Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 18
18 MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Námskeið í Keflavík um árin eftir verklok VoKum, 25. mars. MENNINGAR- og fræðslu- samband alþýðu, í samvinnu við Verslunarmannafélag Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Verkakvennafélag Keflavík- ur stóðu fyrir námskeiði í Víkinni í Keflavík fyrir þá sem eru að nálgast lífeyris- aldurinn. Stéttarfélögin greiða allan kostnað vegna námskeiðsins, sem er vel sótt, en leiðbeinendur eru þrír félagsráðgjafar, Anna Jónsdóttir, Jóna Eggertsdóttir og Sigurrós Sigurðardóttir. Að sögn leiðbeinenda hafa samskonar námskeið verið haldin á Akranesi og í Borgar- nesi, en næst verði farið til Vestfjarða. Að sögn leiðbeinenda er nám- skeiðið kallað árin okkar, þ.e.a.s. árin eftir verklok. Námskeiðið væri byggt upp að erlendri fyrirmynd, en þróað að íslensk- um aðstæðum. Á námskeiðinu er byrjað að ræða um til hvers svona námskeið eru haldin, síð- an eru fyrirlestrar um trygg- ingamál, lífeyrissjóði, breyt- ingar á tengslum og tilfinning- um innan fjölskyldu, tómstund- ir og fleira. Á námskeiðinu er unnið í hópvinnu og þátttakend- ur fá heimaverkefni. Þá er á námskeiðinu fræðsla um lík- ámsrækt og gerðar æfingar. E.G. Morgunblaðid/E.E. Þitttakendur i nimskeiAinu í Keflavfk. Félagsriðgjafarnir, sem hafa umsjón með nimskeiðinu, Sigurrós Sigurðar- dóttir, Anna Jónsdóttir og Jóna Eggertsdóttir. Bæöi fróðlegt og skemmtilegt — segir Sigurhans Sigurhansson Vofum, 25. mMTS. EINN þátttakandi á námskeiðinu var tekinn tali og hann beðinn að segja álit sitt á því, en það er Sigurhans Sigurhansson félagi í Verslunar- mannafélagi Suðurnesja. „Þetta er bæði fróðlegt og skemmtilegt. Eins og stjórnend- urnir taka fram, er þetta aðallega til að vekja til umhugsunar um hvaða réttindi og skyldur maður á við verkalok. Það er aðallega að hugsa um málefnið, að þurfa ekki að halda að lífinu sé lokið þegar allt í einu kemur bréf um verkalok. Það gæti verið besti hluti lífsins eftir. Stjórnendurnir eru eins og fædd- ir í þetta, og stéttarfélögin hafa stutt við bakið á þessu með ráðum og dáð. Þá hafa stéttarfélögin boðið þátttakendum í mat á sunnudög- um. Þó svo að Verslunarmannafélag Suðurnesja væri stórt félag reynd- ist ekki unnt að halda námskeiðið eingöngu innan þess, því var farið út í það að hafa samvinnu við Sigurhans Sigurhansson Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis og Verkakvennafélag Keflavíkur, en námskeiðið er haldið í húsakynn- um þeirra." E.G. Við fíjugum á eyrunum! „Flugvél sem er þyngri en andrúmsloftið mun aldrei geta flogið,“ spáöi Kelvin lávarður, forseti bresku vísindastofnunar- innar, 1890-95. Hann hafði rangt fyrir sér. „Þjónusta sem er léttvægari en loftið getur ekki staðið undir sölu viðskipta- ferða," sagði Jan Carlzon, forstjóri SAS, árið 1981. Hann virðist hafa haft rétt fyrir sér. Gott flugfélag þarf að hafa fleira en vængi. Eyru eru jafn áríðandi. Með eyrunum hlustar flugfélagið eftir því hverjar óskir og þarfir farþeganna eru. Það hlustar og safnar saman upplýs- ingum, sem þjónustan er siðan sniðin eftir. í sannleika sagt, þá eru það farþegar okkar, sem hafa gert okkur að flugfélagi fólks úr viðskiptalífinu, og þeirra sem feröast mjög mikið. Við höfum einfaldlega tekið mark á fjölda skynsamlegra ábendinga frá farþegum okkar. Þannig hefur tekist að bæta þjónustu okkar og ferðatilhögun. Margir hafa spurt hvort þessi stefna hafi ekki verið kostnaðarsöm fyrir félagið. Ef til vill, en hún hefur einnig aukið tekiurnar. Á hverju ári bætist i hóp þeirra, sem þurfa að ferðast vegna starfs síns. Þetta hefur aukið tekjumöguleika okkar. Við höfum einnig öðlast meiri kjark og betri aðstöðu til að hlusta á farþega okkar. Ef þú telur að flest flugfélög þjáist vegna skertrar heyrnar, ættirðu að tala við okkur. Við hlustum á þig! ///f/SAS Laugavegi 3, símar: 21199, 22299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.