Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 þau kvnni og traust vinátta æ síð- an. Arum saman töluðum við reglulega saman um sameiginleg áhugamál og landsins gagn og nauðsynjar. Oftar en ekki vorum við sammála um hlutina, en ágreiningur, þá sjaldan hann var til staðar, jók bara ánægjuna af þessum samræðum. Hið sama gilti um tíðar og gagnkvæmar heim- sóknir fjölskyldna okkar. Fyrir þessi samskipti kann ég Jóni og hans elskulegu og samhentu konu, Eyrúnu Guðmundsdóttur, innileg- ustu þakkir. Árum og áratugum saman átti Jóhannes Kjarval sér annað heim- ili hjá þeim hjónum og var þar alltaf tíður gestur. Á sumrum not- aði hann að auki íþróttasalinn við Lindargötuna sem vinnustofu og til sýningahalds; þar urðu til sum af hans beztu verkum. Reykvík- ingar standa líka í þakkarskuld við þau hjón fyrir höfðinglega gjöf málverka eftir Kjarval. Ég tjái Eyrúnu, syni þeirra Guðmundi og öðrum vandamönn- um Jóns og vinum samúð mína. Megi minningin um góðan mann l'^a- Alfreð Guðmundsson Mér þykja öll orð vera fátækleg, þegar minnast þarf góðs drengs fyrir mikið starf og góða viðkynn- ingu. Nú er Jón Þorsteinsson er allur koma í huga minn minningar ár- anna, þegar ég iðkaði fimleika undir hans stjórn. Ég minnist karla- og kvenna- flokka Ármanns úti á Lingiaden- mótinu í Stokkhólmi þar sem 37 þjóðir kepptu. — Stokkhólmsblöð- in hældu Jóni Þorsteinssyni og flokkum hans fyrir góða fimleika, sérstaklega vöktu Ármannsstúlk- urnar athygli. Og Jón Þorsteins- son fór víðar um lönd með fim- leikaflokka sína við góðan orðstír. Ég sakna góðs manns, sem átti stóran þátt í uppbyggingu ís- lenskrar íþróttamenningar. Það ber einnig að þakka konu Jóns, Eyrúnu Guðmundsdóttur, fyrir góða viðkynningu og sérlega gott viðmót þegar við strákarnir vorum að ólátast í íþróttahúsi þeirra hjóna. Ég votta aðstandendum Jóns alla mína samúð og hluttekningu. Kinar V. Bjarnason Mætan mann og dreng góðan kveðjum við hinstu kveðju í dag, en minningar og samverustundir með honum munu aldrei gleymast. Ég átti þess kost að kynnast þess- um drengskaparmanni haustið 1939. í næstu átta ár naut ég hans frábæru kennslu í fimleikum og líkamsræktar i Glímufélaginu Ármanni, þar sem hann var aðal- kennari félagsins í fimleikum og íslenskri glimu, frá 1924 til 1947. Jón Þorsteinsson var strangur kennari sem kaus að sjá árangur starfa sinna. Göfuglyndi og frá- bær kennsla einkenndu starf hans, svo virðing fyrir honum og árang- ur nemenda hans lét ekki á sér standa. Jón Þorsteinsson fæddist 3. júlí árið 1898 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, Mýrasyslu. Nám stundaði hann í Alþýðuskólanum á Hvítárbakka 1916—1918, þar sem lífsstarf hans mun hafa mótast. Hann fór síðan í Samvinnuskólann 1919—1920, er undirbjó hann til frekara náms í íþróttafræðum erlendis. Hann fór til Danmerkur árið 1922 þar sem hann stundaði nám í Gymnastik- hojskole í Ollerup í 1 ár, tók síðan námskeið í Tunsby í Finnlandi 1923 og sama ár í Mullers Institut í Kaupmannahöfn. Hugur hans stefndi enn sem fyrr til frekara náms og 1924 fór hann þá til Nor- egs í Lýðháskólann í Voss þar sem hann einkum lagði stund á nám í æfingum er koma mætti að gagni til að ráða bót á hryggskekkju þar sem hann aðallega kynnti sér að- ferð prófessors Rudolfs Klapp er frægur var á sínum tíma fyrir kenningar sínar á sviði sjúkra- þjálfunar. 1924 er heim kom stofnaði hann sinn eigin íþróttaskóla, réðst síðar í stórvirki með byggingu veglegs íþróttahúss á Lindargötu 7, Reykjavík. Þess má geta að Jón öðlaðist takmarkað lækningaleyfi vegna þekkingar sinnar á sjúkra- og endurhæfingarleikfimi. Það er óhætt að fullyrða að þús- undir ungmenna og fullorðinna munu minnast ánægjulegra stunda í íþróttahúsi Jóns Þor- steinssonar og hins göfuglynda eiganda þess. Jón var sæmdur gullmerki íþróttasambands íslands 1948 og heiðursfélagi var hann í Glímufé- laginu Ármanni og einnig í íþróttakennarafélagi íslands. Nokkur rit eru eftir hann um áhugamál hans, vaxtarrækt o.fl. Rit hans um íslensku glímuna var þýtt á norsku, dönsku og þýsku. Ég minnist þess er ég heimsótti Jón heitinn síðast á Borgarspítal- ann að yfir honum ríkti hinn sanni íþróttaandi, enda umræðu- efni aðaliega íþróttir og íþrótta- ferðalög, innanlands og utan. Jón Þorsteinsson kvongaðist eftirlifandi konu sinni 8. nóvem- ber 1924, Eyrúnu Guðmundsdótt- ur, ættaðri frá Stokkseyri. Þau eignuðust einn son, Guðmund, hæstaréttardómara. Ég votta eftirlifandi eiginkonu Jóns og syni mína dýpstu samúð. Guðmundur Samúelsson Mig langar til að minnast Jóns Þorsteinssonar, íþróttakennara, örfáum orðum, er hann er til moldar borinn eftir langa ævi, starfssama og hamingjuríka. Ber mér raunar skylda til að minnast þessa dugmikla aldamótamanns, því að tengsl okkar spanna orðið langan tíma, allt frá því að við Guðmundur sonur hans hófum að læra að lesa hjá ísaki Jónssyni fyrir 54 árum. Ekki veit ég hvernig í ósköpun- um honum tókst í miðri kreppunni að byggja véglegasta íþróttahús landsins, en það hlýtur að teljast meiriháttar afrek. Hitt veit ég, að dugnaðurinn og eljusemin voru með fádæmum, en áhuginn beind- ist ekki síður að hinum fögru list- um en íþróttum og lækningum á hryggskekkju, ilsigi og annarri kröm. Við nutum mikils og góðs uppeldis strákarnir við að hlusta á klassísku plöturnar hans og vafa- laust hefur málverkasafnið hans haft sín áhrif á manns estetísku tilfinnigu, þó að slíkt sé erfiðara að meta. Þessi fátæklegu orð ber að skilja sem þakkir til Jóns og Ey- rúnar konu hans fyrir langa og góða viðkynningu og hlýtt og gott viðmót í áratugi. Þegar slíkur dugnaðarmaður fær hvíldina eftir langvarandi heilsuleysi hlýtur eft- irsjáin að blandast þakklæti fyrir að vel var lifað á meðan lifað varð. Guðni Guðmundsson Þótt hár aldur og veikindi Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara hafi valdið því að fréttin um and- lát hans hafi eigi komið óvænt, þá snart hún samt sterka strengi saknaðar yfir því að með honum væri horfinn af sjónarsviðinu einn sérstæðasti brautryðjandi íþrótta- starfs á íslandi. Eigi verða ævistörf Jóns talin hér að öðru leyti en því að nokk- urra atriða verður getið. Jón Þorsteinsson réðst ungur í það stórvirki sem það var á þeim tíma að fara utan til Danmerkur í íþróttanám. Strax eftir heimkomu að námi loknu fór hann víðsvegar um landið og kenndi íþróttir þar til hann staðnæmdis í Reykjavík og stofnaði þar íþróttaskóla árið 1924. Síðar byggði hann með að- stoð nokkurra vina sinna glæsilegt íþróttahús við Lindargötu sem ávallt var við hann kennt. Auk reksturs íþróttaskóla síns var Jón íþróttakennari hjá ýmsum félags- samtökum og lengst af aðalkenn- ari hjá Glímufélaginu Ármanni, þar sem hann kenndi glímu og fimleika og fór oft og mörgum sinnum með flokk íþróttamanna til sýninga innanlands og utan. Þá samdi hann fjölda rita um íþróttir og hélt uppi bréfaskóla um það efni í nokkur ár. Jón Þorsteinsson var óvenju- legur maður með sem reglusemi, einbeitni og viljafestu og þá ein- stakri ljúfmennsku náði siíkum tökum á nemendum sínum að ein- stakt má telja, enda tókst honum að ná þeim árangri að fjöldi nem- enda hans urðu afburða íþrótta- menn og margir hverjir urðu góðir forystumenn í íþróttahreyfing- unni. Maklega hlaut því Jón margskonar viðurkenningar fyrir störf sín, m.a. var hann gerður að heiðursfélaga í Glímufélaginu Ár- manni og Kennarafélagi Islands og árið 1976 var hann gerður að heiðursfélaga í íþróttasambandi íslands. Jón Þorsteinsson er nú horfinn, en minning hans mun lifa. Minn- ingin um manninn sem á sinn kyrrláta hátt og atferli öllu vann á löngum starfsaldri sínum að framgangi íþrótta á þessu landi. íþróttasamband fslands Jón vinur minn Þorsteinsson er látinn og langar mig til að skrifa nokkrar línur um hann sem þakk- lætisvott fyrir allt, sem hann gaf mér og gerði fyrir mig. Hann gaf mér engin veraldleg gæði, en hann veitti mér mikinn styrk og fróð- leik, sem ég mun búa að alla ævi. Mikill aldursmunur var á milli okkar eða um 50 ár, en það skipti engu máli enda Jón alltaf ungur í anda. Ég kynntist Jóni er ég gekk til hans í æfingar í nokkur ár. Fyrst var ég í hópæfingum hjá honum, en síðan í einkatímum hvern morgun í um 3 ár. Þá var margt rætt og tekið á mörgum málum. Tíðrætt var okkur um listir og stjórnmál, en sérstaklega minnist ég þess, að oftar en einu sinni átt- um við fræðilegar samræður um, hvort ekki væri möguleiki að bora eftir olíu á æskustöðvum hans. Það leið varla sá dagur, að ekki kæmi ég heim andlega og líkam- lega hressari en ég var deginum áður. Þessi ár, sem ég var hjá Jóni, voru um margt tímamótaár hjá honum. Hann var hægt og rólega að láta íþróttahúsið sitt frá sér og um leið heimilið sitt. Þetta voru erfiðir tímar en öllu tók hann með mikilli ró eins og síðar veikindum sínum. Það var erfitt að horfa upp á, hvernig íþróttamaðurinn varð að láta undan, hann sem hafði gef- ið svo mörgum heilsu, en þeir hin- ir sömu gátu engum vörnum við- komið. Ég tek mér það leyfi að leiðar- lokum fyrir hönd hinna fjölmörgu,'* sem nutu aðstoðar Jóns, að lýsa yfir þakklæti okkar til hans og jafnframt votta ég fjölskyldu hans samúð. Sigríður Friðrikadóttir t Móöir min, tengdamóöir, amma og langamma. t Eiginkona mín, móöir og tengdamóðir. ANNA BENEDIKTSDÓTTIR, JÓNÍNA SIGURLAUG PÁLMADÓTTIR, Suöurgötu 6, Álfakeið 90, áöur til heimilis að Vesturgötu 11, lést 30. mars. Fyrir hönd aö- lést laugardaginn 30. mars. standenda. Stefán Óskarsson, Guörún og Brian Holt. Pólmi Stefánsson, Dagbjört Jakobsdóttir. Þór Stefánsson, t Eiyinkona min, móöir okkar, dóttir, tengdamóöir og amma, GUORÚN GÍSLADÓTTIR, Nesvegi 45, Reykfavík, andaöist á heimili sinu laugardagin 30. mars. Hailgrlmur Sylverlusaon, börn, tengdabörn, barnabörn, Gfsli Sveinsson. t EYJÓLFUR INGI ÁMUNDASON, skipatæknifreeöingur, Hamarsbraut 12, Hafnarfiröi, lést af slysförum þann 30. mars siðastliöinn. Jaröaförin veröur auglýst siöar. Foreldrar hina látna. t Móöir okkar. JÓNÍNA M. PÉTURSDÓTTIR, Droplaugarstööum (áöur Austurbrún 6), lést I Borgarspitaianum 31. mars sl. Fyrir hönd okkar systkinanna, Guömundur Helgason. t Útför sonar mins og fööur, MAGNÚSAR bÓRARINS MAGNÚSSONAR, Öldugötu 32, fer fram frá Fossvogskirkju i dag, þriöjudaginn 2. aprfl, kl. 15.00. Ágústlna Halldórsdóttir, Helga Magnúsdóttir. t Móöir okkar. t Móöir min og systir okkar. KRISTÍN PÁLMADÓTTIR, JÓHANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Fellsmúla 2, Hringbraut 107, fyrrum húsfreyja Hnausum, Húnavatnssýslu, lést i Landspitalanum veröur jarðsungin frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 3. april kl. 3. 31. mars. Jón Stefán Bjerkli Jónsson Börnin. og ayatkini hinnar látnu. t Eiginmaöur minn, faðir og tengdafaöir, MAGNÚSJÓNATANSSON, Miövangi 41, Hafnarfiröi, lést i Sólvangi 30. mars sl. Jóna Guöjónsdóttir, Hulda Magnúsdóttir, Hinrik V. Jónsson. t Bróöir minn, EYÞÓR KJARAN, Holtsgötu 17, Reykjavlk, andaöist mánudaginn 1. april. Sigrlöur Kjaran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.