Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.04.1985, Blaðsíða 19
 leikstjóri, er óperugestum vel kunn því hún hefur sett upp nokkrum sinnum áður hjá Óperunni, þar á meðal óper- ettuna Sígaunabaróninn. „Þegar maður setur upp óper- ettu eins og Leðurblökuna er aðalatriðið að reyna að ná þessum léttleika og gáska sem einkennir þetta verk, sem má segja að stjórnist af kampa- víni. í þessu verki er meiri taltexti eins og í flestum óper- ettum, auðvitað getur maður ekki ætlast til að óperusöngv- arar leiki eins og leikarar, en aðalatriðið er að sýningin gangi hratt fyrir sig. Margir kaflar sem byggjast mikið til á samtölum, eins og í fangelsinu þar sem Eggert Þorleifsson leikur stórt hlutverk, verða til á staðnum ef svo má segja. Þessir kaflar eru dálítið lausir í rásinni, og ég var til dæmis með margar útgáfur af þeim kafla. Þetta verk byggir í raun á léttúðugri lífsskoðun þar sem aðalatriðið er að skemmta sér eins vel og maður getur og smá framhjáhald sakar ekki, þessi tími sem verkið er skrif- að á tekur á þessum málum eins og ekkert sé sjálfsagðara. — Hvernig hefur verið að vinna að þessari sýningu? „Það hefur verið mjög gam- an, ég hef mjög gott sam- starfsfólk. Decker sem er hljómsveitarstjóri er fanta- góður, hann kann sitt fag og veit nákvæmlega hvað hann er að gera. Una Collins hefur gert mjög skemmtilega sviðs- mynd. Hún miðar við búninga í ætt við Art Nouvaux, og hef- ur því fært þá um 10 ár, en ef miðað er við nákvæman tíma þyrfti kvenfólkið að vera með rasspúða og það er hreinlega ekki pláss fyrir slíka búninga á sviðinu! í sýningunni er líka Sigurður Björnsson sem kann á þennan stíl út og inn og hef- ur verið tilbúinn að miðla af reynslu sinni í einu og öllu. Samvinna okkar allra hefur verið mjög mikilsverð, þó er það svo hér á landi þar sem ekki er fyrir hendi mikil hefð fyrir óperunni að maður er ekki eins bundinn við hefðina, og sér ekki ástæðu til að eltast við hana í einu og öllu, það þýðir þó ekki heldur að það sé nauðsynlegt að kasta henni al- veg fyrir róða.“ um þetta og öll önnur. Að syngja Rósalindu tekur á öðrum hlutum í manni, en það er misskilningur að halda að það sé auðveldara að vinna að óperettu. — Hefur þú tekið þátt í upp- færslu á Leðurblökunni áður? „Ég var í Þjóðleikhúskórnum þegar Leðurblakan var sýnd þar síðast árið 1973, jafnframt var ég gestur í veislunni hjá Orlofski og söng þá aríu úr Seldu brúðinni eftir Smetana. Ég minnist þess hvað ég kveið mikið fyrir og skalf þegar ég kom inn á svið, ég hélt ég kæmist ekki klakklaust í gegnum minn hlut.“ — Hefur þú jafnmikinn sviðsskrekk núna? “Skrekkurinn er alltaf fyrir hendi, en það er óhætt að segja að maður hefur lært að yfirvega sig betur, og lært að taka á sjálf- um sér þegar taugaspennan gerir vart við sig. En líklega verður _ hún alltaf til staðar." MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 27. APRlL 1985 LEÐI RHLAKAN FRIMSYNI) HJA ISLENSKlOPERHNNl I KVOLD öi. 19 „Hef sungið í Leður- blökunni 189 sinnum“ — segir Sigurður Björnsson óperusöngvari „Ég athugaði til gamans um daginn hversu oft ég hef sungið í þessari óperettu, og mér telst til að það sé 189 sinnum, þar af söng ég 175 sinnum í Þýska- landi og Austurríki þegar ég var þar og svo líklega um 14 sinnum í Þjóðleikhúsinu 1973,“ sagði Sigurður Björnsson í samtali við blm. Mbl. en hann fer með hlut- verk Eisensteins í uppfærslu ís- lensku óperunnar á Leðurblök- unni, en hann söng það hlutverk einnig í Þjóðleikhúsinu 1973. „Ég hef sungið á annað hundrað hlutverk um ævina, en þetta er eitt af mínum uppáhaldshlutverkum. Það er mjög skemmtilegt hlutverk, það er mikill leikur og galsi í Eisenstein, vondur út í menn réttvísinnar og fýsir að lenda í ævintýrum.“ — Nú hefur þú sungið þetta hlutverk bæði erlendis og hér heima, það er bæði á þýsku og íslensku, er mikill munur á því? „Mér finnst í þýðingu að textinn tapi þessum „Vínar- sjarma" sem er í frumtextan- um, ýmsar áherslur fara for- görðum, en við því er auðvitað ekkert að gera. Það er ekki hægt að flytja óperettur hér nema á íslensku. Munurinn á að taka þátt í óperum hér og erlendis er hins vegar mikið til í aðbúnaði, við eigum ekk- ert nógu stórt hús til að flytja óperur í og svo er engin hefð hér fyrir flutningi á þessum verkum.“ — Er skemmtilegt að fást við tónlistina eftir Strauss? „Það er mjög gaman að syngja Strauss en það er jafn- framt erfitt. Óperettur eru oft vanmetnar, það er mjög létt að hlusta á þær eins og músík- ina í Leðurblökunni, en það getur verið erfitt að ná stemmningunni og flytja verkið eins og það á að vera. Það er alltaf hættulegt þegar fólk og listamennirnir líta á verkin sem mjög auðveld, því að það er létt að fara yfir strikið og sjúska í flutningi á óperettunum." — Hefurðu einhverja draumsýn varðandi flutning á óperum hér á landi? „Minn draumur hefur alltaf verið sá að það verði ráðnir söngvarar við Þjóðleikhúsið og það muni nota þá aðstöðu sem kemur til með að skapast í „húsi tónlistarinnar“.“ Ætlar þú ttt útlanda / sumar? Einn íslenskra banka býður Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express. VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sittýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.