Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 66
66
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985
MorgunblaðiA/Árni Sæberg
Alfreó Jóhannesson framkvaemdastjóri ísfugls til vinstri og Kjeld Jokumsen
meó sýnishorn af nýju framleióslunni.
Nýjung frá ísfugli í Mosfellssyeit:
Tilbúinn kjúklmga-
réttur beint í ofninn
ÍSFUGL í Mosfellssveit sendi frá sér á markaðinn nýjung nú fyrir páskana.
Hér er um aó reóa sérkryddaóa kjúklinga tilbúna beint í ofninn. Uppskriftin
er dönsk að uppruna og fékk ísfugl danska matvelatæknifrKóinginn Kjeld
Jokumsen til landsins til aó koma framleióslunni á markað.
Að sögn Alfreðs Jóhannssonar
framkvæmdastjóra ísfugls eru
kjúklingarnir niðurskornir og
kryddaðir með kryddlegi, sem
inniheldur: vatn, bragðaukandi
efni, salt og bindiefni. Þeir eru
síðan seldir í álbokkum, þannig að
taka má þá beint úr frystikistunni
og setja í ofn. Alfreð sagði að
steikingartími væri 45 til 50 mín-
útur. Bakkarnir eru seldir í tveim-
ur stærðum, stærri gerðin inni-
heldur átta bita, eða einn kjúkl-
ing, en sá minni hálfan kjúkling,
þ.e. fjóra bita. Alfreð sagði að með
þessum rétti væri ísfugl að koma
til móts við auknar kröfur neyt-
enda um léttara heimilishald, án
þess að það bitnaði á gæðum
matreiðslunnar.
Landakotsspítali fær
lungnaspeglunartæki
LandakoLsspítala barst nýverió
lungnaspeglunarUeki aö gjöf frá
Rebekkustúkunni Bergþóru í tilefni
55 ára stofnafmælis stúkunnar.
Lungnaspeglunartækið er þýð-
ingarmikið við greiningu ýmissa
lungnasjúkdóma og mun að auki
koma að notum við meðferð sumra
þeirra.
Systrasjóður hefur fjármagnað
gjöfina, en í sjóðnum starfa 14
stúkusystur og vinna þær ýmis-
konar handavinnu sem þær selja
innan reglunnar.
Nesjavellir álit-
legasti kosturinn
Rætt við Jóhannes Zoéga hitaveitustjóra um framtíðarvirkjun
Hitaveitu Reykjavíkur og rannsóknir í landi Nesjavalla
HITAVEITA Reykjavíkur hefur aó
nýju hafió rannsóknir á jarðvarma i
landi Nesjavalla, sem er hugsanlegt
virkjunarsvæói fyrir Reykvíkinga í
framtíðinni. Reykjavíkurborg keypti
landiö árið 1964, m.a. meó jarðhita-
virkjun fyrir augum og rannsóknir
hófust þar skömmu síóar, en lögðust
svo nióur að mestu 1972 vegna fjár-
skorts þar til í fyrra, aó tekið var til
við rannsóknir að nýju. Morgunblaó-
ió sneri sér til Jóhannesar Zoega,
hitaveitustjóra, og spurði hann nán-
ar um framvindu málsins og það
starf sem unnið er af hálfu Hitaveitu
Reykjavíkur á Nesjavöllum.
„Upphaf þessara rannsókna má
rekja til þess, að á sínum tíma
varð mönnum ljóst, að einhvern
tíma kæmi að því að hitalindirnar
í Reykjavík og nágrenni yrðu full-
nýttar," sagði Jóhannes er hann
var spurður um tildrög þessa
máls. „Árið 1961 tók borgarstjórn
Reykjavíkur ákvörðun um víðtæka
hitaveitulögn í borginni og var þá
borað á ákveðnum svæðum innan
borgarmarkanna með góðum
árangri. Þegar jörðin Nesjavellir
var keypt árið 1964, var enn verið
að bora í Reykjaík, en við kaupin
var haft i huga að leita á þetta
svæði þegar að því kæmi, að
jarðhiti væri fullvirkjaður á
höfuðborgarsvæðinu. Um 1970 fór
að draga úr borunum í borginni og
þá var byrjað að endurvirkja á
jarðhitasvæðum í Mosfellssveit.
Þær endurvirkjanir báru einnig
mjög góðan árangur. Síðan fór að
draga úr aukningu vatnsrennslis
og árið 1977 var hætt borunum í
Mosfellssveit og seinstu holurnar
þar virkjaðar á næstu árum.
Árið 1980 var þessari virkjun
lokið og eftir það bættist ekkert
við af nýju vatni. Þá var líka búið
að leiða dreifikerfi í alla Reykja-
víkurborg og alla nágrannabyggð-
ina, Kópavog, Garðabæ og Hafn-
arfjörð. Þar að auki voru gerðir
samningar um sölu vatns til Mos-
fellshrepps og Bessastaðahrepps
og síðast fyrir tveimur árum einn-
ig til Kjalarneshrepps. Orku-
vinnsla Hitaveitunnar hefur
meira en fimmfaldast frá árinu
1961, þegar áðurgreind samþykkt
var gerð í borgarstjórn.
Rannsóknir á Nesjavöllum
Þegar komið var fram á árið
1982 var byrjað að huga aftur að
Nesjavöllum og boruð þar ein hola
og síðan hófust rannsóknir aftur
af fullum krafti 1983 og 1984 enda
komið svo, að lághitasvæðin, sem
Hitaveita Reykjavíkur hefur nýtt
hingað til, bæði innan borgarinn-
ar og í Mosfellssveit, voru hætt að
hafa við. Þrátt fyrir endurvirkjun
á holum og nokkra fjölgun þeirra
þá varð engin aukning á heitu
vatni og þannig stendur það nú.
Aukningarþörf hitaveitu á höfuð-
borgarsvæðinu hefur hins vegar
um langt árabil verið 3,5 til 4% á
ári og síðustu tvö ár yfir 4%.
Ef síðustu þrír vetur hefðu verið
eins harðir og algengt var á árun-
um milli 1967 og 1980, þá hefði að
öllum líkindum þegar orðið vatns-
skortur hjá hitaveitunni. Þrátt
fyrir tekjuskerðingu síðasta ára-
tugs hefur þó tekist að stækka
geymarými miðlunargeyma Hita-
veitunnar í áföngum. Við höfum
frá árinu 1976 bætt við 6 nýjum
geymum á Grafarholti, eða fjór-
faldað miðlunargeymarýmið. Það
hefur hjálpað okkur, því annars
hefðum við lent í vatnsskorti þrátt
fyrir milda vetur undanfarin tvö
ár. Kyndistöð hitaveitunnar var
svo stækkuð um 60 MW sl. ár eða
næstum þrefaldað afl hennar.
Engin ákvörðun hefur ennþá
verið tekin um að virkja á Nesja-
völlum. Til þess að geta tekið þá
ákvörðun, verður að rannsaka
svæðið miklu betur, og það erum
við að gera núna. Hins vegar
standa vonir til þess, að þarna
verði hægt að virkja í framtíðinni
27 nýir sjúkraliðar
Sjúkralióaskóli íslands brautskráói 25. janúar sfóastliðinn 27 sjúkralióa og sjást þeir ásamt skólastjóra á
meófylgjandi mynd. í fremstu röó frá vinstri eru: Jóna Kristjánsdóttir, Hrönn Jónsdóttir, May-Britt Haraldsson,
Kristbjörg Þóróardóttir skólastjóri, Hrönn Ljótsdóttir, Sigrún Jóna Baldursdóttir og Gyóa Ásbjarnardóttir.
í mióröó frá vinstri eru: Guðný Óladóttir, Guðný Bergstaó, Margrét Jónsdóttir, Guðný Pálsdóttir, Unnur
Bergsveinsdóttir, Nanna Sigríóur Ottósdóttir, Sigríóur K. Sigurgísladóttir, Ingibjörg Hildur Árnadóttir, Sigrún
Birna Hafstein og Elín Óskarsdóttir.
I öftustu röó frá vinstri eru: Elín Sturlaugsdóttir, Sólveig Birna Sigurðardóttir, Sigurlína Sigurðardóttir,
Ragnhildur Árnadóttir, Karlý Zóphaníasdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Ása Bjarney Arnadóttir, Anna Steindórs-
dóttir, Birna Sólveig Guómundsdóttir, Guðlaug Magnúsdóttir og Sigríóur Gunnarsdóttir.
Sigurður Magnús sýnir
myndir unnar úr
íslenskum jarðefnum
HveragerAi, 26. mars.
SIGURÐUR Magnús Sólmundarson heldur myndlistarsýningu í félagsheimili
Ölfusinga í Hveragerði dagana 4. til 8. apríl nk. Sýningin veróur opin frá kl. 14
til 22 alla dagana. Þetta er fimmta einkasýning Sigurðar auk samsýninga. Allar
myndirnar eru unnar úr íslenskum jarðefnum, s.s. mislitu grjóti ásamt timbri,
jámi og ýmiskonar gróóri. Á sýningunni verður 31 verk, sem öll eru til sölu.
Einnig eru nokkur verk unnin úr tré.
Nýjasta myndin er 2,60x1,40
metrar á stærð og er hún unnin
fyrir Lionsklúbb Hellissands og
sýnir hún atvinnuhætti þar um síð-
ustu aldamót. Mun henni ætlaður
staður á vernduðu svæði á Hellis-
sandi, þar sem komið hefur verið
fyrir gömlum húsum o.fl. merkilegu
sem varðveita skal. Er þetta
næststærsta mynd Sigurðar, en
hann gerði mynd fyrir landbúnað-
arsýninguna á Selfossi árið 1978 og
sýnir hún þróun í landbúnaði, hún
Siguröur M. Siólmundarson meó stóru myndina sem á að prýða Hellissand í
framtíöinni.
mun vera aðeins stærri. Báðar eru
þær unnar til að vera utan dyra.
Afköst Sigurðar eru með ólikind-
um, því hann vinnur jafnan sem
hand- og myndmenntakennari, auk
þess sem hann vinnur mikið af
gjafamunum eftir pöntunum frá
fólki víða af landinu.
Sigurði óska ég til hamingju með
fallega og mjög athyglisverða sýn-
ingu, sem allir listunnendur ættu
að sjá.
Signin