Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 Leiðrétting frá Póst- og símamálastofnun í FRÍMERKJAÞÆTTI 24. f.m. ræddi ég nokkuð um frímerkjaút- gáfu ísienzku póststjórnarinnar og varpaði m.a. fram þeirri spurningu, hvort hún gæti eitthvað iært af færeysku póststjórninni í þessum efnum. Nú hefur ísi. póststjórnin séð ástæðu til að leiðrétta nokkra missögn eða skekkju, sem í reynd var höfð eftir Guðrúnu Helgadótt- ur alþm. frá umræðum á Alþingi í nóvember um sölu íslenzkra frí- merkja erlendis. Einsætt er, að þessi leiðrétting og athugasemd birtist hér í þættinum, þar sem hún kemst þá beint til allra þeirra, sem lásu þátt minn og það, sem þar var sagt um þessi útgáfumál. Því fylgir hún hér orðrétt og er á þessa leið: Getur íslenska póststjórnin lært eitthvað af færeysku póst- stjórninni? Þetta er yfirskrift frímerkja- þáttar Jóns Aðalsteins Jónsson- ar í Morgunblaðinu sunnudaginn 24. mars sl. Eflaust geta íslendingar margt lært af frændum sínum Færeyingum á þessu sviði eins og öðrum og skal ekki farið nán- ar út í það að sinni. Eitt verður þó ekki komist hjá að leiðrétta, það er raunar reikn- ingsskekkja og/eða misskilning- ur og varðar heildarsðlu til safn- ara á árunum 1980—1981, ann- ars vegar hjá Færeyingum og hins vegar íslendingum. Jón Aðalsteinn hefur eftir Guðrúnu Helgadóttur alþingis- manni, sem gerði fyrirspurn á Alþingi sl. haust um sölu ís- lenskra frímerkja erlendis, að Færeyingar hefðu á árunum 1980—1981 selt frímerki fyrir 90 milljónir íslenskra króna, en ís- lendingar fyrir rúmar 14 millj- ónir. Þarna er vissulega rétt eftir haft, sbr. Alþingistíðindi, um- ræðuhluta, bls. 778,1984, en einu er þó sleppt, nefnilega því hvern- ig áðurnefndar 90 milljónir eru fundnar út. Guðrún Helgadóttir segir Færeyinga hafa selt frí- merki til safnara fyrir 30 millj- ónir danskra króna, sem séu 90 milljónir íslenskra króna. Sam- kvæmt þessu hefur ein dönsk króna þá jafngilt þremur ís- lenskum og mun láta nærri að vera í samræmi við gengisskrán- ingu í nóvember 1984. Sé meðal- gengi ársins 1980 0,8526, sjá Hagtölur mánaðarins, febrúar 1981, lagt til grundvallar jafn- gilda 30 milljómr danskra króna 25,5 milljónum íslenskra króna og miðað við meðalgengi ársins 1981 1,0186, sjá Hagtölur febrú- ar 1982, 30,5 milljónum íslenskra króna. Þegar framangreint er haft í huga og samanburður gerður á réttum grundvelli verður útkom- an sú, að sala færeysku póst- stjómarinnar þessi tiltekin ár verður um 30 milljónir króna en hinnar íslensku 14 milljónir. Þessu til viðbótar skal svo tekið fram, að skv. upplýsingum frá (Knuth Wacher hjá) frímerkja- sölunni í Færeyjum var sala hennar sem hér segir árin 1980-1983: 1980 — 25,7 roío DKK eói 21,9 nio ISK 1981 — 28,9 mioDKKeAa 29,4 mio ISK 1982 — 27,5 mio DKK e4« 41,0 mio ISK 1983 — 41.5 mio DKK eOa 113,8 mioISK Þá var ennfremur upplýst, að 50% söhinnar er til kaupenda í Danmörku, 25%sölunnar er til kaupenda á ödrum Norður- löndum og 25% sölunnar er til kaupenda uUn NorAurlandanna. Að endingu má og geta þess, að allmiklu fleiri starfsmenn munu vinna við frímerkjasölu í Færeyjum en hér. Hér lýkur leiðréttingu póst- stjórnarinnar. Að sjálfsögðu er það réttmæt athugasemd, að miða verður við gengi ísl. krónu á sama tíma en ekki löngu síðar, þegar hún hefur fallið verulega í verði gagnvart öðrum gjaldmiðl- um. Onnur aðferð er beinlínis röng og skekkir allan saman- burð, svo að hann verður mjög óhagstæður ísl. póststjórninni. Sök mín í þessum efnum er sú, að hér fór ég athugasemdalaust eftir þeim tölum, sem bornar voru á borð fyrir háttvirta al- þingismenn i téðum umræðum á Alþingi. Nú hefur hið sanna hins vegar komið í ljós, og þetta bið ég lesendur að festa sér í minni. Engu að síður er ljóst, að fær- eyska póststjórnin hefur skotið hinni íslenzku langt aftur fyrir sig á undanförnum árum með margs konar auglýsingastarf- semi. Nokkuð hefur þetta verið rætt á erlendum vettvangi, og mun ég segja hér frá því að viku liðinni. Ný frímerki 3. maí nk. Næstkomandi föstudag koma út tvö Evrópufrímerki í sam- bandi við svonefnt tónlistarár Evrópu. Á þeim er hið opinbera merki tónlistarársins. Verðgild- in eru 650 og 750 (aurar). Á fyrra merkinu er kona að leika á lang- spil, og er hún í íslenzkum bún- ingi frá 18. öld. Langspil var not- að til undirleiks með söng, og er þess fyrst getið í heimildum um 1700. Var það notað fram yfir síðustu aldamót. Eru hljóðfæri af þessari gerð þekkt víða í Evr- ópu undir ýmsum nöfnum. Á 750 aura frímerkinu er karlmaður í búning frá 18. öld að leika á ís- lenzka fiðlu. Hún var alþýðu- hljóðfæri, sem notað var fram á 19. öld. Uppruni hennar er óljós, en skyldleiki er hugsanlegur við forn erlend hljóðfæri. íslenzka fiðlan hefur sennilega verið höfð til undirleiks við söng. Þröstur Magnússon hefur teiknað þessi frímerki, en þau eru „sólprent- uð“ í Sviss og marglit. Ég á von á, að þau veki verðskuldaða at- hygli meðal Evrópufrímerkja, enda eru þau falleg og þjóðleg í senn. Lofsverð nýjung Með tilkynningu íslenzku póststjórnarinnar um væntanleg Evrópufrímerki hefur hún brotið blað í sögu sinni, að því er varð- ar auglýsingu nýrra frímerkja. Nú hefur hún látið gera sérstak- an áttblöðung í stærð A5 og í lit, þar sem hinni nýju útgáfu er lýst nákvæmlega. Hér er um mikla framför að ræða, og má svo sannarlega óska póststjórn- inni til hamingju með þetta framtak. Menn hljóta að taka miklu betur eftir þess konar auglýsingablöðungi en þeim fá- tæklegu tilkynningum, sem hingað til hafa verið sendar út. Þá eru frímerkin sjálf framan á í lit, þótt það komi ekki fram á meðfylgjandi mynd. Vonandi heldur póststjórnin áfram á þessari braut, enda hef ég ástæðu til að ætla, að svo verði. Auðvitað kostar þetta allt fé, en ég held það muni samt skila sér í aukinni sölu. Smáathugasemd að lokum. Merki pósts og síma er á bakhlið, og eins er þar heimilisfang Frí- merkjasölunnar. Hins vegar kem ég hvergi auga á nafn stofnunar- innar, en það á auðvitað að standa fremst á blöðungnum. Þessu má vitaskuld kippa í lið- inn í næstu tilkynningu. Kflóvara póst- stjórnarinnar Enda þótt seint sé, vil ég vekja athygli á því, að póststjórnin tekur á móti tilboðum í kílóvöru (notuð íslenzk frímerki, aðallega frá 1979) til 1. maí nk. Skulu til- boðin send í ábyrgðarbréfi til Frímerkjasölunnar, P.O. Box 8445, 128 Reykjavík. Á umslag- inu skal standa: Tilboð í kíló- vöru. Við síðustu úthlutun fyrir ári var lægsta tilboð, sem tekið var, 1.280 kr. fyrir 250 g. Einn maður má bjóða mest i 12 slíka pakka. RALA hefur útgáfu gróðurkorta af byggðum landsins — Stefnt að því að ljúka verkinu um næstu aldamót RANNSÓKNASTOFNUN landbúnaðarins (RALA) hefur harið útgáfu gróð- ur- og jarðakorta af byggðum landsins sem byggð eru á nýjum grunnkortum í mælikvarðanum 1:25.000 sem verkfræðistofan Hnit hf. hefur gert fyrir RALA. Fyrstu kortin eru af byggðum Suður-Þingeyjarsýslu en stefnt er að því að kortleggja allar byggðir landsins á næstu 10—15 árum. Gródurkortagerð á hálendinu langt komin Gerð kortanna var kynnt á blaðamannafundi sem landbúnað- arráðuneytið, RALA og verk- fræðistofan Hnit efndu nýlega til og kom eftirfarandi þar m.a. fram: Um 25 ára skeið hefur verið unnið að gerð gróðurkorta á vegum RALA í því skyni að afla vitneskju um stærð, eðli, ástand og beitarþol gróðurs í landinu. Þetta verk var hafið á hálendinu, sem hefur um aldaraðir verið nýtt til sumarbeit- ar fyrir búfé landsmanna. Gróður er hins vegar viðkvæmari á há- lendi en láglendi með þeim afleið- ingum, að þar hefur orðið, og á sér enn víða stað, geysimikil gróður- og jarðvegseyðing. Af þeim sökum var talið eðlilegt að láta rannsókn- ir á hálendinu sitja í fyrirrúmi fyrst í stað. Lokið hefur verið við að gróður- og landgreina mikinn hluta hálendisins og gefin út um 80 gróðurkort. Enn er eftir að gefa út kort af hluta þess hálendis sem þegar hefur verið greint og veldur því fjárskortur. Gróðurkortin veita fjölþættar upplýsingar um gróðurfar og ýmsa aðra þætti í náttúrufari há- lendisins. Hið beina, hagnýta gildi þeirra er hins vegar fyrst og fremst fólgið í því, að þau ásamt öðrum rannsóknum, veita upplýs- ingar um framleiðslugetu landsins og eru grundvöllur að beitar- stjórnun og þar með hóflegri nýt- ingu hins viðkvæma gróðurs landsins. Kortin sýna hvar gróð- ureyðing á sér stað eða er yfirvof- andi, þau sýna mismunandi gerðir ógróins lands og hvar er fyrir hendi land, sem hentar til upp- græðslu. Gróðurkortin hafa haft margvislegt annaö gildi og hafa til dæmis verið notuð við mat á landi á virkjanasvæðum, úttekt á land- skemmdum af völdum eldvirkni og fleira. Undirstaða beitarstjórnunar f beinu framhaldi af hálendis- kortunum er nauðsynlegt að gera einnig gróðurkort af byggðum landsins til grundvallar við beit- arstjórnun, skipulagningu búvöru- framleiðslunnar og annarrar landnýtingar. Stöðugt berast RALA óskir um slík kort frá ýms- um aðilum um land allt, en litið hefur verið unnt að sinna þeim, þrátt fyrir að RALA hafi lokið við gróður- og landgreiningu víðáttu- mikilla svæða í byggð, vegna þess að ekki hafa verið til grunnkort af landinu í nægilega stórum mæli- kvarða, sem byggja mætti á. Þar sem engin lausn virtist í sjónmáli tók RALA það til bragðs, í samráði við ýmsar aðrar stofn- anir, að láta gera grunnkort af Suður-Þingeyjarsýslu. Var það MorgunblaAid/Júlíua Gróðurkortin kynnt, f.v. Þorsteinn Tómasson forstjóri RALA, verkfræóingarnir Bjarni Gunnarsson, Guðmundur Björnsson og Orn Ingólfsson hji Hnit hf., Ingvi Þorsteinsson deildarstjóri hjá RALA og Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu. gert í samvinnu við Orkustofnun, sem lét góðfúslega í té landmæl- ingagögn, og á grundvelli nýrra loftmynda, teknum af Landmæl- ingum íslands. Grunnkortin eru unnin á Verkfræðistofunni Hnit hf. með nýjustu og nákvæmustu tækni, sem völ er á. Árangur þessa starfs er sá, að nú eru að sjá dags- ins ljós 9 gróður- og jarðakort, sem byggð eru á hinum nýju grunnkortum og talin eru hin nákvæmustu, sem gefin hafa verið út hér á landi í þessum mæli- kvarða. Þetta er fyrsti áfangi að því marki að kortleggja allar byggðir landsins á næstu 10—15 árum, eða fyrir lok þessarar aldar. Sett inn jarða- og eignamörk Kortin eru í mælikvarða 1:25.000, og nær hvert kortblað yf- ir svæði, sem er um 160 ferkíló- metrar að flatarmáli. Láglendi er með 5 metra hæðarlínum en há- lendi með 25 metra hæðarlínum. Á gróður- og jarðakortin eru, auk sýslu- og hreppamarka, sett inn jarða- og eignamörk. Innsetning þeirra er fyrir löngu orðin brýn nauðsyn fyrir landið í heild, því að ýmis kennileiti, sem þau miðast við, eru ýmist að breytast og hverfa eða aö falla í gleymsku með hverfandi kynslóðum. Af kortun- um fást upplýsingar m.a. um stærð hverrar jarðar, gróins og ógróins lands, ræktanlegs lands og hvers konar ræktunarland er um að ræða, stærð og staðsetningu túna og annars ræktaðs lands. Kortin, ásamt öðrum gögnum, sýna hve mikil fóðurframleiðsla hverrar jarðar gæti verið af út- haga og ræktuðu landi og þannig, hve mikla áhöfn jörðin getur bor- ið. Gróður- og jarðakortin sýna þannig þau landgæði, sem eru fólgin í gróðri og jarðvegi og þau eiga að geta haft ómetanlega þýð- ingu fyrir skipulagningu landbún- aðar og annarra landnytja. Þá má nefna þá augljósu þýðingu, sem kortin, og þær upplýsingar, sem þau veita, hafa fyrir allt landmat. Gróður- og jarðakortin geta einnig haft víðtækt gildi fyrir margs konar aðrar verklegar framkvæmdir, m.a. vegna þess að það gagnasafn, sem liggur fyrir eftir grunnmælingar loftmynda, má nýta til kortagerðar í stærri mælikvörðum. Má þar til nefna að Vegagerð ríkisins sá sér hag f því á síðasta sumri að fullgera land- mælingar sfnar á Snæfellsnesi til þess að fá aðgang að þessu gagna- safni. Á þeim landmælingum er nú verið að byggja gerð grunn- korta, sem verða á þessu ári nýtt til útgáfu jarða- og gróðurkorta af Snæfellsnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.