Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Tyggðu í takt við „Meat Is Murder" gramm Laugavegi 17, sími 12040. Póstsendum samdægurs. ATH: Einnig fjölbreytt úrval af bókum, blöðum og merkjum með Duran Duran, Wham, Prince o.fl. o.fl. Eigum fyrirliggjandi fjölbreytt úrval af allskonar tónlist s.s. jazz, blues, soul, afrískri tónlist o.fl. o.fl. o.fl. Nýja SMITHS platan er komin aftur ... Meat Is Murder stendur fyllilega við þær vænt- ingar sem við The Smiths voru bundnar. Hljóm- sveitin er um þessar mundir sú umtalaðasta í Bret- landi. Breska poppblaðið NME segir m.a. i dómi um plötuna: „Meat Is Murder inniheldur stórkost- legustu melódíur Smiths til þessa. Tónlist hennar og athyglisverðir textar falla fullkomlega saman". Fallegur og tilfinningaríkur söngur Morrisseys prýðir tónlist Smiths á þann hátt að flestir falla fyrir henni. Enda sigldi Meat Is Murder rakleiðis í 1. sæti breska vinsældalistans. O Pat Metheny Group — First Circle Hljómsveit gítarleikarans Pat Metheny er tvimælalaust vinsæl- asta jazzhljómsveitin um þessar mundir og nokkur undanfarin ár. First Circle, nýjasta plata Pat Metheny Group, fékk nýlega 5 stjörnu gagnrýni i jazztimaritinu Down Beat. Sem sagt frábær. Auk þess þarf vart aó geta þess að Pat Metheny-hljómsveitin að- stoðar David Bowie í nýjasta lag- inu hans. PAT METHENY GROUP , v i U V i i O Hringurinn — Lár- us Halldór Grímsson Tónlistin úr kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Hringurinn, er nú fáanleg á hljómplötu. Hugljúf og heillandi synthesizer tónlist, sem þegar hefur fengið lofsamlega umsögn gagnrýn- enda. Metsölubku) á hverjum degi! Frá landsfundi KRFÍ. Mikilvægt að hver einstaklingur nýtist sem best — frá landsfundi Kvenréttindafélags íslands Á 16. landsfundi Kvenréttindafélags íslands sem haldinn var 15. og 16. marz sl. var rætt um áhrif tölvuvæAingar á störf kvenna, launamál og skattamál. Ýmsar ályktanir voru sam- þykktar, m.a. áskorun til menntamálaráðuneytisins um að starfsfræðsla í skólum verði stóraukin með sérstakri áherslu á jafnrétti, þannig að unglingum finnist sjálfsagt að fara nýjar leiðir þegar þeir velja sér nám og framtíðarstarf. Einnig var sam- þykkt áskorun til forsætisráð- herra, að hann láti fara fram könnun á þvi hvers vegna launa- munur kynjanna sé svo mikill sem raun ber vitni. Þá var sam- þykkt áskorun á stjórnvöld að halda áfram á braut til sérskött- unar við álagningu tekjuskatts á hjón og áréttaðar fyrri tillögur KRFÍ um skattalegar ívilnanir til þeirra sem annast uppeldi barna og umönnun annarra á heimilum. í lok fundarins fóru fram pall- borðsumræður um spurninguna „Hvert stefnum við í jafnréttis- baráttunni?". Þátttakendur voru Esther Guðmundsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Inga Jóna Þórð- ardóttir, Jóhanna Sigurðardótt- ir, Lára Júlíusdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Umræðustjóri var Erna Indriðadóttir. í umræðunum kom fram nokkur bjartsýni á framtíðina, mikið hefði áunnist í jafnréttis- baráttunni, þó henni væri hvergi lokið. Ytri skilyrði, s.s. sveigjan- legur vinnutími, samfelldur skóladagur og nægt framboð á dagvistarrýmum og skóladag- heimilum réðu miklu um mögu- leika ungra kvenna til starfa utan heimilis. Auka þyrfti skilning samfé- lagsins á jafnri foreldraábyrgð og rétti karla til annast börn sín, það ætti t.d. ekki að þykja óeðli- legt að þeir gætu fengið leyfi frá vinnu til að annast veik börn. Lögð var áhersla á mikilvægi heimilisins, sem væri sá grund- völlur sem framtíð nýrrar kyn- slóðar byggðist á. Rætt var um nauðsyn þess að brjóta upp hefðbundið náms- og starfsval pilta og stúlkna. Konur væru í tiltölulega fáum, en stór- um starfsstéttum, gjarnan í þjónustu hins opinbera og erfitt væri fyrir þessa stóru hópa að fá launahækkanir. Endurmeta þyrfti störf á vinnumarkaðnum, því þar virtist ábyrgð á pening- um skipta meira máli, en ábyrgð á mannslífum! Lögð var áhersla á mismun- andi þarfir hinna ýmsu aldurs- hópa kvenna: ungra stúlkna sem væru að velja sér lífsbraut, ungra kvenna með börn og eldri kvenna er hefðu alið upp sín börn. Mæta yrði þessum þörfum á raunhæfan hátt, því ljóst væri að við lifðum hraðara breyt- ingaskeið en undangengnar kyn- slóðir og allir, konur jafnt sem karlar, þyrftu að aðlagast hinum breyttu aðstæðum. Mikilvægt væri fyrir okkar litla samfélag, að hver einstakl- ingur nýttist sem best og það gerðist helst ef konur og karlar fengju sömu aðstöðu og tækifæri til að njóta hæfileika sína. „Hljóta að eiga að fara fram fjár- magnstilfærslur á í‘ramsóknarvísu“ — segir Bjai P. Magnússon um bleyjumálið „Ég fæ ekki betur séð en að í þess- ari deilu séu einhver annarleg sjón- armið á ferðinni," sagöi Bjarni P. Magnússon, eigandi fyrirtækisins Bossa, í samtali við blm. Mbl. um deilur þær er upp eru komnar milli aðila í Vík í Mýrdal og á Akureyri, sem báðir vilja hefja framleiðslu á bleyjum og dömubindum. Þá hefur einn aðili á EgHsstöðum komið við sögu málsins og virðist enginn hafa vitað af hinum í þessum áformum. Sem kunnugt er brann húsnæði fyrirtækisins Bossa, sem fram- leiddi bleyjur og bindi, fyrir nokkru, en Bjarni kvað framleiðsl- una vera komna á fullan skrið aft- ur eftir brunann og framleiðir fyr- irtæki hans nú 12.000 bleyjur á dag, að hans sögn. En á sl. 4 árum hefur fyrirtæki Bjarna framleitt yfir 6 milljón bleyjur. „Það eru um 50% af markaðnum hér á landi,“ sagði Bjarni, „þannig að þessir aðilar geta ekki talað eins og enginn sé fyrir á markaðnum. En það hafa þeir gert og deilan virðist ganga mikið til út á það, að það sé ekki rúm fyrir nema einn. framleiðanda á markaðnum. Ef sú röksemd er rétt, ætti enginn að fara af stað með þessa framleiðslu. Ef svo er hins vegar ekki þá hljóta að eiga að fara fram ein- hverjar fjármagnstilfærslur á framsóknarvísu. Eg vil ekki ganga svo langt að halda því fram, að það standi til að niðurgreiða bleyjur og bindi eins og landbúnaðarvörur, en þarna eru einhver annarleg sjón- armið á ferðinni," sagði Bjarni. „Þá hefur viðskiptaaðili, sem mér er mjög annt um og hef átt traust og góð viðskipti við, dregist inn í þetta mál. En það er sænska fyrirtækið Dambi, sem bæði Sjöfn á Akureyri og þeir í Vík eru að kaupa vélar af. Þ.e. Dambi seldi bara eina eina vél, til Sjafnar, en þeir í Vík keyptu sína vél í gegn um England." Kvaðst Bjarni álíta að þau kaup hefðu farið fram í gegn um einhvern þriðja umboðsaðila í Englandi, jafnvel án þess að Dambi-fyrirtækið vissi hver væri endanlegur áfangastaður vélanna og þætti sér afar leitt, að þessi vélakaup hefðu orðið til þess að Dambi-fyrirtækið hefði verið „rakkað niður á fslandi". „í þriðja lagi finnst mér alveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.