Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 57 Litskrúðugt kóngafólk á kvikmyndahátíð ær voru skrautlegar konur bresku konungsfjölskyldunn- ar, er þær voru samankomnar á opnunarkvöldi konunglegu kvik- myndaakademíunnar sem hélt sína árlegu hátíð í Leicester Square Odeon fyrir skömmu. Sýnd var kvikmyndin „A Passage to India". Eins og venjulega, var það klæðnaður kvennanna sem vakti hvað mestu athyglina, sérstaklega klæðnaður Díönu, sem er í miðj- unni, en í gegn um tíðina hefur næstum allt sem hún hefur hulið líkama sinn með orðið að tísku- línu. Að þessu sinni var hún í em- erald-bláum chiffon-kjól sem huldi aðeins aðra öxlina. Þótti kjóllinn slá gersamlega út kjól Önnu prinsessu, sem minnti á Viktoríutímabilið. Drottningar- móðirin var vinaleg og glæsileg að vanda svo sem sjá má og keppir ekki við hinar yngri um þokka eða klæðnað. En fyrst við erum með þessa skemmtilegu mynd væri ekki úr vegi að reifa lítillega þann orðróm að Díönu og Önnu komi alls ekki saman og þær geri í því að snið- ganga hvor aðra. Anna sat fyrir svörum í hópi fréttamanna fyrir skömmu og vildu þeir ólmir fá að heyra sannleikann um þetta mál. Anna reyndist fús til að svara og sagði: „Já, þetta hef ég heyrt, þetta er eitt af skrautlegustu ævintýrunum sem ég hef heyrt. Þetta á ekki við rök að styðjast, okkur Díönu semur prýðilega, enda er hún hlýleg og elskuleg stúlka." Brooke Shields: Skráir ævisöguna 19 ára gömul að yngist stöðugt fólkið sem telur sig knúið til að rita ævi- sögur sínar. Við sögðum frá hin- um 23 ára gamla Boy George um daginn, en ævisaga hans, skráð af manninum sjálfum, er einhvers staðar að velkjast í kerfinu. Brooke Shields tilkynnti nýlega að hún væri að skrá æviminningar sínar og er hún þó aðeins 19 ára gömul. Hafa ýmsir haft á orði eft- ir að tíðindin bárust, að það ætti að skikka fólk til að ná tvítugu áður en ævisagan væri skráð. Hvað um það, Brooke er lögð í ’ann með fulltingi blaðakonunnar Connie Church. Ungfrú Church staðfestir að Brooke hafi frá nógu að segja og ef hún hefði beðið í svo sem áratug með að hefja skriftir, þá hefði efnið verið orðið svo mik- ið, áð þær hefðu vart treyst sér til að byrja. Snurða hefur samt hlaupið á þ/áðinn í samstarfi þeirra Brooke og Connie. Það er ekki þeirra í milli, heldur hefur móðir Brooke ræskt sig og greint frá áliti sínu á tilburðum kvennanna tveggja. Hún segir: „Brooke á að losa sig við þessa Connie, fólk sem hefur lært í Princeton er sjálft fullfært um að skrifa, dóttir mín hefur ekki þörf fyrir einhverjar afæt- ur...“ 5 ættliðir Mbl. barst þessi mynd af fimm ættliðum frá Jóni Friðrikssyni, Hömrum, Reykja- dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Standandi frá vinstri eru Hrönn Benónýsdóttir 3. ættliður, Val- gerður Jónsdóttir 2. ættliður. Valdís Guðmundsdóttir 4. ætt- liður með Sædisi Ósk Aðal- steinsdóttur 5. ættlið, Svanhvít Guðmundsdóttir 4. ættliður með Berglind Silju Aradóttur 5. ætt- lið og fyrir miðju má sjá Jón Friðriksson. OSLO 14.050 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga. Verð frá kr. 14.050. STOKKHÓLMUR 17.833 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla fimmtudaga. Verð frá kr. 17.833. III 12.419 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Páskaflug 5.—13. apríl. Verð í tvíbýli frá kr. 12.419. GLASGOW 11.193 HELGARFERÐIR: Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði á fyrsta flokks hóteli. Verð í tvíbýli frá kr. 11.193. mzm 13.182 HELGARFERÐIR: Brottför fimmtudaga og laugardaga. Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 13.182. LUXEMBOURG 13.480 Helgar og vikuferðir. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 13.480. um 17.012 Helgar og vikuferðir. Flogið um Luxembourg til Parísar. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 17.012. • KAUPM.H0FN 14.676 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 14.676. 27.368 Helgar- og vikuferðir. Brottför alla föstudaga. Flogið um Luxembourg. HELGARFERÐ: Flug og gisting m/morgunverði. Verð í tvíbýli frá kr. 27.368. i. 29.188 Flogið um Luxembourg. Flug og gisting í Agadir í tvær vikur auk 3ja nátta gistingar í Luxembourg — 17 daga ferð. Verð í tvíbýli frá kr. 29.188. OBERALIGAII 16.636 Sumarhús i Þýskalandi. Viku-, 2ja- og 3ja vikna ferðir. Hægt er að velja á milli stúdíó-íbúða, hótelíbúða og sumarhúsa af ýmsum stærðum. Leitið upplýsinga! Verð frá kr. 16.636. BENIDORM 23.672 BENIDORM er á Suður-Spáni og einn vinsælasti, sólrikasti og snyrtilegasti staðurinn á sólarströnd Spánar. Það er staðfest. Gististaðir eru bæði íbúðir eða hótel með eða án fæðis. Pantið timanlega og tryggið ykkur sæti í sólskinið á ströndinni hvítu. 2ja og 3ja vikna ferðir. Verð frá kr. 23.672. FERÐA.. MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.