Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 48

Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 HVGRJIR GKaH ISLHflD Jón Baldvin og Kjartan í Ypsilon í kvöld kl. 20.30. Alþýðuflokkurinn. HLUTVERK HANS MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir hlutverki stjómandans í nútímaþjóðfélagi. Farið er yfir helstu verkefni sem stjórnandinn hefur með höndum og sýnt hvemig hann getur náð sem bestum ár- angri í samskiptum víð samstarfsmenn sína. EFNI: - Fimm þættir stjómunar. - Hvatning og mannleg samskipti. - Tíma- stjórnun. - Valddreifing - hópstjórnun. - Stefnumótun. - Þættir við ákvarðanatöku. - Hvert er hlutverk stjórnandans? - Forysta. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa mikil, bein samskipti við samstarfsmenn sína, bæði yfirmenn og undirmenn og þeim sem ann- ast skipulagningu og stjórnun á atvinnustarfsemi og tímabundnum verkefnum. Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1977 og stundaði síðan framhalds- nám við University of Bridgeport í Bandaríkjun- um. Starfar nú hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykja- víkurborgar. TÍMI: 1985: 15.—18. apríl kl. 13.30—17.30. ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana styrkir félaga sína á þetta námskeiðog skal sækja um það til skrifstofu SFR. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU ___ í SÍMA 82930 J^STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS SkXJMÚLA 23 SÍMI 82930 Það er mikill ábyrgðar- hluti að láta örfáa menn eyðileggja árangur Yfirlýsing Sauðfjár- veikivarna um fjár- skipti á Vestfjörðum 1. Upphaf riðuveiki í sauðfé í Vest- fjörðum Riðuveiki er illvígasti sauðfjár- sjúkdómur á íslandi, langvinnur, kvalafullur og ólæknandi. Talið er að hann hafi borist til landsins með enskum hrút árið 1787. Var staðbundin lengi á Norðurlandi en hefur breytt um hegðun sums staðar og fer þar hratt yfir og veldur margföldu tjóni miðað við það sem áður var. Riðuveiki fannst fyrst á Vest- fjörðum 1953 og virtist staðbundin í vesturhluta Barðastrandar- hrepps fyrstu áratugina. Olli þar þó miklu tjóni og átti þátt í því að eyðileggja fjárbúskap á nokkrum bæjum. 2. Vaxandi hætta fyrir Vestfirði alla Veikin hefur nú verið staðfest á nýjum svæðum þar vestra og ógnar hún nú Vestfjörðum öllum. Hún fannst á Patreksfirði 1982, í austurhluta Barðastrandarhrepps 1983 og innst í Arnarfirði 1984. 2. Heimamenn hafa óskað aðgerða Hugsandi menn á Vestfjörðum hafa fylgst með þessari óheilla- þróun og hafa tekið málið til ítar- legrar umræðu heima fyrir, m.a. vegna hvatninga og upplýsinga frá Sauðfjárveikivörnum. Þannig hafa sýslunefndirnar allar í Vest- fjarðarhólfi rætt þessi mál ítar- lega og ályktaö um þau, einnig Búnaðarsamband Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Skorað hefur verið á stjórnvöld að stöðva framrás veikinnar um landshlutann og freista þess með öllum tiltækum ráðum að útrýma riðuveiki af Vestfjörðum. Heima- menn og samtök þeirra hafa lagt fram talsverða vinnu í undirbún- ing til að tryggja sem best að fjár- skipti komi sem mildast niður og að sem minnst röskun verði á bú- setu fólksins. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkur ár og ýmsilegt hefur verið gert til varnar. Sjúkdómavarnir byggjast fyrst og fremst á árvekni og löghlýðni heimamanna sjálfra en einnig framtaki þeirra og sam- takamætti. 4. Stjórnvöld taka vel máli Vestfirð- inga Stjórnvöld hafa tekið vel mála- leitan Vestfirðinga og gefið vilyrði um meiri aðstoð en tíðkast hefur fyrir aðra staði á landinu. Mönn- um hefur verið ljóst hve byggðin stendur höllum fæti þar. Það má líka meta það, hvernig Vestfirðir björguðu öðrum landshlutum , þegar baráttan stóð við mæðiveik- „Vonandi er að Vest- firðingar skipi sér í þétta fylkingu um þær aðgerðir, sem líklegar eru til að uppræta og út- rýma riðuveikinni.“ ina og heilbrigt fé þurfti í stað þess sem lógað var sjúku. 5. Heimamenn leggja sjálfir á ráð um aðgerðir Góð samvinna virtist nást um fyrstu skrefin í aðgerðunum til að útrýma riðuveiki á Vestfjörðum. Búnaðarsambandið skipaði 10 menn (5 aðalmenn og 5 til vara) í Fjárskiptanefnd úr 8 hreppum Vestfjarðahólfs og skyldi hún vera tengiliður milli heimamanna og stjórnvalda. Hún samþykkti á sl. sumri stefnuyfirslýsingu þar sem lagt er á ráð um framkvæmdina. Þar er samþykktur niðurskurður í Barðastrandarhreppi öllum eftir afgerandi samstöðu þar öllu fé tveggja bæja í Auðkúluhreppi eft- Sigfús sýnir á Akranesl: Margt sem dregur mig hingað Akruem, 27. mire. SIGFÚS Halldórsson listamaður mun gefa Akurnesingum tækifæri að fylgjast með list sinni nú um páskadagana. Á skírdag, 4. apríl nk., opnar hann málverkasýningu í Bæjar- og héraðsbókasafninu og sama dag verður haldin söng- skemmtun á vegum Tónlistarskól- ans á Akranesi, þar sem Sigfús ásamt söngvurunum Elínu Sigur- vinsdóttur og Friðbirni G. Jónssyni flytja lög eftir hann. Myndirnar á sýningunni eru eingöngu málaðar á Akranesi nú í haust og vetur. Við heimsóttum Sigfús þar sem hann var að und- irbúa sýningu sína í kjallara bókasafnsins og spurðum hann nánar út 1 þessa sýningu hans. „Þetta verður stór dagur hjá mér þvi það kemur sjaldan fyrir að ég opni sýningu og haldi konsert samdægurs. Ég hef einu sinni áður sýnt á Akranesi, fyrir 25 árum reyndar; var það sam- sýning með fleirum en þá sýndi ég líkt og nú eingöngu myndir frá Akranesi." Af hverju velur þú Akranes? „Af hverju ekki? Ég hef nú um skeið sýnt eingöngu á nokkrum stöðum Norðanlands og þarf að færa mig suður á bóginn. Akra- nes er góður staður á leiðinni til höfuðborgarinnar, en þar ætla ég að halda stóra sýningu á næsta ári, sýningu sem ég hef verið með í undirbúningi í lang- an tíma. Akranes er fallegur og snyrti- legur bær og mikið af góðu myndefni, fólkið er sérstaklega almennilegt og gott. Allt þetta dregur mig hingað og vegalengd- in að heiman er ekki sú að mað- ur setji hana fyrir sig,“ sagði hinn geðþekki listamaður Sigfús Halldórsson að lokum. Málverkasýningin verður opin til sunnudagsins 14. april. Opnunartímar verða á helgidög- um kl. 14—22 og aðra daga kl. 16—22. Lokað verður á föstudag- inn langa. Söngskemmtunin verður kl. 17 á skírdag í Bíóhöll- inni. Akurnesingar ættu að fjöl- menna á þessa listviðburði lista- mannsins. J.G.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.