Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 49

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞP.IÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 49 SPURNIN GUM SVARAÐ ir ósk sveitarstjórnar þar. Sauð- fjárveikivarnir töldu ekki ástæðu til að ganga alveg eins langt í nið- urskurði þar í sveit eins og fjár- skiptanefndin lagði til. ÖIl nefndin, þar á meðal full- trúar Ketildalahrepps og Suður- fjaróarhepps skrifaði undir sam- þykki við niðurskurði í Patreks- hreppi öllum, Raknadal í Rauða- sandshreppi og Lambeyri í Tálknafirði (Lambeyri fékk síðar frest til haustsins 1985 af sérstök- um ástæðum). 6. Örfáir fjáreigendur andmæla Við framkvæmd fyrsta hlutans, sem traust samstaða virtist um, hafa orðið tafir vegna neikvæðrar afstöðu örfárra fjáreigenda, sem allir hafa lífsframfæri sitt af öðru meira en sauðfjárbúskap. Þeir sem mótmæla hafa ekki sætt sig við að hlíta lögmætum ákvörðun- um og hafa gert það sem þeir hafa getað sumir hverjir til að spilla framkvæmdinni með því að vekja tortryggni og ala á úlfúð meðal manna. Ekki hefur þótt ástæða til að svara einstökum mönnum þótt stóryrtir hafi verið og illorðir, enda hafa eiginhagsmunir verið í fyrirrúmi en ekki heildar hags- munir. 7. Útigangsféð í Tálknanum og víö- ar Dregist hafði í 5 mánuði að færa fé til slátrunar af Tálknasvæðinu og gera fjallskil samkvæmt lands- lögum. Fé í Sigluneshlíðum hafði ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Á báðum stöðum þótti augljóst, að féð næðist ekki úr ill- færum klettabeitum og ófærum án þess að hætta til þess manns- lífum. Eigendur vissu að fénu átti að lóga og yfirlýst var að ekki þýddi að smala við ríkjandi skil- yrði. Fénu var skylt að ná skv. landslögum. Litlu breytir um þetta, þótt einhverjir telji sig geta smalað nú. Harma ber, ef svo er, ef þeir voru ekki tiltækir fyrr til þess verks. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem gefist er upp á því að sækja fé í Tálkna. Árum saman hefur úti- gangur tíðkast þar. Sæfarendur hafa fylgst með því hvernig kind- urnar í Tálkna hafa smátt og smátt týnt tölunni eftir því sem liðið hefur á veturinn. Urbætur hafa látið á sér standa þrátt fyrir áminningar yfirvalda og dýra- verndunarsamtaka. Hræ, sem fundist hafa undir Tálknahlíðum áður sýna að ekki hefur allt kom- ist heim. Þegar hræ finnast úti og slys sýnilega ekki orsök dauða, þá er erfitt að útiloka smitsjúkdóm t.d. riðuveiki sem orsök. Víðar á Vestfjörðum er útigang- ur við lýði ennþá til dæmis á Kópaneshlíðum í Ketildalahreppi. Þar mun eiga að smala um þessa helgi. Nú hafa eigendur Tálknafjárins stofnað til málaferla. Vonandi er að sannleikurinn komi í ljós og að rannsóknir á þessum málum öll- um verði ítarlegar. Með því móti er einhver von til þess að búskap- arleg það sem lýst var hér að ofan leggist af. 8. Lógun fjár í Tálkna var neyðar- úrræði Lógun fjár sunnan í fjallinu Tálkna milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar og lógun fjár vest- an Stáls milli Barðastrandar og Rauðasands hinn 15. mars sl. var lögregluaðgerð að beiðni viðkom- andi sveitaryfirvalda til að fram- fylgja lögum nr. 42/1969 um af- réttarmálefni, fjallskil o.fl., fjallskilareglugerð V-Barð. nr. 239/1982. ítarlegar upplýsingar hafa verið fengnar hjá Landhelgisgæslu og lögreglu um framkvæmdina sjálfa. Að þeim upplýsingum fengnum verður að telja hana eins vel gerða og hugsanlegt er miðað við aðstæður. Frásagnir einstakl- inga um hið gagnstæða eru rang- ar. Þegar fé er skotið úr klettum má sjá blóð. Með óvönduðum fréttaflutningi er unnt að gera slíkt tortryggilegt. Það hefur verið gert, ekki síst af ríkisfjölmiðlun- um. Sá galli varð á framkvæmdinni, að ekki var hugsað fyrir því að urða hræin í kjölfar aðgerðanna. Það hefði vissulega átt að gera strax en ekki nokkrum dögum síð- ar. Þessi aðferð með að nota þyrlu við að lóga fé við slíkar aðstæður er sjálfsagt að nota aftur sem neyðarlausn ef stytta þarf þján- ingar dýra eða koma í veg fyrir hungurdauða dýra, þar sem erfitt er að komast í öruggt skotfæri og eins ef fylgja þarf eftir eins og hér heildar aðgerðum gegn alvarleg- um smitsjúkdómi, þegar féð næst ekki með nokkru öðru móti. 9. Samstaða oddvita í V-Barð. um framhald Framhaldið er bjartara en fréttaflutningurinn og blaðskrif einstaklinga gefa til kynna. Oddvitar í V-Barð. hafa komið sér saman um tillögur sem stefna að upphaflegu markmiði þ.e. að út- rýma veikinni af Vestfjörðum. Þar er rætt um að hægja á aðgerðum og athuga um skemmra fjárleysi. Tillögur þeirra verða lagðar fyri Sauðfjársjúkdómanefnd, þegar hún kemur saman strax eftir páska. Vonandi er að Vestfirðingar skipi sér í þétta fylkingu um þær aðgerðir, sem líklegar eru til að duga til að uppræta og útrýma riðuveikinni. Nú þegar hafa marg- ir bændur orðið að sjá á bak öllu fé sínu og horfa nú fram til þess tíma að nýtt fé komi. Það er mikill ábyrgðarhluti að láta örfáa menn eyðileggja árangur af fórn þeirra með þvi að halda eftir fé, sem gæti hýst smit og komið riðuveiki í nýj- an stofn. — eftir Kristján Hannesson Á blaðsíðu 58 í Morgunblaðinu þriðjudaginn 19. mars beinir Úlfar B. Thoroddsen sem sveitarstjóri á Patreksfirði spurningu til mín og Kristins Fjeldsteð. Eftir að hann hefir skýrt frá því að hann hafi verið sjónarvottur að því að 28 kindur voru skotnar og að hann hafi daginn eftir fundið 23 af þeim skotnu. Hvað varð þá af hinum fimm? Voru þær flúnar af vígvell- inum? Þarna voru fimm hrútar, fimm ómerkingar og afgangurinn skiptist jafnt á milli okkar Krist- ins. Þá hefi ég átt 6V4 kind og Kristinn 6'/2. Spurning sveitar- stjórans var: „Hvers vegna var þetta fé þarna á þessum tírna?" og svarið er: Þetta fé var þarna vegna þess að Úlfar B. Thoroddsen sveit- arstjóri á Patreksfirði sveikst um að láta smala hreppslandið í haust eins og hann hefir svikist um það á undanförnum árum. Er hann þó skyldugur til þess samkvæmt lög- um. Svona er svarið einfalt þegar spurt er af hjartans einfeldni. Stefán Skarphéðinsson sýslu- maður í Barðastrandarsýslu segir á sömu blaðsíðu: „Ég held að kjarni málsins sé sá að þeir bænd- ur sem hér áttu hlut að máli höfðu ekki áhuga á að þessar kindur næðust." Mikil er trú þín, Stefán, og það álit sem þú hefir á okkur bændum á Lambeyri og Raknadal ef þú álítur að okkur skorti aðeins áhuga til að vinna það verk sem sameinaður landher, flugher og floti lýðveldisins tslands undir öruggri stjórn sýslumannsins i Barðastrandarsýslu hafði ekki bolmagn til að inna af hendi, nema með þeim endemum að lengi mun verða minnst í íslandssög- unni. Ég skil ekki, Stefán, af hverju þú ert að skjóta á okkur Kristin svona lúmsku skoti, nema þú sért að bjóða upp á eina brönd- ótta á ritvellinum. Ég er reiðubú- inn ef það er það sem þú vilt. Hér kemur orðsending til Jór- unnar Sörensen, formanns Dýra- verndunarfélags íslands. Ég þakka henni fyrir þá umhyggju sem hún ber fyrir kindunum mín- um og ég vona að það sé ekkert að marka þetta sem Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri sagði um hana i blaðagrein í Morgunblaðinu hérna um árið. Nú get ég glatt þig með því að átta af þessum kindum sem Guð hefir fóðrað fyrir mig í vetur komu heim í gær. Ég vil gera þér tilboð sem þú átt erfitt með að hafna. Við skulum óska eftir því að fjáreigendafélagið í Reykjavík tilnefni 3—4 sauðfjár- eigendur og dýravini til að skreppa hingað vestur og líta á þetta útigöngufé. Landhelgisgæsl- an væri áreiðanlega fús til að lána þyrlu, annað eins hafa þeir lagt á sig fyrir dýravini undanfarið. Ef- kindurnar líta illa út og hungur- dauði á næstu grösum, þá greiði ég altan kostnað af ferðinni. Ef það skyldi að þeirra mati líta vel út, kannski afburða vel, þá greiðir þú kostnaðinn, en umfram allt að láta taka myndir af kindunum. Þú gætir þá látið birta þær, öðrum til viðvörunar eins og í Gufunesi forðum. Kristján Hannesson er bóndi að Lambeyri í Tálknafírði. Fermingarbókin Hátíðisdagur í lífi mínu. --- Varðveitir minninguna um fermingardaginn. BóKin er allt i senn: Minninga, mynda og gestabóK. í bóKinni er ávarp til fermingar- barnsins, ritningargreinar og sálmar. FermingarbóKin er bóK sem fermingarbarnið sKráir í merKis- atburöi i lifi sínu. FermingarbóKin er fjöisKyldubóK Vegleg og vönduð HstaverKabóK sem Kostar aöeins 1.282.- Fæst í öllum helstu bóKaverslunum landsins. Ból kfrá kii "kj • Útgáfan unm SKÁLHOLT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.