Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 55 Konurnar, sem sýndu kjólana hennar Aöalbjargar á sýningunni í safnaðarheimili Langholtssóknar. Sjálf er hún þriðja frá hægri. „Pensill milli prjóna“ Flest okkar, sem slitum barn- skóm í afdölum og núverandi eyði- býlum Barðastrandarsýslu, mun- um hvert orð fór af gáfum og list- fengi Strandamanna og kvenna, norðan fjallanna. Það var ekki einungis í rímna- skáldskap, sögnum og ævintýra- legum svaðilförum og sigrum yfir stormum vetrar og vættum fjalla, heldur einnig í hagleikssmíðum og snilli, sem væru fjölkynngi næst. Sá hét Sæmundur Björnsson, nefndur búfræðingur, sem gaf slíkum sögnum byr og ljóma og litu. Hann var að norðan. Hann var einn fyrsti barnakennari ts- lands og jarðræktarmaður. Bera jarðabætur hans í Múlasveit enn nafnið Sæmundarflatir. Ljóð hans og lögin, sem hann kenndi óma enn á vörum „barnanna" að vest- an. Það var samt ekki fyrri en hingað kom til Reykjavíkur, að ég sannfærðist um að myndlistin átti ekki síður sinn gróðurreit í hug- arheimi og hjartaslögum Stranda- manna þarna við hið yzta haf, þar sem sól vakti allar nætur um Jónsmessu hvert vor. Ég varð þá heimiliskennari heilan vetur hjá Tryggva Magnússyni málara og kynntist börnum hans, og þeirra meðfæddu gáfum og innsýni í töfraheima lita og tóna. Þetta varð mér einmitt í huga úr helgum heimi æskuminninga, þegar ég kom á listsýningu Aðal- bjargar Jónsdóttur í safnaðar- heimili okkar við Sólheima um daginn, á afmælisdegi kvenfélags- ins. Hún er vaxin úr jarðvegi víð- sýnis, birtu og fegurðar á Strönd- um norður. Og er í sannleika barn síns byggðarlags að atorku og snilli. Hún hafði að vissu leyti verið ein þeirra, sem uppgötvaði lindir sinnar listskyggni og verksnilli, þegar þær kvenfélagssystur Lang- holtssafnaðar voru að vinna og safna fé til kirkjubyggingar og líknarstarfsemi á vegum kirkju sinnar, sem þá fyrirfannst engin. En nú er hún einmitt vaxin úr hugsjónum fólks, ekki sízt kvenna, víða að komnu úr byggðum lands og vekur athygli og aðdáun er- lendra sem íslenzkra. Þannig hafa einmitt konur orðið frumkraftur musteranna, sem nú gnæfa um borgina alla, en voru í heimi hins ósýnilega fyrir ótrúlega fáum ár- um. En átök þeirra, atorka og fórn- arlund hefur um leið eflt þeirra eigin sálarþroska undir yfirskrift skáldsins, sem sagði í sinni speki: „Musteri Guðs eru hjörtun, sem trúa.“ Þessi sýning, sem brosti við gestum í sölum safnaðarheimilis- ins þessa góudaga, er því ekki síð- ur eitt af ljúfustu vorblómúm and- legs þroska á guðsríkisbraut en sýnileg handaverk íslenzkrar hús- freyju að vestan. Og jafnvel sýn- ingarsalirnir hefðu aldrei orðið til og öll sú fjölbreytta starfsemi, sem þar dafnar daglega, ef þjónar Guðs, konurnar í kvenfélaginu, hefðu ekki keppzt um að „láta bæði hug og hönd og hjarta saman vinna“, eins og ein þeirra orðaði það. Listmunir þeir, sem ljómuðu á veggjum báru ímynd íslenzkrar náttúru. Þar sem svanir flugu í lofti og steinar töluðu og sungu lög og ljóð minningalandsins heiman að, vitnuðu um fegurð, frið og gleði með hverjum pensildrætti. En er það ekki einmitt ríki Guðs á jörðu? Og viðhafnarkjólar og veizluklæði unnin eigin hendi af fágætum krafti og frábærri snilld, fengu sannarlegan helgiblæ helgi- klæða í mínum augum, þar sem þeir bylgjuðust sem brúðarkjólar við höfðinglegar hreyfingar sýn- ingarkvenna einmitt á vígðum palli „stóra salsins", sem var kirkjan okkar í aldarfjórðung í einum fjölmennasta söfnuði, sem Reykjavík hefur alið. Það má því segja, að frá mínu sjónarmiði, fyrsta, síðasta og gamla prestsins í þessu musteri helgra minninga, eignaðist þessi fallega en yfirlætislausa sýning þá dýrð, sem lýst er á landamærum hins sýnilega og ósýnilega með orðum skáldspekingsins, er hann segir: „Af eilífðarljósi bjarma ber.“ Um sýninguna sjálfa er mér sjálfsagt bezt að segja sem fæst. Heimur tæknilegra listdómara og fræðimanna á þeirra stofnana- máli er mér að mestu lokaður. Tel raunar sjálfsagt, að hver einstakl- ingur eigi að dæma um fegurð list- ar frá sínu eigin hjarta og per- sónuleika. Þar má hið barnslega viðhorf aldrei gleymast og hjarta- hreinleiki hinnar fátæku í anda og hógværu í hugsun, aldrei hverfa bak við fordóma hrokans eða augnablikshefðanna. Hver einasta mynd Aðalbjargar gat áreiðaniega vakið yndi og hugsun, ekki sízt á táknlegan hátt. Þar er myndin „Kaldbakur á Ströndum" gott dæmi um þann drengskap og manndóm í sál hvers íslendings, sem aldrei lætur bug1 ast né breytast gegn myrkrum heimskunnar né froststormum hatursins. Þar eru myndirnar af barni í brekku eða á flöt, sem horfir í höfgum draumi og helgri þrá og hrifningu til framtíðarlanda, glöggt tákn um útþrá og framtíð- aróskir á þroskabrautum og framavegum mannkyns, sem fljúga á vængjum og við söngva svananna „í ósynis fjarlægan heim“. Sú þrá er enn aðal íslenzkr- ar æsku. Þetta sýna margar fleiri myndir eins og „Góðurvin í grjóti”, „Við bæjarlækinn", „Fossbúinn" og „Blómin í brekk- unni“, svo eitthvað sé nefnt af meira en 50 myndum. Annars finnst mér henni takast bezt að tjá með blómum, litum þeirra, lögun og aðstöðu hvers til annars, þær kenndir frá heimi minninganna og veröld hins ósýni- lega að ógleymdri handleiðslu Al- föður, sem varð mér ógleymanleg- ast „milli pensils og prjóna" í safnaðarheimilinu okkar við Sól- heima. En sé hugsað til prjónanna, þá ættu lögfræðingar og iðnfræð- ingar að sjá og sýna öðrum, hve íslenzka ullin er fágætt efni til framleiðslu fegurstu búninga í öllu sínu tigna yfirlætisleysi, jafn- vel á helgustu augnablikum ævi manns. Hjartans þakkir, kæra Aðal- björg. Njóttu heil þinna dverghögu handa. Reykjavík, 17. marz 1985. Arelíus Níelsson Lenging lífeyrissjóðslána hjá verzlunarmönnum AÐALFUNDUR Verzlunarmannafé- lags Reykjavfkur var haldinn að Hót- el Esju fyrir nokkru. Þar kom m.a. fram að stærsta verkefnið sem félagið vann á árinu er bygging 60 söluíbúða fyrir aldr- aða félagsmenn VR, og er þar um að ræða framkvæmdir upp á um 150 milljónir króna. Verða fyrstu íbúðirnar tilbúnar í byrjun næsta árs. Á aðalfundinum voru einróma samþykkt mótmæli við fyrirhug- uðum lögum um virðisaukaskatt, og var lögð áhersla á að breytingar á núverandi kerfi yrðu ekki keypt- ar því verði að almenn skattbyrði verði þyngd. Þá fagnaði fundurinn ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunar- manna um að gefa sjóðfélögum kost á að lengja lánstímann um fimm ár þ.e. úr 10—32 árum í 5-37 ár. Jafnframt var því fagnað á fundinum að stjórn Lífeyrissjóðs- ins hefur nú ákveðið að gefa þeim félögum sem eru að eignast sina fyrstu íbúð og hafa ekki notið lánafyrirgreiðslu hjá sjóðnum áð- ur kost á láni að upphæð kr. 400.000 til 37 ára í stað kr. 240.000 til 32 ára. Londonlamb 276,00 pr. kg. Svinabógur 269,00 Svínalæri 275,00 Svínakótelettur 379,50 Sítrónumareneradur Lambabógur 279,00 Ávaxtaskreytt Lambalæri 289,00 Kryddlegið Lambalæri 289,00 Peking endur 279,00 Þykkvabæjar Franskar 44,00 ORA grænar baunir 19,00 V2 dós Maískorn 49,00 V2 dós Rauökál 26,00 V2 cjós^ Jarðarber Bulgar 75,00 Vi dói Hollenskt rauðkáj, (íglösum) 49,50s ' 1 ^ Nóatún Nótatúni 17 sími 17261 Nótatún Rofabæ 39 sími 71200 (var óður Árbæjarmarkaður) Vogaver Gnoðavogi sími 35990 Álfheimabúðin Álfheimum 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.