Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Um að vera eins- dæmi í veröldinni — eftir Guðstein Þengilsson Hjá ölsölufólki og öðrum vímu- vinum er ekki mikið til siðs að rökstyðja kröfur um aukið frjáls- ræði á áfengismarkaðinum. Helst er látið við það sitja að veitast með leiðinlegum munnsöfnuði að þeim, sem vilja koma í veg fyrir heilsutjón og annan skaða af völd- um vímuefna, einkum ef um áfengi er að ræða. Þeir fá að heyra, að þeir séu öfgamenn, of- stækismenn og þykist vera sjálf- kjörnir til að hafa vit fyrir öðrum. Lengra ná röksemdirnar alla jafna ekki, nema ef sú einstaklega frumlega yfirlýsing skyldi fylgja með frá viðkomandi vímusinna, að hann sé á móti öllum boðum og bönnum. Þótt yfirlýsingin sé ekki greind- arlegri en þetta hefur hún fallið sérlega vel inn í þann margradda samsöng um frelsi, sem nú er upp- hafinn. Þar syngja þeir vafalaust hæst, sem minnsta hugmynd hafa um, hvað frelsi í rauninni er. Það ber a.m.k. eki mikið á, að það flögri að þessu fólki og vímusinn- um yfirleitt, að ægilegasta ófrelsi, sem þjakað getur nokkurn mann er að vera háður einhverjum vímugjafa, þótt stigin í því ófrelsi séu óneitanlega mörg. En eitt leið- ir þar allajafna af öðru. Einnig mætti nefna, að það er ófrelsi að vera haldinn þeirri gróðafíkn, sem Guðsteinn Þengilsson „Draugur þessi ber margt vopna, en eitt hinna skædustu höfum við Islendingar þó ekki enn selt honum í hend- ur, en þar á ég við sölu áfengs öls.“ er aðaldriffjöðrin í sölu og dreif- ingu vímuefna. Það má samt ekki gleyma því, að ein röksemd er til, ef röksemd skyldi kalla, er vímuvinir hafa mjög á oddinum. Hún er sú, að varla séu þess dæmi, að það land finnist í veröldinni þar sem bann- að sé að selja sterkt öl, svo fram- arlega sem áfengir drykkir eru þar á boðstólum á annað borð. Þannig er reynt að vekja blygðun og ótta hjá vissum hluta fólks með því að við séum að skera okkur úr með þessum útúrboruhætti að vilja ekki selja sterkt öl. Það er alkunna, að þeir sem eru istöðu- litlir og lausir í rásinni eiga erfitt með að vera frábrugðnir öðrum í hópnum. Og þetta með áfenga ölið er því meira en flestir þeirra þola. Þessari tegund sálfræði var eitt sinn beitt við valdasjúka og met- orðagjarna höfðingja hér á ís- landi. Þá var það hvorki meira né minna en kardínáli, Vilhjálmur nokkur af Sabina, sem kominn var alla leið frá páfanum í Róm að krýna Noregskonung. Þegar þessi umboðsmaður páfa hefur heyrt fréttir af tslandi lætur hann þau orð falla í viðurvist íslenskra frammámanna, að það sé „ósann- legt, að land það (þ.e. ísland) þjón- aði eigi undir einhvern konung sem öll önnur í veröldinni". Þarna stóðu nú íslendingar uppi eins og glópar, staðnir að því að vera öðruvísi en allir aðrir. Þeir höfðu asnast til að koma á fót lýðræðis- legra stjórnarfari en annars stað- ar þekktist og þinguðu meira að segja árlega til að gera sameigin- lega út um mál sín. Þeir voru því eins og álfar út úr hól í hópi þjóða, sem allar höfðu yfir sér kóng. Var nú Hákoni hinum gamla svarin tryggð og hollusta í snatri, svo við gætum loks orðið eins og annað fólk. En það voru myrkar aldir ófrelsis og kúgunar, sem yfir þjóð- ina gengu, m.a. af því að okkur var talin trú um að við værum eins- dæmi í veröldinni. Eins og mönnum er kunnugt náði ánauðin hámarki eftir gerð og undirskrift Kópavogssamningsins 1662. Lengi hafa menn verið skatt- skyldir öðrum einvalda, sem stýrir af mikilli hörku og miskunnar- leysi og á ríki sitt í sálum manna og líkömum. Stundum hefur hon- um verið gefið konungsnafn, en miklu er hann þó líkari vofu eða draug og mætti vel kalla hann vímudrauginn. Draugur þessi ber margt vopna, en eitt hinna skæð- ustu höfum við íslendingar þó ekki enn selt honum í hendur, en þar á ég við sölu áfengs öls. Að þessu leyti erum við að sögn eins- dæmi meðal þjóða og megum reyndar vel við una. Nú er svo komið, að margir frammámenn þessarar þjóðar hafa ekki lengur skapstyrk til „að vera einsdæmi í veröldinni". Þeir vilja nú gera Kópavogssamning við vímudrauginn og játast ein- veldi hans til fulls. Takist þeim ásamt vímusinnum að fá hinn nýja Kópavogssamning samþykkt- an er fyrirsjáanlegt, að geigvæn- legur tollur verður tekinn af lífi og hamingju ótalins fjölda æskufólks og jafnvel óborinna kynslóða. Sá sem gengur einveldinu á hönd öðl- ast ekki frelsi sitt auðveldlega aft- ur. En við munum ætíð muna hverjir bera ábyrgðina. Guósteinn l*engilsaon er læknir í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldr- aðra í Kópavogi. 21 Vandaðir bíl- kranar í öllum stærðum á lægsta verði á markaðnum 18 tonn/m Lyftigeta 8.5 tonn, þyngd 2.3 — 2.5 tonn. Hátt á 2. hundrað gerðir fáan- legar frá 2.5 tonn/m til 180 tonn/m Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar. iTSMXrDtöXSI FUNAHOFÐA 1 - REYKJAVIK S 91-685260 /\iglýsinga- síminn er 2 24 80 RÍÓ er alveg ekta... RÍÓkaffipakkinn er harður og lofttæmdur því þannig helst RÍÓkaffið ferskt og bragðríkt alla leið í bollann þinn. Rjúkandi RÍÓ - hörkugott kaffi AUK hf. 93.3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.