Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 02.04.1985, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1985 Minning: Jón Þorsteinsson íþróttakennari Fæddur 3. júlí 1898 Dáinn 25. mars 1985 Kveðja frá Glímufélaginu Ármanni. ,Þeim sem ævinnar magn fyrir móðurlands gagn hafa mestum af trúnaði þreytt, hljómar alþjóðar lof, þvi þeir ðbornum veg hafa greitt Þessi voru ávarpsorð, sem letr- uð voru á grip, sem nemendur faerðu skólastjóra Hvítárbakka- skóla, en í þeim skóla var Jón Þor- steinsson nemandi 1916—1918. Skólastjórinn hafði oftsinnis rætt við nemendur um kraft lýðfræðsl- unnar, menntunaráhrifin, stækk- un sjóndeildarhringsins, þroska hugarfarsins og skilninginn á líf- inu. Þetta væru efni þráðarins, sem hann vonaðist til að héldist eftir með nemendum og þeir leit- uðust við að tengja til áhrifa um- hverfi sínu. — Við sem notið höf- um návistar Jóns Þorsteinssonar getum borið, að þessi áhrif frá skólanum á Hvítárbakka bar Jón -'út til umhverfis síns. Jón Þorsteinsson fæddist 3. júlí 1898 í Örnólfsdal í Þverárhlíð, en flytst ungur með foreldrum sínum að Hofsstöðum í Skaftholtstung- um. Við þann bæ kenndi hann sig lengi. Faðir Jóns var Þorsteinn Hjálmarssonar alþingismanns Péturssonar í Norðurtungu — móðir Elín Jónsdóttir bónda að Stafholtsey í Andakílshreppi og Norðtungu í Þverárhlíð Þórðar- sonar. Jón var 17 ára er faðir hans dó en móður sinnar naut hann til 1952 Fyrsti kennari Jóns í barna- skóla var Sigurður Sigurðsson skáld frá Arnarholti. í formála ritsins Vaxtarrækt, sem Jón samdi og gaf út 1943, tekur hann fram um Sigurð: „ ... skýrði fyrir mér á svo minnisstæðan hátt, að ekki gleymdist, hversu skaðleg vaxtarlýti geta verið fyrir heils- una. Honum þótti ekki ungu fólki sæmandi að ganga lotið.“ Einn af stofnendum Umf. Staf- hoitstungna er Jón 1912. Hann varð fljótt virkur í félagsmálum og iðkun íþrótta. Hlaup, stökk, sund og glíma voru þær íþróttir sem þá voru einkum stundaðar. Þol til lengri hlaupa hafði Jón. Glímu nam hann að einhverju leyti af föður sínum. Orð hafði hann á því að faðir hans vildi fremur kenna honum „lausatök" en Jóni fannst þau óæðri glímunni og sá síðar eftir því að hafa ekki tileinkað sér þá tilsögn. Sund- mennt var í hávegum meðal Borg- firðinga á þeim tíma sem Jón var að alast upp. Ekki hrakar henni með stofnun ungmennafélaganna. í þessu sambandi skal vitnað til merkrar greinar, sem Þorgils Guðmundsson íþróttakennara í Reykholti og Hvanneyri ritaði um sundkennslu í Borgarfirði 1970 (Kaupfélagsrit KB 23. hefti). í iiéraðinu munu 1912 hafa verið 11 torflaugar og sumar að nokkru steinsteyptar. Meðal þeirra var Veggjalaug í Stafholtstungum. Til laugarinnar sótti Jón tíðum æf- ingar og varð fljótt vel sundfær, sem fleiri ungmennafélagar sveit- arinnar. Sundflokkur þeirra vann flokkakeppnina í sundi á átta fyrstu héraðsmótum Borgfirðinga, sem hófust 1913. Umf. Stafholtstungna efndi til sundnámskeiða og 1916—’21 ann- aðist Jón kennsluna. Kenndi hann einnig í Leirárlaug, Leirársveit, og Hreppslaug, Andakílshreppi. Starfsemi ungmennafélaga Borg- firðinga, og þar á meðal Jóns, leiddi af sér, að áætlað var 1941, er framkvæmd sundskyldunnar hófst, að 20% íbúa héraðsins væru syndir. — Starfsemi Umf. Staf- holtstungna var fjölþætt. Hug- sjónir ræddar á fundum, eljusem- in gerði margar þeirra að veru- leika t.d. endurbygging sundlaug- ar, reist laugarhús og samkomu- hús, efnt var til samkomuhalds að sumar- og vetrarlagi, æfðar íþróttir, sýndar og keppt í þeim, komið upp sýningum á heimilisið- naði o.s.frv. Hlutdeild Jóns í fé- lagsmálum þessa vettvangs varð honum ögun og skólun. Þaðan hygg ég að hann hafi fært með sér vandað mál, glöggan málflutning og þekkingu á fundarsköpum t.d. kom þetta vel fram er hann gegn- di, sem oft var, starfi fundarstjóra á ársþingum ÍSl. Samhliða sundkennslunni kenndi Jón Mullers-æfingar og studdist við bókina „Mín aðferð" eftir J.P. Muller en hún var þýdd af dr. Birni Bjarnasyni en gefin út 1911 af Sigurjóni Péturssyni og Pétri Halldórssyni. Eintak Jons af bókinni, sem ég hefi undir hönd- um, sýnir, að það hefur oft verið opnað og lesið. Haustið 1916 hefur Jón nám í yngri deild Hvít- árbakkaskóla. Magnús Pétursson síðar kennari við barnaskóla. Ak- ureyrar annast þá leikfimi- kennslu. I stað stofu þeirrar, sem leikfimi og glíma höfðu verið iðk- aðar í, er risið leikfimisalur, sá er danskir vinir skólastjórans höfðu með fjárframlögum aðstoðað við að reisa. Leikfimikennarinn, sem var ötull og laginn, glæddi með nemendum hug til íþróttaiðkana. Skólastjórinn bar með sér áhrif frá Torfa skólastjóra í ólafsdal, að líkamsmenningu skuli gaumur gefinn og þá ekki minni frá lýð- háskólanum í Askov, þar sem virk voru sannindin að sálaratgjörvi væri háð líkamsatgjörvi, og íþróttaiðkanir orðnar þroskuð námsgrein. Við þessi heilbrigðu lífsviðhorf dvelur Jón í tvo vetur. Fram til hausts 1919, er Jón sest í Samvinnuskólann í Reykjavík, hefur hann starfað að landbúnaði og sundkennslu, en kemst nú í snertingu við íþróttalíf höfuðstað- arins, gengur í Glímufélagið Ár- mann og tekur að æfa þær íþrótt- ir, sem félagið lætur iðka. Kepp- andi er hann i glímumótum og víðavangshlaupum. — Greinar í Skinfaxa, riti UMFÍ, frá þessum árum sýna, að Jón hefur verið full- trúi ungmennafélaga heimahéraðs síns á sambandsþingum UMFÍ og er kosinn í nefndir. Fyrir sam- bandið tekst hann veturinn 1920—’21 ferð á hendur um Vest- firði. Heimsækir ungmennafélag fjórðungsins og heldur námskeið. Inn í raðir ÍSI-manna berst Jón með félögum sínum í Ármanni og sem fulltrúi ungmennafélagsins í Borgarfirði. Samhliða þessum ið- kunum íþrótta og störfum fyrir þær vinnur hann verslunarstörf. — Sumarið 1922 tekur Jón þá heillavænlegu ákvörðun að halda utan til íþróttanáms og mun hvatning skólastjóra Samvinnu- skólans, Jónasar Jónssonar frá Hriflu, hafa ráðið þar nokkru um, því að hann sem sambandsstjóri UMFÍ 1917—’21 og ritstjóri Skin- faxa 1911 —’18 hafði fylgst vel með áhuga hins unga manns og ritað mikið um nauðsyn þess að til iþróttakennslunnar fengjust lærð- ir kennarar, og að íþróttaskóla vantaði. Leikfimilýðskólinn í Ollerup, þar sem Niels Bukh er skólastjóri, verður fyrir valinu, en skólinn hafði þá starfað í 2 ár. Skólastjór- inn fékk fljótt miklar mætur á Is- lendingnum enda lagði hann sig vel fram við námið. Að loknu námi í Ollerup heldur Jón til Tunsby í Finnlandi á námskeið. Leiðin ligg- ur þaðan til 3 mánaða námsdvalar í stofnun J.P. Mullers í Khöfn en við hana hafði hugur Jóns dvalið frá því hann hafði eignast bókina Mín aðferð. Áður en heim var haldið 1924 átti Jón 3 mánaða námsdvöl í lýðskólanum í Voss í Noregi. Þegar eftir heimkomuna hefst Jón handa við stofnun og star- frækslu íþróttaskóla í Reykjavík, sem hann opnar haustið 1924 og nefnir Mullersskólann. Skólinn er fyrst til húsa í risi húss Reykja- víkur Apóteks en flyst í rishæð húss Jóns Þorlákssonar 1927 og er þar með vel sótta stofnun í þröngu rými, þar til hann flytur í eigið íþróttahús við Lindargötu í Reykjavík 1935 og nefnir stofnun sína Iþróttaskóla Jóns Þorsteins- sonar. Þrekvirki var það einstaklingi að reisa vandað íþróttahús á krepputímum. Islensku íþróttalífi var mikill fengur að húsinu. Stærri salurinn var stærsti salur landsins t.d. var efnt þar fljótlega til meistaramóta í innanhúss- handknattleik. Skólaíþróttir gátu fært út kvíarnar og sama var að segja um iþróttafélögin t.d. fékk Glímufél. Ármann að starfrækja þar fjölþættar íþróttaiðkanir þar til féiagið tók í notkun eigið hús 1981. Markverð nýjung í líkams- mennt, að almenningur gat notið á vegum skólans styrkingarleikfimi og starfrækt var þar fyrsta bað- stofan til almenningsnota. Til- gangur Jóns með stofnun Mull- ersskólans var: að útbreiða heima- leikfimi J.P. Mullers. Að kenna öðrum að kenna Mullers-æfingar og aðrar. Að styrkja og örva lingerða og lagfæra líkamslýti þeirra, sem læknar vísuðu til skólans. Eftir að Jón hafði 1926 notið náms hjá Rudolf Klapp hóf hann að beita svonefndum Klappsæf- ingum og er hann fær 1934 tak- markað lækningaleyfi hefur skól- inn viðtækar iðkanir sjúkraleik- fimi, sem haldast við þar til Jón selur íþróttahúsið ríkinu til afnota fyrir Þjóðleikhúsið 1983. Fram- hald þessarar merku starfsemi er í Vörðuskóla. Há mun vera orðin tala þeirra einstaklinga, sem notið hafa for- sagnar Jóns og hans ágæta aðstoð- arfólks um æfingar til styrkingar misþroskuðum vöðvum. Margur langt að kominn átti athvarf hjá þessu starfsfúsa fólki. Hljóðlátt var um þennan starfsþátt Jóns en nafn hans varð þjóðinni kunnugt fyrir störf hans að kennslu, glímu og leikfimi meðal áhugafólks á vegum Glfél. Ármanns. Aðdáunar nýtur Jón í hugum okkar er nutum handleiðslu og forsagnar hans. Sá þarf að búa yfir miklum áhuga, sem frá 1924 til 1947 starfar í 7 mánuði kvöld hvers virks dags frá kl. 19 til kl. 22 eða 23 eftir að hafa lagt að baki dagsverk, — og marg- ur sunnudagur fór til móta eða sýninga. Sumur gátu einnig farið til æfinga flokka til utanferða og þá til ferðanna sjálfra. Árið 1925 tekur Jón að sér á vegum UMFÍ ferð um Noreg með 9 glímumenn; fyrir áeggjan Nielsar Bukhs för um Danmörku með 14 glímumenn á vegum Glfél. Ár- manns; Þýskalandsför á vegum Germaníu og Ármanns með 20 glímu- og fimleikamenn- — síð- sumars 1932 var efnt til íslenskrar menningarviku í Svíþjóð, þar sem fram komu söngvarar, skáld með upplestra, tónlistarmenn, mynd- og högglistarmenn með sýningar og þangað var Jóni treyst til að fara með fimleika- og glímumenn og sýna íþróttafærni íslenskrar æsku; — aðalsýningin var á Skansinum í Stokkhólmi, þar sem mætt var konunglegt fólk og margt annarra fyrirmanna — 1938 heldur Jón til landsmóts Norðmanna í leikfimi með 13 fim- leikakonur úr röðum Ármenninga — í Stokkhólmi er 1939 haldin „Lingiade“ og sendir Ármann þangað undir stjórn Jóns 38 konur og karla, sem sýna fimleika; — fimleikavika tileinkuð Linger haldin í Gautaborg 1946 og sýna þar 17 stúlkur frá Ármanni fim- leika undir stjórn Jóns; — sama ár mætir Jón með 15 glímumenn úr Ármanni í Svíþjóð á kynningar- mót: „Ungdomsringen för bygde- kultur"; síðasta för Jóns fyrir Ár- mann er 1947 með 46 glímumenn og fimleikaflokka kvenna og karla til þátttöku í „Finlands Festspel". Dagsferðir fór Jón með sýn- ingarflokka til staða á Suður- og Vesturlandi. Lengri ferðir innan- lands með flokka Ármanns: — um Norðurland 1929, til Austurlands 1937 og 1945 um Vestfirði. Alls munu sýningar, sem Jón stjórnaði vera hátt á þriðja hundrað. Auk þess tok hann að sér stjórn ýmissa hátíðasýninga á vegum ÍSÍ, en þar ber hæst stjórn 120 karla sem sýndu leikfimi á Alþingishátíðinni og úrvalsflokks karla. — Af þess- ari upptalningu má ljóst vera hví- líkt feikna álag æfingar, sýningar og mót hafa verið einum manni. Alúðin, sem í þessi störf var lögð, kemur best í ljós, þegar þess er minnst að sýningar hans mistók- ust aldrei. Vandvirkni hans tók stundum á okkur, sem hann æfði, en vel heppnaðar sýningar færðu með sér endurgjald og þakklæti til þrautseigs íþróttakennara. Með- ferð fánans lét Jón sér annt um. Samhliða öllum önnum íþrótta- kennslunnar tókst Jóni að fá tíma til útgáfu- og fræðslustarfa. Mull- ersæfingar hinar nýju, sem samd- ar voru af J.P. Jespersen, fær hann Guðjón Guðjónsson skóla- stjóra í Hafnarfirði til þess að þýða og gefur út á sinn kostnað 1925. I 3 ár, frá 1926, starfrækti Jón bréfaskóla til leiðbeiningar um iðkun leikfimi. Skólaíþróttir I 1941, Leiðbeiningar fyrir kennara, sem búa við erfiða aðstöðu til leikfimi. Vaxtarrækt 1943, til leiðbeiningar fyrir heimili og skóla til fyrirbyggingar og lagfær- inga líkamslýta. Þrjú smárit um glímu 1925,1926 og 1929, sem þýdd voru á norsku, dönsku og þýsku. — ÍSÍ bauð til námskeiðs fyrir leið- beinendur 1924—’25 og stjórnaði Jón því og var aðalkennari. Gaf námskeiðið góða raun, svo að ÍSÍ í samvinnu við UMFÍ efndu til námskeiðs 1927—’28 og annaðist Jón þar sömu störf sem á því fyrra. — I millaþinganefnd um íþróttamál var Jón skipaður 1938 og skilaði nefndin frumvarpi til íþróttalaga 1940. — Frá 1943 til 1972 átti Jón sæti í skólanefnd Iþróttakennaraskóla íslands. Einn af stofnendum íþróttakennarafé- lags íslands var Jón 1935 og um skeið formaður. Mál Jóns á forsögnum var hreint, skilmerkilegt og formfast. Fyrirskipanir örvandi og án hiks. Framkoma öll frjálsleg en festu- leg. Foringi var hann án þótta. Stjórnsemi hjá honum var öguð. Að baki festunni leyndist ljúf mannúð, sem getulitlir amlóðar styrktust af að finna, svo að vilj- inn óx til viðleitni að ná tökum á sjálfum sér og verkefninu. Árang- ur Jóns í kennslu spratt af festu og stjórnsemi, þekkingu og þol- gæði. Kennslu sína á æfingu, stökki eða glímubragði batt hann aldrei við að sýna sjálfur. Hann liðaði hið samsetta sundur og tók iðkanda til að framkvæma atriðið undir forsögn. Sjálfur iðkaði hann leikfimi daglega. Reisn hans, framkoma og göngulag bar vott um þjálfaðan íþróttamann. Fyrir hin miklu kennslu- og fé- lagsstörf hlotnaðust Jóni margs- konar heiðursviðurkenningar. Hann var gerður heiðursfélagi Glfél. Ármanns og ÍSÍ. Sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu og hvítu-rósinni, virð- ingarorðu Finna. Þau hjónin Ey- rún og Jón voru kosin heiðursfé- lagar Suomi-Island fyrir mæt störf í þágu Finnlands. Nemendur hans færðu þeim hjónum við ýmis tækifæri þakkargjafir og nánir vinir hans færðu honum fimmtug- um forláta skrifborð, sem Guðjón Samúelsson hannaði. Ég var 17 ára gamall staddur í Þýskalandsför með Jóni í Biele- feld. Árla sunnudags kom hann sér á fætur og tók mig með sér á listaverkasýningu. Ég var ekkert hrifinn af þessu uppátæki en hlýddi þó. Dvölin með honum á sýningunni er mér enn í fersku minni. Skýringar Jóns og frásagn- ir um stefnur í list, form, beitingu lita og handbragðs urðu fyrstu kennslustundir mínar í listsköpun og listasögu. Þarna varð ég fyrst áskynja hve mikla ánægju Jón hafði af listaverkum og bjó yfir mikilli þekkingu á listastefnum. Hann var stuðningsmaður lista- manna og þar bar hæst hjálpsemi þeirra hjóna og aðhlynning við Jó- hannes Sveinsson Kjarval. Hann átti hjá þeim athvarf. Á sumrum lét Jón honum eftir stóra salinn í íþróttahúsinu. Þar var hátt til lofts og vítt til veggja, bjart — skektu undir fullum seglum var unnt að hafa á miðju gólfi, myndir um gólf og upp um veggi og borð, stóla og svefnaðstöðu. Þarna undi Kjarval sér vel. Þegar um Kjarval er skrifað er sjaldan getið þessara vinahóta þeirra hjóna við lista- manninn. Ég hygg að Kjarval hafi afrekað meira fyrir þessa að- hlynningu — Jón Þorsteinsson var heilsuhraustur enda hefði hann vart afkastað slíku ævistarfi, sem hann á að sér látnum. Styrkingu sótti hann í göngur, leikfimi, böð, hörundsstrokur og holla fæðu. Síðastliðin þrjú ár bjó hann við vanheilsu af ólæknandi sjúkdómi, sem torveldaði hreyfifærni hans, svo að hann varð að dvelja á sjúkrahúsum og hjúkrunarstofn- unum, oftast rúmfastur eða í hjólastól. Hann andaðist í öldrunardeild Borgarspítalans 25. mars sl. hátt á 87. aldursári. Eiginkona Jóns, Eyrún Guð- mundsdóttir, sem lifir hann, Sæmundssonar kennara á Stokks- eyri og síðar skrifstofumanns i Reykjavík og konu hans Eyrúnar Eiríksdóttur smiðs Einarssonar að Fellskoti í Biskupstungum. Sonur þeirra Eyrúnar er Guð- mundur, hæstaréttardómari, sem kvæntur er Fríðu Halldórsdóttur. Synir þeirra eru: Jón, Halldór, Árni og Einar Rúnar. Á herðum hinnar sérlega hlýlegu og ötulu eiginkonu Jóns hvíldu mikil störf vegna langs vinnudags eigin- mannsins, fjarveru hans við mót og sýningar um helgar og þá ekki síst er hann var á ferðalögum með flokka innan lands og utan. Heim- ilið var sérstaklega fyrir ónæði er það var um árabil í íþróttahúsinu við Lindargötu en hvenær sem gest bar þar að voru móttökur húsmóðurinnar ávallt hlýjar og alúðlegar. Eyrún fylgdist náið með starfi manns síns og áhugam- ál áttu þau sameiginleg, sem kom best í ljós er Jón hætti kvöld- kennslu, að þau gáfu sig að því að njóta leiksýninga, myndlistar og hljómlistar. Sá stóri hópur, sem naut starfa Jóns, stendur í stórri þakkarskuld við Éyrúnu. Oft sýndi hin fíngerða kona styrk sinn en máttugust var hún í hjúkrun og umhyggju við vanheilan mann sinn og stundum sjálf ekki við góða heilsu. Nú þegar Jón Þorsteinsson er kvaddur hinstu kveðju í dymbil- viku er mörgum vant orða til að þakka honum störf og forystu — og eiginkona hans, sonur og fjöl- skylda hans eiga þar í sinn skerf fyrir umburðarlyndi þeirra við okkur, sem svo mjög gerðum kröfu til Jóns. Samúðarkveðjur til ykkar með fátæklegum þakkarorðum. Þorsteinn Einarsson Jón Þorsteinsson er látinn að loknum löngum starfsdegi. Góður maður Jón, heilsteyptur og hreinskiptinn, heilráður og örlát- ur á tima og leiðbeiningar. Fram- lag hans til íslenzkra menntunar- og menningarmála verður seint fullmetið, enda flaggaði hann því ekki sjálfur. Ég man eftir Jóni sem ungling- ur. Þátttaka hans í íþróttum og kennsla fóru ekki fram hjá nein- um á þeim tíma. Seinna fylgdist ég með, þegar faðir minn ók vöru- bíl í tengslum við byggingu íþróttahússins við Lindargötu. Það var svo í kringum 1950 að ég kynntist Jóni nánar og héidust
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.