Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐiÐ, LAUGARDAGUR 27. APRÍL1985 25 JÓNAS B. Jónsson fyrrverandi fræöslustjóri kenndi við Laugar- nesskóla frá því að hann tók til starfa og til ársins 1943. Hann var beðinn að lýsa þessum fyrstu árum í skólanum. „1 byrjun voru í skólanum um 200 nemendur og kennararnir voru um 10. Þarna var mjög góð- ur andi, eins og er oft í litlum skólum. Þá verður hópur nem- enda og kennara mjög samstæð- ur. Skólinn var alveg nýr og að mörgu leyti vel búinn tækjum. Hins vegar var ekkert eldhús og lítill leikfimisalur. Hann var notaður að hálfu leyti fyrir al- menna kennslu. Ég man eftir því að ég kenndi þar fyrir hádegi, en eftir hádegi var leikfimi. Þarna voru saman- lögð borð og stólar, sem voru sett á sleða sem gengu inn í skáp í öðrum endanum. Við þurftum að byrja á því að taka borðin og stólana út áður en kennsla hófst og ganga síðan frá þessu á sama stað, þegar henni var lokið." Var skólinn þá of lítill strax í byrjun? „Já á þessum árum óx byggðin svo hratt að það var eiginlega aldrei byggðir nógu stórir skól- ar“. Hvers minnist þú helst frá þessum árum? „Ég minnist best þess nána sambands sem var milli kennar- anna, sem unnu ákaflega vel saman. Svo voru nemendurnir ákaflega skemmtilegir og vinnu- fúsir og gaman að vinna með þeim. Margir þeirra eru enn góð- Jón&s B. Jónsson ir vinir mínir. Nokkrir þeirra hittast einu sinni í mánuði og þá er ég oft með. Þetta er hópur sem var í skátafélagi Laugarnes- skóla sem hét Völsungar. En þetta tímabil í lífi mínu er eitt af þeim sem ég hugsa alltaf hlýtt til,“ sagði Jónas B. Jónsson að lokum. Margt hefur breyst Að lokum Jón Freyr, finnst þér skólinn hafa breyst mikið á þess- um árum, sem þú hefur stundað nám og starfað við hann? „Já hann hefur breyst mikið. Hér áður fyrr fóru nemendur allt- af í röð. Þeir gengu í röðum inn í skólann og inn í kennslustofurnar. Nú er þetta allt mikið frjálslegra. Skólinn er opnaður á morgnana og geta nemendur gengið beint inn þegar þeir koma. Einnig koma nemendur oft á kennarastofuna. Gamlir nemendur eru margir hverjir hissa á þessu, Þeir höfðu jafnvel aldrei stigið fæti sínum þangað inn. Ég held að visst frjálsræði hafi mun fleiri jákvæð- ar hliðar en of mikill agi. Hins vegar verður að gæta þess að Fjöldi mynda eftir Jóhann Briem hanga uppi í Laugarnesskóla. Á neðstu hæðinni eru einnig kassar með uppstoppuðum fuglum og dýrum. Líklega eru þar flestar íslenskar fuglategundir. Morgunblaðið/R&x Leiklistarstarf var og er blómlegt í Laugarnesskóla. Myndin var tekin í leiksýningu í skólanum, líklega 1956. nemendur. Þar af eru börn úr Ár- túnsholti og Grafarvogi, sem seinna fá sinn eigin skóla. Það má til gamans geta þess að aftur er kominn skólabíll og eins og á fyrstu árum skólans er hann frá Guðmundi Jónassyni." Leiklist og tónlist í hávegum Nú hefur verið sagt um Laug- arnesskóla að þar hafi farið fram blómleg kennsla og starf í ýmsum listgreinum. „I þessu sambandi má helst nefna leiklist og sönglist. Ef við lítum fyrst á leiklistina var hún alla tíð mjög í heiðri höfð í skólan- um. Skeggi Ásbjarnarson kennari var manna duglegastur við að þýða og setja upp leikrit, en einnig má nefna óskar Halldórsson, Pálma Pétursson og Þorstein Ólafsson, sem seinna var yfir- kennari hér. En að öðrum ólöstuð- um má segja að Skeggi héldi uppi þessari starfsemi, hann æfði, gerði leiktjöld og sá um alla hluti. Flutt voru leikrit fyrir jólin og einnig um páskana. Leiksýningar fyrir jólin eru enn fastur liður í skólastarfinu, en páskaskemmtan- irnar voru haldnar á árunum 1946-1970. Og ekki má gleyma sönglistinni. Ingólfur Guðbrandsson var lengi söngstjóri við skólann og hélt uppi miklu tónlistarlífi. Árið 1952 var ákveðið að hafa morgunsöng á sal og hefur þessi hefð haldist æ síð- an. Einnig voru oft í skólanum stórir og miklir kórar, sérstaklega á þeim árum sem Ingólfur var hér og einnig Kristján Sigtryggsson og Guðfinna Dóra Ólafsdóttir, enda voru árgangarnir þá mjög fjölmennir. Tónlistin hefur alltaf verið mik- ið stunduð í þessum skóla og um tíma starfaði hér fiðlusveit. Blokkflautusveitir hafa einnig verið hér af og til. Árið 1976 var stofnuð lúðrasveit skólans undir stjórn Stefáns Stephensen og eru um 50—70 nemendur í henni. Hún fór fyrir nokkrum árum í ferð til Lúxemborgar og Þýskalands og er nú að undirbúa ferð til London, Jersey, Frakklands og Lúxem- borgar. Gamlir nemendur spyrja oft að því hvort enn sé sunginn morgun- söngur. Það er enn gert, þótt ef- laust hafi lagaval o.fl. breyst. Morgunsöngur fer fram eftir 1. tíma á morgnana og þeir sem koma í skólann eftir hádegi syngja líka á sal eftir 1. tíma. En nú höf- um við þá reglu að einu sinni í viku sleppum við söngnum og bekkirnir koma fram til skiptis með sín eigin skemmtiatriði. Sennilega hefur myndlistarnám verið stundað með venjulegum hætti við skólann. Þó er þar eitt sem er svolítið sérstakt. Jóhann Briem listmálari kenndi myndlist á fyrstu árum skólans og til 1949. Á þessum árum fékk hann langt frí til að mála myndir fyrir skól- ann. Skólinn á því fjöldann allan af myndum eftir hann, sem hanga uppi hér á göngunum. Einnig gerði Ásmundur Sveinsson hand- rið fyrir svalir á sal auk högg- mynda.“ Hefur þú einhverja skýringu á þvi hvers vegna svo mikið af þekktu fólki í þjóðfélaginu hefur komið úr þessum skóla? „Já, ég hef á vissan hátt skýr- börnin missi ekki virðingu fyrir öllum hlutum. En það er fleira sem hefur breyst. Athvarf var stofnað við skólann 1975 og einnig dagdeild. Blindraskólinn flutti í Laugar- nesskóla 1971 og varð síðar deild undir stjóm skólans. Nemendur deildarinnar voru oft í almennum bekkjum. Blindradeildin flutti í Álftamýrarskóla 1983. Þá er rekið skóladagheimili í skólanum. Hér er mikið af góðu fólki, börn sem greinilega er hugsað vel um. Fjölmargir foreldrar hafa komið til starfa núna og við skólann er sterkt foreldrafélag. Samstarfið er mjög gott og hópur foreldra er ævinlega tilbúinn til að taka þátt í starfi skólans." Jónas Guðjónsson, kennari Börnin eru frjálslegri og djarfari — segir Jónas Guðjóns- son sem kennt hefur í Laugarnes- skóla í 41 ár JÓNAS Guðjónsson kennari hef- ur kennt lengst allra við Laug- arnesskóla, bæði almenna kennslu og lengi vel lestrar- kennslu. Hann er nú kominn í eftirlaun, en er með stuðnings- kennslu í lestri, 10 tíma á viku. Jónas var spurður hvenær hann hafi ráðist til starfa við skólann. „Ég byrjaði haustið 1943 og er því búinn að kenna í yfir 41 ár.“ Þú hefur eflaust séð margar breytingar á þessum tíma? „Já, þjóðfélagið breytist og skólinn líka. Það er eitt sem mér finnst hafa sett mikinn svip á skólastarf núna og það er útivinna mæðra. Af þeim sökum er erfiðara að stóla á heimavinnu barnanna. Skól- arnir hafa því þurft að taka meira tillit til þessara hluta. En börnin sjálf, hafa þau breyst? „Já, þau hafa líka breyst. Framkoma fólks er yfirleitt öðruvísi en áður og börnin eru mun frjálslegri og djarfari núna. Annars fannst mér verða einna mest breyting á skóla- starfinu á þessum tíma þegar hætt var að raða niður í bekki eftir námsárangri. Ég held að þetta hafi orðið til bóta upp- eldislega séð, en aftur á móti var þessi breyting erfið fyrir kennarana. Sérstaklega þar sem bekkjardeildir eru stórar.' Ætlar þú að halda áfram að kenna? „Já, á meðan ég hef sæmi lega heilsu og fæ að vera áfram,“ sagði Jónas að lokum MJÓLKURDAGSNEFND Minnist best þess nána sambands sem var á milli kennaranna — segir Jónas B. Jónsson fyrrverandi fræðslustjóri sem kenndi við Laugarnesskóla á fyrstu árum hans ingu á því. Ég tel aðalástæðuna fyri þessu vera þá að skólinn var mjög fjölmennur. Það er varla til sá skóli í landinu, jafnvel f Breið- holtinu, sem nær nemendafjölda skólans þegar fjölmennast var. En það er óneitanlega skemmtilegt að svo margir þekktir menn hafi komið úr einum bekk eins og bekk þeirra Halldórs Blöndal, Ragnars Arnalds, Jóns Baldvins Hanni- balssonar, Styrmis Gunnarssonar og Brynju Benediktsdóttur, svo einhverjir séu nefndir."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.