Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Kosningabaráttan hafin f Svfþjóð: Hægri sveifla meðal ungs fólks — eftir Pétur Pétursson Það er greinilegt að kosninga- baráttan er nú hafin hér í Svíþjóð. Kosningadagurinn er ekki fyrr en í september, en bæði leiðtogi jafn- aðarmanna, forsætisráðherrann Olof Palme, og leiðtogi móderata, Ulf Adelsohn, eru komnir á stjá og heilsa nú fyrst aðallega upp á liðsmenn sína, starfsliðið, sem getur skipt sköpum þegar nær dregur kosningum. Þessir tveir eru taldir líklegast- ir til þess að mynda stjórn eftir kosningar — Palme, ef jafnað- armenn og kommúnistar fá meiri- hluta, en Adelsohn ef borgara- flokkarnir þrír fá meirihluta. Móderötum sem eru lengst til hægri af borgaraflokkunum, hefur aukist mjög fylgi upp á síðkastið og allt bendir til þess að þeir komi sterkastir út úr kosningunum af þessum þremur og þá liggur bein- ast við, ef borgaralegur meirihluti fæst, að formanni þeirra verði fal- ið að mynda ríkisstjórn. Sá hæng- ur er þó á að Miðflokkurinn, sem lengst af hafði forsætisráð- herraembættið í seinustu borgara- legu stjórninni, hefur ekki fengist til þess að lýsa því yfir að hann muni standa að slíkri stjórn. Nemendur ekki lengur vinstri sinnaöir Nýjustu skoðanakannanir sýna að það er einkum og sérílagi meðal yngstu kjósendanna sem móderat- ar hafa aukið fylgi sitt og það á kostnað jafnaðarmanna og komm- únista. Það er greinilegt að sú bylgja til vinstri innan þessa hóps sem hófst í lok sjöunda áratugsins er nú gengin yfir. Greinileg breyt- ing í þessa átt hefur átt sér stað síðustu 4 árin, eins og eftirfarandi tafla sýnir: Fylgi flokkanna meðal kjósenda milli 18 og 24 ára (prósentutölur). 1981/82 1982/83 1983/841984/85 Móderatar Frjálsl. 244 304 38 37 (Folkpartiet) 44 3 6 74 Miðn. 8 11 8 9 Sósialdem. 524 45 404 38 Komm. (Vpk) 74 7 5 5 AArír 3 34 2J> 3,5 (Heimild: Sifo. Ulf Adelsohn formaður Móderataflokksins tekur við blómum úr hendi for- manns ungra móderata við upphaf kosningabaráttunnar. skoðanakannana prófessor Hans Zetterberg. Þeir trua á einka- reksturinn og vonast eftir því að þar sé vinnu að fá þegar þeir losna af skólabekk. Þetta kemur m.a. fram í breyttum viðhorfum gagn- vart forstjórahlutverkinu: Það er ekki lengur fúlt að vera forstjóri. Boðskapurinn frá hægri Ulf Andelsohn er meðvitaður um þennan meðvind og hefur þeg- ar heimsótt nokkra skóla til þess að ræða við nemendur og virðist þar fá góðar undirtektir. Hann boðar skattalækkanir — lækkaðan tekjuskatt og telur það forsendu fyrir því að Svíþjóð geti aftur orð- ið efnahagslegt velferðarríki. „Það verður að borga sig að vinna,“ seg- ir hann hvað eftir annað. Adel- sohn gagnrýnir mjög þær tillögur sem jafnaðarmenn hafa sett fram um það að hindra lækna í því að hafa eigin læknamóttökur við hlið starfa sinna á almennum sjúkra- húsum. Hann vill koma á sam- keppni í heilbrigðiskerfinu og tel- ur ríkiseinokun orsaka of dýra heilbrigðisþjónustu. Hann fullyrð- ir að einkaþjónusta geti verið mun ódýrari og hagkvæmari, auk þess sem hún gefur fólki valfrelsi — fólk á að fá að velja lækni og sjúkrahús. Frelsi vill leiðtogi mó- derata einnig í fjölmiðlum, sér- staklega sjónvarpi þar sem hann er mjög óánægður með ríkiseinok- un sænska ríkisútvarpsins. Athugið að við veitum hjónum og systkinum 20% afslátt svo og öllum félagsmönnum Stjórnunarfélags íslands. Jafnframt vekjum við athygli á því að starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags Ríkisstofnana greiðir þátt-____ m tökugjöld félagsmanna sinna á námskeiðum Mímis. § 15.-26. apríl i simum 10004 og 21655 GREIÐSLUKORTAÞIÓNUSTA MALASKOLINN E Skoðanakannanir þær sem tafl- an byggir á sýna þá sem afstöðu tóku, og byggja á viðtölum við um 800 manns. Fjöldi þeirra sem ekki taka afstöðu til flokkanna hefur aukist nokkuð, eða frá 11% af þeim sem spurðir voru 1981 í 15% 1985. Þegar þeir úr þessum hopi sem stunda nám eru athugaðir sér- staklega kemur enn meiri munur í ljós. 46% nemenda styðja nú mód- erata. Kommúnistar hafa misst mesti fylgi. Fyrir fjórum árum fylgdi þeim um 20% að máli en nú aðeins 5%. Unga fólkið virðist lað- ast meir að hugmyndum einstakl- ingshyggjunnar en áður — trúa meira á einstaklinginn og framtak hans en lausnir heildarinnar þeg- ar um er að ræða að leggja grundvöllinn að bættum kjörum og velfarnaði í framtíðinni. Ungl- ingarnir nú eru að þessu leyti lík- ari ungu kynslóinni á sjötta ára- tugnum, segir framkvæmdastjóri „Það er hrein og bein hindrun á upplýsingastreymi til neytenda að banna auglýsingar í sjónvarpi," segir hann, og boðar nýja sjón- varpsrás (þá þriðju) sem ekki á að vera ríkisrekin og algerlega fjár- mögnuð með auglýsingum. „Það er ekkert sem bendir til þess að menn truflist á geðsmunum við það að horfa á sjónvarpsauglýs- ingar,“ segir hann og vitnar í það að um 125 önnur lönd leyfi þær. Hann líkir frelsi í sjónvarps- sendingum við prentfrelsi og tján- ingarfrelsi yfirleitt og vill láta einstaklinginn sjálfan fá að ráða á þessu sviði sem og á mörgum öðr- um. Allt lítur út fyrir það að spurningin um frelsi einstaklings- ins og forsjá ríkisins verði eitt aðaltemað í komandi kosningu hér. Pétur Pétursson er tréttamaður Mbl. i Lundi Svíþjóð. Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi: Mótmælir framkomn- um hugmyndum um virðisaukaskatt FÉLAGSRÁÐ nýstofnaðs Félags kúabænda á Suðurlandi kom á fimmtudag saman til síns fyrsta fundar eftir stofnfund félagsins. Rætt var og ályktað um ýmis hagsmunamál bænda. Meðal annars var mótmælt framkomn- um hugmyndum um virðisauka- skatt, þar sem hann leiddi til hækkunar verðlags landbúnað- arvara og minni sölu. Guðmundur Lárusson á Stekkum II sagði í samtali við Mbl. að rætt hefði verið um þá mismunun sem mjólkuriðnaður- inn byggi við miðað við aðra drykkjarvöruframleiðslu. Færu þeir fram á að áhrif söluskatts og aðflutningsgjalda í verði mjólkur yrði endurgreitt þannig að vörurnar gætu Iækkað. Sagði hann að mjólkurvörur ættu í harðri samkeppni við aðrar drykkjarvörur þar sem ekki þyrfti að greiða þessi gjöld af vélum. Nefndi hann sem dæmi að greidd væru öll gjöld af vél- um til nýju mjólkurstöðvarinn- ar í Reykjavík en ef framleiða ætti ávaxtasafa með þeim væru þær undanþegnar gjaldtöku. Þá var einnig fjallað um heyskaparmál á Suðurlandi sem menn höfðu miklar áhyggjur af að sögn Guðmundar. Sagði hann að samþykkt hefði verið að skora á Framleiðsluráð að því fé sem tekið hefði verið af kúa- bændum með verðskerðingu á mjólk í fyrra, sem nam um 11 milljónum kr. á öllu Iandinu, yrði varið til að styrkja bændur til að bæta heyskapinn, m.a. með votheysverkun, súgþurrkun og fleiru. Miklir sinubrun- ar í Flóanum Sclfossi 31. mare. MIKLIK sinubrunar voru hér austur í Flóa nú um helgina. Stórir flákar mýra og móa voru sviðnir eftir bruna og reykjarmekkir stigu til lofts. Svip- aða sjón mátti sjá austan Þjórsár, þar brenndu menn sinu enda hægt um vik því jörð er mjög þurr. Eftir aö rökkva tók glampaöi á eldana sem lýstu upp reykjarmekk- ina svo úr fjarlægð líktist þetta jarðeldum eins og þeir gerast á Kröflusvæðinu. En sinubrunar minna á vorið og brunaþefurinn er hluti þeirra hugs- anatengsla sem vorkoman myndar. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.