Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Mjólkurneysla - allra meina bót? — eftir Ara Jóhannesson Tilefni þessa pistils eru auglýs- ingar í Mbl. og DV undanfarna daga, þar sem sn. mjólkurdags- nefnd hvetur íslensku þjóöina til stóraukinnar mjólkurneyslu. Þetta sé ekki síst nauðsynlegt til þess að koma í veg fyrir beinþynn- ingu, er stafi af kalkskorti („kalkskortur veldur beinþynn- ingu, sem getur haft alvarlegar af- leiðingar í för með sér“). Jafn- framt er fullyrt að koma megi í veg fyrir kvilla þennan með dag- legri neyslu sn. RDS (ráðlagðs dagskammts) mjólkur frá blautu barnsbeini. Auglýsingarnar bera reyndar yfirskriftina „staðreynda- auglýsingar", væntanlega til þess að lesendur missi örugglega ekki sjónar á sannleikanum í því blekk- ingamoldviðri sem venjulega er þyrlað upp í auglýsingadálkum dagblaðanna. Að lestrinum loknum sýnist UNDANÚRSLIT IslandsmóLsins í sveitakeppni í bridge fór fram um belgina. Spilað var í fjórum 6 sveita riðlum, einum á Akureyri og þremur í Reykjavík. Bftirtaldar sveitir unnu sér rétt til þátttöku í 8 sveita úrslitum: Úrvals, Þórarins Sigþórssonar, Guðbrands Sigurbergssonar, Sigurjóns Tryggva- sonar, Jóns Hjaltasonar, Olafs Lár- ussonar, Stefáns Pálssonar og Jóns Baldurssonar. mér þó, að þrátt fyrir margan góð- an fróleiksdropann (sbr. Mbl. 24. mars, bls. 85) sé óvefengjanlegasta staðreyndin samt sú að hér sé ver- ið að auglýsa mjólk! Nú hef ég reyndar ekkert við hóflega mjólkurdrykkju að at- huga, en sem lækni, er fæst reglu- lega við sjúklinga, sem þjást af afleiðingum beinþynningar, varð mér á að hnjóta um nokkrar „staðreyndir" í áðurnefndum aug- lýsingum. Því tel ég rétt að benda lesendum Mbl. á, að orsakir bein- þynningar eru e.t.v. ekki eins ein- faidar og mjólkurdagsnefnd vill vera láta, og að óvættur þessi verði vart að velli lögð með hjálp Búkollu einnar saman. Slíkt gerist því miður sjaldnast nema í þjóð- sögum og ævintýrum. Orðið beinþynning er hér vænt- anlega notað um torþýðanlegt al- þjóðlegt fræðiorð „osteoporosis". Um er að ræða rýrnun beina, þar sem kalksölt þau og bandvefur, sem eru uppistaðan í beinum, eyð- Sjö af þessum sveitum spila að staðaldri hjá Bridgefélagi Reykja- víkur, en sveit Sigurjóns Tryggva- sonar er skipuð spilurum úr Reykjavík og Kópavogi þannig að engin sveit utan af landi spilar í úrslitakeppninni að þessu sinni. Úrslitakeppnin fer fram að Hót- el Loftleiðum um páska og bæna- daga. Nánar verður sagt frá undan- keppninni í bridgeþætti. ast jöfnum höndum. Af þessu leið- ir að bein missa bæði sveigjan- leika og styrk. Hættan á beinbrot- um eykst því verulega og þarf þá oft óverulegan áverka til. Algeng- ustu brotstaðir eru framhand- leggsbein ofan úlnliðs, lærleggs- háls og hryggsúla (samanfalls- og fleygbrot á hryggjarliðum). Marg- ir telja að a.m.k. tvö af hverjum þremur slíkra brota eftir miðjan aldur megi rekja beint eða óbeint til beinþynningar. Hér er því augljóslega um að ræða sjúkdóm, sem veldur miklu heilsu- og fjár- hagstjóni. Orsakir þessa sjúkdóms eru ekki með öllu ljósar. í flestum ein- staklingum tekur reyndar nokk- urrar beinrýrnunar að gæta skömmu eftir að hámarksstyrk- leika er náð, á fertugsaldri. Það er þó staðreynd að brot af völdum þessa eru miklum mun algengari í konum en körlum. Stafar það m.a. af því að meðal kvenna eykst bein- þynning verulega í allt að áratug eftir tíðahvörf. Ljóst er að kyn- hormónar kvenna hafa verndandi áhrif á beinvef, en enn er lítið vit- að um eðli þeirra áhrifa. Það er hins vegar staðreynd, að enda þótt konum sé almennt hættara við beinþynningu en körlum, er langt frá því að þær rói allar á sama báti í þeim efnum. Því hafa rann- sóknir m.a. beinst að því að finna það, sem einkennir þær konur, er verða einkum fyrir barðinu á bein- þynningu. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós nokkra áhættuþætti sem taldir eru auka verulega líkur á alvarlegri beinþynningu. Þar má nefna smáan og grannan líkams- vöxt, ættarsögu um beinþynningu, snemmbær tíðahvörf, (m.a. af völdum skurðaðgerða á eggja- stokkum), ónóga kalkneyslu, Undankeppni íslandsmótsins í bridge: Ryíkursveitirnar ein- oka úrslitakeppnina Ari Jóhannesson „Ég tel hins vegar frá- leitt að ætla að hægt sé að útrýma beinþynningu með ríkulegri kalk- neyslu einni saman eins og mjólkurdagsnefnd virðist álíta. Margþátta sjúkdómum verður seint útrýmt með brott- námi eins orsakavalds of mörgum.“ hreyfingarleysi, reykingar og ofneyslu áfengis. Þegar beinrýrnun er orðin slík, að brot verða við óverulegan áverka, er meðferð þröngur stakk- ur skorinn, því illgerlegt hefur reynst að auka við styrkleika beina á því stigi. Þess vegna verð- ur að treysta því að í framtíðinni megi ná betri árangri með fyrir- byggjandi aðgerðum, er beinast að greiningu og meðferð áhættuþátta þ.á m. þeirra er að ofan greinir. Þar verður gildi nægrar kalk- neyslu seint ofmetið (rétt er að benda á að þeir sem ekki vilja eða þola mjólk geta fullnægt kalkþörf sinni með kalktöflum). Ég tel hins vegar fráleitt að ætla að hægt sé að útrýma beinþynningu með ríkulegri kalkneyslu einni saman eins og mjólkurdagsnefnd virðist álíta. Margþátta sjúkdómum verð- ur seint útrýmt með brottnámi eins orsakavalds af mörgum. Eng- an hef ég t.d. heyrt halda því fram að útrýma megi alveg kransæðasj- úkdómum með minnkaðri neyslu kólesteróls og mettaðrar fitu, svo dæmi sé nefnt. í þessu sambandi er athyglis- vert að nýleg könnun hér á landi benti til þess að islenskar konur neyttu mun meira kalks en kyn- systur þeirra í nágrannalöndum okkar. Því miður virðist þó sem tíðni brota af völdum beinþynn- ingar sé síst minni hér á landi en í nálægum löndum. Að framangreindu vænti ég að ljóst sé að beinþynning er torskil- inn sjúkdómur og vandmeðfarinn. Sennilega er þó hægt að minnka sjúkdómslíkur verulega með fyrir- byggjandi aðgerðum. Þar ber að leggja megináherslu á næga kalkneyslu, reglubundnar líkams- æfingar, tóbaksbindindi og í völd- um tilvikum fyrirbyggjandi lyfja- meðferð þ.á m. hormónagjöf. Að loknum þessum aðfinnslum tel ég þó rétt að færa mjólkur- dagsnefnd þakkir fyrir að vekja athygli á sjúkdómi sem veldur meira heilsu- og fjárhagstjóni en flestir aðrir kvillar, en hefur til þessa verið sýnt meira afskipta- leysi en góðu hófi gegnir. Ari Jóhannesson er yfírlæknir Lyí- lækningadeildar Sjúkrahúss Akra- ness. „Elsku barn“ — Mál og menning gefur út nýja barnasögu eftir Andrés Indriðason Út er komin hjá Máli og menn- ingu ný barnasaga eftir Andrés Indrióason sem nefnist Elsku barn! Hún er skreytt fjölda mynda eftir listamanninn Brian Pilkington. Sagan gerist á einu sumri í Reykjavík og segir frá ólafíu sem er sjö ára. Eftir talsverða eftir- gangsmuni — af því pabbi og mamma eru afskaplega önnum kafin — fær hún að fara í sirkus þar sem hún kynnist trúðnum Tobba. Og verður alveg heilluð af honum. Sá kunningsskapur verður til þess að Tobbi kemur í huga stelpunnar hvenær sem hún hefur þörf fyrir hann, og í þykjustunni eiga þau saman ótal skemmtileg ævintýri, segir í kynningu forlags- ins. Þetta er sjötta bókin sem And- rés skrifar handa börnum og ungl- ingum, en auk þess hefur hann skrifað skáldsögu handa fullorðn- um og leikrit handa fólki á öllum aldri, fyrir svið, útvarp og sjón- varp. Unglingasögur hans hafa orðið vinsælar og er þess skemmst að minnast að bók hans Töff týpa á fostu varð ein af söluhæstu bókum fyrir síðustu jól. Andrés Indriðason Elsku barn! kemur út á óvenju- legum árstíma og er það liður í tilraunum útgefanda til að dreifa bókaútgáfunni meira. Elsku barn! er 118 blaðsíður, unnin að öllu leyti í prentsmiðj- unni Hólum hf. Kápumynd gerði Brian Pilkington. Snjómokstur í janúar og febrúar: Kostaði 72 minna í ár Veturinn sem nú er að líða hefur verið með eindemum snjóléttur um allt land og hefur það haft sín áhrif á ástand vega á landinu og kostnað við snjómokstur. Að því er Hjörleif- ur Ólafsson, vegaeftirlitsmaður hjá Vegaeftirliti ríkisins, tjáði Mbl. var kostnaður við snjómokstur á öllu landinu í janúar og febrúar í fyrra 98 millón krónur, en á sama tíma í ár nam hann aðeins 26 milljónum króna, reiknað á sama verðlagi. Munar því 72 milljónum milli ára á milljónum en í fyrra kostnaði við snjómokstur þessa tvo mánuði. „Veturinn í fyrra var hins vegar afar snjóþungur á vestanverðu landinu, þannig að kostnaður við snjómokstur á landinu árið 1984 var svipaður og árið 1983,“ sagði Hjörleifur. Hann kvað ástand vega vera þannig nú, að fært væri sem næst um allt land og engin stór áföll, s.s. flóð og skriður, hefðu hamlað umferð um vegi landsins í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.