Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 37 Fýsn til fróðleiks og skrifta — eftir Jóhann Hjaltason Á sl. hausti gaf Sögufélag ís- firðinga á ísafirði út bókina: Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna, 1. bindi, fram til ársins 1866. Skráð í tilefni 200 ára af- mælis ísafjarðarkaupstaðar 18. ágúst 1986, með fjárstuðningi bæj- arsjóðs Isafjarðar. Að mínu viti og áliti er þetta fyrsta bindi sögunn- ar í alla staði hið ágætasta, þó að trúlega mætti eitthvað smávægi- legt að því finna ef grannt væri skoðað. Hvaða sögurit skyldu það vera, forn eða ný, þar sem slíkt er ekki hægt með neikvæða gagnrýni eina í huga? Pappír og prentun bindisins er hvort tveggja mjög gott og til fyrirmyndar. Ýmsir uppdrættir eru þar auk súlurita til fróðleiks og skýringar efninu, ennfremur fjöldi mynda og margar þeirra í litum. Bókina ritar Jón Þ. Þór sagnfræðingur á hreinu, léttu og lipru máli, en slakar þó hvergi á fremstu kröfum sann- og sagn- fræði, samkvæmt tiltækum frum- heimiidum. Dálítið dæmi um rit- hátt og frásagnarstíl höfundar er eftirfarandi smákafli á bls. 211-212: „Ferðamaður, sem litið hefði yf- ir Tangann, eins og tsafjörður var oft nefndur, á sumardegi árið 1860, hefði séð fjörugt athafnalíf. Ekki er ólíklegt, að nokkur þilskip hefðu vaggað á Pollinum, nýkomin af veiðum eða rétt ófarin til veiða. Og úti á firðinum hefði ef til vill getið að líta barkarlituð segl ann- arra skipa á inn- eða útleið. Þil- skipaflotinn stækkaði með hverju árinu sem leið. Skúturnar stund- Jóhann Hjaltason „Að minni hyggju er öll- um VestfirÖingum mik- ill fengur í hinni fögru 9g fróölegu bók, Saga ísafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna.“ uðu jöfnum höndum hákarla- og þorskveiðar og ollu viðlíka bylt- ingu í útgerðarmálum á fsafirði og skuttogarnir tæpum fimm aldar- fjórðungum síðar.------ í landi var allt á ferð og flugi. Við verslanirnar var unnið af kappi við fiskverkun, og á þurr- viðrisdögum var Tanginn hvítur á milli húsanna og þó hvergi sem umhverfis verslanirnar. Þetta voru saltfiskbreiðurnar, þar sem verðmætasta útflutningsvara ís- firskra kaupmanna var breidd til þerris, sólþurkkuð, og síðan send á markað í Miðjarðarhafslöndum. Fiskireitirnir tóku miklð landrými og voru mikilvægasta athafna- svæði hverrar verslunar. Á þeim var líf og fjör allan daginn, ekki síst ef hætta var á rigningu og taka þurfti fiskinn saman og breiða yfir hann í skyndi. Við verslanirnar var ennfremur að- staða til þess að þvo fiskinn, þar voru salthús og geymsluskúrar og lifrarbræðsluhús, litlir kofar, þar sem hákarlslifrin var brædd í stórum pottum yfir hlóðum. Ókunnugum mun sjaldnast hafa geðjast lyktin af lifrarbræðslunni, en heimamenn 'settu hana ekki fyrir sig, þetta var peningalykt." Skömmu eftir árið 1930 bundust fimm ísfirðingar samtökum um að efna til svonefndrar og sameigin- legrar Vestfjarðabókar, þar sem lýsa skyldi landslagi í hverri sveit og sýslu, mannlífi og atvinnuhátt- um, einkum þeim er þá voru að falla eða fallnir í gleymsku og fyrnsku. í þessu skyni leituðu fyrrnefndir fimm-menningar til fróðra manna í öllum sveitum og sýslum Vestfjarðakjálkans, um öflun efnis í þessa fyrirhuguðu Vestfjarðabók. Undirtektir þessa máls urðu frekar strjálar og hvergi nærri fullnægjandi, að dómi forgöngumanna, nema úr einni sýslu, Barðastrandarsýslu. Taflslokin urðu þá þau, að árið 1942 kom út á forlagi ísafoldar- prentsmiðju Barðstrendingabók, í umsjá Kristjáns Jónssonar frá Garðsstöðum. Mér er þó kunnugt, að einhverjar skriflegar frásagnir um gamla verkshætti og fleira bárust ísfirðingunum úr öðrum sýslum Vestfjarða, en fáar munu þær hafa verið og líklega engin, sem fjallaði um landslag og bú- skaparskilyrði á slóðum höfund- anna. Hvar handrit þessara rit- gerða eru nú niður komin, ef til eru, veit ég ekki. Ef til vill glötuð fyrir fullt og allt? í kringum árið 1950 eða litlu síðar átti mikill fróðleiks- og áhugamaður í sagnfræði, Jóhann Gunnar Ólafsson sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði, frumkvæði að stofnun Sögufélags ísfirðinga. Árið 1956 hóf félagið útgáfu Árs- rits, er síðan hefur komið út svo til árlega í meira en aldarfjórðung og flutt feiknamikinn þjóð- og sagnfræðilegan fróðleik, sem bet- ur er geymdur en gleymdur. Nú hefst félagið handa um gerð og út- gáfu þessarar miklu og vönduðu bókar, Saga ísafjarðar og Eyrar- hrepps hins forna, sem áætlað er að verði þrjú bindi alls. Þegar hugleiddur er allur sá fjöldi manna, lærðra sem ólærðra, er skrifað hafa niður hjá sér fróð- leikskorn um eitt og annað, bæði fyrr og síðar, fer ekki hjá því, að maður minnist orða skáldsins Jóns prófessors Helgasonar í einu hans víðkunnasta kvæði, þar sem hann talar til einhvers forvera síns á fræðastóli fyrri alda, þann- ig ... „lífskjörin önnur, en fýsnin til fróðleiks og skrifta fannst okkur báðum úr dustinu huganum lyfta“. „Slítum ekki þráðinn að ofan“ mælti mikilsvirtur, þjóðkunnur, langskólagenginn fræðimaður og skáldsöguhöfundur nýlega, • í sagnfræðilegum sjónvarpsþætti um vefnað og fleira í því sam- bandi. Voru það viðvörunarorð til þjóðarinnar, að hún láti ekki alda- gamla bókmenningu sína slitna og horfalla sökum nýrrar tækni og verkmenntunar. Að minni hyggju er öllum Vest- firðingum mikill fengur í hinni fögru og fróðlegu bók, Saga ísa- fjarðar og Eyrarhrepps hins forna, og þá að sjálfsögðu ekki hvað síst þeim, sem nærkomnir eru vettvangi sögunnar vestur þar. Þótt eigi rættist fyrir hálfri öld áðurnefnd fyrirætlun ísfirðing- anna fimm um héraðs- eða lands- hlutabók, sem tæki yfir Vestfirði alla í heild og Barðstrendingar “ einir sinntu kalli þeirra á viðhlít- andi hátt, þá er það fjarri öllu lagi að aðrir Vestfirðingar þyrftu gull að gráta er þeir áttu ekki, því að síðan hafa íbúar annarra Vest- fjarðasýslna fjölmargt borið fram úr fræðasjóði. Ugglaust ber þar hæst Hornstrendingabók Þórleifs rithöfundar Bjarnasonar, sem sá dagsins ljós á prenti aðeins einu ári síðar en Barðstrendingabók, þ.e. 1943 hjá forlagi Þorsteins M. Jónssonar á Akureyri. Ennfremur má nefna fjórar Árbækur Ferðafélags íslands um Vestfirði, sem lýsa raunar einkum landslagi, fornum og nýjum vega- slóðum, en eru þó flestar ef ekki allar einnig með talsverðu ívafi atvinnuháttalýsinga og sagn- fræðilegu efni. Fyrr var hér getið um Ársrit Sögufélags Isfirðinga, sem nú hefur komið út í frekan aldarfjórðung, þar við má auka a.m.k. tveimur ársritum, sem vest- firsk átthagafélög hér í höfuð- staðnum hafa haldið úti um ára- tugaskeið, með margskonar sam- tíningi og sögnum. „Endurminningin merlar æ í mánasilfri hvað, sem var, yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar ..." Jóhann Hjaltason er fyrrverandi kennari. ÚTSALA á skíðum og vetrarfatnaði 20-50% afsláttur fram að páskum Nokkur dæmi: Nú Áður Loftpúöaskíöaskór 3.990 4.950 Dúnhúfur 599 799 Dúnlúffur 599 799 Snjósleöalúffur 935 1.245 Vatthúfur 445 595 Gönguskíöapakki meö öllu 3.375 4.500 Stretsbuxur 1.700 2.900 Nokkur dæmi: Nú Áður Gönguskíðagallar 900 1.980 Unglingaskíðaskór nr. 32—39 850 1.290 Skíöasamfestingar nr. 36—44 1.950 3.850 Dúnúlpur 3.000 3.950 Udis anorakkar 950 2.150 Barnakuldaskór 500 799 Unglingaskíöi 1.950 2.450 „Látið ekki happ úr hendi sleppa“ Póstsendum ^ hUmfliel SPORTVÖRUBÚOIN ÁRMÚLA 38 — SÍMI 83555. <<C<<<<<<<<<<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.