Morgunblaðið - 09.03.1985, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. MARZ 1985
53
íþróttir
um
helgina
• Á þeasari mynd má *já slatml ökklabrot á knattspyrnumanni, aam
slasaöist I deildarleik hér á landi síöastlíöiö sumar. I Ijós kom Mka aö
hann hatöi slitiö liöbönd og rifiö liöpokann. En þogar þetta allt samain-
ast eru meiðslin mjög alvarleg, og þaö tekur langan tíma fyrir íþrótta-
manninn aö ná sér af meiöalunum.
MEST FYRIR PENINGANA
BILABORG HF.
Smiöshöföa 23 sími 812 99
Útkoman verður alltaf sú sama:
Þú færð mest fyrir peningana, þegar þú
kaupir MAZDA!
Til dæmis MAZDA 323 DeLuxe árg. 1985:
Hann kostar aðeins kr. 337.900
• Átta hundruö og fimm slys uröu á árinu 1984 í knattspyrnu. Hér má sjá hvar knattspyrnumaöur hefur slasast í leik. Lengst til vinstri á
myndinni er Grímur Sœmundsen læknir sem nú stundar framhaldsnám í íþróttalækningum á Bretlandi.
Iþróttaslys:
Algengustu íþróttaslys meðal
karla voru í knattspyrnu
Á UNDANFÖRNUM árum hefur íþróttaiðkun aukist mjög mikiö hér á
landi. Með enn lengri frítíma má búast viö aö sú þróun haldi áfram.
lökun íþrótta fylgir alltaf viss hætta á slysum og því má gera ráö fyrir
aö slíkum slysum fjölgi á næstu árum.
Til aö kanna tíöni íþróttasiysa
hér á landi var farið yfir gögn um
þá sem komu á slysadeild Borgar-
spitalans áriö 1980 og skráö var
aö heföu slasast viö íþróttaiðkun.
Þegar frá höföu verið taldir þeir
sem voru rangt skráðir svo og þeir
sem slasast höföu viö hesta-
mennsku (rúmlega 300) kom í Ijós
aö 2.468 manns höföu slasast í
öörum íþróttum þetta ár, 1.833
karlar og 635 konur. Þetta eru
6,6% af öllum sem komu á Slysa-
deildina umrætt ár. Miöaö viö aö
þessar tölur taka aö mestu leyti til
höfuöborgarsvæöisins má áætla
aö á fimmta þúsund islendingar
slasist ár hvert við íþrótteiökun,
þar af á fimmta hundrað hesta-
menn.
Sjö af hverjum tíu sem slasast í
íþróttum eru á aidrinum frá 10 til
24 ára, og er þaö helmingi hærri
tíöni en í öörum slysum. Hæst er
tíönin á aldrinum 10—14 ára en
6,3% af Reykvíkingum á þeim aldri
slasast árlega viö íþróttaiðkun,
5,4% af 15—19 ára unglingum og
3,6% af aldurshópnum 20—24
ára.
Algengustu íþróttaslys meöal
karla voru í knattspyrnu (805), á
skíöum (273), í handbolta (224),
körfubolta (165) og leikfimi (100).
Konunum var hættast á skíöum
(216), í leikfimi (109) og í handbolta
(86).
I 30—50% tilvika þurftu þeir
sem slösuöust aö koma til eftir-
meöferðar. Skíöafólkiö var lengst í
meöferö, eöa 10,4 daga aö meðal-
tali, þeir sem ekki voru innlagöir,
handknattleiksmenn i 6 daga og
fimleikafólk, knattspyrnumenn um
5,5 daga. Enginn beiö bana af
íþróttaslysi á þessu ári, enda er
slíkt fremur sjáldgæft. Tíönl inn-
lagna i algengustu slysahópunum
var frá 2,9% í handknattleik upp í
7,4% hjá körfuknattleiksmönnum.
Nær helmingur áverka var á
fingri, ökla eöa hné. Eins og gefur
aö skilja var þetta þó misjafnt eftir
íþróttagreinum. Fingurmeiösli voru
t.d. þriðjungur slysa i handknatt-
leik og körfuknattleik, en slys á rist
og tám algengust leikfimislysa.
Beinn kostnaður á slysadeild
Borgarspítalans vegna íþróttaslysa
er um 5 milljónir króna á ári, á
núgildandi verölagi, en þar viö
bætist legukostnaöur, vinnutap
o.fl., og áætlaöur kostnaöur alls
ekki undir 15 milljónum króna. Má
áætla aö kostnaöur vegna íþrótta-
slysa á öllu landinu nemi a.m.k. 30
milljónum króna á ári.
Þaö er því Ijóst aö íþróttaslys
eru umfangsmeiri vandamal en
álitiö hefur veriö, og má drepa hér
á nokkrar leiöir til úrbóta.
Algengt er enn aö slys veröi viö
skíöaiðkun vegna þess aö útbún-
aöur er ekki sem skyldi, og má í
því sambandi minna á gildi góöra
öryggisbindinga. Byrjendur mega
ekki ætla sér um of og slasa sig og
aöra meö því aö glíma viö brekkur
sem þeir ráöa engan veginn viö.
Aberandi var í þessari rannsókn
aö mörg smábörn slösuöust á nýju
skíöunum sínum fljótlega eftir jól-
in, og ættu foreldrar aö leiöbeina
börnunum eftir getu og fylgjast
sérstaklega vel meö því i byrjun aö
þau tefli ekki i tvísýnu. All mörg
slys veröa viö skíöalyftur og ætti
aö vera auövelt aö koma aö mestu
í veg fyrir þau.
Líkiega er
íþróttamanna
stærstur sá
sem slasast
hópur
vegna
of lítils undirbúnings (upphitunar)
fyrir átök i æfingum eöa leik.
Tognanir ýmiss konar, liöbanda-
og sinaslit veröa því algengari sem
undirbúningur er minni. Sérstak-
lega má benda þeim sem stunda
íþróttaæfingar án leiöbeinenda
eöa þjálfara á þaö aö verja 10—15
minútum i upphitun og teygjuæf-
ingar. Vegna aukins áhuga á lík-
amsrækt skal á þaö bent aö mik-
ilvægt er aö gera æfingar á réttan
hátt og kunna sér hóf. Góö líkams-
þjálfun næst eingöngu á löngum
tima, þeir sem reyna aö ná árangri
meö offorsi í fljótheitum gefast
oftar en ekki upp, eöa þurfa jafnvel
aö leita til slysadeildar. Sá er ekki
tilgangurinn meö íþróttaiökuninni.
--»--- U»labmll
ytsinBr i nréfnnéii
Óakamon Mnli, atarfar é LandapHatanum.
Grain þaaai birtiat i 3. tðtubiaAi Haílbrigðia-
mála árid 1M4 og ar birt hér mað tayfi hð<-
Handknattleikur.
Úrslitakeppnin í 2. flokki
karla og kvenna fer fram um
helgína. Aö Varmá fer fram á
laugardag og sonnudag úr-
slitakeppnin í 2. ftokki karla,
þar leika í A-riöli KR, Haukar,
Víkingur og FH og í B-rtöli
leika Afturelding, Stjarnan,
Þróttur og Valur.
i kvennaflokknum veröur
úrslitakeppnin i Hafnarfiröi
um helgina, þar leika FH, ÍR,
Selfoss, Sindri, Stjarnan, KR,
Víkingur, Haukar og Grótta.
Körfuknattleikur:
I dag, laugardag, leika ÍR
og ÍS fyrsta leik sinn um fall í
1. deild í Seljaskóla kl. 14.00.
í 1. deild kvenna leika iR og
ÍS í Seljaskóla kl. 14.00 á
sunnudag.
Badminton:
f dag, laugardag, og á
morgun, sunnudag, fer fram
Reykjavíkurmeistaramót í
badminton í TBR-húsinu viö
Gnoðarvog.
Keppt veröur í meistara-
flokki, A-flokki, öölingaflokki
og æöstaflokki, öllum grein-
um.
Blak:
Undanúrslit bikarkeppn-
innar í blaki fara fram í dag,
laugardag. Á sunnudag leika
Þróttur og Fram i 1. deild
karla í Hagaskóla kl. 13.30.
Þróttur veröur islandsmeist-
ari meö sigri í þessum leik.
Á sama staö kl. 15.00 leika
ÍS og Víkingur í 1. deild karla
og kl. 16.30 mætast Víkingur
og Þróttur í 1. deild kvenna.
Kraftlyftingar:
Um helgina veröur bekk-
pressumót Æfingastöövarinn-
ar og á Akureyri veröur bekk-
pressumót.
Þaðer
.ama hvernig
þú reiknar...