Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 44

Morgunblaðið - 02.04.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. APRÍL 1986 Alyktun á 51. ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda: íslenskur iðnaður njóti jafnréttis við aðrar atvinnugreinar ÁRSÞINGI Félags íslenskra iðnrek- enda lauk 22. mars sl. og var á þing- inu ályktað að íslenskur iðnaður muni gegna lykilhlutverki hér þar sem mikilvægi hans felist í að fram- leiða vörur til útflutnings og vörur sem spari gjaldeyri, en gjaldeyrisöfl- un sé undirstaða hagvaxtar. Þá var á þinginu ályktað að iðnrekendum beri ávallt að haga rekstri fyrirtækjanna þannig að hann samrýmist hlutverki sínu og forsenda þess sé m.a. að arðsemi fyrirtækjanna jafnist á við arð- semi sambærilegs rekstrar í sam- keppnislöndum okkar. Breyttar aðstæður kalla nú á nýsköpun í atvinnulífinu og var ályktað að sú nýsköpun fælist fyrst og fremst í öflugri vöruþróun og markaðs- starfsemi bæði i grónum greinum og nýjum. Þá þurfi að leggja mikla áherslu á útflutning. í drögum að ályktun segir orð- rétt: „Öll viðleitni stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja til að skila viðunandi árangri í starfi verður til lítils nema takist að vinna bug á verðbólgu og erlendri skulda- söfnun. Stöðugleiki í efnahags- málum er nauðsynleg forsenda iðnþróunar og nýsköpunar í atvinnulífinu. Jafnframt verða stjórnvöld að búa iðnaðinum eðli- legan starfsgrundvöll og hann verður að njóta jafnréttis við aðr- ar og sömu starfsskilyrða og er- lendir keppinautar." Akranes: Bílasýning innandyra Akrane*ii, 27. mara. ÞAÐ ER ekki á hverjum degi sem stórmarkaðir hafa bifreiðir til sýnis innandyra. Undanfarna daga hefur Hekla hf. verið með bifreið að gerðini Mitsubishi Lancer til sýnis í Skagaveri á Akranesi. Þetta er þægileg tilbreyting fyrir við- skiptavini stórmarkaðarins og ágætt framtak umboðsmanns Heklu hf. á Akranesi, Ásgeirs Guðmundssonar. Að sögn Ásgeirs er ætlunin að fleiri gerðir bifreiöa verði til sýnis á næstunni. j.g. Björgvin Jörgensen og Jón Oddgeir Guðmundsson á fundi í yngri deild KFUM í hinum nýja fundarsal. Akureyri: Nýtt félagsheimili KFUM og K Akureyri, í mars. SUNNUDAGINN 17. mars sl. vígði dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, nýtt félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð hér á Akur- eyri. Þar hafa félögin komið sér upp sérlega góðri aðstöðu í 264 fermetra húsnæði, þar sem er fundarsalur, skrifstofa, snyrt- ingar og fleira. Jón Oddgeir Guðmundsson, formaður bygginganefndar og ritari KFUM, var beðinn að segja örlítið frá byggingarsögu salarins: „Upphaf þessa má rekja til ársins 1977, að Kolbrún Hall- grímsdóttir arfleiddi samtök okkar að íbúð sinni í Norður- götu 27, en þá voru verðmæti íbúðarinnar um 5 millj. kr. Við seldum þá íbúð og á árinu 1979 festum við kaup á 264 fermetr- um á annarri hæð verslunar- miðstöðvarinnar í Sunnuhlíð, sem þá var í byggingu. Við fengum okkar hluta afhentan fokheldan á árinu 1982 og síðan Ungir piltar á fundi KFUM. hefur verið unnið að frágangi þar með aðstoð Guðs og góðra manna. Það er hreint ótrúlegt, hve vel okkur hefur gengið að afla fjár til þessara fram- kvæmda, en við lögðum út í þetta full bjartsýni og vissu um að Drottinn væri með okkur í þessu starfi, sem svo sannar- lega hefur komið á daginn. Við höfum fundið áþreifanlega fyrir bænheyrslu og hand- leiðslu hans.“ GBerg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.