Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 62

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 „ þettsa er þér aS kcnna •' þú leyf&ir honum qc5 hoir-fo dt l,,/)st(arbat<’nn.,, HÖGNI HREKKVISI BréfriUri segir að heimilisstörfin eigi ekki við karlmenn enda séu þeir ekki skapaðir til að vinna slík störf. Heimilisstörfin ekki Margrét skrifar: Kæri Velvakandi. Mikið varð ég glöð þegar ég las Velvakanda sunnudaginn 24. mars. Ég er svo sammála honum Þorsteini sem þar skrifar. Þar er maður að minu skapi, viðsýnn og með skoðanir. Það er nóg komið af þessu Kvennalista-kvenréttindakjaft- æði. Þetta er hreint og beint ekkert annað en frekja í þessum manneskjum. Hvað vilja þær eiginlega, útslitna eiginmenn sem líður hreinlega illa ef þeir þurfa aö vera í einhverju heimil- isstússi. Það á bara ekki við karlmenn. Þeir eru ekki skapaðir fyrir svona lagað. Ef við tökum t.d. ryksugu og gólfskrúbb. Þetta eru áhöld sem eru eins og framlenging af konu- hendi, fínleg og létt, alveg eins og konan. ímyndið ykkur grófa karlmannshandleggi og ryksugu. Það passar bara ekki og svona er með fleiri tæki heimilisins. Það er hægt að telja upp endalaust. Þessar manneskjur eru með endalausar kröfur, er annars til of mikilis mælst að menn fái ör- litla hvíld þegar þeir koma þreyttir heim úr vinnuni? Eiga þeir að hlusta á raus i krökkum og konu, menn sem eru fyrir- vinnur. Mér er spurn? (Ég er nú stundum líka þreytt þegar ég kem heim úr minni vinnu, en það er nú annað. Konur eru öðruvísi skapaðar. Þær þola meira álag en maðurinn). Éða af hverju er talað um móðureyra en ekki t.d. föður? Það er auðvitað vegna þess að konur þola barnagrát og krakkanöldur betur en karlar. Það er nú bara svona. Svo er nú þetta með þessar konur á vinnumarkaðinum. Éru ekki flestar konur að vinna sér til dundurs? Það eru breyttir fyrir karla tímar. Allar þessar vélar á heim- ilum nú til dags. Að vísu þurfum við, maðurinn minn og ég, á kaupi okkar beggja að halda til þess að endar nái saman. Én það er nú bara þannig nú til dags að það gengur ekki öðruvisi. En ekki fer ég að láta manninn minn gjalda þess þó ég þurfi að vinna úti líka. Ekki er það hon- um að kenna hvernig komið er í efnahagsmálum þjóðarinnar. Og ég trúi því ekki sem þessar kerl- ingar eru að segja að óstjórnin sé körlum að kenna. Við eigum að vísu enga kvenbankastjóra og fáar konur á þingi, enga konu sem bæjarstjóra og lítið af for- stjórum og framkvæmdastjórum kvenkyns. En þannig hefur þetta nú alltaf verið. Á að fara að breyta því? Nei, ég segi eins og Þorsteinn. Það þarf að fara að taka þessar kellur í gegn. Ann- ars eru þær vísar til að vaða um allt og hver á þá að elda? Leiðinlegt stef 1762-7601 hringdi: Nýja stefið sem nú glymur í eyrum útvarpshlustenda (rásar 1) á milli tilkynninga er alveg með ólíkindum leiðinlegt. Er ekki hægt að leika eitthvað sem hljómar betur? Þær eru margar brúðurnar sem hefðu gott af dálítilli upplyftingu. lengi með þeim og komnir vel vil ég þakka ungu skólanemend- inn í atburðarásina. unum sem stóðu sig svo vel. Dallas á skjáinn Héðinn hringdi: Mikið vildi ég að farið væri að sýna Dallas aftur í sjónvarpinu. Það er ekkert efni í sjónvarpinu sem jafnast á við Dallas og auk þess finnst mér rangt að hætta að sýna þættina í miðju kafi, þegar menn eru búnir að fylgjast Góður þáttur Kona í Kópavogi hringdi: Velvakandi góður. Mig langar til að þakka henni Sigrúnu Stefánsdóttur frétta- manni fyrir ágætan þátt um æskulýðsmál í sjónvarpi 26. mars sl. og jafnframt vil ég þakka öllum þeim sem fram komu í þættinum. Sérstaklega Gerir við brúður Nokkuð hefur verið spurt að því í dálkum Velvakanda hvort að það sé einhver sem geri við brúður. Maður hafði samband við Vel- vakanda og kvaðst dunda við slíkt. Hægt er að ná í hann i síma 25312 eftir klukkan átta á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.