Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 49 Nú hugsum við um línurnar Á vissum æviskeiöum er okkur hættara við að fitna en ella. Fyrst er það á táningsárunum. Þá verða breytingar á hormóna- starfsemi líkamans, sem geta leitt til þess að sumum finnst þær vera hálf „utanveltu", og reyna að bæta sér það upp með aukabitum. Einnig geta breyt- ingar á líkamsþyngdinni stafað af breyttum efnaskiptum. Meðgöngutímanum fylgir einnig oft breyting á líkams- þunga umfram það sem eðlilegt er, og getur það einnig stafað af hormónum. Þessi tími leggst seminni eru líkamsæfingar og „trimm" ágætis meðal til að koma á jafnvægi! Þessi æfing er mjög góð til að styrkja mitti og mjaðmir. Legg- ist á bakið með handleggina beint út frá líkamanum, en fót- leggina beina og saman. Andið að ykkur, lyftið hægra fæti beint upp og teygið hann eins hátt og þið getið. Sveigið hann síðan yfir til vinstri og teygið úr honum meðfram vinstri handleggnum. Andið frá ykkur og leggist í upp- hafsstöðu. Endurtakið svo æfinguna með vinstra fæti. misjafnlega á konur, og sumum finnst nauðsynlegt að fá sér aukabita öðru hvoru. Sumum finnst maginn verða svo stór og mikill að þær „gleyma" að fylgj- ast með því hvað er eðlilegur magi og hvað er fita. Margar fá óþægilega áminningu eftir á af þessum sökum. Margar konur léttast meðan þær eru með barn á brjósti vegna þess að barnið tekur mikið af næringunni með mjólkinni. Aðrar fá svo mikla matarlyst að þær borða meira en þær og barn- ið þarfnast. Sem sagt — varið ykkur! Breytingaskeiðið (tíðahvörf) er einnig hættutími. Þar eru einnig breytingar á hormóna- starfsemi. Auk þess minnkar næringarþðrfin með aldrinum, en það eru ekki allir sem borða minna. Það er sem sagt um að gera að vera á verði á þessum æviskeið- um. Munið að konur geta haldið línunum þegar þær vita að þetta eru aðeins tímabil sem ganga yf- ir. Og gleymið því ekki að þegar truflanir verða á hormónastarf- Flestar okkar voru látnar gera teygingaræfingar í skólaleikfim- inni. Okkur var kennt að grípa um hnakkann og beygja okkur fram og til baka mjög hratt, en ef teygingar eiga að koma að gagni er bezt að stunda æf- ingarnar rólega og taktfast. Það þarf engin tæki við teygingarn- ar. Æfingarnar auka líkams- þróttinn og fyrirbyggja skaöa, og þær lina spennu í vöðvum. Hér er æfing sem er sérlega góð til að lina stífan hnakka. Beygið höfuðið fram og ýtið því rólega niður með höndunum þar til hakan hvílir á brjóstkassanum. Það á að finna teyginguna í hnakkanum og halda stöðunni í um 20 sekúndur. Endurtakið nokkrum sinnum. + + + í síðustu Dyngju urðu mistök í uppskrift af pönnukökudeigi (sveppapönnuk.) því fallið hafði niður mjólkurmagnið, en það átti að vera 2V4 dl. Ég vil þakka Sigurlaugu fyrir að hringja í mig og benda á þetta. Ég vona að rétturinn hafi bragðazt vel Sig- urlaug. Með sumarkveðju. Jórunn. Næringarpinnar fyrir grænar plöntur og blómstrandi Þú skiptir um pinna á 60 daga fresti. Þessa pinna má nota fyrir grænar plöntur og blómstrandi, og einnig fyrir blómakassana á svölunum. ÍSLEhZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERSLUN Æ — ARMÚLA 24 P.0 BOX 8016 ^ ^ 128 REYKAJVlK • SlMI 687550 wmmmmamm Voriaima _ útsala irrterflora Btómum... viða verötd Nú seljum við alla vorlauka með 50% afslætti Mikið úrval. Margar spennandi tegundir. Dalíur - Begóníur - Gloxeniur - Gladíólur - Liljur o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.