Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 65 ölvun við akstur eða ólögleg lyfjanotkun." Hjalti Zóphóníasson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, var spurður hvað tölvuvæðingu liði hjá löggæslunni. „í dómsmálaráðuneytinu er í undirbúningi heildartölvuvæð- ing dómsmála. Hjá Rannsókna- lögreglu ríkisins er til dæmis unnið að skráningu allra mála sem þeir hafa til meðferðar. Auk þess eru uppi hugmyndir um að tölvuskrá alla dóma hjá dóm- stólunum, en slíkt mundi spara mikla vinnu, til dæmis þegar verið er að leita að gömlu for- dæmi áður en dómur er kveðinn upp,“ sagði Hjalti. „Hvað viðvík- ur almennri löggæslu er þegar búið að tölvuskrá allar bifreiðir i landinu, þannig að menn geta auðveldlega komist eftir, með hjálp tölvu, hver á hvaða bifreið. Stefnan er að tölvuskrá einnig til dæmis vegabréf, ökuskírteini og byssuleyfi. Þetta hefur verið gert víða í nágrannalöndum okkar og erum við á eftir þeim í þessum efnum. Tölvuþróun er svo ör að menn eru farnir að sjá að þetta er það sem koma skal og mun koma til með að verða lög- gæslunni ómetanlegt hjálpar- gagn á mörgum sviðum í fram- tíðinni." „Félag yfirlögregluþjóna var fyrst og fremst stofnað sem hagsmunafélag yfirlögreglu- þjóna," sagði Páll Eiríksson, formaður félagsins. „Löggæslan býr við misjafnar aðstæður á landsbyggðinni og félaginu er fyrst og fremst ætlað að sam- ræma þær. Þetta er ekki kjara- baráttufélag, en menn geta kom- ið ábendingum og fyrirspurnum varðandi starfið á framfæri við félagið." Félag yfirlögregluþjóna sam- þykkti á fundinum þrjár álykt- anir til dómsmálaráðuneytisins. í fyrsta lagi að hafist verði handa við byggingu nýrrar álmu við lögreglustöðina við Hverfis- götu. Þar á lögregluskólinn og íþróttaaðstaða fyrir lögregluna að vera til húsa. I öðru lagi var ályktað, að komið yrði á fót minjasafni lögreglunnar, með gömlum munum, sem tengjast lögreglustörfum. í þriðja lagi var samþykkt ályktun um að hafist verði handa við að skrifa sögu lögreglunnar á fslandi, en fyrstu lögreglumenn landsins hófu störf 1803. Yfirlögregluþjónar af öllu landinu, sem sátu fund dómsmálaráðuneytisins. MorpinblaAM/Bjarni. Kynningarfundur yfirlögreglumanna: „Dómsmálaráduneytiö undirbýr heildartölyuvæðingu dómsmálau — sagði Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri Á undanförnum fimm árum hef- ur dómsmálaráðuneytið boðað yfir- lögregluþjóna af öllu landinu til kynningarfundar einu sinni á ári. „Hér eru samankomnir 36 yf- irlögregluþjónar, úr Félagi yfir- lögregluþjóna af öllu landinu, en það er nauðsynlegt fyrir okkur að koma saman til að samræma störf lögreglunnar um allt land. Á svona fundum koma oft fram nýjar hugmyndir og ábendingar um málefni er varða löggæsluna frá þeim sem vinna þessi störf að jafnaði," sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn. „Meðal þeirra mála sem hér hafa verið rædd eru drög að nýjum umferð- arlögum, sem umferðarlaga- nefnd hefur unnið að á síðast- liðnum fjórum árum og verða Bjarki Elíasson, yfirlög- Ingólfur Ingvarsson, yfir- Hjalti Zóphóníasson, deild- Páll Eiríksson, formaður regluþjónn. lögregluþjónn, Stykkis- arstjórí í dómsmálaráðu- Eélagsyfirlögregluþjóna. hólmi. neytinu. lögð fyrir alþingi til kynningar á næstunni." Einn fundarmanna, Ingólfur Ingvarsson, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, var spurður hvað hefði helst verið rætt á fundin- um. „Það merkastasem hér hef- ur verið fjallað um, finnst mér vera umræða um nýju umferð- arlögin. Það hefur verið farið yf- ir allar breytingar sem gerðar verða á lögunum og við höfum haft tækifæri til að koma fram með gagnrýni og ábendingar um það sem okkur finnst betur mega fara,“ sagði Ingólfur. „Umræðu- efnið hefur verið mjög viðtækt og fjallað um nánast allt, sem varðar lögreglustörf. Fulltrúi frá Vegagerðinni útskýrði til dæmis samband vegalagna og slysatíðni. Jóhannes F. Skafta- son, deildarstjóri alkóhóldeildar Rannsóknadeildar Háskólans, flutti framsöguerindi um blóð- og þvagsýni sem sönnunargögn við rannsóknir á málum eins og Nöfn fermingarbarna í MORGUNBLAÐINU misritaðist nafn stúlku, sem var fermd í Há- teigskirkju á pálmasunnudag. Hún heitir Guðmunda Inga Gunn- arsdóttir til heimilis að Hlíðar- byggð 42, Garðabæ. Þá féll niður nafn drengs, sem fermdist í Fella- og Hólakirkju. Hann heitir Egill ólafsson til heimilis Yrsufelli 26. Föðurnafn misritaðist í FRÁSÖGN Morgunblaðsins á sunnudaginn af íslandsmeistara- keppni í gömlu dönsunum misrit- aðist föðurnafn pilts í flokki 8 ára og yngri. Hann heitir ómar örn Pálsson og deildi öðru sæti í sín- um flokki með Valdísi Önnu Garð- arsdóttur. Leiðrétting DAGSETNINGARVILLA kom fram í sunnudagsblaði Mbl., þar sem auglýstur var fyrirlestur í Norræna húsinu um stöðlun í rafmagnsfræði á vegum Sam- bands ísl. Rafveitna. Fyrirlestur- inn var sagður eiga að vera 4. apríl en hið rétta er að hann fer fram 10. apríl klukkan 16.00 og eins og áður sagði í Norræna húsinu. TUDOR Heavy Duty Ný kynslóð rafgeyma sérbyggðir fyrir norðlæga veðrattu. - ★ Óhemju kaldræsiþol ★ Þola betur högg og hristing ★ Minna viðhald ★ Þrælsterkur plastkassi Fyrir vörubíla, langferöabíla, dráttavélar, vinnuvélar, báta og fl. Laugaveg 180s. 84160 umboðsmenn um land allt. ..Já — þessir meb 9 lif!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.