Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 65

Morgunblaðið - 02.04.1985, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 2. APRÍL 1985 65 ölvun við akstur eða ólögleg lyfjanotkun." Hjalti Zóphóníasson, deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, var spurður hvað tölvuvæðingu liði hjá löggæslunni. „í dómsmálaráðuneytinu er í undirbúningi heildartölvuvæð- ing dómsmála. Hjá Rannsókna- lögreglu ríkisins er til dæmis unnið að skráningu allra mála sem þeir hafa til meðferðar. Auk þess eru uppi hugmyndir um að tölvuskrá alla dóma hjá dóm- stólunum, en slíkt mundi spara mikla vinnu, til dæmis þegar verið er að leita að gömlu for- dæmi áður en dómur er kveðinn upp,“ sagði Hjalti. „Hvað viðvík- ur almennri löggæslu er þegar búið að tölvuskrá allar bifreiðir i landinu, þannig að menn geta auðveldlega komist eftir, með hjálp tölvu, hver á hvaða bifreið. Stefnan er að tölvuskrá einnig til dæmis vegabréf, ökuskírteini og byssuleyfi. Þetta hefur verið gert víða í nágrannalöndum okkar og erum við á eftir þeim í þessum efnum. Tölvuþróun er svo ör að menn eru farnir að sjá að þetta er það sem koma skal og mun koma til með að verða lög- gæslunni ómetanlegt hjálpar- gagn á mörgum sviðum í fram- tíðinni." „Félag yfirlögregluþjóna var fyrst og fremst stofnað sem hagsmunafélag yfirlögreglu- þjóna," sagði Páll Eiríksson, formaður félagsins. „Löggæslan býr við misjafnar aðstæður á landsbyggðinni og félaginu er fyrst og fremst ætlað að sam- ræma þær. Þetta er ekki kjara- baráttufélag, en menn geta kom- ið ábendingum og fyrirspurnum varðandi starfið á framfæri við félagið." Félag yfirlögregluþjóna sam- þykkti á fundinum þrjár álykt- anir til dómsmálaráðuneytisins. í fyrsta lagi að hafist verði handa við byggingu nýrrar álmu við lögreglustöðina við Hverfis- götu. Þar á lögregluskólinn og íþróttaaðstaða fyrir lögregluna að vera til húsa. I öðru lagi var ályktað, að komið yrði á fót minjasafni lögreglunnar, með gömlum munum, sem tengjast lögreglustörfum. í þriðja lagi var samþykkt ályktun um að hafist verði handa við að skrifa sögu lögreglunnar á fslandi, en fyrstu lögreglumenn landsins hófu störf 1803. Yfirlögregluþjónar af öllu landinu, sem sátu fund dómsmálaráðuneytisins. MorpinblaAM/Bjarni. Kynningarfundur yfirlögreglumanna: „Dómsmálaráduneytiö undirbýr heildartölyuvæðingu dómsmálau — sagði Hjalti Zóphóníasson, deildarstjóri Á undanförnum fimm árum hef- ur dómsmálaráðuneytið boðað yfir- lögregluþjóna af öllu landinu til kynningarfundar einu sinni á ári. „Hér eru samankomnir 36 yf- irlögregluþjónar, úr Félagi yfir- lögregluþjóna af öllu landinu, en það er nauðsynlegt fyrir okkur að koma saman til að samræma störf lögreglunnar um allt land. Á svona fundum koma oft fram nýjar hugmyndir og ábendingar um málefni er varða löggæsluna frá þeim sem vinna þessi störf að jafnaði," sagði Bjarki Elías- son, yfirlögregluþjónn. „Meðal þeirra mála sem hér hafa verið rædd eru drög að nýjum umferð- arlögum, sem umferðarlaga- nefnd hefur unnið að á síðast- liðnum fjórum árum og verða Bjarki Elíasson, yfirlög- Ingólfur Ingvarsson, yfir- Hjalti Zóphóníasson, deild- Páll Eiríksson, formaður regluþjónn. lögregluþjónn, Stykkis- arstjórí í dómsmálaráðu- Eélagsyfirlögregluþjóna. hólmi. neytinu. lögð fyrir alþingi til kynningar á næstunni." Einn fundarmanna, Ingólfur Ingvarsson, yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, var spurður hvað hefði helst verið rætt á fundin- um. „Það merkastasem hér hef- ur verið fjallað um, finnst mér vera umræða um nýju umferð- arlögin. Það hefur verið farið yf- ir allar breytingar sem gerðar verða á lögunum og við höfum haft tækifæri til að koma fram með gagnrýni og ábendingar um það sem okkur finnst betur mega fara,“ sagði Ingólfur. „Umræðu- efnið hefur verið mjög viðtækt og fjallað um nánast allt, sem varðar lögreglustörf. Fulltrúi frá Vegagerðinni útskýrði til dæmis samband vegalagna og slysatíðni. Jóhannes F. Skafta- son, deildarstjóri alkóhóldeildar Rannsóknadeildar Háskólans, flutti framsöguerindi um blóð- og þvagsýni sem sönnunargögn við rannsóknir á málum eins og Nöfn fermingarbarna í MORGUNBLAÐINU misritaðist nafn stúlku, sem var fermd í Há- teigskirkju á pálmasunnudag. Hún heitir Guðmunda Inga Gunn- arsdóttir til heimilis að Hlíðar- byggð 42, Garðabæ. Þá féll niður nafn drengs, sem fermdist í Fella- og Hólakirkju. Hann heitir Egill ólafsson til heimilis Yrsufelli 26. Föðurnafn misritaðist í FRÁSÖGN Morgunblaðsins á sunnudaginn af íslandsmeistara- keppni í gömlu dönsunum misrit- aðist föðurnafn pilts í flokki 8 ára og yngri. Hann heitir ómar örn Pálsson og deildi öðru sæti í sín- um flokki með Valdísi Önnu Garð- arsdóttur. Leiðrétting DAGSETNINGARVILLA kom fram í sunnudagsblaði Mbl., þar sem auglýstur var fyrirlestur í Norræna húsinu um stöðlun í rafmagnsfræði á vegum Sam- bands ísl. Rafveitna. Fyrirlestur- inn var sagður eiga að vera 4. apríl en hið rétta er að hann fer fram 10. apríl klukkan 16.00 og eins og áður sagði í Norræna húsinu. TUDOR Heavy Duty Ný kynslóð rafgeyma sérbyggðir fyrir norðlæga veðrattu. - ★ Óhemju kaldræsiþol ★ Þola betur högg og hristing ★ Minna viðhald ★ Þrælsterkur plastkassi Fyrir vörubíla, langferöabíla, dráttavélar, vinnuvélar, báta og fl. Laugaveg 180s. 84160 umboðsmenn um land allt. ..Já — þessir meb 9 lif!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.