Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 51 Að fagna sigri, talið frá vinstri: Einar Árnason, eigandi Jumbo-samloka, Þórarinn Guðlaugsson, eigandi Meistarans hf., Lárus Loftsson, forseti NKF-klúbbsins á íslandi, Brynjar Eymundsson, yfirkokkur á Gullna hananum, Gísli Thoroddsen, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvé, og Kristján Sæmundsson hjá sjónvarpinu. MATREIÐSLUMEISTARAKEPPNI ÍSLENDINGAR í FYRSTA SÆTI etta var mjög gaman, lærdómsríkt en erfitt, sögðu þeir fimm matreiðslumeistarar, sem nýkomnir eru heim úr keppni með gullverðlaun fyrir hæfni sína á sviði matreiðslu. Þeir tóku þátt í keppni á vegum NKF (Nord- isk kokkenchefs forening) eða Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara. Blm. spjallaði stuttlega við þá fé- laga um ferðina. — Þessi keppni er haldin annaðhvert ár og þetta er í fjórða skipti sem íslendingar taka þátt í henni. I þetta skipti fengum við 1922 stig, en Danirnir fengu 1432 stig. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir frammistöðuna og Danirnir höfðu orð á því að við ættum ekki heima lengur í keppni sem þessari, heldur á Evrópumeistaramóti eða í heimsmeistara- móti. — Hvernig fer svona keppni fram? — Undirbúningurinn tekur u.þ.b. þrjá mánuði. Við byrjuðum í janúar að finna hvað við ættum að laga og æfa okkur. Okkur var fyrirskipað að vera með 15 atriði á sýningunni, þ.e. þrjú sígild köld föt, sex svo- ■ kölluð „restaurant“-föt, og sex diska eftir frjálsu —■ vali. Við unnum stanzlaust í sólarhring áður en við stilltum stykkjunum upp á sýningunni. Þetta var dæmt af fimm dönskum dómurum sem allir eru mjög virtir matreiðslumeistarar, en fimmti dómarinn í keppninni hjá hinum aðilunum var Kristján Sæ- mundsson. Það er hægt að fá mest 45 stig fyrir hvert stykki og fyrst er dæmt hvernig það lítur út í upphafi fyrir augað, hvernig samsetningin er, fagleg vinna, hvort það er tæknilega flókið að búa til og að síðustu er tekið tillit til frumlegheita og nýjunga. Við hlutum sem sagt farandbikarinn að þessu sinni og einnig fengum við sérstök verðlaun fyrir tækni- lega og faglega vinnu. — Var eitthvert verkanna er vakti sérstaka at- hygli? — Við fengum ekki að vita hvert þeirra hlaut flest stig hjá okkur, en ugglaust vöktu bóndabærinn og víkingahjálmurinn mesta athygli. — Fenguð þið einhver tilboð út úr þessu? — Við erum þegar búnir að fá tvö tilboð. Annað er frá Finnlandi og þeir bjóða okkur fríar ferðir og uppihald, ef við komum til þeirra með sömu stykki og við sýndum núna. Okkur hefur einnig boðist að taka þátt i keppni í Júgóslavíu, en líklega þyrftum við þá að vera meðlimir í alheimssamtökunum. — Er ekki dýrt að fara í keppni sem þessa? — Jú, kostnaður er mikill við þetta en fyrirtæki í matvælaiðnaði hafa styrkt okkur. Við leituðum til ferðaskrifstofa til að fá afslátt, en var synjað. Það er í raun furðulegt því vart er til betri landkynning fyrir þá. Firmakeppni hesta- mannafélagsins Gusts veröur haldin í dag, laugardag 27. apríl. Keppn- in hefst kl. 14.00. Knapar mæti meö hesta sína kl. 12.30. Firmanefndin \feNN OG VEGLEGUR Ergo-data stóllinn frá Drabert er stíl- | hreinn og sterkur. Hann verndar heilsu þína. Hann er veglegur og óskaplega vœnn vinnufélagi. Þú situr rétt í Ergo-data stól. Hann passar höfuð, herðar, hné og tœr og allt par á milli. WSKRIFSTOFU HUSGOGN HALLARMÚLA 2. SÍMI 83509 EINKABÍLASTÆÐI KL. 830-18 STURLAUGUR JÓNSSON&co. (OPIÐ FYRIR GÓÐA NÁGRANNA FRÁ 18-830) Óvenjulegt skilti Hann Ólafur K. Magnússon Ijósmyndari rakst á þetta skemmtilega skilti á ferö sinni um bæinn. Þaö heföi kannski mátt sleppa oröinu „góöa“ því einhversstaöar veröa vondir líka að „parkera" í lífinu. Ekki satt? Bladburóarfólk óskast! Austurbær: Sóleyjargata Uthverfi: Langholtsvegur 71 — 108 Sunnuvegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.