Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Skákeinvígi Margeirs og Shvidlers: Aðalritari FIDE reynir að ná sáttum „ÞAÐ er að komast einhver hreyfing á þetta mál. Aðalritari FIDE hefur ákveðið að ganga ( það og reyna að finna lausn á því. Ennfremur hefur Helme, svaeðisforseti FIDE, varpað fram þeirri hugmynd að svæðisráðið kosti ferð Margeirs til fsrael að einhverju eða öllu leyti,“ sagði I»orsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands, í samtali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins hefur sprottið upp misklíð vegna ákvörðunar Helme, svæðisfor- seta FIDE, þess efnis, að einvígi Margeirs Péturssonar og ísra- elska skákmannsins Shvidlers um rétt til þátttöku á milli- svæðamóti FIDE fari fram í Ísrael og Skáksamband íslands beri kostnaðinn af för Margeirs fangað. Norðurlöndin eru ásamt srael og nokkrum Mið-Evrópu- löndum innan ákveðinnar svæð- isstjórnar FIDE. Einvíginu átti að vera lokið í lok marz, en enn Langeygir eftir sjálf- virka símanum „VIÐ erum orðin langeyg eftir sjálfvirka símanum hér í sveit- inni. Fyrst átti hann að komast í gagnið sl. haust, en svo frest- aðist það æ ofan í æ og enn bólar ekkert á honum,“ sagði Bjarni Pétursson, bóndi á Herj- ólfsstöðum í Alftavershrepp, Vestur-Skaftafellssýslu í sam- tali við blm. Mbl. Álftavershreppur og Skaft- ártunguhreppur eru enn án sjálfvirks síma, en til stóð að sveitirnar væru komnar með sjálfvirkan síma sl. haust. Sagði Bjarni að fyrst hefði verið sagt að það frestaðist fram til jóla að síminn kæmi. Síðan hefði verið frestað á nýjan leik fram til páska. Nú síðast sagðist Bjarni hafa heyrt að síminn kæmi ekki fyrr en í júní eða júlí og þætti íbúum sveitanna nú orðið nóg um hversu mjög þetta dræg- ist. „Við fáum engin skýr svör, þegar við spyrjum um ástæð- ur þess að þetta dregst svona,“ sagði Bjarni jafn- framt. er svigrúm til miðs aprílmánað- ar. Náist sættir ekki fyrir þann tíma, fer hvorugur þeirra á millisvæðamótið. Þorsteinn Þorsteinsson sagð- ist binda vonir við það, að aðal- ritari FIDE, Lim Kok Ánn, næði einhverjum árangri í málaleitan sinni. Skáksambandið hefði lagt til, að einvígið færi fram í hlut- lausu landi, Hollandi eða Þýzka- landi til dæmis. Það væri ekki bara kostnaðurinn við að senda Margeir ásamt aðstoðarmanni til ísrael, sem yxi þeim í augum, heldur hvernig að ákvörðun um mótsstað hefði verið staðið af hálfu Helme. Hann virtist hafa lofað Israelum einvíginu án þess að ræða það við aðra aðila máls- ins. Margeir Pétursson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að fyrir sitt leyti hefði hann ekkert á móti ísrael sem mótsstað. Hann styddi hins vegar Skák- sambandið í því, að hnekkja þessari valdníðslu Helme. Hann væri orðinn þreyttur á þessari löngu bið og vonaði að svo hrap- allega færi ekki í þessu máli, að hann yrði dæmdur frá einvíginu. Bervfloirslysið: Nótin fundin — Beðið fær- is að hægt verði að kafa ENN hefur leitin að mönnunum í áhöfn vélbátsins Bervíkur frá Olafsvík ekki borið árangur, en áhöfn Auðbjargar frá Olafsvík fann nót bátsins uppúr hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum Em- anúels Ragnarssonar formanns Björgunarsveitar Ólafsvíkur var ekki meira hægt að gera vegna veðurs. Fjörur eru gengnar reglulega og varðskip bíður úti fyrir með kafara um borð, sem bíða færis að hægt verði að kafa niður að þeirri þúst á 24 metra dýpi, sem talin er vera bátsflakið. Síðdegis í gær var enn all- hvass vindur fyrir vestan, og var heldur að bæta í. Tveir bátar fóru út frá Ólafsvík til að að- stoða við undirbúning á köfun, en aðstæður leyfðu ekki að kafað Hjúkrunarfræðingar vilja ráða sig í hálft starf: Segjast fá helmingi hærri laun með aukavöktum „EF VIÐ fáum enga leiðréttingu á kjörum þá ráðum við okkur ekki á sjúkrahúsin nema í hálfa vinnu,“ sögðu þær Jóna Dóra Kristinsdóttir, Guð- rún Ólöf Jónsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir, sem allar útskrifast frá Hjúkrunarskóla íslands í vor. Skömmu fyrir jól birtist auglýs- ing i dagblöðunum frá hjúkrunar- fræðinemum við Háskóla íslands, þar sem þær óskuðu eftir vinnu og tíunduðu menntun sína. Voru hjúkrunarfræðingarnir tilvonandi óánægðir með kjörin sem bjóðast á sjúkrahúsum landsins og skömmu eftir áramótin gengu nemendur Hjúkrunarskólans til liðs við háskólanemana. Kröfur hjúkrunarfræðinganna eru fjögurra launaflokka hækkun og að greiddar verði 15 stundir á mánuði, sem nýtast myndu til fag- legra verkefna ýmiss konar. „Byrjunarlaun hjúkrunarfræð- inga eru nú rúmar 20 þúsund krónur á mánuði fyrir 100% vinnu, en fyrir 50% vinnu eru mánaðarlaunin rúmar 10 þúsund krónur. Ef einhver ræður sig í 50% vinnu og tekur kannski 10 aukavaktir á mánuði, þá eru laun- in komin upp i 29 þúsund krónur á mánuði," sögðu þær Jóna Dóra, Guðrún Ólöf og Ingibjörg. „Þannig þarf vinnuveitandinn i raun að greiða helmingi hærri laun til þeirra sem eru i 50% vinnu en hinna sem eru þó augljóslega traustari vinnukraftar, því hjúkr- un verður auðvitað markvissari ef viðvistartími hjúkrunarfræðinga er í föstum skorðum." Þær stöllur sögðu, að auðvitað væru þær að notfæra sér að nú væri mikill skortur á hjúkrunar- fræðingum. „Þessi skortur er til kominn vegna þess hve launin eru Fékk ekki þau völd sem forstjóri á að hafa Hjörtur Pálsson um starf sitt við Norðurlandahúsiö í Færeyjum Þórehörn í Færeyjura, 1. nprfl. Frá Asdini Haraldadóttar, búóamanni Morjfunblaós- HJÖRTUR Pálsson fráfarandi for- stjóri Norðurlandahússins í Fær- eyjum hélt í dag fund með blaða- mönnum þar sem hann lagði fram fréttatilkynningu. í tilkynningunni gerir hann grein fyrir samskiptum sínum við stjórnina og svarar einn- ig þeim ásökunum sem komu fram í tilkynningu hennar sl. miðviku- dag. Hjörtur sagði m.a. að ósam- komulag hafi verið milli hans annars vegar og hins vegar formanns stjórnarinnar, Jan Stjernstedt, varaformannsins Danjals P. Daneilssen og fráfar- andi forstjóra Norðurlandahúss- ins, Steen Cold, en hann varð stjórnarmeðlimur stuttu eftir að hann hætti sem forstjóri. Einnig hafi hann átt erfitt með að starfa með Asu Justinussen sem var áður fulltrúi forstjóra, en var gerð að varaforstjóra þegar Hjörtur tók við. Hann sagðist hafa gert stjórninni viðvart strax í nóvember um að sam- starf í húsinu gengi ekki sem best. Einnig kvartaði hann und- an því að reglur sem settar höfðu verið um hverjir ættu að hafa umsjón með ýmiss konar tæknivinnu í húsinu, væru mjög þungar í vöfum og erfitt að vinna eftir þeim. Hann hafi komið fram með tillögur til úr- bóta, t.d. lagt til að fá að nota húsvörðinn meira þar sem hann hefði hæfileika tii þess konar vinnu, en þessar tillögur hafi engar undirtektir fengið hjá stjórninni. Hjörtur sagði að hendur hans hafi verið mjög bundnar og að hann hafi ekki haft þau völd sem hann taldi að forstjóri Norðurlandahússins ætti að hafa. í fréttatilkynningu stjórnar hússins var Hjörtur einnig ásak- aður um að hafa ekki lagt fram áætlun um starfsemi í húsinu fyrir 1985. Hjörtur sagðist ekki skilja hvers vegna hann væri ás- akaður um þetta, þar sem hann hafi lagt fram bráðabirgða- áætlun á stjórnarfundi í febrúar sl. Hann sagðist hafa reynt að finna áætlanir frá stjórnartíð Steen Cold, en það hefði ekki tekist. Hins vegar heyrði hann Steen Cold leggja fram áætlanir munnlega á stjórnarfundi sem Hjörtur Pálsson haldinn var áður en hann hætti f september sl. Honum fyndist þvf undarlegt að Steen Cold gæti gagnrýnt þetta. Hjörtur Pálsson yfirgaf Norðurlandahúsið sl. föstudag. Hann hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvenær hann snýr aftur heim til íslands. lág og það er fáránlegt að það skuli vera hentugra að ráða sig í 50% vinnu og taka síðan auka- vaktir. Það hlýtur að vera sjúkra- húsunum í hag að hafa fastar manneskjur á hverri deild, en þurfa ekki að hóa í starfskrafta af öðrum deildum til að hlaupa í skörðin, starfskrafta sem þekkja ekki til deildarinnar. Nú standa mörg rúm auð á sjúkrahúsunum vegna skorts á hjúkrunarfræðing- um og það kemur dálítið spánskt fyrir sjónir ef það telst hentugra að nýta ekki rúmin í stað þess að hækka laun okkar, fyrir utan það að þjónusta við sjúklinga er auð- vitað í Iágmarki þegar þeir fá ekki inni vegna skortsins. Nú vantar 60 hjúkrunarfræðinga á Borgarspít- ala, Landsspítala og Landakot, en um 70 útskrifast í vor frá Hjúkr- unarskólanum og Háskólanum. Okkur finnst því að kröfur okkar séu ekki nema réttmætar, því ef gengið verður að þeim, hækkum við í launum um rúmar 6 þúsund krónur, miðað við 100% starf.“ Að sögn þremenninganna styðja Starfandi hjúkrunarfræðingar baráttu þeirra og komið hefur til tals á sjúkrahúsum, að verði ekki gengið að kröfunum muni allir hjúkrunarfræðingar, sem eru i 80—100% starfi, segja upp og endurráða sig í 50% vinnu, líkt og nemarnir hyggjast gera. „Engin okkar 70, sem útskrifast í vor hef- ur ráðið sig til starfa enn og sam- staðan er því mikil.“ Þær Jóna Dóra, Guðrún Ólöf og Ingibjörg sögðust þess fullvissar, að nóg væri af menntuðum hjúkr- unarfræðingum, en þær skiluðu sér ekki til starfa eftir nám vegna lélegra kjara. Hjúkrunarfræð- ingar væru „kvennastétt" og því væri alltaf eitthvað um að konur heltust úr lestinni vegna fjöl- skyldustofnunar, en þær tryðu því að mun fieiri kæmu til starfa ef af leiðréttingu á kjörum yrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.