Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1986 Alyktun á 51. ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda: íslenskur iðnaður njóti jafnréttis við aðrar atvinnugreinar ÁRSÞINGI Félags íslenskra iðnrek- enda lauk 22. mars sl. og var á þing- inu ályktað að íslenskur iðnaður muni gegna lykilhlutverki hér þar sem mikilvægi hans felist í að fram- leiða vörur til útflutnings og vörur sem spari gjaldeyri, en gjaldeyrisöfl- un sé undirstaða hagvaxtar. Þá var á þinginu ályktað að iðnrekendum beri ávallt að haga rekstri fyrirtækjanna þannig að hann samrýmist hlutverki sínu og forsenda þess sé m.a. að arðsemi fyrirtækjanna jafnist á við arð- semi sambærilegs rekstrar í sam- keppnislöndum okkar. Breyttar aðstæður kalla nú á nýsköpun í atvinnulífinu og var ályktað að sú nýsköpun fælist fyrst og fremst í öflugri vöruþróun og markaðs- starfsemi bæði i grónum greinum og nýjum. Þá þurfi að leggja mikla áherslu á útflutning. í drögum að ályktun segir orð- rétt: „Öll viðleitni stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja til að skila viðunandi árangri í starfi verður til lítils nema takist að vinna bug á verðbólgu og erlendri skulda- söfnun. Stöðugleiki í efnahags- málum er nauðsynleg forsenda iðnþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Jafnframt verða stjórnvöld að búa iðnaðinum eðli- legan starfsgrundvöll og hann verður að njóta jafnréttis við aðr- ar og sömu starfsskilyrða og er- lendir keppinautar." Akranes: Bílasýning innandyra Akrane*ii, 27. mara. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem stórmarkaðir hafa bifreiðir til sýnis innandyra. Undanfarna daga hefur Hekla hf. verið með bifreið að gerðini Mitsubishi Lancer til sýnis í Skagaveri á Akranesi. Þetta er þægileg tilbreyting fyrir við- skiptavini stórmarkaðarins og ágætt framtak umboðsmanns Heklu hf. á Akranesi, Ásgeirs Guðmundssonar. Að sögn Ásgeirs er ætlunin að fleiri gerðir bifreiöa verði til sýnis á næstunni. j.g. Björgvin Jörgensen og Jón Oddgeir Guðmundsson á fundi í yngri deild KFUM í hinum nýja fundarsal. Akureyri: Nýtt félagsheimili KFUM og K Akureyri, í mars. SUNNUDAGINN 17. mars sl. vígði dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, nýtt félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð hér á Akur- eyri. Þar hafa félögin komið sér upp sérlega góðri aðstöðu í 264 fermetra húsnæði, þar sem er fundarsalur, skrifstofa, snyrt- ingar og fleira. Jón Oddgeir Guðmundsson, formaður bygginganefndar og ritari KFUM, var beðinn að segja örlítið frá byggingarsögu salarins: „Upphaf þessa má rekja til ársins 1977, að Kolbrún Hall- grímsdóttir arfleiddi samtök okkar að íbúð sinni í Norður- götu 27, en þá voru verðmæti íbúðarinnar um 5 millj. kr. Við seldum þá íbúð og á árinu 1979 festum við kaup á 264 fermetr- um á annarri hæð verslunar- miðstöðvarinnar í Sunnuhlíð, sem þá var í byggingu. Við fengum okkar hluta afhentan fokheldan á árinu 1982 og síðan Ungir piltar á fundi KFUM. hefur verið unnið að frágangi þar með aðstoð Guðs og góðra manna. Það er hreint ótrúlegt, hve vel okkur hefur gengið að afla fjár til þessara fram- kvæmda, en við lögðum út í þetta full bjartsýni og vissu um að Drottinn væri með okkur í þessu starfi, sem svo sannar- lega hefur komið á daginn. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir bænheyrslu og hand- leiðslu hans.“ GBerg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.