þar fyrst til
nefna Hjört Pálsson sem er einn
af bestu lesurum er koma fram í
útvarpi.
Þættirnir virtust að mestu
byggðir á sögu Brynjólfs frá
Minna-Núpi, en sú bók er mörgum
kunn. Þá virtist stjórnandinn
koma með heimildir úr öðrum átt-
um, sem vissulega voru fræðandi
og vörpuðu náiu ljósi á þessa sögu-
legu aUiur^MBir heimildarmenn
voruÆrfKMSQþr. Tónlistin með
þes^WlCPStíum var sérlega
smekRrega valin og jók á drama-
tíska spennu þáttanna. Ég vildi
gjarnan að útvarpið flytti meira
af slíkum þáttum. Það yrði vel
þegið hjá mörgum hlustendum.
Ekki get ég stillt mig um að
gagnrýna annað efni, sem flutt er
í útvarpinu. Kemur þá einna fyrst
í huga minn lestur Gísla Rúnars
Jónssonar á útvarpssögunni sem
nú er lesin. Þetta á víst að vera
skemmtileg saga, en sagan verður
það ekki í meðferð Gísla Rúnars.
Þakka svo fyrir það sem vel er
gert, en ekki fyrir annað. Veljið
umfram allt góða lesara, því nóg
er til af þeim, og umframt allt að
þeir vandi flutning sinn.
Klemenzi Jónssyni leikara er þakk-
aö fyrir þættina um Þuríði formann
og Kambsránsmenn sem fluttir voru
í útvarpi fyrir stuttu.
Launin verði verðtryggð
Sagt er að enskur prófessor í
læknisfræði telji það til rannsókn-
arverðra tíðinda hve margir ís-
lendingar þjáist af hjartasjúk-
dómum og leiti í stórum stíl til
aðgerða. Það sé nánast sífellt ver-
ið að lappa upp á hjarta og æðar í
íslendingum.
Vissulega er þetta ekki síður
áhyggjuefni lækna og heilbrigðis-
yfirvalda hér á íslandi, m.a. vegna
hins gífurlega kostnaðar sem er
þessum ferðalögum og aðgerðum
samfara. Hitt er kannski enn
áhugaverðara fyrir okkur, hvað
veldur þessum óhugnaði að Islend-
ingar skuli vera orðnir ein af
hjartabiluðustu þjóðum hér á
jörðu? Ekki mun vera til ein skýr-
ing né allsherjar lausn í sjónmáli,
en ef til vill væri verðugt umhugs-
unarefni fyrir lækna og þá ekki
siður stjórnmálamenn, hvort
okurvextir, verðtryggð okurlán,
innheimtuharka á öllum sviðum
og almennt vonleysi þeirra sem
skulda fé, geti ekki verið snar
þáttur í þessari þróun. Það ku
nefnilega vera all náið samband á
milli þungra áhyggna, kvíða og
vonleysis og líkamlegrar svo og
andlegrar vanheilsu.
Magasár var lengi vel óhugnan-
lega algengur sjúkdómur á Islandi
en það mun vera sjúkdómur and-
legrar þrúgunar og áhyggna. Nú
hefir skörin færst upp í bekkinn
og hin andlega þrúgun er farin af
valda hjartatitringi og æðas.tíflum
í (slendingum svo um munar.
Skyldu verðtryggðu hengingalánin
vera meðorsök? Skyldi allt unga
fólkið í landinu, sem með óhemju
vinnu og vökum hefir komið sér
upp íbúð eða byggt sér hús, ekki
hafa áhyggjur og andvökunætur
þegar lánin falla í gjalddaga og
höfuðstóllinn er rokinn upp úr öllu
valdi þrátt fyrir að greiddir séu
okurvextir og afborganir?
Meðan launin eru ekki verð-
tryggð, en öll lán eru það, er voð-
inn vís og vonleysi grípur um sig.
Það þarf ekki annað en að lesa
allar auglýsingarnar um sölu húsa
og íbúða til þess að sjá að hér eru
skuggalegir hlutir að gerast. Van-
skilalán hrannast upp í okurstofn-
unum og þúsundir manna hafa i
örvæntingu sinni snúið sér til
þeirra, sem á vegum hins opinbera
reyna að sletta smá upphæðum
upp í vanda fólksins, en það er
engin lausn, aðeins verið að fram-