Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 2000 grunn- skólabörn taka þátt í stöðl- uðu þrekprófl EUROFIT er samnefni yfir staðlað þrekpróf sem nú stendur yfir í nokkrum Evrópulöndum á vegum Evrópuráósins. Hér á landi fer próf- ið fram á vegum æskulýðs- og íþróttamáladeildar menntamála- ráðuneytisins undir forystu Reynis Karlssonar. Grímur Sæmundsen, læknir, hefur unnið að þessu verk- efni í tvö ár á vegum menntamála- ráðuneytisins og setið fundi hjá íþróttaráði Evrópusambandsins vegna undirbúnings verkefnisins. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. fóru í íþróttahús Hafnar- fjarðar í vikunni þar sem verið var að mæla þrek nokkurra krakka. Grímur sagði að þúsund manna úrtak grunnskólabarna, 9—16 ára, hefði verið tekið af öllu landinu til að mæla þrek þeirra og líkams- þroska. „íþróttakennaraskólanemar frá Laugarvatni, 48 talsins, ásamt kennurum þeirra vinna að prófun- unum og fara þau um landið til þess. Prófin eru í því fólgin að annars vegar eru boðhlaup til að athuga hæfni lungna og hjarta til þess að starfa eðlilega undir álagi. Um er að ræða sex mínútna hlaup og eiga nemendur að hlaupa eins langt og þeir komast á þeim tíma. Hinsvegar eru átta mismunandi æfingar til að mæla ákveðna þætti í líkamsstarfseminni: samhæfni, vöðvaafl, vöðvaþol, vöðvasig, lík- amsstaða og mýkt,“ sagði Grímur. „Tilgangurinn er sá að hafa eitt- hvert meðalgildi yfir þessa þroskaþætti hjá börnum á þessum aldri. Þetta er gert eftir stöðluðu prófi sem lífeðlisfræðingar á veg- um Evrópuráðsins hafa sett upp og tók sjö ár að hanna. Þessi sömu próf fara einnig fram í fjölda ann- arra Evrópulanda um þessar mundir og er nú verið að prófa prófið ef svo má að orði komast. Haldin verður ráðstefna á næsta ári í Róm á vegum Evrópuráðsins þar sem þátttökuþjóðir í verkefn- inu koma saman og er þar ætlunin að bera saman niðurstöður og árangur. Eflaust koma upp ein- hver tæknvandamál í ljós eftir prófunina sem ekki sáust fyrir svo það verður að lagfæra prófið í samræmi við niðurstöður próf- unnar þeirrar sem nú fer fram. Á ráðstefnunni verður þá ákveðið nánar með framganginn hvort menn séu ánægðir með tæknilegu framkvæmdina og eins hvort próf- in prófa það sem þau eiga að prófa og hvort framhald verði á. Til dæmis eru uppi hugmyndir um að öll skólabörn verði þrekprófuð á fjögurra ára fresti. Fyrst yrði barnið prófað níu ára jamalt og síðan aftur 13 ára. Þá e" hægt að sjá hvaða framförum ba. nið hefur tekið í sínum líkamsþroska og um leið er hægt að nota niðurstöður til að bera saman þrek níu ára barna nú og níu ára barna fyrir fjórum árum. Sigurður Frosti Þórðarson Nú er að reyna að halda jafnvæginu út tímann ... Þetta var ein æfinganna á prófinu. Nefnd á vegum Evrópuráðsins sem fjallar um íþróttarannsóknir stendur að verkefninu. Hvatinn er sá að í hinum vestræna heimi er alltaf að aukast hóglífið hjá æsk- unni. Tómstundargaman æsku nú- tímans er þannig að það krefst ekki lengur líkamlegs álags, held- ur er setið fyrir framan sjónvarp- ið með kók og prins og erum við íslendingar að renna inn í þessa bylgju með myndbandaæðinu sér- staklega. Hins vegar, hér áður fyrr, fóru krakkarnir frekar í fót- bolta eða eitthvað slíkt sem krafð- ist líkamslegs álags. Mikilvægt er að fylgjast með þessu í framtíð- inni og helst að reyna að glæða áhuga æslunnar á íþróttum og lík- amlegri áreynslu," sagði Grímur. Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsvísindum við Háskóla ís- Halldóra Ólafsdóttir lands, hjálpaði við að velja skóla- úrtakið og í samráði við hann er framkvæmd félagskönnun í leið- inni. „Krakkar, 12—16 ára, eru spurð hvaða álit þau hafa á sam- bandi íþrótta og heilbrigðis — hvort íþróttir stuðli að bættu heilsufari eða ekki, hvort þau stundi íþróttir og þá hvaða íþrótt- ir og hversu oft, hvaða aðstöðu þau helst vildu fá af því sem ekki er fyrir hendi í viðkomandi byggð- arlagi. Með félagskönnuninni er hægt að bera saman viðhorf krakkanna til íþrótta og árangurs þeirra í þeim og fundið út hvaða álit þau börn hafa á íþróttum sem sýna lélegan árangur á prófunum. Einnig er athyglisvert að sjá hvernig árangur krakkar sýna þar sem aðstaða er léleg og svo öfugt," sagði Grímur að lokum. Sigurður Rútsson „JC er félagsskapur sem þjálf- ar ungt fólk upp í leiötogastöður“ — segir varaalheimsforseti JC, Sameen Isfahani frá Sri Lanka „FÉLAGSSKAPUR eins og JC hefur því hlutverki að gegna að þjálfa ungt fólk upp í betri einstaklinga og gera þá að leiðtogaefnum," sagði varaal- heimsforseti JC -samtakanna, Sameen Isfahani frá Sri Lanka, en hann var staddur hér á landi fyrir stuttu og átti þá blaðamaður Mbl. við hann viðtal. Junior Chamber-samtökin eru alþjóðleg félagasamtök fyrir kon- ur og karla á aldrinum 18 til 40 ára. Félagafjöldi er 450.000 í 75 löndum. „Hlutverk JC er aðallega þjálfun fólks til að gegna leiðtoga- stöðum. Við trúum því að fólk fæðist ekki með þennan hæfileika heldur þarf að þjálfa fólk til þess. Samtökin eru ekki beint þjón- ustu-félagsskapur eins og Lion og Rotary, þótt við gerum ýmislegt í góðgerðarskyni eins og önnur fé- lög. Við reynum að fara öðruvísi að en önnur góðgerðarfélög. T.d. ef einhverjir í heiminum eru svangir myndi JC ekki senda matarbirgð- ir, heldur myndum við frekar kenna þeim að fiska svo þeir gætu bjargað sér sjálfir. Sterkasta hlið JC er á alþjóðleg- um vetvangi. JC tekur ekki við hvaða verkefni sem er, heldur veljum við mjög vandlega áður en við ráðumst í verkið. Byrjandi í nýju fyrirtæki á það á hættu að verða rekinn ef hann gerir vitleys- ur, en í okkar samtökum er engin rekinn, heldur læra JC-meðlimir á mistökunum og gera betur næst. Verkefni þau sem JC gæti tekið fyrir eru til dæmis nemendaskipti á milli tveggja landa og lista- samkeppni milli landa. Kennarar hafa verið sendir frá vestrænum löndum til landa, þar sem mennta- kerfið er styttra á veg komið. Um- hverfisáhrif og hugsunarháttur eru mjög mismunandi frá einu landi til annars, svo við leggjum mikla áherslu á að þjóðir kynnist og umgangist. Við höfum meira að segja sent dýr á milli landa. Við sendum tvo litla fíla frá Sri Lanka til Japans á alþjóðaári barnsins, 1979. Fílum fer nú mjög fækkandi í Sri Lanka og það má ekki senda fíla út úr landinu, en við komum því fram við stjórnina að fá að senda þessa fíla til Japans. Síðan kynntum við Sri Lanka í Japan. Félagsmenn JC borga félags- gjald á hverju ári. Á íslandi er gjaldið um 2.000 krónur á ári. En félagsmenn fá miklu meira en virði þessara peninga. Toyota og Seiko eru þau fyrirtæki sem hafa stutt okkur mest gegnum árin. JC-klúbbarnir eru mismunandi eftir því hvar þeir eru staðsettir. JC á íslandi er mjög sterkur fé- lagsskapur. Ég eiginlega vissi það áður en ég kom hingað því að fé- lagsmenn á landinu eru um 1.000, en fólksfjöldi er aðeins 240.000. I mínu heimalandi, hinsvegar, er fólksfjöldinn 15 milljónir, en JC-félagar þar eru eins margir og á íslandi. Ég kom hingað til að sjá hvern- ig JC vinnur á íslandi og einnig reyni ég að hitta eins marga fé- lagsmenn og ég get. Ég vil forðast að líta stórt á mig þó að ég gegni embætti varaalheimsforseta sam- takanna og einnig vil ég að með- limir spyrji alls þess sem þeir vilja vita. Ég er ekkert mikilvæg- ur þó að ég gegni embættinu, held- ur er einstaklingurinn, JC-með- limurinn, mikilvægastur innan heildarsamtakanna. í Bandaríkjunum hófst JC- starfið sem karlmannaklúbbur og reyndar líka á íslandi. Fyrsta kon- an kom inn árið 1977. „f Sri Lanka hófst starfið fyrir karla og konur í senn. Fyrsti kvenforsætisráðherr- ann sat við völd í Sri Lanka, konur Fri vinstri eru: Ragnheiður Karlsdóttir, varalandsforseti JC á íslandi, Sam- een Isfahani, varaalheimsforseti JC, og Ingimar Sigurðsson, landsforseti JC i íslandi eru nokkuð áhrifamiklar þar í landi, en ég verð að segja að konur eru mjög sterkar á ýmsum svið- um, en karlmenn eru bara sterk- ari. , Á ferðum mínum nú hef ég ver- ið spurður mikið um vandamálin í minu heimalandi. Fjölmiðlar gefa alls ekki rétta mynd af Sri Lanka. Fólk hér á vesturlöndum heldur að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.