Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Hinrik Jón Guð- mundsson húsasmíða- meistari — Minning Fæddur 18. september 1917 Diinn 23. mars 1985 Sólbjartan sunnudaginn 24. mars sl. barst heim að Fróni sú harmafregn að Hinrik frændi hefði látist í Svíþjóð. Fáir vissu að Hinrik mun hafa kennt hjarta- meins um skeið, sem reyndist svo örlagaríkt. Með andláti Hinriks er á brott genginn sannur vinur og félagi minn og fjölskyldu minnar. Þeir munu fjölmargir sem ásamt okkur finna þunga trega og saknaðar við hið óvænta fráfall hans. Hinrik Jón var fæddur í Stykk- ishólmi þann 18. september 1917. Foreldrar hans voru Þorgerður Sigurðardóttir ættuð frá Snæ- fellsnesi og Guðmundur Þórólfs- son trésmiður, ættaður af Barða- strönd. Hinrik var sjötti i röðinni af átta systkinum. Hinrik varð fyrir þeirri reynslu að missa föður sinn aðeins þriggja ára að aldri. ólst hann eftir það upp hjá móður sinni i Stykkis- hólmi til 15 ára aldurs. Að loknu skólanámi i Stykkis- hólmi dvaldi Hinrik tvo vetur i Reykholtsskóla, síðar í Samvinnu- skólanum í Reykjavík. Árið 1938 fór hann til Danmerkur og kynnti sér landbúnaðarstörf um tveggja ára skeið. Eftir heimkomuna til Islands ákvað Hinrik að snúa sér að trésmíðanámi og hlaut hann sveinsréttindi 1947 og 1948 hélt hann til Svíþjóðar og lærði tækni- teiknun og byggingarfræði. Meist- araréttindi í húsasmíði hlaut hann 1950. Hinrik vann sér snemma traust sem frábær handverksmaður og dugandi byggingameistari. Eftir að hafa starfað í Reykjavík um árabil við húsbyggingar hóf hann störf við virkjunarframkvæmdir við Sogið. Fyrst við byggingu íra- fossstöðvar og síðar sem verk- stjóri við byggingu Steingríms- stöðvar við Þingvallavatn. Eftir 1960 varð starfsvettvang- ur hans hér í Reykjavík og þá sem sjálfstæður byggingameistari um nokkurra ára skeið, m.a. við bygg- ingu fjölbýlishúsa. Árið 1969 ákvað Hinrik enn að sigla. Hóf hann störf í Lundi í Sví- þjóð, ásamt fjölmörgum íslensk- um iðanaðarmönnum öðrum. Nokkru síðar flutti Hinrik til Stokkhólms þar sem hann starfaði og bjó til dánardægur. Hinrik ólst upp í Stykkishólmi eins og áður sagði í menningar- umhverfi, þótt veraldlegur auður væri ekki mikill á heimilinu. Þá og síðar reyndist hann móður sinni hin mesta stoð og stytta. Hinriki voru heimaslóðirnar kærar og ræktaði hann náin tengsl við Stykkishólm og bernskuvini sína á meðan aldur entist. Hinrik kom kornungur maður til Reykjavíkur. Elsta systir Hin- riks, frú Jónina Guðmundsdóttir, átti þá þegar glæsilegt heimili þar ásamt eiginmanni sínum, Frí- manni Ólafssyni, og bjó hann á heimili þeirra um skeið. Þau Frí- mann og Jónína eignuðust 4 t Bróöir okkar. HINRIK JÓN GUDMUNDSSON, Bugöulnk 14, Reykjavík, veröur jarösettur i Fossvogskapellu I dag þrlöjudag 2. april kl. 13.30. Fyrir hönd ættingja og vina, Bjarni Guömundason og Margrét Guðmundsdóttir. t HELGA JÓNSDÓTTIR, Kóparsykjum, sem lést I sjúkrahúsi Akraness 27. mars sl. veröur jarösungin frá Reykholtskirkju laugardaginn 6. apríl nk. kl. 14.00. Börn tengdabörn og barnabörn. t Þökkum auösýnda samúö og vinsemd viö andlát, ÞÓRARINS GUÐMUNDSSONAR, vélsmíóameistara, sérstakar þakkir til starfsfóiks Hvitabandsins og B-5 öldrunardeild Borgarspitalans fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Guörún Sigmundsdóttir, Alda Þórarinsdóttir, Kópur Kjartansson, Bára Þórarinsdóttir, Eggert Kristmundsson, Lilja Gréta Þórarinsdóttir, Hallgrfmur Þórarinsson, Auöbjörg Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir tii allra þeirra sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall og jaröarför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu okkar, KRISTÍNAR E. EINARSDÓTTUR, fré Norófirói. Sórstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Landspítalans Hatúni 10 B. Lilja Sveinsdóttir, Sigrfóur Hjaltadóttir, Sigursteinn Hjartarson. Kristfn Léra Hjartardóttir, Hjörtur Einarsson, Helgi Reynisson, Marfa Guömundsdóttir, Signý Harpa Hjartardóttir. mannvænleg börn, en með þeim og Hinriki tókst náin og einæg vin- átta allt fram til dánardægurs Hinriks nú í mars. Frú Þorgerður, móðir Hinriks, dvaldist á heimili Jónínu síöustu 20 ár ævinnar. Stóð heimili Hin- riks jafnan opið og er vist að sú gagnkvæma vinátta og hin traustu fjölskyldubönd sem mynduðust milli Hinriks og heimilsfólksins voru einstök. Það átti ekki fyrir Hinrik að liggja að kvænast og eignast börn. Samt sem áður var hann sannkall- aður fjölskyldumaður. Hinrik var ævinlega mjög félagslyndur og ákaflega tryggur vinum sínum og ættingjum. Æðruleysi hans, gam- ansemi, jákvæð lund og hjálpsemi Hinriks viö að greiða götu ann- arra sköpuðu honum vinsældir og virðingu allra sem til þekktu. Áður er getið um sérstök vin- áttutengsl Hinriks við börn og tengdabörn frú Jóninu, systur hans. En einnig var mjög náið samband Hinriks við önnur systk- ini sín á meðan aldur entist og við önnur systkinabörn hans. Eftirlif- andi systkini Hinriks eru Bjarni Guðmundsson vörubifreiðastjóri og Margrét Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. Svo fór, að Hinrik skipaði heið- urssess í fjölmennum hópi ætt- menna hér í Reykjavík síðustu áratugi. Hinrik var frændrækinn með afbrigðum. Hann fylgdist með börnum fæðast, skírast, fermast og giftast og tók innilegan þátt í gleði og sorg ættingja sinna og vina. Margar kynslóðir barna kynntust „Hinna frænda" sem ávallt virtist geta verið til staðar við tímamót og á hátíðarstundum. Og hversu önnum kafinn, sem Hinrik var í hversdagslegu amstri hins dugandi byggingarmanns, gaf hann sér ávallt tíma til að leiða litlar hendur barna í um- hverfi sínu fram til gæfusamrar og öruggrar framtíðar. Höf, lönd og jafnvel heimsálfur urðu engin hindrun í vegi Hinriks í þeirri við- leitni að rækta vináttu og ættar- bönd. Allt líf Hinriks bar merki karl- mennsku hans og æðruleysis. En engum duldist, að mannelska og heiðarleiki voru sterkust einkenn- in í fari Hinriks, ásamt því hreina hjartalagi, sem börn í umhverfi hans skynjuðu svo vel. Hinrik varð ungur að árum fylgismaður jafnaðarstefnunnar en jöfnuður í lífskjörum fólks varð honum eðlilegt stefnumið og í fullu samræmi við hans dýpstu lífsskoðanir og mannkærleiit. Þó tók hann aldrei þátt í pólitfsku þrefi og ætíð var hófsemin og virð- ing fyrir skoðunum annarra áber- andi í fari hans. Síðustu 14 árin var Hinrik bú- settur í Svíþjóð, eins og áður sagði. I Stokkhólmi eignaðist hann fjölda vina, sem margir urðu honum mjög nákomnir. Gott og traust skaplyndi Hinriks skapaði honum vinsældir þar sem annars staðar og tók hann m.a. ríkulega þátt í félagsstörfum Islendinga. Hann var gerður að heiðursfélaga íslendingafélagsins í nóvember á síðasta ári. En þótt Hinrik hafi vafalaust átt hamingjurík ár í Svíþjóð var hann öll árin tíður gestur á Fróni. Kom hann heim um allar stórhá- tíðir og í sumarfríum og þá ætíð hinn mesti aufúsugestur hjá hin- um fjölmörgu vinum og ættingj- um hér heima. Hinrik hafði unun af ferðalögum og greinilega löngun til að kynn- ast nýjum hliðum mannlífsins um leið og hann ræktaði stöðugt göm- ul ættar- og vináttutengsl. Það virtist ekki há honum að eiga nán- ast heimili í tveim löndum sam- tímis. Þvert á móti. Allt virtist það verða til að auðga hann sjálf- an og alla sem honum kynntust beggja vegna hafsins. Ég, sem rita þessar fátæklegu línur, hlýt að kunna Hinrik inni- legar þakkir fyrir náin og ein- staklega góð kynni allt frá því að ég var drengstauli að alast upp í Hafnarfirði fyrir meira en þrem áratugum. Það var ævinlega bjart þar sem Hinrik frændi fór um, hlý hönd hans og glettnisfull augu gleymast aldrei. Né heldur sú trausta vinátta sem síðar dagnaði milli hans og fjölskyldu minnar og það ástríki sem hann sýndi börn- um mínum þeim Völu og Þórólfi. Ég veit að nánustu ættingjum Hinriks hafa borist innilegar sam- úðarkveðjur frá vinum og ættingj- um víða að, frá Ástralíu, Ítalíu og frá fjölmennum vinahópi í Sví- þjóð. Ég veit einnig, að þótt Hin- rik frændi hafi nú lagt upp í hina hinstu för, þá lifir áfram minning um hinn góða dreng meðal okkar. Baldur Andrésson Helga Sigurðar- dóttir — Minning Þegar Kvenfélag Breiðholts var stofnað árið 1970, gengu margar ungar konur í félagið. Á meðal þeirra vakti ein sérstaka athygli manna, dökkhærð, í meðallagi há, með geislandi bros. Hér var komin ein af frumbyggjendum Breiðholts I, Helga Sigurðardóttir. Það er til hennar sem hugurinn leitar, en hún verður lögð í skaut móður jarðar í dag, langt um ald- ur fram, að dómi þeirra er eftir lifa. Helga Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 30. desember 1941, dótt- ir hjónanna Þóru Eyjólfsdóttur og Sigurðar Sveinssonar, aðalbókara. Hún var önnur í röðinni fjög- urra barna þeirra hjóna. Helga lauk gagnfræðaprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík 1958, eftir það fór hún til Danmerkur bæði til starfa og náms, m.a. f lýðhá- skóla, hún lærði einnig snyrtingu og öðlaðist réttindi í þeirri grein. Eftir Danmerkurdvölina starf- aði Halga í Landsbankanum, Seðiabankanum og síðustu árin í Múlaútibúi Landsbankans. I Júní 1962 giftist Helga, Kristni Helgasyni, kortagerðar- manni, syni hjónanna Ingigerðar Einarsdóttur og Helga Tryggva- sonar, bókbindara, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Helgu og Kristni varð fjögurra barna auðið, þau eru talin í ald- ursröð: Inga Þóra, Tryggvi, Sigrún María og Helgi. Dóttir þeirra Inga Þóra, giftist Kristni Jóni Einars- syni, trétækni og eiga þau einn son Helga að nafni. Helga var félagslynd og tók snemma þátt í starfi Kvenskátafé- lags Reykjavíkur, félagi snyrti- fræðinga, og eins og áður segir ein af stofnendum Kvenfélags Breið- holts, og endurskoðandi þess frá byrjun. Helga tók þátt í fleiri störfum Kvenfélagsins eftir því sem kraft- ar og aðstæður leyfðu, og í ferða- lögum þess var hún þátttakandi svo oft, sem mátt. Síðustu ferðina fór hún með félaginu vestur í Dali, þar sem forfeður beggja hafa búið mann fram af manni, þar leit hún æskustöðvar afa og ömmunnar, sem hún var heitin eftir, og hefur eflaust erft frá henni og þeim báð- um, listfengi til munns og handa. Það var amma Helgu Sigurð- ardóttur, Helga Eysteinsdóttir, sem hlaut bestu viðurkenningu á heimilisiðnaðarsýningu í Reykja- vík árið 1921, fyrír glitofna „Bekk- ábreiðu". Heiðurskjalið og Bekk- ábreiðan prýða nú veggi Hallveig- arstaða í Reykjavík. Helga er búin að stríða við erf- iðan sjúkdóm, sem nú hefur leitt hana á vit þess er okkar allra bíð- ur. Barátta hennar er búin að vara í sex löng ár, má nærri geta hví- líkt álag það er, ungri móður að dvelja löngum stundum á sjúkra- húsum, frá börnum og eiginmanni. En henni var gefin líkn með þraut, því umhyggja og kærleikur Krist- ins og fjölskyldunnar var henni mikill styrkur og blessun, sem létti henni byrðina. Það verður ekki sagt um Helgu að hún hafi borðið vonleysið utaná sér, því í hvert skipti er við tókum tal saman var bjartsýni, og vonin um fullan bata í orðræðum henn- ar. Ég undraðist oft þegar ég sá til hannar vinnandi í garðinum eða húsinu þeirra strax og eitthvert hlé varð á sjúkrahússvistinni, dugnaður og æðruleysi einkenndi alla hennar framgöngu. Okkur er ekki gefið að skilja, hvers vegna ung kona er kölluð burt á besta manndómsaldri, hér hlýtur að vera enn veigameira verkefni, sem bíður á næsta tilverustigi. Nú fer í hönd ein mesta hátíð kristinnar trúar, sem gefur vissu um sigur lífsins yfir dauðanum, eins og Kristur kenndi og sýndi með lífi sínu, dauða og upprisu. Fyrir hönd Kvenfélags Breið- holts flyt ég Helgu þakkir fyrir samstarfið. Kristni og fjölskyldu og öllum öðrum ástvinum Helgu, votta ég dýpstu samúð, og bið þeim bless- unar, og með þeirri trúarvissu að látinn lifi, er Helga Sigurðardóttir kvödd, hennar er sárt saknað, henni er fagnað á landi lifenda. Vigdís Einarsdóttir Nú er hún Helga okkar búin að fá hvíldina. Síðustu árin voru henni svo erf- ið, sem þó enginn fær skilið nema sá, sem í því á. Vinnufélagana slær harmur og erfitt er um mál. Þó ætti það ekki svo að vera. Ekkert þarf að fegra í frásögn af Helgu og bezt gæti ég trúað að hún brosti að tilburðum okkar. Við ræddum við hana okkar á milli og allt á sama veg. Hún var traust, æðrulaus og örugg en þó ávallt grunnt á gríninu. Yngra starfsólkið er ævinlega þakklátt fyrir að hafa notið kunnáttu henn- ar og góðlátlegs myndugleika, blöndnum kímni, þegar það var að stíga fyrstu sporin í bankanum. Það, sem virtist svo erfitt, var þá ekkert mál ef Helga var með þeim. Mótlætið er sjálfsagt þroskandi, en við fáum litlu ráðið um, hvað að höndum ber. Æðruleysi Helgu mætti vera okkur fordæmi. Við vottum eiginmanní og börn- um samúð, megi minningin styrkja þau í framtíðinni. Hinsta kveðja frá samstarfsfólki í Landsbanka íslands, Múlaútibúi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.