Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 43
43 MPRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Ársœll Kristófer Jónsson — Minning Kæddur 3. janúar 1913 Dáinn 25. marz 1985 Ársæll Kristófer Jónsson and- aðist á Landakotsspítala 25. marz eftir skamma legu. Með honum er genginn ástríkur faðir og afi og verðugur fulltrúi þeirrar kynslóð- ar sem lyft hefur íslenzku þjóðfé- lagi frá fátækt til vesældar. Hann fæddist í Reykjavík 3. janúar 1913 og voru foreldrar hans Jóhanna Jóhannsdóttir og Jón Jónsson sjómaður. Kiddi, eins (og hann var jafnan kallaður, var einn af 8 systkinum, en aðeins þrjár systur hans eru a lífi. Fjölskyldan fluttist til Hafnar- fjarðar þegar hann var kornungur og þar sleit hann barnsskónum. En lífsbaráttan var hörð og aðeins 10 ára gamall þurfti hann að fara að vinna og létta undir með fjöl- skyldu sinni. Samhliða skólanámi var hann sendill við verzlunina Nýhöfn í 3 ár og þar með var starfsvettvangur hans markaður. Þótt fljótlega kæmi í ljós að hann hefði góðar námsgáfur m.a. á sviði stærðfræði var engin leið til að rækta þær með langskólagöngu, því að skóli lífsins kallaði að og þar þurfti að heyja baráttu. Á unglingsárum sínum starfaði Kiddi við ýmsar verzlanir í Hafn- arfirði, en árið 1935 hóf hann störf við Kjötbúð Vesturbæjar. Það fyrirtæki eignaðist hann nokkrum árum síðar og rak það ásamt kjötvinnslu og pylsugerð. Þó að hann hefði brotizt áfram úr send- ilsstarfi og yrði vel metinn kaup- maður með fólk í vinnu, fór því fjarri að velgengnin stigi honum til höfuðs. Hann gekk jafnan að öllum störfum með fólki sínu og var lipur og hjálpfús við það sem og viðskiptavinina. Fyrirtæki Kidda var til húsa í Borg, Vesturbraut 12, þar sem hann bjó með Jóhönnu Guð- mundsdóttur. Jóhanna var ekkja með tvö ung börn, Guðmund Þóri og Sigríði, sem Ársæll gekk í föð- urstað. Þau Jóhanna eignuðust síðan tvo syni, Ársæl Kristófer og Sigurð. Systkinin ólust upp við ástríki og glaðværð. Jóhanna var einstök húsmóðir, listræn og músikölsk, en Kiddi hrókur alls fagnaðar þeg- ar stund gafst milli stríða. í strjálum tómstundum tókst hon- um að svala fróðleiksþorsta sínum t Konan mfn, móðir, tengdamóöir og amma, GUÐRÚN SIGURDARDÓTTIR, Ljósheimum 6, Reykjavfk, fyrrum húsfreyja á Þóroddsstööum i Ólafsfiröi, lést á heimili sinu 28. mars sl. Kveöjuathöfn fer fram i Langholtskirkju þriðjudaginn 9. april kl. 13.30. Jarösett veröur frá Ólafsfjaröarkirkju miövikudag- inn 10. apríl kl. 14.00. Jón Þórðarson, Siguróur H. Þóröarson, Ármann Þóröarson, Sigriöur Þóróardóttir, Eysteinn G. Þóröarson, Svanberg Þóröarson, Þóröur Jónsson, Jóhanna Sveinsdóttir, Guörún Tómasdóttir, Þórgunnur Rögnvaldsdóttir, Pamela Þóröarson, Anna Halldórsdóttir, og barnabörn. Legsteinar granít — marmari Opió alla daga, i.j. ainnig kWMd Unnarbraut 19, Saltjamarneai, og hWgar.. símar 620009 og 72918. að miklu leyti. Hann glímdi við stærðfræðiþrautir, stundaði tungumálanám og stöðugt opnuð- ust honum ný áhugasvið. Börnin hans og síðar barnabörnin nutu góðs af. Hann hafði yndi af því að leggja fyrir þau þrautir og verk- efni sem hann taldi að yrðu þeim til þroska og fræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að Sigríður fósturdóttir hans fluttist vestur um haf styttu bréfin frá Kidda að miklu leyti þá fjarlægð sem orðin var milli hennar og fjöl- 3kyldunnar, því að hann var óþreytandi við að skýra henni frá gangi mála hér heima. Þróun í stjórnmála- og atvinnulífi og öðru sem vakti áhuga hans. Þegar ég kynntist Kidda fyrst fannst mér hann eilítið hrjúfur og hafði áhyggjur af að við myndum seint bindast vináttuböndum. Sú skoðun breyttist fljótlega. Eftir að við Ársæll sonur hans urðum með- eigendur að fyrirtæki hans, áttum við dagleg samskipti og ég varð þess skjótt vör að undir yfirborð- inu sló hlýtt og viðkvæmt hjarta sem fann til með þeim sem minna máttu sín. Hlýja hans kom ekki sízt fram í samskiptum við börn og gamalmenni sem hann vék gjarnan ýmsu að, þegar enginn sá til. Og öll barnabörnin hans eiga ómetanlegar minningar um sam- vistirnar við afa og ömmu í Hafn- arfirði. Leiðir þeirra Jóhönnu og Kidda skildu eftir tæplega 35 ára búskap og eftir það fluttist hann úr Hafn- arfirði. Síðustu árin stundaði hann verzlunarstörf í Reykjavík og var tíður gestur á heimili Sig- urðar sonar síns og Erlu konu hans og naut þar góðrar aðhlynn- ingar. Nú er fótatakið hans hljóðnað en hlýju orðin hans munu fylgja okkur ókomin ár. Við tengdabörn Ársæls Kristófers, barnabörn og barnabarnabörn þökkum honum fyrir samfylgdina af heilum hug. Erla Gísladóttir Blómmtofa Friöfinns Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Forsvarsmenn Iðnsýningar Austurlands 1985, talið fri vinstri: Björn Krist- leifsson arkitekt, Einar Orri Hrafnkelsson framkv.stj. og Bergsteinn Gunn- arsson iðnráðgjafi. Guðmund Benediktsson framkv.stj. vantar á myndina. Egilsstaðir: Iðnsýnmg Austur- lands í undirbúningi EgilsstöAum, 25. mara. IÐNÞRÓUNARFÉLAG Austurlands mun efna til iðnsýningar Austurlands á Egilsstöðum dagana 24. maí til 3. júní næstkomandi — þar sem austfirskum iðn- og þjónustufyrirtækjum gefst kostur á að kynna og sýna vörur sínar og þjónustu. Hugmyndin að iðnsýningu á Eg- ilsstöðum er komin frá hópi félaga JC Héraðs sem að undanförnu hefur undirbúið landsþing JC-hreyfingarinnar á tslandi — sem ákveðið er að halda á Egils- stöðum á hvítasunnu. En fyrstu helgi júnímánaðar mun annað fjölmennt landsþing einnig verða haldið á Egilsstöðum, landsþing Lions-hreyfingarinnar. Ætlun JC-manna í fyrstu var að hafa sýninguna bundna við heimabyggð — en er stjórnarmönnum Iðn- þróunarfélags Austurlands bárust spurnir af hugmyndinni, buðust þeir til að sjá um og stækka sýn- inguna fyrir Austurland allt. Til að annast undirbúning sýn- ingarinnar og framkvæmd alla hafa þeir Einar Orri Hrafnkelsson framkv.stj., Guðmundur Bene- diktsson framkv.stj. og Björn Kristleifsson arkitekt verið skip- aðir í sýningarstjórn — en Berg- steinn Gunnarsson iðnráðgjafi er starfsmaður stjórnarinnar. Það er trú stjórnarmanna og annarra aðstandenda sýningar- innar að hún geti orðið iðnaði í fjórðungnum veruleg lyftistöng og jafnvel orðið kveikja nýrra at- vinnutækifæra. í tengslum við sýninguna verður efnt til fundar um málefni iðnaðar á Austurlandi. Ætlunin er að bjóða iðnaðarráðherra til þess fundar, þingmönnum kjördæmis- ins og forsvarsmönnum iðnaðar. I tengslum við iðnsýninguna verður ennfremur efnt til ýmissa skemmtiatriða og kappkostað að fá flytjendur sem víðast úr fjórð- ungi. Sýningin verður haldin í íþróttahúsinu á Egilsstöðum og búast forsvarsmenn við fjölmenni — bæði sýnenda og gesta. — óutur Líkan að íþróttahúsinu á Egilsstöðum þar sem iðnsýningin verður haldin. PLEGEL er höf uópryóí hússíns stallað ÞAKSTÁL í heilum plötum • Plegel er með PVF lökkun, sem er best gagnvart ryðmyndun og upplitun og er talin ein besta lökkun á stáli í heiminum • Plegel neglist beint í hábáru er því engin hætta á leka með neglingu • Plegel er í löngum lengdum PLEGEL er þvi rétta ÞAKSTÁLID á vandaö hús £3 örugg Þéttíng meó endaskörun PARÐUSí Smiðjuvegi 28, Kóp. S: 79011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.