Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Suður-Afríka: Frásögn yfir- valda hrakin Jóhannesarborg, S-Afríku, 1. aprfl. AP. LÖGREGLUFORINGI skýrði frá því í dag, að hann hefði skipað mönnum sínum að skjóta á mótmælagöngu svertingja eftir að kona nokkur hafði kastað steini að lögreglumönnunum. 19 manns féllu í kúlnahríð lögreglunn- ar. Lögregluforinginn, Johan Willi- am Fouche, sagði að göngfólkið hefði ekki umkringt tvo brynvarða bíla lögreglunnar og grýtt þá með grjóti og bensínsprengjum eins og stjórnvöld hafa haldið fram. „Að- alástæðan fyrir því, að ég skipaði mönnum mínum að skjóta var sú. að ég vildi verja mitt eigið líf og þeirra. Þegar fyrsta steininum hafði verið kastað bjóst ég við, að fleiri fylgdu á eftir," sagði Fouche rannsóknarnefndinni, sem kannar tildrög óeirðanna í Uitenhage í síðasta mánuði og mannfallið í kjölfar þeirra. Bandaríkin: Vorhret í Mið- vesturríkjunum New York, 1. »prfl. AP. Ófriðlegt hefur verið í Suður-Afríku að undanförnu en þessi mynd var tekin 25. mars sl. þegar komið hafði til átaka í bænum Kwanobuthle. Á götunni liggur lík eins af embættismönnum bæjarins en æstur múgur réðst á hann og réð honum bana. Bretland: 500.0001. af hveiti til Sovétríkjanna Nýju Delhí, I. »príl. AP. INDLAND, sem orðið er sjálfu sér nógt um matvæli eftir metuppskeru tvö síðastliðin ár, mun á þessu ári selja um 500.000 tonn af hveiti til Sovétríkjanna, að því er þjóðþinginu var greint frá í dag. Birendra Singh, ráðherra sá er fer með matvælamál, sagði að Indland hefði gefið 22.021 tonn af hveiti til landa á þurrkasvæðun- um í Afríku. Hann sagði, að stjórnin hefði lofað að gefa sömu aðilum 80.000 tonn af hveiti til viðbótar. Kornframleiðsla Indlands á fjárhagsári þvi er lauk á sunnudag var meiri en nokkru sinni, eða 150 milljónir tonna. Randari.sk i majórinn, sem sovéskur vörður skaut til bana í Austur-Þýskalandi í síðasta mánuði, hefur nú verið borinn til grafar. Þessi mynd var tekin þegar kistan var sett um borð í flugvél á Tepelhof-flugvelli í Vestur-Berlín en þaðan var flogið með hana til Bandríkjanna. Indland: FALLINN FÉLAGI VORHRET gerði í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna í gær, sunnudag og er þar nú víða þungfært vegna snjóa. Hætta þykir á snjóflóðum í Colorado og margt fólk, sem býr á bökkum Erie-vatns í Michigan, varð að flýja heimili sín undan æstum öldunum. Verkfall yfirvofandi hjá póstþjónustunni Hretinu í gær er kennt um dauða þriggja manna og raf- magnstruflanir í Iowa og Nebr- aska en þar var snjólagið til jafn- aðar 30 sm djúpt í gær. „Vorið er vant að heilsa okkur með svona hreti,“ sagði John Gilman, yfir- maður umferðarlögreglunnar í Perpignan, Frakklandi, 30. marz. AP Earþegaþota af gerðinni Airbus, með 270 manns innanborðs, maga- lenti á flugvellinum í Perpignan í lok áætlunarfcrðar frá París. Engan sak- aði um borð. Svo virðist sem lendingarbúnað- ur þotunnar hafi ekki opnast til Minnesota, um veðurhaminn og snjókomuna, sem er raunar óvenjulega mikil á þessum árs- tíma. í Colorado snjóaði mest og er víða hætta á snjóflóðum. Verst er þó útlitið fyrir bændur, sem standa nú í vorverkunum og margir búnir að koma sæði í jörð. fulls. Þegar þotan rann eftir flugbrautinni snerist hún smám saman í hálfhring. Varð að loka flugvellinum það sem eftir var dags, meðan reynt var að fjar- lægja þotuna af flugbrautinni. Um borð voru 260 farþegar og 10 manna áhöfn. London, 1. aprfl AP. VERKFALL hjá brezkum póst- mönnum var í dag yfirvofandi vegna deilna um starfskjör og ráðningu nýrra póstmanna, sem taka eiga við hlutastarfi hjá póstþjónustunni. Sagði Alan Tuffin, leiðtogi starfs- manna póstþjónustunnar, að það gæti hæglega komið til verkfalls, sem yrði bæði langt og strangt. Sir Ronald Dearing, yfirmaður brezku póstþjónustunnar, skýrði frá því í dag, að samningaviðræð- ur um kaup og kjör starfsmanna póstsins hefðu farið út um þúfur á laugardag. Kvaðst hann eftir sem áður vera ákveðinn í að koma fram þeim breytingum á starf- semi póstþjónustunnar, sem fyrir- hugaðar voru. Sagði hann, aó samningamenn starfsmanna póst- þjónustunnar hefðu „stungið höfð- inu í sandinn" í viðræðunum í stað þess að leita raunhæfrar lausnar á þeim vanda, sem við væri að etja. Gert er ráð fyrir, að Margaret Thatcher forsætisráðherra muni afnema einkaleyfi póstþjónust- unnar til þess að dreifa pósti, ef til verkfalls kemur og leyfa einkafyr- irtækjum að annast póstdreifing- una. Starfsmenn brezku póstþjónust- unnar efndu síðast til verkfalls 1971 gegn launabindingu stjórnar íhaldsflokksins. Verkfallið fór út um þúfur eftir 7 vikur, er aðrar starfsgreinar í landinu neituðu að styðja starfsmenn póstsins með samúðaraðgerðum. Þá áttu póst- stofur, sem einkaaðilar komu á fót í verkfallinu, einnig mikinn þátt í því, að verkfallinu var hætt. Brezka póstþjónustan var stofn- uð árið 1635. Hún annast afhend- ingu 44 millj. bréfa og böggla að meðaltali hvern virkan dag. Reyndu að stela gulltönnum úr sofandi manni Nairobi, l.aprfl. AP. TVEIR þjófar vopnaðir töngum reyndu að stela gulltönnum Messay Damaraw Abebe þegar hann svaf í hóteli í Nairobi í síð- ustu viku að sögn blaðs í Nairobi. Abebe, sem er flóttamaður frá Eþíópíu og leggur stund á nám í teiknun í Nairobi, sagði fyrir rétti að hann hefði ekki lokað dyrunum þar sem eþíópskur fé- lagi hans hefði verið ókominn. Tveir menn læddust inn í herbergið og reyndu að draga úr honum tvær gulltennur með töngum. „Ég hrópaði ekki því að ég var hræddur um að þeir ætl- uðu að drepa mig.“ Þjófarnir flúðu þegar Messay reyndi að losna úr klóm þeirra. Airbus-þota maga- lenti í Frakklandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.