Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 02.04.1985, Blaðsíða 67
67 því að þetta er líklegasta jarðhita- svæðið hér í nágrenninu til virkj- unar. Þegar Nesjavellir voru keyptir höfðu farið fram athuganir á jarðhitasvæðum hér í nágrenni Reykjavíkur, sem gætu komið til greina í framtíðinni. Þar var aðal- lega um að ræða Krísuvíkursvæð- ið, Trölladyngjusvæðið, Suður- Hengilssvæði eða Hveragerði, Norður-Hengilssvæði eða Nesja- velli. Af þessum fjórum svæðum var Nesjavallasvæðið talið lang líklegast. Það bar margt til þess, fjarlægöin frá notkunarsvæðinu var minnst og af öllum þessum fjórum svæðum var þetta hið eina þar sem góðir möguleikar voru á öflun ferskvatns fyrir veituna, en ferskvatn er nauðsynlegur milli- liður við virkjun háhitasvæða fyrir hitaveitur. Ef byggingaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verða eitt- hvað svipaðar og undanfarna ára- tugi Þarf að virkja að minnsta kosti 400 MW til aldamóta, og þangað til eru ekki nema 15 ár. Ef aftur á móti dregur úr byggingar- framkvæmdum, til dæmis um fjórðung, sem ekki er talið ólík- legt, þá endist virkjun af þessari stærð fjórum árum lengur. Gert er ráð fyrir að virkjað verði í þremur til fjórum áföngum." Ódýr raforka Nú hefur verið rætt um að reisa þarna raforkuver, ef svæðið verð- ur á annað borð virkjað, og sú gagnrýni hefur komið fram, m.a. i Þjóðviljanum, að slíkt sé bruðl, þar sem umframfjárfesting hafi átt sér stað í virkjunarfram- kvæmdum. Hvað vilt þú segja um þetta? „Þessi gagnrýni er komin frá Sigurði Tómassyni, fulltrúa Al- þýðubandalagsins í veitustjórn. Gagnrýnin er hins vegar byggð á miklum misskilningi. Nesjavalla- svæðið er háhitasvæði, og grunn- hiti þar er yfir 300 stig, þannig að þetta er eitt heitasta háhitasvæði landsins. Nú vill svo til, að af tæknilegum ástæðum, sem of langt mál yrði að skýra hér í ein- stökum atriðum, gefst kostur á því, að fá mjög ódýra raforku jafnframt hitaorkuvinnslunni. Samhliða 400 megavatta virkjun fyrir hitaveitu væri hægt að vinna MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Eins og sjá mi i þessari mynd býr talsverður kraftur í iðrum jarðar i Nesjavöllum. að minnsta kosti 70 megavatta raforku. Hvenær þessi möguleiki verður nýttur eða hver markaður verður fyrir þessa raforku er ekkert vitað nú annað en það, að virkjunin sjálf þarf á um það bil 15 mega- wöttum að halda, bæði á jarðhita- svæðinu og eins til þess að dæla vatninu yfir fjöllin til borgarinn- ar. Það liggur í augum uppi að svo mikið verður virkjað strax. Raf- magn sem þannig fengist myndi ekki kosta nema brot af því sem við þyrftum að borga fyrir raforku úr kerfi Landsvirkjunar. Annars er fullsnemmt að ör- vænta um frekari nýtingu raforku frá Nesjavöllum, þar sem hún stæði ekki til boða fyrr en eftir 5 til 10 ár. Raforkuvinnslan skiptir því ekki sköpum fyrir hitaveituna, en hún gæti gert virkjunina miklu arðsamari en annars væri. Sigurður Tómasson hefur gefið í skyn í Þjóðviljanum, að auðvelt sé að fá allt það vatn sem Hitaveitan þarfnast á næstu áratugum úr nú- verandi hitasvæðum. Auðvitað væri það æskilegt, en þvi miður bendir ekkert til þess, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir jarðhita- svæðanna. Þess vegna verðum við að finna ný jarðhitasvæði fyrir framtíðina. Að því miða þessar rannsóknir á Nesjavallasvæðinu og vonandi bera þær góðan árang- ur í tæka tíð.“ Athugasemd í útvarpsráöi: Of snemma greint frá Bervíkur- slysinu Á ÚTVARPSRÁÐSFUNDI sl. fóstu- dag lét Eiður Guðnason bóka at- hugasemd vegna fréttaflutnings ríkisútvarpsins af hvarfi Bervíkur SH frá Olafsvík sl. miðvikudags- kvöld. Gerð var athugasemd við það hversu fljótt ríkisútvarpið sagði fri hvarfi bátsins, eða áður en niðst hefði samband við alla aðstandend- ur ihafnarinnar. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur formanns útvarpsráðs óskaði Eið- ur Guðnason eftir bókun á at- hugasemd við fréttaflutninginn, en greint var frá því í síðustu fréttum sl. miðvikudagskvöld, að óttast væri um afdrif 36 tonna báts frá Ólafsvík. Hún sagði að þó báturinn hefði ekki verið nafn- greindur hefðu þeir, sem til þekktu, getað áttað sig á um hvaða bát var að ræða. Hún sagði bókun- ina byggða á því, að of oft gleymd- ist að athuga, hvort búið væri að hafa samband við alla aðstand- endur. Athugasemd MBL. HEFUR borist athugasemd vegna viðtals við Lilju Skarphéð- insdóttur, ljósmóður á Húsavík. í viðtalinu segir Lilja að það vanti lækna á sjúkrahúsið en hún óskar að fram komi að hér sé eingöngu átt við barnalækni, að öðru leyti sé gott læknalið á staðnum. Leiðrétting Undirfyrirsögnin, sem birtist með grein Tómasar Inga Olrich í blaðinu sl. laugardag, átti ekki að vera þar. Á hinn bóginn átti milli- fyrirsögnin „Byggðakjarnar Júlí- usar Sólnes" að breytast í „Hreppaflutningar Júlíusar Sól- nes“. — Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. TEN CATE HERRA NÆRBUXUR Ten cate karlmannanærbuxurnar eru úr 97% bómull og 3% teygju, tvíofnar. litekta. þola suðu. og eru alltaf eins. Margar gerðir og litir. Verzl. Georg, Austurstræti, Sporið, Grímsbæ, Kf. Hafnfirðinga, Miðvangi, Verzl. Aldan, Sandgerði, Verzlunarfél. Grund, Grundarfirði, Verzl. Chaplin, Akureyri, Nafnlausa búðin Hafnarfirði Magnþóra Magnúsdóttir sf. heildverzlun Brautarholti 16, sími 24460 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI Dominova húsgögn Með ótal möguleikum má byggja upp að eigin vild Smíöuð úr massívri furu meö hvítlökkuöum hliö- um og baki. Þessi hús- gögn eru jafnvönduö og þau eru glæsileg. Verðið ótrúlega hagstætt. Hér á vel viö aö segja: „Lengi býr að fyrstu gerð“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.