Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 68
EUROCARQ J TIL DAGLEGRA NOTA ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Forstjórastóll Sambandsins: Valur reiðubú- inn til starfans A STJÓRNARFUNDI SÍS í gær var rett vió Val Arnþórsson stjórnar- formann SÍS, þar sem kannað var hver hugur hans væri til starfs for- stjóra Sambandsins, ef stjórnin fteri þess i leit vió hann að hann Ueki að sér starfið. Lýsti Valur sig reiðubú- inn til þess að taka að sér starfíð ef hann væri beðinn um það. Ekki var neitt ákveðið frekar í þessum efnum á fundinum í gær, en stjórn og skipulagsnefnd Sam- bandsins telur sig nú hafa þær upplýsingar í höndum að þeir tveir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi, þeir Valur Arnþórsson og Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Iceland Sea- food Corporation, séu báðir reiðu- búnir til þess að gegna forstjóra- starfinu, verði þeir beðnir um það, og séu í aðstoðu til þess að taka það að sér. Eins og hefur komið fram í Morgunblaðinu, mun vera stefnt að því að hægt verði að greina frá því á aðalfundi Sambandsins í júní í sumar, hver verður arftaki Erlendar Einarssonar forstjóra. Ný lög frá Alþingi: Aðild háskóla að fyrirtækjum Flutningur milli starfsheita heimilaður Beðið eftir björgun Morgunblaöiö/Friftrik SigurÖsson Rúnar Jónsson, félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri, liggur hér við jökulsprunguna, sem félagi hans, Kristjin Hálfdánarson, mátti hírast í á annan sólarhring. Uppi biðu Rúnar og Friðrik Sigurðsson — í 20 stiga frosti og strekkingsskafrenningi. Niðrí í sprungunni var frostlaust, enda er jarðhiti undir jöklinum á þessum stað í Kverkfjöllum þannig að Kristján þjáðist aldrei alvarlega af kulda. Honum var hjálpað upp úr sprungunni á laugardagskvöldið. Myndin var tekin fyrr þá um daginn. Sjá ennfremur frásögn Akureyringanna á bls. 20 og frekari fréttir af björgunarstarfinu um helgina í miðopnu blaðsins. Samkvæmt lögura, sem Alþingi samþykkti í gær, er Háskóla íslands heimilt með samþykki háskólaráðs og menntamálaráðherra að eiga að- ild að rannsóknar- og þróunarfyrir- tækjum er séu hlutafélög, sjálfseign- arstofnanir eða félög með tak- markaða ábyrgð og stundi fram- ísafjörður: Harður árekstur Einn slasaður HARÐUR árekstur varð á Hnífs- dalsveginum í gærmorgun. Var ökumaður annarrar bifreiðarinn- ar fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði og er talið að hann sé með ska- ddaða hryggjarliði. Hinn ökumað- urinn slapp ómeiddur, og er talið að notkun bílbeltis hafi bjargað honum frá meiðslum. Báðar bif- reiðarnar eru nánast ónýtar. leiðslu og sölu, sem lýtur að slíkri starfsemi, í því skyni að þróa hug- myndir og hagnýta niðurstöður rann- sókna og þjónustuverkefna sem há- skólinn vinnur að hverju sinni. Hin nýju lög kveða á um að í tengslum við skrifstofu háskólans starfi þjónustumiðstöð sem ann- ast gerð samninga milli aöila inn- an háskólans og utan um einstök verkefni. Allir meiriháttar samn- ingar eru háðir samþykki háskóla- ráðs. Samkvæmt hinum nýju lögum getur háskólarektor látið leysa sig undan stöðu sem prófessor meðan hann gegnir rektprsembætti. Þá heimila lögin að flytja lektor í dósentsstöðu og dósent í prófess- orsembætti, samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð. Þá getur há- skólaráð lagt til að forstöðumaður háskólastofnunar sé fluttur í pró- fessorsembætti eftir sömu reglum og gilda um flutning dósents í prófessorsembætti. Leitin að Het Wapen van Amstcrdam: Gullskipsmenn bora í flak á Skaftafellsfjöru Tækjabúnaður og mannskapur kominn austur GULLSKIPSMENN eru farnir af stað með tækjabúnað sinn austur á Skeiðarársand, en í framhaldi af víð- tækum segulmælingum sl. sumar á loftpúðaskipinu sem var sérsmíðað til verksins, munu þeir á næstu dög- um hefja boranir niður á skipsfíak sem talið er að liggi í sandinum um 5 km vestan við járnþilið, sem leitar- menn ráku niður á Svínafeilsfjöru fyrir tveimur árum. Sá staður sem nú verður kann- aður er á Skaftafellsfjöru. Á tiltölulega þröngu svæði þar virð- ast liggja þrjú skipsflök i sandi og ljóst er að eitt þeirra er skip sem var staðsett með mælingum á sín- um tíma, en eitt útslagið að þess- um þremur virðist vera talsvert stærra en hin tvö að ummáli og þar verður borað með það fyrir augum að teikna flakið og mæla nákvæmlega lengd þess og breidd. Fyrst verður borað með tveggja metra millibili og tekin sýni til að ganga úr skugga um hvort skipið Samræmi Ieitar- og björgunaraögeröa nauösynlegt, segir dómsmálaráöherra: Ræða þarf málin af hreinskilni og áræði — segir formaður Flugbjörgunarsveitar Akureyrar „VISSULEGA er mjög nauðsynlegt að samræmi sé í þessum hlutum og skipulag gott, en það er kannski erfítt að koma fram með heildarskipulag hjá þessum frjálsu samtökum. Frjáls samtök vilja væntanlega halda sjálf- stæði sínu. Ég mun að sjálfsögðu líta á þessar tillögur Almannavarnanefnd- ar, og kanna hvað tiltækt er að gera,“ sagði Jón Helgason dómsmálaráð- berra er hann var spurður hvað hann vildi segja um þá gagnrýni sem hefur komið fram á skipulagsleysi leitarinnar á Vatnajökli nú um helgina. Frá því hefur verið greint að Almannavarnir ríkisins hafi unn- ið upp tillögur um það meö hvaða hætti megi skipuleggja og stjórna björgunaraðgerðum eða leitar- leiðöngrum í líkingu við þann um helgina. Þessar tillögur hafi frá því að lokið var við gerð þeirra, legið i dómsmálaráðuneytinu, án þess að vera teknar til afgreiðslu. Einn þeirra, sem hafa gagnrýnt ríkjandi ástand er Gísli Kr. Lor- enzson, formaður Flugbjörgun- arsveitarinnar á Akureyri. „Það þurfti ekki að stefna á annað hundrað manns inn á jökul og það mátti sannarlega standa bet- ur og ákveðnar að þessu," sagði hanní samtali við blaðamann Mbl. um björgunarstarfið og skipulag þess. „A meðan aðgerð- um af þessu tagi er ekki stjórnað af einum aðila munum við halda áfram að hrúga leitarmönnum að ástæðulausu upp á ðræfi," sagði hann. „Þessi leit sannar það enn einu sinni en nú þarf að gera meira en að tala um samræmingu á stjórn aðgerða. Það þarf ekki sex stjórnendur í einn leiðangur af þessu tagi.“ Gísli sagðist ekki vilja neita því, að það væri „svolítil auglýs- ingalykt af þessu. Það er keppni milli sveitanna um hver verði fyrstur á staðinn. Það er kannski ekki æskilegt en það er skiljan- legt. Við héldum til dæmis áfram í áttina í Kverkfjöll eftir að við fengum ósk frá Flugmálastjórn um að snúa við, austfirðingarnir væru að komast á staðinn. Þetta var náttúrlega erfið staða fyrir okkur — tveir þessara manna eru stjórnarmenn I Flugbjörgunar- sveitinni og við vorum í sambandi við aðstandendur þeirra." Um hvaða lærdóm mætti draga af aðgerðum sveitanna um helg- ina sagði Gísli Lorenzson að nú þyrfti að ræða málin „af hrein- skilni og fullu áræði. Þá gæti þessi glundroði í aðgerðunum skilað árangri og þá borgaði þetta sig allt saman. Ef menn tala ekki saman, ef það verður ekki sam- ræmd stjórn Almannavarna, Hjálparsveita skáta, Slysavarna- félagsdeildanna og Flugbjörgun- arsveitarinnar, þá var þetta of dýr æfing nú um helgina. Frum- kvæðið þarf að koma frá yfir- stjórn dómsmála í landinu — það er útilokað að einhver ein sveit eða samtök drottni yfir öllum hinum," sagði Gísli Lorenzson. sé úr tré. Gullskipsmenn munu á næstu dögum flytja búðir sínar á Skeið- arársandi og leggja veg niður að nýja könnunarstaðnum, en hann er fram við sjó. Vitað er um lið- lega 30 skipsströnd fyrir öræfum síðan á 10. öld og hefur Flosi Björnsson í Kvískerjum merkt strandstaði samkvæmt annálum. Af 27 merktum stöðum hjá Flosa eru tveir merktir með spurningar- merki og í öðru tilvikinu er hugs- anlega Het Wapen van Amster- dam, en einmitt þar ætla gullskipsmenn nú að bora og kanna málið til hlítar. Ef borun verður jákvæð er ætlunin að koma niður í flakið röri sem verður lík- lega um tveir metrar í þvermál, og tæma rörið og freista þess að fá úr því skorið hvort um sé að ræða fíaggskip Hollands, Het Wapen van Amsterdam. Samkvæmt upp- lýsingum Kristins Guöbrandsson- ar í Björgun, eins af forsprökkum gullskipsmanna, er reiknað með að borun til að mæla flakið taki um tvær vikur. Sjónvarpið: Leitað samn- inga um þátta- röðina „Hotel“ ÍITVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. lostudag að heimila sjón- varpinu að ganga til samningn um kaup á þáttaröðinni „Hotel“, sem byggður er á samnefndri skáldsögu eftir Arthur Hailey. Að sögn Hinriks Bjarnasonar dagskrárstjóra sjónvarpsins hafa samningaviðræður þegar hafist við bandaríska fyrirtækið sem dreifir þáttunum, en óljóst er á þessu stigi hvort samningar nást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.