Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 * £ . Ungir félagar Hestamannafélagsins Freyfaxa bjóða upp á hlutaveltu I hestakerru. MorKunblaöið/ Sig. Jónsson Frá tollvörugeymslu Eimskips á Sel- fossi. EgiJsstaðir: Útisölur hressa upp á mannlífíð EgikrtMum, 24. nure. ÞAÐ verður * algengara hér á Eg- ilsstöðum að útisölur hvers konar dafni — einkum síðla föstudags í iðu umferðarinnar kringum kjör- búð KHB. Þar eru þá oftast á ferð áhugamannafélög og fylgja þá gjarnan uppákomur og jafnvel listflutningur eins og lúðrablástur og því um líkt. Síðasta föstudag höfðu t.d. tvö áhugamannafélög komið vögn- um sínum fyrir utan við kjörbúð KHB. Þar voru á ferð ungir fé- lagar úr Björgunarsveit Slysa- varnadeildarinnar Gróar er seldu árbækur Slysavarnafélags Islands — og galvaskir félagar úr Hestamannafélaginu Frey- faxa er efndu til hlutaveltu í hestakerru. Virtist þeim vel ágengt í fjáröfluninni! Og nú hefur atvinnumála- nefnd Egilsstaðahrepps ákveðið að halda áfram með rekstur úti- markaðar — sem hafist var handa um í fyrra. Til þeirra þarfa er ætlunin að festa kaup á sérstöku tjaldi. Útimarkaðurinn verður opnaður í síðustu viku maimánaðar, enda verða þá haldin hér á Egilsstöðum fjöl- menn landsþing JC og Lions. Hreppsnefnd hefur skipað sér- staka framkvæmdanefnd úti- markaðarins og starfsmaður hefur verið ráðinn. Ekki er annað vitað en þessir útimarkaðir hressi heldur upp á mannlífið hér. — óiafur MorgunblaðiA/Ólafur Hreppsráð ásamt sveitarstjóra, Ulid frá vinstri: Björn Ágústsson, Ragnar Steinarsson, GuAmundur Magnússon og Sveinn Þórarinsson. Egilsstaðir: íbúðarhúsið við Kirkjuveg f Vestmannaeyjum. MorgunbiaðiA/Sigurgeir Vestmannaeyjar: Nýtt íbúðarhús rís í gamla bænum VeKtmann»eyjum, 25. mtra. Á TÆPU ári hefur þetta myndarlega íbúðarhús risið fullfrágengið í miðbænum í Vestmannaeyjum. Trésmiðirnir Ársæll Sveinsson og Stein- grímur Snorrason keyptu gamalt óíbúðarhæft hús við Kirkjuveg til niður- rifs og byggðu á lóðinni 400 fm tveggja hæða hús með fjórum fbúðum. Byggingaframkvæmdir hófust í maí 1984 og þeim lauk í þessum mánuði. í húsinu eru tvær 80,80 fm tveggja herbergja íbúðir og tvær 104,25 fm þriggja herbergja. Hönnuður hússins er Páll Zophoníasson. Ibúðirnar voru afhentar full- fellur vel inn í gamalgróið íbúða- frágengnar jafnt utan sem innan. Söluverð tveggja herbergja íbúð- anna var 1140 þús. kr. og verð þriggja herbergja íbúðanna var 1560 þús. kr., en þeim fylgir bíl- skúr sem kostar 325 þús. kr. Hús- ið var til sýnis um fyrri helgi. Þykir vel hafa til tekist, húsið hverfi og frágangur allur til mik- illar fyrirmyndar. Þeir félagar Ársæll og Steingrímur hyggja á frekari byggingaframkvæmdir á þessari sömu línu og er þegar mikil eftirspurn eftir íbúðum í næsta áfanga. - hkj Upprennandi björgunarsveitarmenn bjóða árbækur SVFÍ til sölu. Morgunblaðió/Ólafur Trésmiðirnir Ársæll Sveinsson og Steingrímur Snorrason, sem reistu íbúðarhúsið og hyggjast halda áfram á sömu braut. Góð staða sveitarsjóðs Egitagtoéum, 24. mara. FJARHAGSÁÆTLUN Egilsstaðahrepps fyrir yfirstandandi ár var einróma samþykkt á fundi hreppsnefndar nýlega. Skv. niðurstöðutölum fjárhagsáætl- unar eru gjöld umfram tekjur rúmlega 6 milljónir króna, en skýringar þessa mismunar er að finna í kaupum á húsnæði fyrir iðngarða, sem eru fjármögn- uð með láni frá Iðnlánasjóði, en væntanlega munu leigutekjur af iðngörðum standa undir fjármagnskostnaði vegna þeirra kaupa svo að þessi mismunur niðurstöðutalna gjalda og tekna fjárhagsáætlunarinnar gefur ekki rétta mynd af stöðu sveitarsjóðs. „Staða sveitarsjóðs er góð og hefur sjaldan verið betri,“ sögðu þeir hreppsráðsmenn Egilsstaða- hrepps er fjárhagsáætlunin var kynnt fréttamönnum. „Til þessa höfum við verið að raða málum í forgangsröð en nú getum við nán- ast framkvæmt allt það sem á okkar könnu er komið að þessu sinni,“ sagði einn hreppsráðs- mannanna. Ástæður þess að rýmra er nú um ráðstöfunarfé en oft áður eru fyrst og fremst þær að ýmsar fjár- frekar framkvæmdir undangeng- inna ára eru nú að mestu að baki. Má þar til nefna byggingu íþrótta- húss og verkamannabústaða auk þess sem byrði Egilsstaðahrepps af langtímalánum hefur aldrei verið mikil. Nú eru afborganir og vextir af langtímalánum kr. 2.480.000 eða sem nemur 7,1% af tekjum. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir byggingu grunns dagheimilis og til þess varið 2 millj. króna; þá eru áætlaðar 1,7 millj. til lokafrágangs 1. áfanga íþróttahúss; gert er ráð fyrir ný- byggingu áhaldahúss sveitarfé- lagsins; tæp milljón rennur til byggingar skólasels í Fellum og fjárframlög eru áætluð til safna- húss og íbúða aldraðra. Þá kom það fram í máli hreppsráðsmanna og sveitarstjóra að aukin áhersla verður nú lögð á sumarvinnu unglinga hjá Egils- staðahreppi. Til svonefndar ungl- ingavinnu er áætlað að verja að þessu sinni 1,3 millj. kr. en 500 þús. var varið til þeirra mála á síðasta ári. Áætlað, er að verja tæpum 5 millj. kr. til gatnagerðar. M.a. er áætlað að leggja olíumöl á Kol- tröð, Ártröð, Brávelli og Tjarnar- lönd og rykbinda fleiri götur. Þá er áætlað að verja tæpum 2 millj. til gangstéttagerðar og 1 millj. kr. til holræsagerðar. Ennfremur er áætlað að verja fjármunum til lokafrágangs útiíþróttasvæðis sveitarfélagsins og jafnframt til þess að hefja framkvæmdir á nýju skíðasvæði. Að sögn sveitarstjóra, Guð- mundar Magnússonar, var inn- heima opinberra gjalda hjá Eg- ilsstaðahreppi með lélegra móti á síðastliðnu ári. Við gerð fjárhagsáætlunar nú var íbúatala Egilsstaðahrepps 1283 en var 1273 í fyrra. Hefur íbúatalan ekki hækkað minna í annan tíma. Hreppsráð Egilsstaðahrepps skipa eftirtaldir: Björn Ágústsson Alþýðubandalagi, Ragnar Stein- arsson Sjálfstæðisflokki og Sveinn Þórarinsson Framsóknarflokki. Selfoss: Tollvörugeymsla Eim- skips stækkuð um helming Selfoasi, 26. mare. STTÖÐUG aukning er í vöruflutning- um Eimskips austur fyrir fjall. Það sem af er þessum mánuði hafa 250 tonn farið um tollvörugeymslu Eim- skips á Selfossi og athafnasvæði þess við Gagnheiði. Tollvörugeymsla Eimskips á Sel- fossi var stækkuð um helming um síðustu mánaðamót og er nú 300 m2. Vöruflutningar hafa aukist mun meira en gert var ráð fyrir í upp- hafi og er ætlunin að lengja opnun- artíma vörugeymslunnar og auka um leið þjónustuna við viðskipta- vinina. Við stækkun vörugeymslunnar var tekin í notkun lyftari en áður var notast við lánstæki. Fjöldi viðskiptaaðila sem flytja inn að staðaldri er á fjórða tug og mest áberandi í þessum innflutningi eru vörur til iðnaðarframleiðslu. Um- boðsaðili Eimskips á Selfossi er Árfoss hf. sem hefur aðsetur að Eyrarvegi 37. sig Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.