Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 39

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 39
MORGUNBLADIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 39 Fri Dalvík 100. starfsári Spari- sjóðs Svarfdæla lokið — Afkoman lakari í fyrra en árið 1983 Dahfk, 21. mara LAUGARDAGINN 16. mars var haldinn aðalfundur SparisjóAs Svarfdaela. Með þessum fundi lýkur hundraðasta starfsári sparisjóðsius, en hann var stofnaöur 1. maj 1884. Á þessum aðalfundi lagði Gunnar L. Hjartarson fráfarandi sparisjóðs- stjóri fram reikninga sjóðsins fyrir árið 1984. Afkoma sparisjóðsins var heldur lakari árið 1984 en árið áður og hefði ekki komið til tekna vegna gengismunar hefði halli orðið á starfseminni. Hagnaður nam kr. 694.632.00 og er þá búið að taka fullt tillit til kostnaðar af 100 ára afmæl- ishaldi sparisjóðsins, sem nam kr. 600.081.00. Um áramót er eigið fé sjóðsins bókfært kr. 17.060.246.00 Innlánsaukning á árinu varð 33% en aukning útlána varð 54%. {tilefni af aldarafmælinu stofnaði Sparisjóður Svarfdæla sjóð til styrktar menningarmálum í byggð- arlaginu. Nafn sjóðsins er Menning- arsjóður Svarfdæla og lagði spari- sjóðurinn fram sem stofnfé kr. 500.000.00 og jafnframt kr. 200.000.00 af rekstarhagnaði ársins 1983. t skipulagsskrá menningar- sjóðsins segir að tilgangur hans sé að veita styrki til hvers konar menn- ingar- og mannúðarmála í byggðum Svarfdæla. Stjórn sjóðsins er skipuð 3 mönnum, einum kosnum af Spari- sjóði Svarfdæla og er hann jafn- framt formaður stjórnar. Þá til- nefna sveitarstjórnir Dalvíkurbæjar og Svarfaðardalshrepps sinn hvorn fulltrúann i stjórnina. Árlegar tekj- ur sjóðsins eru auk vaxta framlög, sem aðalfundur sparisjóðsins ákveð- ur eða framlög annarra sem áhuga hafa á að efla getu sjóðsins til styrkveitinga. Stjórn menningar- sjóðsins ákveður styrkveitingar úr sjóðnum að jafnaði einu sinni á ári, fyrir aðalfund Sparisjóðs Svarfdæla. Áð þessu sinni fengu eftirtaldir aðil- ar styrk: Bæjarbókasafn Dalvíkur kr. 150.000.00, Lestrarfélag Svarfdæla kr. 50.000.00, Skákfélag Dalvikur kr.25.000.00 Þá var kr. 10.000.00 úthlutað til styrktar hljóðfærakaupum i þing- húsið á Grund í Svarfaðardal. Á aðalfundi var kosin ný stjórn. Sú breyting varð í stjórnarkjöri að Halldór Jónsson, oddviti Svarfaðar- dalshrepps, sem setið hefur i stjórn undanfarin ár, náði ekki kjöri en i stað hans var kjörinn Þorgils Sig- urðsson stöðvarstjóri. Stjórnina skipa þvf auk Þorgils, Óskar Jónsson og Baldvin Magnússon, kosnir af ábyrgðarmönnum sparisjóðsins, Valdimar Bragason, tilnefndur af Bæjarstjórn Dalvíkur, og Hjörtur E. Þórarinsson, tilnefndur af sýslu- nefnd Eyjafjarðarsýslu. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla er Friðrik Friðriksson — Fréttaritarar DI^ÁFFID | <8> VERA Vid bjóðum öllu útivistarfólki: Stil-Longs ullarnærföt. Vinnufatnað — samfestinga, einnig loðfoðraða. Hlífðar og kuldafatnað. Skó og hlýja sokka. Áttavita, penna-neyðarmerkja- byssur, álpoka og fjölmargt fleira. Sími 28855

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.