Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 2
2______________________________ Ferskfiskmarkaöurinn í Þýzkalandi: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRlL 1985 Miklaholtshreppur: SKUTTOGARINN Viðey RE fékk í gær hæsta heildarverð, sem íslenzkt fiskiskip hefur fengið fyrir afla í l*ýzkalandi. Viðey fékk alls 825.900 þýzk mörk (10.871.200 krónur) fyrir 225,7 lestir, mestmegnis karfa. Eftir eru í skipinu um 80 lestir og seljist þ*r á sama meðalverði og fékkst í gær, verður heildarverðið rúmlega Eyjólfur Ingi Ámundason Maður drukkn- aði í Reykja- víkurhöfn í G/ERMORGUN fundu kafarar lík Eyjólfs Inga Ámundasonar við Æg- isgarð í Reykjavíkurhöfn. Er talið að hann hafi fallið á milli skips og bryggju á laugardagskvöldið og drukknað en hann var þá við vinnu í skipi sem þar lá. Eyjólfur heitinn var skipatæknifræðingur, 32 ára að aldri, ókvæntur og barnlaus. Hann bjó hjá öldruðum foreldrum sínum að Hamarsbraut 12 í Hafnarfirði. Á laugardaginn vann Eyjólfur að viðgerð Sigurvonar ÍS 200 sem lá við Ægisgarð. Síðast sást til hans um klukkan 20,30 þá um kvöldið þegar hann fór frá borði. Eftirgrennslan hófst þegar Eyj- ólfur kom ekki fram og á sunnu- dagskvöldið hófst leit sem beindist einkum að Ægisgarði og svæðinu þar í kring. A mánudagsmorgun hófst leit aftur og fundu kafarar úr Hjálparsveit skáta í Hafnar- firði lík Eyjólfs um klukkan 10,40 í höfninni á þeim stað sem Sigur- von hafði legið. Auk þeirra tóku þátt í leitinni kafarar úr Lögregl- unni í Reykjavík og Björgunar- sveitinni Ingólfi í Reykjavík en Lögreglan stjórnaði leitinni. ein milljón marka. Fyrra sölumet átti Vigri RE. Viðeyin seldi afla sinn í Brem- erhaven og meðalverð í mörkum var 3,28 (43,20 krónur) Það, sem eftir er af aflanum, verður selt í dag, þriðjudag. Skipstjóri á Viðey er Ólafur Örn Jónsson. Þá seldi Sigurey BA 135,2 lestir í Cuxhaven í gær. Heildarverð var 5.485.700 krónur, meðalverð 40,59. Á föstu- dag seldi Arinbjörn RE 172,7 lest- ir í Cuxhaven. Heildarverð var 6.707.700 krónur, meðalverð 38,85. Eitt skip til viðbótar mun selja afla sinn í Þýzkalandi fyrir páska. Það er Sléttanes ÍS, sem verður í Cuxhaven í dag, þriðjudag. Skýr- ing þessa háa verðs á fiskmörkuð- unum í Þýzkalandi nú, er mikil eftirspurn vegna mikils fiskáts þar um páskana. f Morgunblaðinu í síðustu viku var það ranghermt, að Ásgeir RE hefði fengið hæsta meðalverð ís- lenzkra skipa í Þýzkalandi. Það er Arinbjörn RE, sem á það met. Þann þriðja janúar síðastliðinn fékk hann að meðaltali 3,62 mörk (46,47 krónur) fyrir kilóið í Cux- haven. INNLENT Morgunblaðiö/Júlíus Frá slysstað á Barónsstíg eftir einn áreksturinn á milli leigubíla og sendi- bifreiða frá Steindóri. f þessu tilviki lenti leigubfllinn framan á sendiferða- bflnum frá Steindóri, en skemmdir urðu litlar. Átök Steindórsbflstjóra og leigubflstjóra magnast á ný skorti til þess atvinnuleyfi. Þá hefði því verið beint alvarlega til leigubílstjóranna að hætta að taka lögin í sínar hendur með þeim hætti sem þeir hefðu gert því það gæti leitt til átaka. Yfir- maður í lögreglunni sagði í sam- tali við blaðamann Mbl. að lög- reglan teldi að hér væri um beina hagsmunaárekstra að ræða og hefði hún ekki önnur afskipti af þeim en að reyna að stilla til frið- ar jafnframt því sem aðilar hefðu verið hvSltir til að leysa málin í friði eða láta þau fara til löglegra yfirvalda, en standa ekki í átökum á götum úti. í GÆR urðu að minnsta kosti tveir árekstrar á milli leigubif- reiða og sendibifreiða frá Stein- dóri, á Barónsstíg og Suður- landsbraut til móts við Sigtún. Síðdegis á föstudag skakkaði lög- reglan einnig leikinn þar sem leigubílstjórar höfðu króað Steindórsbíl af. Virðist svo sem átök þessara aðila séu að magnast á nýjan leik eftir nokkurt hlé. Hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík fengust þær upplýs- ingar að Steindórsbílstjórinn, sem tekin var skýrsla af á föstudag, hefði verið í farþegaflutningum og hefði bílstjórinn verið áminnt- ur um að láta af því þar sem hann Stofnun landssamtaka smábátaeigenda nauðsyn — eigi þeir að hafa einhver áhrif á mótun fiskveiði- stefnunnar, segir Ólafur Jónsson frá Vestmannaeyjum FULLTRÚAR smábátaeigenda í Vestmannaeyjum ræddu í gær stjórnun fiskveiða smábáta við Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra. Einn þeirra, Ólafur Jónsson, sagði í samtali við Morgunblaöið, að mikil nauðsyn væri á stofnun landssamtaka smábátaeigenda en til þessa hefðu þeir engan fulltrúa átt í myndun fiskveiðistefnunnar. Sagði hann sjávarútvegsráðherra hafa tekið vel í það mál. Halldór Ásgrímsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði rætt um samskipti ráðuneyt- isins almennt og smábátaeigenda við fulltrúa Vestmanneyinganna. Ráðuneytið hefði hvatt mjög til þess, að þessir aðilar stofnuðu heildarsamtök og vildi vinna að því með þeim eins og unnt væri. Skort hefði ákveðna forsvarsmenn þessa hóps til viðræðna. Þeir hefðu verið sammála þessu og fundurinn hefði verið mjög vin- samlegur. Öllum væri það ljóst, að vissir ágallar væru á stjórnun fiskveiða, sem svo háð væri veiði- takmörkunum. Hins vegar ættu þeir, sem aðrir, erfitt með að koma auga á aðra leið, sem ekki hefði frekari annmarka í för með sér nema að láta þessar veiðar al- gjörlega afskiptalausar. Það væri hins vegar ekki hugsanlegt meðan takmarkanir væru í gildi. ólafur Jónsson sagði, að helzta vandamál smábátaeigenda í Eyj- um væri skipting veiðitímabila. Þau væru fjögur og þegar aflavon Eyjabáta væri mest, væri minnst eftir af kvótanum, í marz-apríl og síðan aftur á haustin. Róður þeirra síðastliðinn föstudag hefði aðeins verið til að sýna fram á óánægju þeirra með þetta fyrir- komulag, en að öðru leyti ætluðu þeir sér að hlíta banninu, sem stæði til 9. apríl. Mikilvægast væri nú, að smábátaeigendur ættu þátt í myndun fiskveiðistefnunnar fyr- ir næsta ár. Orð væru til alls fyrst og hann vonaðist til þess, að hreyf- ing kæmist fljótlega á þessi mál. Viðey seldi fyrir 10 milljónir kr. Hæsta heildarverð til þessa og enn 80 lestir óseldar „Hvorki heimild né fjárveiting til við rannsóknum á AIDSU — segir Ólafur Jensson, yfírlæknir Blóðbankans „í Blóðbankanum er ekki farið að gera nein sérstök próf til að reyna að fínna mótefni gegn AIDS-veirunni. Einu ráðstafanirn- ar, sem við höfum nú eru sjúkra- saga viðkomandi, varrúðarreghir sem allir blóðgjafar eni látnir kynna sér og drengskapur viðkom- andi blóðgjafa," sagði Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóðbankans í Reykjavík, er hann var spurður um varúðarráðstafanir blóðbankans gegn blóðgjöfum, sem kunna að bera með sér AIDS. „Blóðgjafar erlendis, sem gefa blóð til blóðvatnssöfnunar, hafa yfirleitt af því fjárhagslegan ábata, en þeir sem eru í svo- kölluðum áhættuhópum hafa frekar tilhneigingu til að gefa sig fram til blóðgjafar til að for- vitnast um niðurstöður af rann- sóknum og er það eitt af því sem við hjá Blóðbankanum erum hræddir um að gerist ef við för- um að rannsaka. Þá væri búið að gera blóðbankann að rannsókn- arstöð fyrir AIDS. I Bandaríkjunum og víðar, þar sem farið er að gera þessi próf, er veira ræktuð upp úr einstakl- ingum og hún síðan notuð til að bera kennsl á mótefnin í blóð- vökvanum. Við höfum gert þetta á nokkrum sýnum, sem siðan hafa verið send út til frekari rannsókna og var þannig farið með sýnið úr manninum, sem AIDS-mótefnið fannst í í síöustu viku. Það er þó ekki þar með sagt að hann gangi með sjúkdóminn," sagði ólafur. Hann sagði að hvorki væri til heimild né fjárveiting fyrir AIDS-rannsóknum hér á landi. Ákveðin fyrirtæki í Bandaríkj- unum framleiða rannsóknarefni til rannsókna á AIDS og kostar það um 200 krónur á mann. Á hverju ári hjá blóðbankanum eru teknar 15.000 blóðeiningar og myndi þvf kostnaður við AIDS-rannsóknir nema um þremur milljónum, en það eru um 10% af heildarársútgjöldum blóðbankans. „Við höfum verið að rannsaka ýmsa hópa m.t.t. AIDS upp á síðkastið — kynhverfa menn og blæðingarsjúklinga þá sem feng- ið hafa mikið af storkuefnum. Þau sýni verða send út og rann- sökuð þar,“ sagði ólafur að lok- um. Árekstur skólabfls og vöru- bifreiðar HARÐUR árekstur varð á milli skólabíls og vörubifreiðar á þjóð- veginum við bæinn Miklaholtssel í Miklaholtshreppi í Hnappadal síð- astliðinn föstudag. Okumaður skólabflsins og farþegi slösuðust talsvert og voru fluttir á sjúkrahús- ið á Akranesi. Báðir bflarnir skemmdust mikið, skólabfllinn tal- inn ónýtur en hann er lítil fólks- flutningabifreið af Mercedes Benz-gerð. Engin börn voru i skólabílnum sem var á leið til baka frá Laugagerðisskóla eftir að hafa ekið börnunum í skólann. Slæmt veður var þegar slysið varð, rok og blindbylur og skullu bílamir saman á veginum með fyrr- greindum afleiðingum. Ökumað- ur skólabílsins fótbrotnaði og skarst í andliti og liggur hann enn á sjúkrahúsinu. Brákaðist viðbein í farþeganum auk þess sem hann skarst á höfði en hann fór heim af sjúkrahúsinu um helgina. Háskóli íslands: Rektors- kjör í dag KJÖR rektors Háskóla íslands fer fram í dag en nýkjörinn rekt- or tekur við störfum í upphafi næsta skólaárs. Háskólarektor er kjörinn til þriggja ára í senn og eru skip- aðir prófessorar einir kjör- gengir. Atkvæðisrétt eiga pró- fessorar, dósentar og lektorar og allir þeir, sem eru fastráðn- ir eða settir til fulls starfs við háskólann og stofnanir hans, og hafa háskólapróf. Þá eiga allir stúdentar, sem skrásettir eru í Háskólann tveimur mán- uðum áður en kjör rektors fer fram, atkvæðisrétt, en atkvæði stúdenta gilda sem einn þriðji hluti greiddra atkvæða alls. Á kjörskrá eru því um 330 kennarar og aðrir starfsmenn og tæplega 4.400 stúdentar. Kosning fer fram í hátíðarsal Háskóla fslands og stendur kjörfundur frá kl. 9 —18. „Settur óþarfa beygur í fólk“ „ÞVÍ ER ekki að leyna, að við vorum óhressir með fréttaflutning útvarpsins af ímynduðum meiðslum mínum og hve illa við værum haldnir," sögðu þeir Kristján Hálfdánarson og Friðrik Sigurðsson frá Akureyri er blm. Morgunblaðsins spurði hvers vegna þeir hefðu neitað að ræða við fréttarit- ara útvarpsins við komuna til Egils- staða rétt fyrir kvöldfréttir á sunnu- dag og verið tregir í viðtali við sjón- varpið við komuna niður af fjallinu. „Við vorum ansi fúlir. Við heyrð- um útvarpsfréttir alla helgina en það sem gerði mesta snúðinn í okkur var þegar sagt var frá ráð- stöfunum til að „flytja hinn slas- aða“ beint á sjúkrahús. Það hefur komið í ljós að þessar fréttir komu illa við aðstandendur okkar og voru fullkomlega ástæðulausar þvi við höfðum aldrei sagt neitt um að nokkur maður væri slasaður. Þetta kom því eins og löðrungur framan i fólk og okkur fannst að það væri settur óþarfa beygur f fólk. Þessu vildum við mótmæla — en það má vel vera að það hafi verið rangt af okkur að gera það svona enda höf- um við nú talað við fréttamenn frá báðum þessum stofnunum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.