Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 HVGRJIR GKaH ISLHflD Jón Baldvin og Kjartan í Ypsilon í kvöld kl. 20.30. Alþýðuflokkurinn. HLUTVERK HANS MARKMIÐ: Tilgangur námskeiðsins er að gera grein fyrir hlutverki stjómandans í nútímaþjóðfélagi. Farið er yfir helstu verkefni sem stjórnandinn hefur með höndum og sýnt hvemig hann getur náð sem bestum ár- angri í samskiptum víð samstarfsmenn sína. EFNI: - Fimm þættir stjómunar. - Hvatning og mannleg samskipti. - Tíma- stjórnun. - Valddreifing - hópstjórnun. - Stefnumótun. - Þættir við ákvarðanatöku. - Hvert er hlutverk stjórnandans? - Forysta. ÞÁTTTAKENDUR: Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem hafa mikil, bein samskipti við samstarfsmenn sína, bæði yfirmenn og undirmenn og þeim sem ann- ast skipulagningu og stjórnun á atvinnustarfsemi og tímabundnum verkefnum. Höskuldur Frímannsson rekstrarhagfræðingur, lauk prófi frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1977 og stundaði síðan framhalds- nám við University of Bridgeport í Bandaríkjun- um. Starfar nú hjá Skýrslu- vélum ríkisins og Reykja- víkurborgar. TÍMI: 1985: 15.—18. apríl kl. 13.30—17.30. ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafélags ríkisstofnana styrkir félaga sína á þetta námskeiðog skal sækja um það til skrifstofu SFR. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU ___ í SÍMA 82930 J^STJÓRNUNARFÉLAG ISLANDS SkXJMÚLA 23 SÍMI 82930 Það er mikill ábyrgðar- hluti að láta örfáa menn eyðileggja árangur Yfirlýsing Sauðfjár- veikivarna um fjár- skipti á Vestfjörðum 1. Upphaf riðuveiki í sauðfé í Vest- fjörðum Riðuveiki er illvígasti sauðfjár- sjúkdómur á íslandi, langvinnur, kvalafullur og ólæknandi. Talið er að hann hafi borist til landsins með enskum hrút árið 1787. Var staðbundin lengi á Norðurlandi en hefur breytt um hegðun sums staðar og fer þar hratt yfir og veldur margföldu tjóni miðað við það sem áður var. Riðuveiki fannst fyrst á Vest- fjörðum 1953 og virtist staðbundin í vesturhluta Barðastrandar- hrepps fyrstu áratugina. Olli þar þó miklu tjóni og átti þátt í því að eyðileggja fjárbúskap á nokkrum bæjum. 2. Vaxandi hætta fyrir Vestfirði alla Veikin hefur nú verið staðfest á nýjum svæðum þar vestra og ógnar hún nú Vestfjörðum öllum. Hún fannst á Patreksfirði 1982, í austurhluta Barðastrandarhrepps 1983 og innst í Arnarfirði 1984. 2. Heimamenn hafa óskað aðgerða Hugsandi menn á Vestfjörðum hafa fylgst með þessari óheilla- þróun og hafa tekið málið til ítar- legrar umræðu heima fyrir, m.a. vegna hvatninga og upplýsinga frá Sauðfjárveikivörnum. Þannig hafa sýslunefndirnar allar í Vest- fjarðarhólfi rætt þessi mál ítar- lega og ályktaö um þau, einnig Búnaðarsamband Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Skorað hefur verið á stjórnvöld að stöðva framrás veikinnar um landshlutann og freista þess með öllum tiltækum ráðum að útrýma riðuveiki af Vestfjörðum. Heima- menn og samtök þeirra hafa lagt fram talsverða vinnu í undirbún- ing til að tryggja sem best að fjár- skipti komi sem mildast niður og að sem minnst röskun verði á bú- setu fólksins. Undirbúningurinn hefur staðið í nokkur ár og ýmsilegt hefur verið gert til varnar. Sjúkdómavarnir byggjast fyrst og fremst á árvekni og löghlýðni heimamanna sjálfra en einnig framtaki þeirra og sam- takamætti. 4. Stjórnvöld taka vel máli Vestfirð- inga Stjórnvöld hafa tekið vel mála- leitan Vestfirðinga og gefið vilyrði um meiri aðstoð en tíðkast hefur fyrir aðra staði á landinu. Mönn- um hefur verið ljóst hve byggðin stendur höllum fæti þar. Það má líka meta það, hvernig Vestfirðir björguðu öðrum landshlutum , þegar baráttan stóð við mæðiveik- „Vonandi er að Vest- firðingar skipi sér í þétta fylkingu um þær aðgerðir, sem líklegar eru til að uppræta og út- rýma riðuveikinni.“ ina og heilbrigt fé þurfti í stað þess sem lógað var sjúku. 5. Heimamenn leggja sjálfir á ráð um aðgerðir Góð samvinna virtist nást um fyrstu skrefin í aðgerðunum til að útrýma riðuveiki á Vestfjörðum. Búnaðarsambandið skipaði 10 menn (5 aðalmenn og 5 til vara) í Fjárskiptanefnd úr 8 hreppum Vestfjarðahólfs og skyldi hún vera tengiliður milli heimamanna og stjórnvalda. Hún samþykkti á sl. sumri stefnuyfirslýsingu þar sem lagt er á ráð um framkvæmdina. Þar er samþykktur niðurskurður í Barðastrandarhreppi öllum eftir afgerandi samstöðu þar öllu fé tveggja bæja í Auðkúluhreppi eft- Sigfús sýnir á Akranesl: Margt sem dregur mig hingað Akruem, 27. mire. SIGFÚS Halldórsson listamaður mun gefa Akurnesingum tækifæri að fylgjast með list sinni nú um páskadagana. Á skírdag, 4. apríl nk., opnar hann málverkasýningu í Bæjar- og héraðsbókasafninu og sama dag verður haldin söng- skemmtun á vegum Tónlistarskól- ans á Akranesi, þar sem Sigfús ásamt söngvurunum Elínu Sigur- vinsdóttur og Friðbirni G. Jónssyni flytja lög eftir hann. Myndirnar á sýningunni eru eingöngu málaðar á Akranesi nú í haust og vetur. Við heimsóttum Sigfús þar sem hann var að und- irbúa sýningu sína í kjallara bókasafnsins og spurðum hann nánar út 1 þessa sýningu hans. „Þetta verður stór dagur hjá mér þvi það kemur sjaldan fyrir að ég opni sýningu og haldi konsert samdægurs. Ég hef einu sinni áður sýnt á Akranesi, fyrir 25 árum reyndar; var það sam- sýning með fleirum en þá sýndi ég líkt og nú eingöngu myndir frá Akranesi." Af hverju velur þú Akranes? „Af hverju ekki? Ég hef nú um skeið sýnt eingöngu á nokkrum stöðum Norðanlands og þarf að færa mig suður á bóginn. Akra- nes er góður staður á leiðinni til höfuðborgarinnar, en þar ætla ég að halda stóra sýningu á næsta ári, sýningu sem ég hef verið með í undirbúningi í lang- an tíma. Akranes er fallegur og snyrti- legur bær og mikið af góðu myndefni, fólkið er sérstaklega almennilegt og gott. Allt þetta dregur mig hingað og vegalengd- in að heiman er ekki sú að mað- ur setji hana fyrir sig,“ sagði hinn geðþekki listamaður Sigfús Halldórsson að lokum. Málverkasýningin verður opin til sunnudagsins 14. april. Opnunartímar verða á helgidög- um kl. 14—22 og aðra daga kl. 16—22. Lokað verður á föstudag- inn langa. Söngskemmtunin verður kl. 17 á skírdag í Bíóhöll- inni. Akurnesingar ættu að fjöl- menna á þessa listviðburði lista- mannsins. J.G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.