Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Víkingarnir snúa aftur — danskur leikhópur sýnir „Rauðu Skikkjuna“ á víkingahátíð á Laugarvatni í sumar VfKINGA- og fjölskylduhátíð verður haldin í Laugarvatni í sumar dagana 12.—14. júlí. Hundrað manna danskur áhugaleikflokkur frá vík- ingabænum Frederikssund kemur hingað til lands í tilefni af hátíðinni og mun leikhópurinn setja upp leik- ritið „Hagbarð og Signý“ eða „Rauða Skikkjan" eins og verkið var nefnt í kvikmynd, sem kvik- mynduð var að mestu leyti á íslandi fyrir u.þ.b. fimmtán árum. „Rauða Skikkjan" er íslensk víkingasaga, en var gerð af dönsk- um höndum á sínum tíma. Kvik- myndin var bæði sýnd hér á landi og í Danmörku þá. Fyrirtækið „Víkingateiti“ stendur fyrir úti- hátíðinni, en fyrirtækið var stofn- að eingöngu vegna þessa. Frum- kvöðlar Víkingateitis eru: Gunnar H. Árnason, Vilhjálmur Ástráðs- son og Þorvaldur Geirsson. Gunn- ar sagði 1 samtali við Mbl. að upp- hafið að hugmyndinni hefði vakn- að í Danmörku þar sem hann var að kynna íslenskar kvikmyndir þar í landi og kynntist þá leik- hópnum, sem aðallega er þekktur fyrir uppfærslu á víkingasögum. Hugmynd þessi hefur hlotið tölu- verða umfjöllun í fjölmiðlum í Danmörku og m.a. var sagt frá áætluninni í útvarpi þar. „Tsland er alltaf kynnt út á við sem vík- ingaland og þvf vilja dönsku blöð- in meina að víkingarnir séu aö snúa aftur til síns heima," sagði Gunnar. „Danska sjónvarpið hefur áhuga á að gera heimildarmynd á meðan á hátíðinni stendur og einnig er von á eriendum frétta- mönnum og ljósmyndurum. Laug- arvatn er vel til fallinn staður fyrir hátíðina og aðstæður fyrir ferðamenn góðar, svo framarlega sem veðurguðirnir verða okkur hliðhollir. Ætlunin er að hafa þessa útihátið verulega frá- brugðna öðrum útihátíðum. Ekki verður haldinn neinn dansleikur, heldur verður reynt að halda uppi víkingastemmningu," sagði Gunn- ar. „Verkið verður frumsýnt i Frederikssund í Danmörku 21. júni, en þar verður sautján daga víkingahátíð áður en hópurinn kemur til íslands. Einar Ágústs- son, sendiherra íslands i Dan- mörku, verður heiðursgestur á frumsýningunni í Danmörku. Leikhópurinn mun sýna verkið sautján sinnum þar. Sýning þessi hefur áður verið sett upp i Banda- ríkjunum, Bretlandi, Kýpur, Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð. Er leikhópurinn kemur hingað til lands, 11. júli, munu þeir koma út úr flugvélinni klæddir öllum sínum víkingaklæðum og bera við- eigandi vopn. Haldið verður beint Aðstandendur Víkingateitis: Þorvaldur Geirsson, Gunnar H. Árnason og Vilhjálmur Ástráðsson. Myndin sem þeir halda á sýnir víking á reiðhjóli og er hún auglýsingamynd danska sýningarhópsins. Ekki er búið að hanna slfkt fyrir hátíðina, sem haldin verður hér á landi í sumar. til Bessastaða, þar sem forseti ís- lands, Vigdís Finnbogadóttir, mun taka á móti hópnum. Forsetinn mun síðan verða heiðursgestur sýningarinnar að Laugarvatni ásamt Elísabetu danaprinsessu og borgarstjóra Frederikssund. Hóp- urinn mun ganga niður Laugaveg- inn i öllum herklæðum 12. júli og ER EINHVERJUM Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar í t.d. skipum, bilskúrum og útihúsum. Stærð 575-1150 W. Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw. SPi Flytjanlegur hitablásari með rofab. — stillanlegu loftmagni. Stærð 9 kw. Hitablásari með innb. rofabúnaði fyrir fasta staðsetningu og einnig flytjanlegur. Stærð 3-5 og 9 kw. Hitablásari fyrir alhliða notkun án rofabúnaðar, ekki flytjanlegur. Stærð 5-30 kw. heilsa upp á Ingólf," sagði Gunn- ar. Gunnar sagði að kostnaður við uppfærslu sem þessa skipti millj- ónum. Leikhópurinn sér um alla búninga og leiksviðið að fullu, en leikurinn verður settur upp undir berum himnni á svæði, sem nær yfir hálfan hektara. Allir leikar- arnir, sem þátt taka í sýningunni, eru áhugaleikarar, en eru jafnan með mjög góða leikstjóra, að sögn Gunnars. Leikstjóri í uppfærslu „Rauðu Skikkjunnar" verður Benny Hansen. Verkið tekur tvo tíma í flutningi. „íslenskir hestar verða notaðir í sýningunni. Auk þess verður mikið um blyselda í verkinu og tilheyrandi víkinga- bardagar eru mjög vel æfðir hjá leikurunum. Áhættuatriði eru öll séræfð, til dæmis, bardagar, skylmingar og slagsmál og einnig eru séræfðir riddarar." Víkingar blása I horn sín — úr leiknnm „Rauða Skikkjan" Mynd þessi er tekin í Danmörku og er frá uppfærslu leiksins þar í landi fyrir nokkrum árum. „Thermozone" hitablásarar sem hindra kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr eða afgreiðsluop. Vifta til notkunar í iðnað- arhúsnæði sem dreifir heitu lofti niður á við. Stórkostlegur sparnað- ur í upphitun. Orkunotk- un 120 W. .J^RÖNNING Smdab°* sími 84000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.