Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 4
4 Búnaðarbankinn lækk- ar vexti um 1,5—2% BÚNAÐARBANKINN hefur til- kynnt Seðlabankanum lækkun vaxta frá og með 1. maí næstkom- andi. Tilkynnti bankinn vaxtalækk- unina sl. miðvikudag, þ.e. sama dag og Iðnaðarbankinn og Landsbank- inn tilkynntu vaxtalækkun eins og Mbl. skýrði frá á fimmtudag. Jón Adólf Guðjónsson, banka- stjóri í Búnaðarbankanum, sagði í samtali við Mbl. að bankinn hefði ákveðið að lækka almenna útláns- vexti um 1,5—2% vegna lækkandi verðbólgu. I framhaldi af ákvörð- un Seðlabankans um lækkun sparisjóðsvaxta um 2% væri frek- ari vaxtalækkun til skoðunar í bankanum. 1700 ársverk fara í að horfa á myndbönd íslendingar eyða 3,9 milljónum klukkustunda í að horfa á mynd- bönd á ári, samkvæmt útreikningi tímaritsins Myndar. Þetta samsvar- ar um 1700 ársverkum. Til saman- burðar voru unnin 1500 ársverk hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga árið 1983. { aprílhefti tímaritsins segir einnig frá því að framleiðendur myndbanda hafi í hyggju að setja 1400 nýja titla á markað á þessu ári. Hins vegar er því haldið fram að markaðurinn þoli aðeins um helming þess magns, þar sem hann sé nú þegar mettur og vel það. Meðalverð á spólu er um 4000 kr. og til þess að hún borgi sig og leigan fái einhvern arð þarf að leigja spóluna 50—60 sinnum á ár- inu. Ef gert er ráð fyrir að 1400 nýir titlar komi á markaðinn í ár þyrftu útleigur að vera á bilinu 3,5—4,2 milljónir til þess að dæm- ið gengi upp. Sigtún til sölu Kostar 30 milljónir króna SKEMMTISTAÐURINN Sigtún við Suðurlandsbraut er til sölu, og er uppsett verð nálægt 30 milljónum króna. I fasteignaauglýsingum Morgunblaðsins í fyrradag birtist auglýsing þar sem sagði að til sölu væri eitt vinsælasta diskótek bæjar- ins. Jón Guðmundsson hjá Fast- eignamarkaðnum upplýsti blm. Mbl. að þetta diskótek væri Sigtún. Jón sagði að Fasteignamarkað- urinn hefði fengið Sigtún í einka- sðlu. Hann sagði að Sigmar Pét- ursson ætlaði að selja það sem hann ætti eftir af húsinu, en áður var hann búinn að selja salinn niðri. Það sem nú er til sölu er 900 fermetra salur uppi og 300 fer- metra húsnæði niðri, sem Jón sagði að gæti hentað vel fyrir bjórstofu. Björg Þorsteinsdóttir við eina af myndunum á sýningunni í Norræna hÚSÍnu. Morgunblaðið/Friðþjófur Norræna húsiö: Sýningu Bjargar lýkur annaö kvöld BJÖRG Þorsteinsdóttir opnaði sýningu á collage-myndum í Norræna húsinu þann 13. aprfl sl. Sýningu Bjargar lýkur annað kvöld, en hún er opin frá kl. 14.00—22.00 í dag og á morgun. Blm.Morgunblaðsins ræddi við Björgu í gær og bað hana að lýsa þessari tækni, collage. „Þetta hefur oft verið nefnt samklippa á íslensku," sagði Björg. „Eg nota handunninn jap- anskan og kínverskan pappír og gegnlita hann með vatnslitum eða olíulitum. Pappírinn er síðan klipptur eða rifinn og límdur á flöt. Á sýningunni eru 48 myndir, bæði smáar, 70x90 cm og einnig stórar myndir sem eru yfir 2 metrar." Hvernig hefur sýningunni ver- ið tekið? „Henni hefur verið mjög vel tekið og vel sótt,“ sagði Björg að lokum. Björg Þorsteinsdóttir er fædd í Reykjavík 1940. Hún stundaði myndlistarnám í Reykjavík, Stuttgart og París. Björg hefur tekið þátt í um 200 samsýning- um frá árinu 1969, bæði hér á landi og víða erlendis. Þetta er áttunda einkasýning Bjargar. Borgarfjöröur eystræ Veturinn mildur og snjólítill — en fremur umhleypingasamur Borgarfirði eystra, 26. apríl. EKKI ER hægt að segja annað en liðinn vetur hafi verið hér austan- lands fremur mildur og snjólítill en nokkuð umhleypingasamur. Sömuleiðis var vorið gott, margir dagar hlýir og páskahretið óvenju- lega stutt. Blóm voru farin að springa út sunnan undir húsveggjum og far- fuglarnir voru margir hverjir komnir heim í sumarhagana og boðuðu komu sína með söng og kvaki. Viku fyrir fyrsta sumardag skipti um, norðanáttin settist að völdum með éljum og frosti sem stundum fór um nætur allt niður í 10—12 gráður. Hljóðnaði þá söngur fuglanna, þar sem þeir kúrðu hnípnir í skjóli, snjótittlingar vitjuðu aftur bæjar og vorblómin bliknuðu. Á sumardaginn fyrsta var messa í Bakkagerðiskirkju, eins og venja er á þeim degi, þar sem ungt fólk aðstoðaði við athöfn- ina og tók þannig virkan þátt í guðsþjónustunni. í dag var svo norðan stormur og snjókoma með 6 gráða frosti. En engu að síður segir dagatalið að vorið sé komið og við vonum að það verði inngangur að mildu og birturíku sumri. — Sverrir. Heilbrígöis- og tryggingamálaráöherra: Ellilífeyrir einn gefur ekki rétta mynd af hag aldraðra í TILEFNI af frétt Morgunblaðsins, laugardaginn 20. aprfl sl., þar sem vitnað er í niðurstöður kjararannsóknarnefndar þess efnis, að kaupmáttur ellilífeyris hefði aldrei verið lægri en á árinu 1984, sneri Morgunblaðið sér til Matthíasar Bjarnasonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og spurði hann álits á þessum niðurstöðum. I framhaldi af því hefur Morgunblaðinu borist eftirfarandi greinargerð frá hedbrigðis- og tryggingamála- ráðherræ Kaupmáttur taxta og tímakaups verkamanna og tekjutryggingar, miðað við vísitölu framfærslukostnaðar. (Heimildir: Tryggingastofnun ríkisins, Kjararannsóknarnefnd.) Fjárhagsleg staða manna er ákaflega misjöfn þegar þeir komast á lífeyrisaldur. Nægir að minna á að sumir njóta verð- tryggðs lífeyris; aðrir hafa eng- an lífeyri úr lífeyrissjóðum. Aðgerðir núverandi ríkis- stjórnar til aðstoðar öldruðum og örykjum hafa einkum beinst að því að hjálpa því fólki sem hefur engar tekjur aðrar en bætur almannatrygginga. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á að hækka tekjutryggingu og heimilisuppbót lífeyrisþega sem koma þessu fólki sérstaklega til góða. Minni áhersla hefur verið lögð á elli- og örorkulífeyrinn sjálfan, en hann er óháður tekj- um viðkomandi. Upplýsingar um kaupmátt elli- og örorkulífeyris gefa einar sér mjög ófullkomna, jafnvel ranga mynd af hag aldraðra og öryrkja. Til að fá rétta mynd af kaupgetu og hag þessara hópa, verður að miða við allar tekjur þeirra. Heildartekjur ellilífeyrisþega sem hefur töku lífeyris við 70 ára aldur og býr einn getur aldr- ei orðið lægri en 13.727 kr. á mánuði. Þessi upphæð skiptist þannig: Ellilífeyrir 5.808 Tekjutrygging 6.088 Heimilisuppbót 1.831 kr./mánuði 13.727 Ef tekjur elli- og örorkulífeyr- isþega aðrar en lífeyrir al- mannatrygginga fara fram úr 3.473 kr. á mánuði lækkar tekju- trygging og heimilisuppbót um 45 aura fyrir hverja krónu sem umfram er og fellur alveg niður við 17.000 kr. á mánuði. Hafi ellilífeyrisþegi t.d. 7.000 kr. á mánuði úr lífeyrissjóði verða heildartekur hans 18.662 kr. á mánuði. Þessi upphæð skiptist þannig: Ellilífeyrir 5.808 Tekjutrygging 4.501 Heimilisuppbót 1.353 Lífeyrir úr lífe.sj. 7.000 kr./mánuði 18.662 Núverandi rikisstjórn hefur bæði hækkað frítekjumarkið úr 17.280 kr. í 41. 670 kr. á mánuði og lækkaö skerðingarhlutfallið úr 55 aurum í 45 aura af hverri krónu. Allt eru þetta þættir sem auka kaupgetu lífeyrisþega. Eftir því sem lífeyrissjóða- kerfinu hefur vaxið fiskur um hrygg hefur þðrfin orðið minni fyrir almennan elli- og örorku- lífeyri og það hefur skapað svig- rúm til þess að beina því fé sem til almannatrygginga rennur einkum til þeirra sem ekki eiga í önnur hús að venda. Kaupmáttur elli- og örorkulíf- eyris segir því ekki mikið um afkomu þessara hópa vegna þess að enginn er á þessum lífeyri eingöngu. Kaupmáttur lág- markstekna elli- og örorkulíf- eyrisþega þar sem með er talin tekjutrygging og heimilisuppbót síðustu 4 ár er sýndur á mynd 1 ásamt kaupmætti hreins tíma- kaups í dagvinnu og kaupmætti kauptaxta. Það er stefna ríkisstjórnar- innar að hagur aldraðra og ör- yrkja sé eins góður og geta þjóð- félagsins leyfir á hverjum tíma. Þessari stefnu verður haldið áfram. Ég fól t.d. tryggingaráði að breyta reglum við útreikning skerðingarákvæða vegna ör- orkustyrks um sl. áramót, þann- ig að eingöngu er miðað við eig- in tekjur en ekki, eins og verið hefði, að tekjur maka voru lagð- ar við tekjur umsækjanda. Þetta er réttlætismál sem mun veru- lega bæta hag þessara einstakl- inga. Þetta þýddi verulega út- gjaldaaukningu fyrir lifeyris- tryggingar. Alltaf má deila um einstakar leiðir að því markmiði að bæta hag þeirra verst settu og hvort bætur almannatrygginga ættu að vera ögn hærri eða lægri. En staðreyndin er sú að á síð- ustu misserum hefur kaupmátt- ur elli- og örorkulífeyrisþega haldið í við launaþróunina í landinu, jafnvel þótt launaskrið sé tekið með í reikninginn, og þokast fram úr, sé miðað við kauptaxta eingöngu. Hitt er svo áhyggjuefni að kaupmáttur almennt, bæði aldr- aðra og öryrkja sem annarra landsmanna, hefur lækkað. En það vandamál verður ekki leyst með uppsláttarfréttum i dag- blöðum heldur hljóta aðrir þættir að skipta þar máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.